Þjóðviljinn - 25.08.1984, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 25.08.1984, Blaðsíða 14
JL-HÚSIÐ, RAFDEILD, AUGLÝSIR Eigum gott úrval af lampasnúrum, marga liti, einnig kapla og ídráttarvír frá 0, 75q til 16q. Eigum gmiss konar efni til raflagna, innfellt og utanáliggjandi, jarðbundið og ójarðbundið, svo sem klœr, hulsur, fatn- ingar, fjöltengi, tengla og rofa, öryggi, dimmera, tengidósir, bjöllur, spenna, einnig veggdósir, loftdósir, lekaliða og margt fleira, m.a. klukkustýrða tengla með rofa. 12, 24 og 32 volta perur. EIGUM 100 MÖGULEIKA í PERUM Venjulegar perur, kertaperur, kúluperur, ópalperur, Ýmsar gerðir af spegilperum, línestraperur, flúrperur, m.a. gróðurperur. JI2 Jón Loftsson hf. /A A A A A A * G lO G £É! i I^líLujuíJ EJQQQq " i »* - " « -! a Hringbraut 121 Sími 10600 Öllum þeim sem árnuöu mér heilla og sýndu mér hlýhug og vináttu á 60 ára afmæli mínu þann 29. júlí sl., flyt ég alúöarþakkir. Ingi R. Helgason. FJÖLBRAUTASKÓLINN BREIÐHOLTI Austurbergi5 109Reykjavik ísland sími756 00 Frá Fjölbrautaskólanum í Breiöholti Skólinn verður settur í Bústaðakirkju mánudaginn 3. sept. kl. 10.00 árdegis. Aðeins nýnemar og kennarar eiga að koma á skólasetninguna. Kennarafundur verður sama dag og hefst kl. 14.00. Nemendatöflur verða afhentar í skólanum 3. sept- ember frá kl. 13.00-17.00. Nemendur skulu þá greiða gjöld til stofnunarinnar að upphæð kr. 800.00. Sérstök kynning fyrir nýnema verður þriðjudaginn 4. sept. og hefst kl. 9.00. Kennsla samkvæmt stundaskrá hefst miðvikudaginn 5. sept. bæði í dagskóla og kvöldskóla. Innritun og val í námshópa í öldungadeild F.B. (kvöld- skóla) verður 28.-31. ágúst frá kl. 20.00-22.00 alla dagana. Þá greiða nemendur skólagjöld. Skólameistari. 14 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 25. ágúst 1984 Held mest upp á Bach Bjöm Steinar Sólbergsson heldur orgeltónleika í Kristskirkju á mánudag „Jú, París er það sem hún var- hún er enn sem fyrr besti staður- inn til að nema listir. Þaö er geysi- lega mikið að gerast þar á tónlist- arsviðinu og maður kemst ekki yfir nema brot af því. Og mann- lífið í París er líka skemmtilegt, þótt við höfum kosið að flytja út fyrir borgina með dætur okkar, því miðborgin er ekki beint fyrir barnafólk“, sagði Björn Steinar Sólbergsson, orgelleikari, sem heldurorgeltónleika í Kristskirkju á mánudagskvöldið kl. 20.30. Björn stundaði nám í Róm hjá einkakennara í eitt ár og hefur lokið tveimur af fjórum við tón- listarháskólann í París. Hann hlaut fjögurra ára franskan styrk og segir Björn að styrkurinn og námslánin framfleyti honum, konu hans, Hrefnu Harðardóttur og dætrunum tveimur. „Án franska styrksins hefði þetta ekki gengið, því það eru svo oft tafir með námslánin“, sagði Björn. Við spurðum hann um skólann og sagði hann að þetta væri geysi- lega strangur og góður skóli, með um 1500 nemendur, þar af innan við 40 í orgelleik. Er þetta hagnýtt nám? „Ætli það? Það er hagnýtt fyrir mig, því þetta er það sem ég hef áhuga á, og ég er ákveðinn að flytja heim að námi loknu. Fólk spyr gjarnan hvers vegna, því hér kvartar fólk mikið. En ég vil hvergi búa nema hér, þótt það sé gaman að vera við nám í París“, sagði Björn. Á efnisskránni verða verk eftir J.S. Bach og 3 franska höfunda, einn samtímamann Bachs, einn nútímahöfund og einn síðróm- antískan. Björn mun flytja sömu verk í Akureyrarkirkju 6. sept- ember. „Ég held mest upp á Bach og helmingurinn af tíma mínum fer í að æfa verk hans“, sagði Björn að lokum. þs. Friðardagar Tónleikar á grafíksýningu Klukkan 16.00 í dag verða tónleikar á myndlistarsýningunni í Fé- lagsstofnun stúdenta, en þá leika Kolbeinn Bjarnason og Páll Eyjólfs- son á flautu og gítar verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Þorkel Sigur- björnsson, Erik Satie, Robert Dick.Albanez, Tottoba og Luis des Narveaes. Grafíksýningin er opin frá kl. 14.00-21.00 í dag og aftur á sunnudag frá kl. 14.00 þar til leiksýning Jan Bergquist hefst kl. 20.30. MENNING Nýtt íslenskt snjóbræðslukerfi KOBRA Viö höfum snjóbræöslurörin Viö höfum tækniþekkinguna Viö leggjum kerfiö Viö gefum heildartilboö í efni og lögn Við höfum lægsta verðið Opið laugardag Pípulagnir sf. Skemmuvegur 26 L (bak við Stórmarkaðinn) Kóoavoaur Sími 77400

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.