Þjóðviljinn - 02.09.1984, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 02.09.1984, Qupperneq 6
IÞROTTIR Sigurður P. Sigmundsson er27 áragamall hagfræðingur sem er fulltrúi hjásjávarútvegsráðu- neytinu. Þar hefur hann starfað í tvö ár, eða síðan hann lauk námi í Skotlandi. Sigurðurer Hafnfirðingur, nánartiltekið FH-ingur, oghefurveriðafar sigursæll í langhlaupum síðustu árin. Nú síðast sigraði hann í fyrsta Reykjavíkur- Maraþoninu, sl. sunnudag. - Sigurður P. Sigmundsson, sigurvegari í Reykjavíkur-Mara- þoninu sl. sunnudag. Ertu ánægður með hlaupið? „I fyrsta lagi gat þetta aldrei orðið mikið alvöruhlaup hjá mér, samkeppnin var ekki mikil vegna þess að ákveðið var að bjóða ekki mjög sterkum hlaupurum. Þeir bestu fást ekki nema þeim sé boð- ið sérstaklega og mótshaldarar vildu fyrst og fremst fá almenning með í hlaupið. Ég sættist strax á þá skipun mála og kannski verður hlaupið sterkara næsta ár. í öðru lagi var veðrið ekki eins og maður hefði viljað. Ég ætlaði mér að hlaupa á þokkalegum tíma, náði 2,28 klukkust. og er sáttur við það við þessar aðstæð- ur. Annars var þetta mitt áttunda maraþon og ég er farinn að finna minna fyrir þeim en áður, maður er orðinn sterkari andlega“. - Hver aetti stefnan hjá að- standendum ReykjavikurMara- þonsins að vera í framtíðinni? „Það á ekki endilega að bjóða stórstjörnum, enda er erfitt að ná í þær. Hins vegar á að bjóða 2-5 mönnum sem hafa náð góðum ár- angri á alþjóðlegan mælikvarða, 2,16-2,20 klst. Þannig þarf það að vera til að auka áhugann á hlaupinu og ná upp keppni milli bestu íslendinganna og gestanna. Stemmningin er mikið meiri ef fslendingar eru í baráttunni um fyrstu sætin. Það er mikið gert af þessu í Englandi, fengnir gestir sem eru svipaðir og þeir bestu á viðkomandi stað. Annars veit ég að þeir íslensku hlauparar sem eru nýbyrjaðir í maraþoni og eru með tíma í kringum 3 klst eru mjög ánægðir með hlaupið á sunnudaginn. Þeir kepptu þar gegn fólki á sínu reki en það hefði þurft breidd útí gegnum hlaupið, þannig að ég fengi nokkra mótherja, þeir aðra og þeir síðustu líka einhverja á sama stigi. En það er erfitt að byrja með hlaup sem þessi. Þrátt fyrir tals- verða kynningu í fjölmiðlum og víðar var margt fólk sem ekki vissi um hlaupið, kom kannski akandi og furðaði sig á að götur skyldu vera lokaðar. Borgir eins og London og New York þar sem ég hef hlaupið eru helteknar af áhuga þegar svona viðburðir eiga sér stað og fólk er virkilega vel með á nótunum. En þar hafa hlaupin þróast, hér er þetta nýtt fyrirbæri. Með meiri útbreiðslu og kynningu gæti Reykjavíkur- Maraþon orðið skemmtilegur viðburður eftir 2-3 ár. Næsta ár verður allur undirbúningur auðveldari og markvissari og ég er sannfærður um að þátttakend- ur verða hátt í eitt þúsund þann 25. ágúst 1985! Ég vil þakka aðstandendum hlaupsins fyrir framtakið, þetta er í alla staði lofsvert og tókst eins og hægt var og við mátti búast". - Er maraþonhlaup ekki óhemju erfitt? „Maraþonhlaup krefst fleiri eiginleika hjá keppandanum en venjuleg brautahlaup á styttri vegalengdum. Það krefst meiri útsjónarsemi, maður verður að þekkja sjálfan sig og vera fljótur að bregðast við aðstæðum, svo sem veðri, drykkju á leiðinni, hraða og hvaða „grúbbu“ maður ætlar að fylgja í hlaupinu. Fjöld- inn gerir þetta einnig meira Maraþonhlaup í Berlín œtla eg að taka sénsinn spennandi, í stað sex til átta hlaupara á styttri vegalengdum eru þarna margfalt fleiri til að keppa við. Þó einn eða tveir fari framúr manni er það ekki svo al- varlegt, það eru alltaf einhverjir aðrir fyrir aftan sem maður getur þá keppt við og eins þegar maður fer framúr næstu mönnum. Mar- aþonhlaup er líka ágæt leið til að skoða sig unt - útlendingarnir sem hlupu um götur borgarinnar á sunnudaginn hafa séðtmargt“. - Hvenær tókst þú fyrst þátt í maraþonhlaupi? „Ég prófaði þetta fyrst haustið 1980. Það var ekki löglegt hlaup, við lögðum nokkrir af stað frá Kambabrún og hlupum til Reykjavíkur. Þetta er of mikill hæðarmismunur til að löglegt sé en þetta var einungis tilraun. Árið 1981 fór fram fyrsta íslands- mótið. Lagt var af stað frá Mela- velli og hlaupnir 5 hringir um Vesturbæinn og Seltjarnarnes. Það var ekki beint skemmtilegt! Árið eftir hljóp ég fyrst erlendis, tvisvar í Bretlandi, og fór þá að hugleiða að halda þessu áfram“. - Förum lengra til baka. Hve- nær byrjaðir þú að æfa hlaup? „Ætli ég hafi ekki verið 13 ára þegar ég byrjaði í frjálsum íþrótt- um. Annars var ég í handbolta eins og aðrir Hafnfirðingar, með FH, fram að 17 ára aldri, og í fótboltanum líka. Þá sá ég að ég ætti tæpast leið með Janusi Guð- laugssyni og fleirum, taldi að hlaupin lægju best fyrir mér. Ég valdi rétt og það gerðu Janus og þeir líka! Það var erfitt að vera hlaupari í Hafnarfirði til að byrja með. Ég var í raun fyrsti hlauparinn sem barðist gegn hinum hefðbundnu boltagreinum og á árunum 1972- 73 þótt mönnum furðulegt að sjá mann hlaupa um bæinn. Nú er þetta gjörbreytt". - Sérðu eftir öllum þeim tíma sem þú hefur eytt í íþróttirnar? „Það hafa komið þau augna- blik að maður hefur velt fyrir sér þeim tíma og fjármunum sem í þetta hefur farið og vissulega hefði maðurgetað verið búinn að koma sér upp öðrum lífsþægind- um í staðinn. En íþróttirnar hafa gefið mér svo ótalmargt annað í staðinn. Ferðir til annarra landa eru t.d. mjög uppbyggjandi, ég hef heimsótt ein tuttugu lönd. I fyrra keppti ég t.d. í Suður- Kóreu, mér og Sigfúsi Jónssyni var boðið þangað, og ég held að eina leiðin til að komast til slíkra landa, fyrir utan að keppa í íþróttum, sé að gerast sendi- herra! Félagsskapurinn er einnig mikilvægur, ég hef eignast marga góða vini í gegnum íþróttirnar og í frjálsum íþróttum tengjast menn sterkum böndum. Það er oft talað um frjálsíþróttamenn sem sértrúarsöfnuð, umræðug- rundvöllur þeirra sé allur á einn veg, og það er eitthvað til í þessu“. - Þarf ekki sérstakan persónu- leika til að stunda einstaklingsí- þróttir? „Jú, sennilega þarf maður að vera dálítð sérstakur. Miðað við dæmigerðan íslending er nauðsynlegt að vera alltaf ein- beittur, láta ekkert mótlæti hafa áhrif á sig og vera ekki áhrifa- gjarn. Maður verður var við að þeir sem eru í boltaíþróttum eru fljótir uppá sig, þeim finnst þeir oft eiga skilið að slá sér upp þegar erfiður leikur er að baki. I ein- staklingsíþróttum þarf maður að halda sínu striki, láta stundar- fögnuð og lífsþægindi ekki trufla sig. Maður verður að vera þrjósk- ur og þrár og t.d. láta ekki veðrið hindra sig. Dæmi um það er að ég fór í æfingabúðir í vetur, þrjár vikur á Kanaríeyjum með norsk- um langhlaupurum. Einhverjir hefðu sjálfsagt notfært sér skemmtanamöguleikana en þarna var ég til að æfa og lét ekk- ert trufla mig. Ég er samt ekki að predika fyrir öðrum - hver maður verður að eiga það við sjálfan sig hvernig hann æfir og ver sínum tíma“. - Hvað tekur nú við hjá þér? „Mér, Steinari Friðgeirssyni og Sighvati Dýra Guðmundssyni hefur verið boðið í maraþon- hlaup í Vestur-Berlín þann 30. september. Þetta er mjög sterkt hlaup og í fyrra vannst það á um 2,13 klst. Þá voru þátttakendur 6.300 frá 45 löndum. Þetta er kærkomið boð og sýnir þróunina sem orðið hefur hjá okkur - síð- ustu tvö árin hefur ísland loks komist á kortið í maraþoni, móts- haldarar hafa tekið eftir okkur. Ætli ég taki lífinu ekki rólega þar á eftir. Síðustu tvö árin hefur keppnin í víðavangshlaupunum á veturna ekki verið veruleg, þetta eru alltaf sömu fáu hlaupararnir og lítið fyrir mann að stefna að. Að vísu er möguleiki á að Jón Diðriksson, okkar besti hlaupari, verði hér heima næsta vetur og taki þátt í hlaupunum. Þá glæðist minn áhugi - en ég veit að vísu ekki hvort hann hefur einhvern áhuga á að hlaupa. f Berlín ætla ég að taka „séns- inn“ og reyna að hlaupa á tíma undir 2,20 klst. Ég vinn hvort eð er ekki hlaupið þannig að ég ætla að keyra upp hraða hjá mér og síðan kemur bara í ljós hvort það skilar sér, eða hvort ég sprengi mig. Ég naga mig enn í handar- bökin vegna maraþonsins í London í vor. Þar setti ég íslands- met, 2,21,20 klst, og bætti mig um hálfa þriðju mínútu. En ég var full ragur við að taka „séns“. Lágmark íslensku Ólympíu- nefndarinnar var 2,18 klst og þar sem slíkt var rýmkað talsvert þeg- ar nær dró leikunum hefði ég sennileg átt möguleika á að vera valinn, hefði ég náð tíma á borð við 2:19,50“. - Hvað heldurðu að þú endist lengi í þessu? „Það er ómögulegt að segja, en tvennt gerir manni erfitt fyrir. Aðstæður hér að vetrarlagi eru slæmar og þá er samkeppnin lítil. Alltaf sömu mótherjarnir og breiddin engin. í öðru lagi er það svo fjárhagurinn. Enn eru hér á landi ekki fyrirtæki eða sjóðir sem styðja bestu íþróttamennina. Maður þarf alltaf að vera að standa í einhverjum „redding- um“, fá afslátt á flugi og þess háttar, og maður verður pirraður á þessu. Stundum gefst maður upp og borgar allt sjálfur að fullu. Það er erfitt að standa að þessu eins og maður vildi helst, það vantar einhvern varanlegan bak- stuðning svo maður geti skipulagt æfingar og keppni eitthvað fram í tímann. Það dregur smám saman úr manni að búa alltaf við sama ótrygga ástandið. Eins og Einar Vilhjálmsson sagði í sjónvarpinu í vor: Það vantar einhvers konar umbun- arkerfi innan íþróttahreyfingar- innar, sem virki þannig að um leið og menn komast á einhvern ákveðinn styrkleika, opnist meiri möguleikar. Gleggst dæmið er Hreinn Halldórsson. Það var ekki fyrr en hann var orðinn Evr- ópumeistari að hann fékk ein- hvern stuðning. Þetta hefur breyst hvað toppmennina áhrær- ir, sem betur fer, og þróunin er í rétta átt, en hún er alltof hægfara. Þetta einangrast við toppmenn- ina, það vantar tröppugang í þetta þannig að menn geti unnið sig upp smám saman. Þetta setur mönnum stólinn fyrir dyrnar í öllum einstaklingsíþróttum, mis- jafnlega þó eftir greinum“. - Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri að lokum, Sigurður? „Nú fer vetur senn í hönd með snjó og þröngum ruðningum á götum. Islenskir bflstjórar eru full tillitslausir þegar maður er í rétti þó margir þeirra séu mjög góðir. í Bretlandi er gott að hlaupa, þar fer allt eftir því hver á réttinn. Ef þú ert í rétti í umferð- inni ertu öruggur. Hér á landi er hins vegar „svínað“ grimmt á mann á götunum, og sumir eru jafnvel með leikaraskap, aka uppað manni og sveigja frá. Þetta þekkist ekki annars staðar. Það væri gott að fá bflstjórana í lið með sér“. -VS SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 2. september 1984

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.