Þjóðviljinn - 31.08.1984, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 31.08.1984, Qupperneq 3
FRETTIR Kjaraskerðingin Smánarkjör! Tvítug iðnverkakona hefur einungis 750 krónur til að lifa af á viku Hvaða læti eru þetta út af einum 1200-kalli! Þið fáið nú að éta líka! Igær greindi Þjóðviljinn frá sex- tugri iðnverkakonu sem hafði ekki nema 625 krónur til að kaupa mat á viku, eftir að búið var að draga öll gjöld og reikninga frá launum hennar. Vert er að leggja áherslu á, að sú kona var ekki með léleg laun mið- að við iðnverkafólk, til dæmis hafði hún 20 prósent yfirborgun! Kjör hennar eru því miður síður en svo einsdæmi. Þannig er Þjóðviljanum kunnugt um tví- tuga iðnverkakonu sem vinnur í sælgætisgerð. Eins og fjölmargir aðrir sem vinna í iðnaði hefur hún einungis dagvinnutekjutryggingu í laun. Það gera 12.913 krónur á mánuði. Þegar búið er að draga frá fé- lagsgjöld, lífeyrissjóð, spari- merki, skatta og útsvar fær þessi stúlka útborgað 9.054 krónur á mánuði til að lifa af. Hún býr með vinkonu sinni í lítilii tveggja herbergja íbúð og hennar helmingur af húsa- leigunni eru 4.000 krónur. í raf- magn greiðir hún 830 krónur og hennar hluti af húsgjaldinu eru 630 krónur. Til að komast í vinnu og heim aftur borgar hún 653 krónur í strætisvagnafargjöld á mánuði. Þegar búið er að draga þessi gjöld frá tekjunum á hún því eftir 2.942 krónur til að lifa af mánuð- inn! Þessi tvítuga stúlka hefur með öðrum orðum 750 krónur til að eyða í mat, föt og til að lyfta sér upp fyrir á viku hverri!! Á sama tíma harðneita iðnrek- endur, sem flestir velta sér upp úr botnlausri einkaneyslu, að greiða þessari stúlku og starfsfélögum hennar 14 þúsund krónur í lág- markslaun á mánuði. Er það réttlæti? -ÖS Utanríkisþjónustan Sendiherra- skipti Allmiklar breytingar eru á döf- inni hjá íslensku utanríkisþjón- ustunni. Hendrik Sv. Björnsson sendiherra í Brussel mun innan tíðar láta af störfum vegna aldurs og tekur Tómas Á. Tómasson sendiherra í París við hans stöðu. Haraldur Kröyer í Moskvu tekur við sendiherrastöðunni í Paris, Páll Ásgeir Tryggvason í Osló fer í hans stað til Moskvu og Níels P. Sigurðsson sem gegnt hefur störf- um í utanríkisþjónustunni tekur við starfi sendiherra íslands í Osló. -v. Móðurmjólk Brjósta- ráðstefna Borgarleikhúsið verður ein sérkennilegasta byggingin í nýju byggðinni við Kringlumýri. Sviðsturninn er nú kominn í fulla hæð en ofaná honum hvíla 8 burðarbitar úr strengjasteypu og vegur hver þeirra nær 7 tonn. Niðurskurður Ragnhildar Ráðstefna um brjóstagjöf verð- ur haldin dagana 8. og 9. sept- ember í Varmahlíð í Skagafirði. Það eru Ahugafélag um brjósta- gjöf og Sjúkrahús skagfirðinga sem halda ráðstefnuna. Fyrirlesarar verða Elisabet Helsing sem er starfsmaður WHO og hefur ritað bækur um brjóstagjafir ásamt því sem hún starfar í Amnehjelpen í Noregi. Marga Thome dósent við Há- skóla íslands, Sigríður Sigurðar- dóttir sagnfræðinemi og Hörður Bergsteinsson barnalæknir munu einnig flytjafyrirlestra. Áhugafé- lag um brjóstagjöf á íslandi verð- ur kynnt. Lærðir og leikir eru velkomnir á ráðstefnuna. Nánari upplýsing- ar fást £ símum 95-5333 og 95- 5396._______________________-jp Stigahlíð Furðuleg tilmæli Frœðslustjórinn á Vestfjörðum telur óeðlilegt að menntamálaráðherra skuli lofa aukinni kennslu samhliða niðurskurði í útgjöldum. Eg tel óeðlilegt að senda þessi þrenn tilmæli saman, sagði Pétur N. Bjarnason fræðslustjóri á VestQörðum: „Ráðuneytið fer fram á 33% aukningu á forskóla- kennslu, aukningu á kennslu í heimilisfræði og svo 2,5% niður- skurð“. Pétur sagði að þeir vestra hafi fengið fyrirmæli um niðurskurð án þess að skerða kennslu og taldi hann að það gæti hugsanlega tek- ist með samræmingaraðgerðum, og aukinni samkennslu, auk þess sem skólinn á Flatey á Breiðafirði verður lagður niður sökum þess að engir nemendur eru þar. Hann sagðist þó ekki hafa séð lausnir á því að spara um 5%. Um heimilisfræðina sem menntamálaráðherra vill efla, sagði hann að það væri á valdi viðkomandi skólanefnda að ák- veða þar um, og sagðist efast um að hún yrði aukin annars staðar en á ísafirði. „Við gerum ekki annað en að koma þessum til- mælum á framfæri", sagði hann. -gat. Reykjavík Niðurskurður í reynd Stóraukin þörfá stuðningskennslu í vetur en fjárveitingar standa þráttfyrir það ístað segir frœðslustjórinn íReykjavík. Engin rannsókn „Nei. Það er engin sérstök rannsókn í gangi,“ svaraði Garð- ar Valdimarsson skatt- rannsóknarstjóri þegar hann var spurður um það hvort embættið væri eitthvað að athuga skatta þeirra einstaklinga sem keyptu sér lóðir í Stigahlíð: „Þetta eru fjárfestingar á árinu 1984 og þetta fólk þarf vitanlega að gera grein fyrir þeim árið 1985. Garðar sagði einnig að það væri óþægilegt fyrir deildina að lýsa því yfir að hún væri að rann- saka - eða ekki að rannsaka - skattamál nafngreindra einstak- linga, því samkvæmt lögum hvíldi þagnarskylda á starfsemi deildar- innar. -gat Kennsla stendur í stað í Reykja- vík sem þýðir það að hún hafi í reynd verið skorin niður að sögn Áslaugar Brynjólfsdóttur fræðslustjóra í Rcykjavík. Áslaug sagði að viðbótarstaða á bóka- söfnum hafi verið skorin niður: „þannig að nú verða kennarar sjálfir að fylgja börnunum á safn- ið og taka þær ferðir af annarri kennslu.“ Áslaug kvað það einnig alvar- legt mál að nú væri fjárveiting til stuðningskennslu hin sama og í fyrra, þrátt fyrir mun meiri þörf núna. „Það var áætlað að fá meira því áhersla hefur verið lögð á að skólarnir taki nemendur út af stofnunum í ríkari mæli. Ef fjárveiting til stuðningskennslu verður ekki aukin, geta skólar ekki tekið við alvarlegri tilfellum af öðrum stofnunum. Fræðslu- stjóri benti á að þar kostaði dvöl einstaklingsins enn meira en sem nemur kostnaði við stuðnings- kennslu til þeirra. -gat/jp Föstudagur 31. ágúst 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Borgarleikhús: Að verða fullsteypt Borgarleikhúsið er smátt og smátt að taka á sig endanlega mynd. Sviðstum hússins er upp- steyptur og sömuleiðis aðaláhorf- endasalur. Að sögn Tómasar Zo- éga, framkvæmdastjóra Leikfé- lags Reykjavíkur, verður lokið við að steypa upp húsið allt fyr- rihluta næsta árs. Þá er eftir að setja á það þak og innrétta. Reiknað hefur verið með að hús- ið yrði tekið í notkun, að ein- hverju leyti að minnsta kosti eftir tvö ár, ’86, en þá er 200 ára af- mæli Reykjavíkurborgar. Verk- taki við bygginguna er Sveinbjörn Sigurðsson. óg. Flugleiðir Þotukaup skamm- tíma aðgerð Það hefur verið farið of seint í þessi mál, sagði Kristjana Milla Thorsteinsson einn stjórnar- manna í Flugleiðum er við spurð- um hana um afstöðu hennar til nýlegra kaupa félagsins á tveimur DC-8 vélum af hollenska fiugfé- laginu KLM. „Ég lít á þetta sem skamm- tímaaðgerð“, sagði Kristjana, „og ef ekki hefði verið gripið til þessa ráðs hefði félagið staðið uppi vélarlaust, þannig að í sjálfu sér var ég ekki mótfallin kaupun- um úr því sem komið var. Mín skoðun hefur hins vegar verið sú að félagið hafi átt að kaupa DC- 10 á meðan nóg var til af þeim á markaðnum, fyrir 2-3 árum, en það þótti ekki tímabært þá. Það kemur hins vegar í ljós núna þeg- ar farþegum er að fjölga að það var grundvöllur fyrir þeim kaupum þá“. Kristjana Milla sagði einnig ýmislegt óljóst um þá hljóðdeyfa sem til stæði að setja í vélarnar, ekki væri ljóst hvort þeir yrðu samþykktir af Bandaríkjamönn- um eða hvort undanþágur haldist áfram að nota DC-8-63. Hún taldi að ríkið þyrfti ekki að hlaupa undir bagga með félaginu til að setja þessa nýju hljóðdeyfa í vélarnar því þessi flugvélakaup hefðu verið það hagstæð fyrir fé- lagið. -gat.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.