Þjóðviljinn - 25.08.1984, Side 16

Þjóðviljinn - 25.08.1984, Side 16
MENNING Verk eftir Jónu Guðvarðardóttur. FORM ISLAND vekur athygli í Finnlandi „Þroskuð og sjólfstœð verk“ íslenska farandsýningin, FORM ISLAND, sem hefur að undanförnu verið sýnd í Finn- landi, hefur vakið mikla athygli. Hér er um að ræða fyrstu stóru yfirlitssýningu á íslenskum list- iðnaði og iðnhönnun, sem sýnd verður á öllum Norðurlöndun- um. Á sýnipgunni eru verk 42 listamanna, samtals yfir 200 verk. Skipulag sýningarinnar annaðist Norræna húsið, Listiðnaðarsafn- ið í Helsingfors og Samstarfs- nefnd um kynningu á Listiðnaði og iðnhönnun. Vegleg sýningarskrá með yfir- gripsmiklum upplýsingum um ís- lenskan listiðnað var gefin út í tilefni sýningarinnar. Hrafnhild- ur Schram listfræðingur skrifar um sögu listiðnaðar á íslandi og einnig er grein eftir Stefán Snæ- björnsson innanhúsarkitekt. Út- lit og umsjón sýningarskrárinnar önnuðust Tryggvi T. Tryggvason og Stephen Fairbairn. Verndari sýningarinnar, Vig- dís Finnbogadóttir, forseti Is- lands, opnaði sýninguna í apríl- mánuði 1984íListiðnaðaðarsafn- inu í Helsingfors er hún var þar í opinberri heimsókn. Sýningin hefur síðan verið sett upp í Lista- safninu í Villmanstrand (Lappe- enranta) í Finnlandi og þann 30. ágúst nk. verður sýningin opnuð í Wáinö Aaltonen listasafninu í Ábo. Sýningin verður sett upp á enn einu safni í Finnlandi haustið 1984, og baðan heldur sýningin áfram til Árósa í Danmörku, Sví- þjóðar, Noregs og Færeyja. Sýningin hefur hlotið sérlega góðar móttökur sýningargesta og hafa listgagnrýnendur fjallað mjög jákvætt um hana í finnskum blöðum. íslensk hönnun er lítið sem ekkert þekkt á hinum Norður- löndnum og því kemur á óvart hve íslensku verkin búa yfír mikl- um þroska og Sjálfstæði. Hin þjóðlegu sérkenni í formi, litum og vali á efnum hafa vakið hrifn- ingu og ennfremur sú alþjóða- hyggja, sem birtist í verkunum og sýnir að hinir íslensku listamenn fylgjast vel með þróuninni í öðr- um löndum. í blaðadómum um sýninguna í Villmanstrand segir m.a.: „Sýningin er afar falleg. Litirnir segja sína eigin sögu um hið margbreytilega loftslag og náttúru á hinni fjarlægu eyju. Sérhvert verk á sýningunni dreg- ur að sér óskipta athygli áhorf- andans og milli hans og verksins myndast samband. Þá vekur einnig athygli sambandið við náttúruna, sem kemur m.a. fram í ljósmyndum Guðmundar Ing- ólfssonar og Rafns Hafnfjörðs. Athyglin beinist einnig að óvenjulegu efni til myndgerðar t.d. hrosshári og fiskroði". Þá kemur einnig fram hjá gagnrýnendum ánægja með að sýningin spanni yfir flest svið hönnunar s.s. textíl, keramik, málma, glerlist, leður, grafíska hönnun og iðnhönnun. Hluti af „FORM-ISLAND"-sýningunni sem nú er sýnd í Finnlandi, en á eftir að fara til Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs og Færeyja. SÝNING Stóllinn SÓLEY sem teiknaður er af Valdi- mar Harðarsyni vekur nú athygli víða um heim. Framleiðandi er KUSCH 8r Co., þekktur húsgagnaframleiðandi í Þýzkalandi. Epal hf. hefur tekið að sér söluumboð á ís- landi og heldur sýningu í Siðumúla 20 á stólnum í fjölmörgum lita- og efnistilbrigð- um. Verið velkomin. epcil Síðumúla 20 - Reykjavík - sími 91-36677 BFrá Grunnskólum •— Seltjarnarness. Innritun: Innritun nýrra nemenda fer fram í skólanum daglega frá kl. 9 til 12 f.h. sími Mýrhúsaskóla er 17585 og Valhúsaskóla 27743. Upphaf skólastarfs 1984: Mýrhúsaskóli: Kennarafundur mánudaginn 3. september kl. 9. f.h. Nemendur komi í skólann föstudaginn 7. september sem hér segir: Kl. 9 nemendur 3., 4., 5. og 6. bekkjar. Kl. 13 nemendur 1. og 2. bekkjar. Nemendur 6 ára deilda verða boðaðir símleiðis. Valhúsaskóli: Kennarafundur mánudaginn 3. september kl. 9 f.h. Nemendur komi í skólann fimmtudaginn 6. september kl. 9.30 f.h. Kennsla hefst föstudaginn 7. september samkvæmt stundaskrá. Skóiastjórar.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.