Þjóðviljinn - 31.08.1984, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 31.08.1984, Qupperneq 4
LEIÐARI Friedman, Hendry og Chile í vetur skýröi Þjóöviljinn frá því aö einn fremsti hagfræðingur í Bretlandi, prófessor David Hendry sem starfar við Cambridge há- skólann, hefði tætt í sundur tilraunir Miltons Friedman til að sanna kjarnann í hinni frægu peningamagnskenningu. Sú kenning er burð- arásinn í fræðilegu framlagi þessa spámanns markaðskreddumanna sem nú gistir ísland. Prófessor David Hendry hefur notið alþjóð- legrar virðingar fyrir tölfræðilegar prófanir á sannleiksgildi hagfræðikenninga. Hann sýndi fram á að kenningar Friedmans stæðust ekki slíkar prófanir. í þágu sannleiksleitar innan hagfræðinnar væri nauðsyniegt að allir áttuðu sig á þeim blekkingum sem fælust í tilraunum Friedmans til að „sanna“ fræði sín. Þessar fréttir Þjóðviljans sem byggðar voru áfrásögnum hinna virtu bresku stórblaða, The Guardian og The Observer, fóru mjög í taugarnar á trúarhirð markaðskreddumann- anna í Sjálfstæðisflokknum. Hannes Hólm- steinn, sem gert hefur Friedman-trúboð að sérstakri atvinnugrein sem hérlend stórfyrir- tæki hafa fjármagnað, jós upp miklu ritryki til að reyna að hylja afhjúpun Hendry á hinum lélegu vinnubrögðum Friedmans. Tveir ís- lenskir hagfræðingar, Ásgeir Daníelsson og Yngvi Örn Kristinsson, tóku Hannes þá í bak- aríið í ýtarlegri og vel rökstuddri grein sem birtist í Morgunblaðinu. Hljóp þátrúboðinn í að senda prófessor Hendry sérhannaðar þýðing- ar á skrifum Þjóðviljans og fékk að sjálfsögðu afarkurteislegtsvarfrá hinum hógværa breska fraeðimanni. (Ijósi þessarar umræðu á liðnum vetri sætir það nokkrum tíðindum að á fundi með íslensk- um blaðamönnum í fyrradag treysti Milton Fri- edman sér ekki til að sýna fram á að hin sterka gagnrýni Hendrys væri röng. Sjálfur spámað- urinn fór undan í flæmingi og var sú afstaða afarfróðleg í Ijósi ofurkapps trúboða hans hér á landi. Greinilegt var að Milton Friedman gerði sér skýra grein fyrir því að rannsóknir Hendrys eru mesta áfall sem fræðiheiður Friedmans hefur orðið fyrir. Spámaðurinn reyndi að skjóta sér á bak við að Englandsbanka „væri ilia við sig“, en sú merka stofnun gaf út gagnrýni Hendrys. Og að lokum var gripið til þess svars sem fræðimenn nota tíðum þegar þá skortir efnisleg rök en eru ekki menn tii að viðurkenna ósigur sinn: Tíminn myndi leiða í Ijós hina réttu niðurstöðu. Það eru því heldur ömurleg endalok fyrir átrúnaðarhirð Friedmans á íslandi að spá- maðurinn skuli ekki geta sett fram nein efnis- leg svör við hinum frægu rannsóknum próf- essors Hendrys. Það var þá til heldur lítils að greiða honum stórfé fyrir að láta svo lítið að gista ísland um skamma stund. Þótt Milton Friedman vefðist tunga um tönn þegar hann var spurður um afhjúpanir Hend- rys losnaði heldur betur um málbeinið þegar spurt var um framkvæmdina á kenningum hans í Chile en Friedman var eins og kunnugt er andlegur leiðtogi herforingjastjórnarinnar sem hrifsaði völdin í Chile og drap réttkjörinn forseta landsins. Friedman kvað allt hafa gengið að óskum í nokkur ár og reynslan í Chile sýnt ágæti kenninga sinna. Þegar slíkur gæðastimpill er settur á stjórn- arfarið í Chile er rétt að rifja upp megineinkenni þess: Lýðræðið var fótum troðið. Mannréttindi voru afnumin. Tugþúsundir voru fangelsaðar, pyntaðar eða drepnar fyrir skoðanir sínar. Um- ræða og frjáls samtök voru bönnuð. Harðræði hersins ríkti á öllum sviðum. Það er vissulega við hæfi að heiðursgestur hinnar nýju forystu í Sjálfstæðisflokknum skuli hæla sér af því að slíkt stjórnarfar hafi reynst ákjósanlegur jarðvegur til að framkvæma hin- ar dáðu kenningar. KLIPPT OG SKORIÐ í MORGUNBLADID. FIHMTUDAGUR 30. ÁGOS' fclk f fréttum -j rng'.' * !^Lfegu*8tit eavers, Christie Brinkíey, Phoebe Cntea, Kate ' ueline Biaset Tíu fallegustu konur í Ameríku -f Bandarúka «... Bazaar" hcfur nú nýlega ... sinn yfir liu fallegu.stu konurnai |>ar í landi eins og venjan hefur vcriA um langt árabil. I»ar kemur vel í Ijós sú þróun, sem átl hefur ser .stað á undanfornum árum, að það eru ekki lengur unj;ar og óþroskaðar stúlkur sem nú þykja verðastar, heldur konur ine Bisset hefur * kynþokkanum þó góð leikkona eins^V *ýnir í myndinni „Undir eldfjallinu"; Linda Ev- ans. sem er af norskum ættum, er kunnust fyrir leik sinn í „I)ollars“; Candice Bergen er kunn leikkona en hefur nú að mesttMjnúið sér að ritstórfnm ok marjrir úr myndinni „Dagar víns og rósa“ með Jack læmmon; Bernadette Peters hóf feril sinn með heldur veigalitlum hlut- verkum en hefur verið að sækja í sij» veðrið; Sigourney Weaver sló i Ke«n í myndinni „The Alien"; Phoebe Cates er unjí fyrirsæta, sem vafalaust mun leKKja fyrir kvikmyndaleik; Kate Capshaw Fréttir úr draumaheimi Kjaramálin eru efst í huga flestra um þessar mundir. Sam- tök launafólks knýja á um kjara- bætur, en fá köld svör frá at- vinnurekendum og ríkinu. „Blað allra landsmanna“, Morgunblað- ið hefur mestan hug á því um þessar mundir að sætta fólk við kjaraskerðinguna og draga kjarkinn úr kjarabaráttunni. Til þess eru ýmsar leiðir, t.a.m. þær að tyggja í lesendur „fréttir" af draumaheimi þar sem kvikmynd- astjörnur og fegurðardísir velta sér í frægð, frama og fjármunum. Sambúðarvandamál og lifnaðar- hættir þessa fólks eru ofarlega á baugi í Morgunblaðinu. Fegurðardísir í tvíriti Nú þegar broddur er kominn í kjarabaráttuna og veður viðsjál liggur mikið við að beina sjónum launafólks að öðru en eigin kjörum og vagga því inn í draumalandið þar sem allt er fag- urt og frítt. Við færiböndin og í stritvinnunni geta menn látið sig dreyma um betra líf og Moggann sem færir fréttirnar af því hvernig hægt væri að hafa það ef maður væri fallegur og ríkur. Blaðið dregur ekki af sér við að sinna þessum þörfum og birtir í gær tvisvar sinnum sömu fréttina um tíu fegurstu konur Bandaríkj- anna að mati tímaritsins Harper’s Bazaar. Fyrst er fréttin birt á 25. síðu sem ein helsta erlend frétt dagsins. Síðan er hún aftur birt með ýtarlegri texta í Fólk í frétt- um. Raunveru- leikinn Pað er ekki vanþörf á því að reka þessi tíðindi af fallegu og ríku fólki í Bandaríkjunum ofaní fólk eins og það sem rætt var við í Þjóðviljanum í gær. Konuna sem hefur 625 krónur á viku í mat og föt, starfskonumar í eldhúsi Kópa- vogshælis, sem eru með 13.100 kr. á mánuði, og malbikunar- strákana sem hafa 60 kr. á tím- ann. Allt er þetta þó frítt og föngulegt fólk. En það hefur eng- ar ríkidæmissögur að segja: „það hrekkur skammt til þess að skinna sig upp fyrir veturinn, fæða sig og klæða“.... „Það hefur allt hækkað um helming síðan í vor, matvæli, meðul og aðrar nauðsynjar.“... „Þetta dugár að minnsta kosti ekki fyrir lóð í Stig- ahlíðinni, þó sumir kaupendur milljónalóðanna þar hafi sam- kvæmt skattskrá ekki haft hærri laun en eldhússtarfsfólkið á Kóp- avogshæli.“... „Fólk hefur varla efni á að fara til læknis.“... Af þessum veruleika eru litlar fréttir í Morgunblaðinu. Og það eru ekki líkindi til þess að þetta fólk fari út á dýra næturklúbba á kvöldin eins og hinar tvírituðu fegurðardísir Morgunblaðsins. „Við gemm ekki mikið eftir vinnu annað en fara heim og leggja okkur.“ Aðrar fráttir frá USA Aðrar fréttir frá Bandaríkjun- um kæmu líka til greina heldur en fréttir af fegurstu konum. Meira en 35 miljónir manna lifa nú und- ir opinberum fátæktarmörkum í Bandaríkjunum og það er hunda- líf í harðkapítalískum heimi þar vestra og á nýafstöðnum borgar- stjórafundi voru birtar upplýsing- ar umað óskum um matargjafir hefði fjölgað um 71% á einu ári í 19 af 20 stærstu borgum Banda- ríkjanna. Miljónir manna hafa færst niður fyrir fátækramörkin í stjórnartíð Reagan forseta. Af þessu er lítið sagt í Morgunblað- inu, en hinsvegar mjög haldið upp á Friedman og Reagan fyrir snilli í fjármálastjórn fyrir þá sem betur mega sín. Meldingar Moggans til al- mennings á íslandi eru einfald- lega þær í máli og myndum að þeir sem ekki séu nógu séðir til þess að verða ríkir eigi að sætta sig við orðinn hlut og láta sér nægja að dreyma um ríkidæmi og fegurð. -ekh DJÓÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fróttastjórar: Óskar Guömundsson, Valþór Hlöðversson. Blaöamenn: Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðrikssson Halldóra Sigur- dórsdóttir Jóna Pálsdóttir Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Ámason, Súsanna Svavarsdóttir, Víðir Sigurðsson (íþróttir), össur Skarp- hóðinsson. Ljósmyndlr: Atli Arason, Einar Karlsson. Utlit og hönnun: Björn Brynjúlfur Björnsson Svava Sveinsdóttir, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófaricalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvœmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir. Auglýsingastjóri: Ólafur Þ. Jónsson. Auglýsingar: Margrót Guðmundsdóttir, Ragnheiður Óladóttir, Anna Guðjónsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsia: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Símavarsia: Ásdís Kristinsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtumaður: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumula 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 22 kr. Sunnudagsverð: 25 kr. Askriftarverð á mánuðl: 275 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. ágúst 1984

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.