Þjóðviljinn - 31.08.1984, Síða 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsfmi: 81663.
MODVIUINN
Föstudagur 31. ágúst 1984 196. tölublað 49. árgangur
Byggðastefna
Raufarhöfn í baklás
Jökullstoppar eftir helgi-Albert vildi að Framkvœmdastofnun reiddiframfé
tilbjargar en kommissarar neita, segjasthafanógásinnikönnuog fáttumfjármuni
- enda hafiAlbert skoriðfjárveitingar mjög við nögl.
Vvið stoppum bara, það er ekki
annað að gera. Reynum að
vinna fiskinn sem kemur um helg-
ina, og stoppum svo. Hólmsteinn
Björnsson framkvæmdastjóri
Jökuls á Raufarhöfn talar, og er
ekki hress með endalok tilrauna
fyrirtækisins til að fá framlag að
sunnan. Það er verið að loka raf-
magninu hjá Jökli, og ekkert fé til
að borga lausaskuldir, hvað þá
skuldir við ríkið, um 6 miljónir.
Albert Guðmundsson fjár-
málaráðherra reyndi að fá Fram-
kvæmdastofnun til að leggja fé-
laginu til 8 miljónir (bráðabirgða-
lán) úr Byggðasjóði, og bauðst til
að flýta afgreiðslu fjár til sjóðsins
frá ríkinu. Framkvæmdastofnun
neitar. í fréttatilkynningu frá
henni segir að Byggðasjóður sé
kominn 25 miljónum framyfir
áætlað ráðstöfunarfé á þessu ári.
Þessi vonda staða Byggðasjóðs
stafi af erfiðum innheimtum og
niðurskurði áríkisframlagi. Með-
al annars hafi fjárveiting verið
skorin niður í vor um 5,4 miljónir
að tillögu sama ráðherra og nú
vill að sjóðurinn bjargi fyrirtæk-
inu á Raufarhöfn.
Tæknimenn Framkvæmda-
stofnunar hafa athugað rekstur
Jökuls og verður afstaða stofnun-
arinnar til þeirra mála send for-
sætisráðherra fljótlega. Að því er
Þjóðviljinn hefur fregnað er
skýrslan svört, og mun talið að
það þurfi að stokka upp spilin til
að skapa traustan grunn undir
reksturinn - og þarmeð búsetu á
Raufarhöfn. Jökull rekur eina
frystihúsið á staðnum og gerir út
eina togarann, Rauðanúp; á að
auki í togaranum Stapafelli með
Þórshafnarmönnum.
Frystihúsið er nokkuð við
aldur og lengi staðið til að veita
því nábjargirnar og byggja nýtt,
enda stenst það engar kröfur
framieiðslueftirlits, umhverfis-
sjónarmiða og arðsemiskokka-
bóka. Um 120 manns vinna hjá
Jökli af um 450 íbúum í kauptún-
inu.
„Það er erfitt að svara því hvort
þessar átta miljónir hefðu dug-
að“, sagði Flólmsteinn fram-
kvæmdastjóri, „þær hefðu dugað
til að bæta greiðslustöðuna,
borga skuldir sem hvfla á okkur
hér og þar. En ekki til að borga
ríkinu til dæmis.“
- m
Hitaveitumálið
Þetta eru ekki fornar hasspípur heldur hnífar og hólkur úr rústunum við Stóru borg. Ljósm -eik.
Fornleifar
Kapphlaup við sjó á Stóruborg
Hópurinn sem hefur verið að
róta í eigum Önnu og annars
heimilisfólks á Stóruborg undir
EyjaQöIIum undanfarin ár, er
kominn í bæinn með drjúgan
feng. Við hittum leiðangursstjór-
ann, Mjöll Snæsdóttuir í Þjóð-
minjasafninu í gær og hún lét vel
af ferðinni, sagði að þetta hefði
gengið mun betur í sumar en til að
mynda í fyrra þegar rigndi ein-
hver ósköp.
„Þessu miðar þokkalega, við
erum meira en hálfnuð og ef ekk-
ert verður til að setja strik í
reikninginn ætti uppgreftrinum
að ljúka eftir fjögur ár“. Góssið
er að sögn Mjallar frá 1500-1800
en eftir er að koma niður á það
alelsta.
Það sem helst gæti eyðilagt
uppgröftinn er ágangur brims, en
Stóraborg liggur nálægt sjó og
þegar stórstreymt er og brimið
kemur nálægt ,er hætta á því að
rústin kunni að eyðileggjast - það
gæti orðið nú í ár, sagði Mjöll,
eða eftir fimmtán ár, en hún mun
eyðast.
Mjöll sagði að gífurlegur fjöldi
alls kyns minja hefði fundist
þarna, leirinn hefði séð um að
varðveita þá gegnum aldirnar.
Þetta góss er einkum ýmislegt
sem lýtur að hversdagsstörfum og
ætti því að reynast sagnfræðing-
um og þjóðháttafræðingum ærið
notadrjúgt við alls kyns rann-
sóknir. Mjöll sýndi okkur til
dæmis tilkomumikið naglasafn
sem bíður tilvonandi doktors í
naglafræðum, vandlega niður-
raðað.
Við spurðum Mjöll hvort hún
væri ekki farin að sjá ljóslifandi
fyrir sér heimilisfólkið á Stóru-
borg við hin ýmsu störf: „Það
liggur við“, svaraði hún. - gat
Byggingar-
fulltrúi
aflar gagna
Sektir og brottnám
segir byggingarreg-
lugerð um fram-
kvœmdir í leyfisleysi
Á fundi byggingarnefndar
Reykjavíkurborgar í gær tók
Magnús Skúlason til umræðu
veginn sem Hitaveitan hefur látið
leggja útaf bílastæði sínu og inná
Suðurlandsbraut. Einsog fram
kom í Þjóðviljanum í gær falla öll
vötn að því að þessi vegarspotti
hafi verið lagður án leyfis og í
trássi við almenna umferðar-
menningu. Magnús fól bygging-
arfulltrúa, Gunnari Sigurðssyni,
að afla allra gagna í málinu.
í byggingarreglugerð segir að
gerð bifreiðastæða sé háð sam-
þykki byggingarnefndar, og skuli
sýna á uppdrætti m.a. tengsl við
gatnakerfi (grein 5.2.7.). Þar
segir ennfremur að óheimilt sé að
breyta notkun lóða nema með
leyfí nefndarinnar (grein 5.1.4.).
í kaflanum um refsiákvæði er
byggingarnefnd heimilað að
beita þá sektum sem hefja fram-
kvæmdir án leyfis, og getur bygg-
ingarfulltrúi fyrirskipað brott-
nám byggingar eða byggingar-
hluta, með aðstoð lögreglu ef
þörf krefur (grein 9.1.3.). - m
Fjölbrautakennarar
Ekki til vinnu
Ef fjármálaráðuneytið gengur
ekki að kröfum kennara við
fjölbrautaskóla um að fá greidda
vangoldna yfirvinnu frá því í
fyrravetur, munu þeir ekki mæta
til vinnu eftir helgi. Kl. 10.00 í
dag verður haldinn fundur með
fulltrúum kennara og ráðuneytis-
manna þar sem reynt verður til
þrautar að ná samkomulagi.
Deila þessi um að fá greidd
laun vegna heimaunninnar yfir-
vinnu hefur staðið allt frá því sl.
haust. Um er að ræða 2-300 kenn-
ara við fjölbrautaskóla og hafa
stjórnvöld hingað til neitað að
verða við kröfum þeirra. Kennar-
arnir eru flestir í Flinu íslenska
kennarafélagi og þeir sendu
ráðuneytinu boðsent bréf í gær
þar sem boðað var til viðræðu-
fundarins kl. 10 í dag og jafn-
framt tilkynnt að þeir muni ekki
koma til vinnu sinnar þegar
skólar hefjast nema samkomulag
náist strax í deilunni. -v.
Friedman
Háskólinn borgar
2000 dollara
Fordœmifá um aðgangseyri að háskólafyrirlestrum að
sögn rektors
Petta er nú á vegum fleíri aðila
en Háskólans. Við borgum
bara hluta af því sem kostar að fá
hann, sagði Guðmundur
Magnússon háskólarektor um
heimsókn markaðshyggjuspek-
ingsins Miltons Friedmans. - Það
er ekkert endanlegt hvað við
borgum, ég giska á um 2000 doll-
Fram kom í viðtali við rektor
að hluti fjárins kemur úr sjóði
sem Landsbankinn hefur stofnað
handa viðskiptafræðideild HI til
að efla samskipti við útlönd og
bjóða mönnum til fyrirlestra.
Þeir sem ætla að hlýða á Fried-
man þurfa að borga 1200 krónur.
Guðmundur kannaðist ekki við
bein fordæmi þess að seldur væri
aðgangur að háskólafyrir-
lestrum, en sagði að þessi fyrir-
lestur væri ekki í Háskólanum og
ekki eingöngu á vegum hans.
Einu fordæmin væru námskeið á
vegum Háskólans og Stjórnun-
arfélagsins.
- Ég veit það ekki, sagði Guð-
mundur þegar hann var spurður
hvort hann héldi að margir stúd-
entar mundu sækja fyrirlestur-
inn.
Heldurðu að þeir hafi efni á að
mceta?
- Ég treysti mér ekki til að
svara því. Það er matur inní þessu
líka, sagði háskólarektor. - m