Þjóðviljinn - 31.08.1984, Side 11
VIÐHORF
Þaðvarí júlí 1970 að égvar sem
svo oft áður leiðsögumaður með
hópi þýskra ferðamanna af
skemmtiferðaskipi, sem hafði
hér viðstöðu um sólarhringsbil.
Að venju var farið að Gullfossi
og Geysi. Flestir úr hópnum
höfðu farið niður að fossinum og
sumir klöngrast upp einstigið,
sem liggur upp á gljúfurbarminn
fyrir ofan fossinn. Það var líka
venja mín að benda ferðafólki á
að það væri meira en hálf gleði af
því að skoða Gullfoss að fara nið-
ur að sjálfum fossinum og næst-
um tengjast honum með handa-
bandi, eins og mér hefur þótt
mega orða það.
A leiðinni að Gullfossi hafði ég
sagt ferðafólkinu af þjóðsagna-
persónunni Sigríði Tómasdóttur í
Brattholti, sem eins og sagan
segir hafði hótað föður sínum að
fleygja sér í fossinn yrði hann
seldur útlendingum til virkjunar
og þar með algjörrar eyðilegging-
ar. Hún hefði með þessu orðið
ein af þjóðhetjum okkar og einna
fyrst Islendinga til þess að hugsa
um náttúruvernd og því stæði
þjóðin í óbættri þakkarskuld við
konu þessa. Því má skjóta hér inn
í að nú hefur þessi þakkarskuld
verið staðfest með minnisvarða
um Sigríði Tómasdóttur við án-
ingarstaðinn hjá Gullfossi.
Þá hafði verið vikið að ferðum
Svíanna Alberts Engström rit-
höfundar og dr. Wulfs til íslands
1911 og að Engström hefði skrif-
að bók um ferðina „Át Heckle-
fjáll“ á sænsku, sem bæði gæti
þýtt „til Heklu“ og á sænsku „til
helv...“. Með honum við fossinn
var þýskur vísindamaður, sem
Engström sagði að hefði verið
svo hugfanginn af fossinum, að
hann hafi gleymt að áætla hve
mörg tonn af vatni féllu niður á
hveri mínútu. Engström taldi
Gullfoss fegursta foss Evrópu og
jafnvel þótt víðar væri leitað og
að það eitt að sjá Gullfoss í öllu
sínu veldi væri íslandsferðar
virði.
Auðvitað þótti mér rétt að
Dýragrasið
eftir Dr. Gunnlaug Þórðarson
minna á, að í heiminum væru
miklu voldugri fossar en
Gullfoss, þannig væri fossasvæð-
ið mikla á landamærum Brasilíu,
Argentínu og Paraguaya að þar
væru meira en 200 fossar í einum
hnappi, þar sem áin Parana
steyptist foss fram af fossi í gljúfr-
um sínum og þar væru fjöldi
fossa, sem hver um sig væri vold-
kona í hópnum tók sjálfskeiðung
upp úr tösku sinni og gerði sig
líklega til þess að rista þann litla
grassvörð, sem átti þarna í vök að
verjast. „Hvað heitir þessi
planta“ spurði konan og fór að
sarga jarðveginn í kringum
undurfagra litla jurt, sem í lítil-
læti sínu vildi skreyta þúfukoll,
þarna á gljúfurbarminum og er
eins litið eina konu með sama
bláa litnum í augunum sem blóm
þetta, fegurstu augu, sem ég hef
séð.
Nú kom latneska nafnið í huga
mér: „Gentiana nivalis“ sagði ég,
sem þýða mætti nánast orðrétt
,„snæbíáin“. Hið íslenska nafn
mætti aftur á móti þýða sem væri
það „hið dýra gras“.
„Ég sagðist helst vilja banna slíka árás á náttúru
þessa hrjóstruga lands, hér lengst í norðri og fólk,
sem hagaði sérþannig, sýndi mér líka óvirðingu.
Auk þess myndi jurtin ekki lifa daginn afíhöndum
menningarinnar, jafnvelþótt þœr hendur kœmu
sunnan úr kúltúr Mið- Evrópu“.
ugri en Gullfoss, en fegurð
Gullfoss mætti, ef svo mætti segja
hafa í hendi sér á einu andartaki.
Það var ef til vill fulldj arft að tala í
sömu andrá um mesta fossasvæði
heims og Gullfoss okkar, en slíkt
hafði mér reynst óhætt, Gullfoss
myndi standa fyrir sínu.
Mér fannst mér hafa tekist vel
að spila á hina ríku náttúruhrifn-
ingu „naturbegeisterung", semer
svo einlæg í fari Þjóðverja, er þeir
stóðu þarna og dásömuðu hið
tæra loft óbyggðanna. Hin víð-
áttumikla sýn til Langjökuls,
Kerlingarfjalla og Hofsjökuls
virtist hafa gagntekið þá, fegurð-
in var slík.
Þá kom svolítið óvænt fyrir, ein
ýmist kallað dýragras eða bláin.
Mér varð að orði, þessi jurt er ein
fegursta jurt landsins, blái litur-
inn er einmitt sá litur, sem á að
vera á þjóðfána okkar. Reyndar
þótti mér leitt að hann skyldi ekki
fá að njóta sín þar betur við
endurreisn lýðveldisins 1944, þá
hefðum við átt að þurrka út rauða
litinn úr fánanum og taka upp blá
hvíta fánann, sem er miklu ein-
faldari og fegurri en fáninn með
rauða krossinum, varð mér að
orði. Með þessu var ég að reyna
að vinna tíma til þess að rifja upp
nafn jurtarinnar á latínu, - en það
er mál grasafræðinnar - og einnig
að fá konuna til þess að þyrma
blóminu. Ég bætti við, ég hef að-
„Reyndar mætti líka þýða það
á annan hátt. Það er fallegt nafn
og viðeigandi á svona fallegri
jurt, sem reynir að skreyta auðn-
ina hér“. Konan leit leiftursnöggt
á mig. Hún mun vafalaust hafa
fundið ávítunartóninn, sem fólst í
orðum mínum og spurði: „Ætlið
þér að banna mér að taka þessa
plöntu með mér til Þýskalands?“
Ég sagðist helst vilja „banna slíka
árás á náttúru þessa hrjóstruga
lands, hér lengst í norðri og fólk,
sem hagaði sér þannig sýndi mér
líka óvirðingu. Auk þess myndi
jurtin ekki lifa daginn af í hönd-
um menningarinnar, jafnvel þó
þær hendur kæmu sunnan úr
kúltúr Mið-Evrópu“. Við þessi
orð mín, virtist sem konan espað-
ist og maður hennar kom henni til
hjálpar og beitti þá betri hníf.
Þau tóku tvo litla hnausa með
dýragrasi og virtust hafa náð vel
fyrir ræturnar.
Því skal skotið inn í, að nú
kæmi slíkt ekki til mála, því Einar
Guðmundsson bóndi í Brattholti,
hefur af höfðingskap sínum gefið
til friðunar talsverða spildu um-
hverfis fossinn og gljúfrið, sem
hefur verið friðað og er nú afgirt.
Þess vegna er nú hægt að vitna til
friðunar alls gróðurs á þessu
svæði, ekki aðeins dýragrassins.
Slíkt virða flestir. Mér þótti sann-
arlega leitt að hafa þurft að
styggja þetta fólk á þennan hátt,
einmitt það sem mér finnst dá
náttúru lands okkar meira en
flest annað, en mér rann til rifja
að sjá þessa meðferð á náttúru
landsins og það í algjörri fávisku,
sem ekki er Þjóðverjum eiginleg.
Þegar ferðinni var lokið um
kvöldið, bað ég leyfis hjá fólkinu,
sem verið hafði hér að verki, að
fá að sjá jurtirnar góðu, sem þau
ætluðu að taka með sér til Þýska-
lands. Jú, jú það var sjálfsagt,
þau tóku plastpoka undan sæt-
inu. Bæði blómin voru fölnuð.
Mér varð þá að orði, að því
miður hafi þýðing mín á nafni
blómsins ekki verið rétt, það héti
ekki „das teuere gras aber tier-
gras“ sem sagt ekki hið dýra gras,
heldur gras handa skepnum.
Fólkið skildi sneiðina og sagð-
ist virða viðleitni mína og baðst
afsökunar. Það bætti við og
sagði: „Okkur finnst þýðingin hið
dýra gras miklu réttari, en hin
þýðingin hæfir fólki eins og okk-
ur“.
Við kvöddumst með brosi.
Dr. juris Gunnlaugur Þórðarson er
landskunnur lögfræðingur, mál-
verkaunnandi og náttúruskoðari.
Greinin er skrifuð í flokki greina
um náttúruvernd, sem Ferðamála-
ráð hefur hrundið af stað undir
kjörorðinu „Njótum lands, níðum
ei“.
FRÁ LESENDUM
Alþýðuflokkurinn fær tíkall
Reykjavík, 24. ágúst 1984
Alþýðuflokkurinn.
Reykjavík.
t framhaldi af líflegum umræð-
um í matar- og kaffitímum á
vinnustað okkar um kjaramál og
væntanlega samninga verkalýðs-
félaganna og afstöðu og stuðning
A-flokkanna svonefndu fyrr og
nú til hagsmunabaráttu okkar,
varð okkur tíðrætt um tómlæti og
fráhvarf krataflokksins frá þeim
málstað. Þó okkur sé ekki hlátur í
huga þegar þessi brennandi
hagsmunamál okkar eru annars-
vegar, kom okkur saman um
okkur til ánægjuauka að senda
ykkur lítilfjörlega upphæð, að-
eins 10 krónur, sem við óskum
eftir að varið verði til fundar-
launa, ef með því mætti takast að
hafa uppi á verkalýðsmálanefnd
Alþýðuflokksins, en hún virðist
hafa glatast fyrir nokkrum mán-
uðum eða árum, og liggur máski
gleymd og gagnslaus í vaxandi
rústabrotum flokksins. Sjálfsagt
er okkur Ijóst að fundarlaun þessi
eru smánarlega lág og lítilfjörleg
og því ekki líkleg til að hvetja
menn til að leggja hart að sér við
leitina, en þó eru þau að okkar
mati í allgóðu samræmi við nota-
og raungildi hinnar glötuðu
nefndar, enda eru þau fyrst og
fremst hugsuð sem alvarleg ásök-
un og áminning til þeirrar dáð-
lausu og sinnulausu forustu er
ekkert raunhæft aðhefst vinnandi
fólki til liðs og sem er því búin að
gera flokkinn að áhrifa- og gagns-
lausu flokkskríli, sem enginn get-
ur treyst.
ÍNNLAGT
10 krónur.
Hafnarkallar.
Sendum Þjóðviljanum samrit
af orðsendingu til krataflokksins
varðandi fundarlaun til þess, er
rækist á „verkalýðsmálanefnd“
flokksins, sem hefir verið glötuð
og gleymd um langan tíma. Gam-
an væri að vita hver er formaður
hennar og hvar og hvenær hún
var staursett.
Síðbúin
leiðrétting
í ljóðabók minni „Að leikslok-
um“, sem út kom 1982, stendur í
byrjun formála: „Á árunum upp
úr 1940“ o.s.frv., en á að vera
„upp úr 1950“. Bið ég eigendur
bókarinnar að leiðrétta þetta.
Sverrir Haraldsson
Hvaða
málmsuðuaðferðir
eru hagkvæmastar,
hvar og hvers vegna?
Fyrirlestur Alberts Söndergaard
efnaverkfræðings ESAB og Erik
Henriksen sölustjóra ESAB um
þetta efni verður í dag 31. ágúst kl. 8
e.h. í samkomusal Héðins, Selja-
vegi 2, Reykjavík.
Skýringarmyndir og umræður á eftir.
Allir málmiðnaðarmenn, tæknifræð-
ingar og verkfræðingar eru hvattir til
að mæta.
Málmsuðufélag íslands
= héðinn =
Föstudagur 31. ágúst 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11