Þjóðviljinn - 02.09.1984, Side 20

Þjóðviljinn - 02.09.1984, Side 20
Skáldið og Friedman Rœtt víð Stefán Snœvarr Einn farfugla sem hér sjást um jól og sumur er Stefán Snævarr sem leggur stund á heimspeki í Óslóborg en lítur uppúrfræðitorfinu og líturá heiminn Ijóðrænum gler- augum við og við. Stefán er einn þeirra sem gagnrýnt hafa markaðshyggjuhugmyndir hægrimanna á síðari árum en nú hefurfrést að hann hafi aregiö upp 1200 krónurog keypt sér miða að fyrirlestri Friedmans. - Já, þaö er kannski einhver hissa á aö ég sem ekki er auðmað- ur skuli hafa efni á þessu. En ég seldi nokkrar ljóðabækur á hin- um frjálsa markaði og fjárfesti í aðgöngumiða. Ég er svo heiðar- legur markaðssinni að ég nota að- ferðir Friedmans til að komast á fyrirlestur Friedmans. - Af hverju stafar áhugi heimspekistundunarmanns á kenningum Friedmans? - Það liggur í hlutarins eðli. Fíeimspeki er víðfeðm grein og frá dögum Sókratesar hefur heimspekin sinnt samfé- lagsmálum. Ég er ekki hagfræð- ingur og get þess vegna ekki dæmt faglega um til dæmis pen- ingamagnskenninguna. Hef ekki lesið fræðirit Friedmans. En auðvitað gluggað í poppbækur hans, bækur á borð við Frelsi og auðvald (Capitalism and free- dom), sem íslenskir markaðs- hyggjumenn telja ranglega eitt aðalverka hans, - og séð hann í sjónvarpi. Ég er afskaplega undrandi á sumu því sem Ériedman lætur frá sér fara. Hann er sjálfsagt flinkur í reikningi, en er stundum svo barnalegur að maður stendur á öndinni. Það þurfti til dæntis ekki hagfræðing til að sjá mótsagnir og rangfærslur í sjónvarpsþáttunum sem hér voru sýndir. Friedman ver efnahagslegan ójöfnuð með því að sjálft lífið sé bara ekki réttlátt, - við því sé ekkert að gera. Svo kvartar hann og kveinar yfir því meðal annars að embættismenn hafi tryggt stöðu sína og gengi í lífinu með því að koma sér fyrir í kerfinu og íáta ráða sig ævilangt. Auðvitað getur embættismaðurinn sagt á móti: „sjálft lífið er bara ekki réttlátt! Ég er flinkur að spila á kerfið á sama hátt og Múhameð Alí til dæmis er flinkur að boxa? okkur græðist báðum fé.“ í útvarpsviðtali á miðvikudag reynir Friedman að klóra sig út úr þeim vanda markaðshyggju- manna að lífskjör eru góð á Norðurlöndum þrátt fyrir mikla skattlagningu og ríkisumsvif þvert á kenningar þeirra. Hann bjargar sér fyrir horn með því að þetta séu svo samstæð þjóðfélög, svo einlitar þjóðir, þess vegna gangi ríkisumsvif betur en ann- arsstaðar. Hvernig getur maður á þessu plani í hagfræði varið sig með jafnóljósu hugtaki og eins- leitum þjóðflokkum? Afhverju eru markmið einstaklinga inn- byrðis líkari á Norðurlöndum en annarsstaðar? Hvaða hagfræði- stærð er það? Það sem hann gefur í skyn er að norðurlandamenn búi við góð lífskjör þrátt fyrir ríkisumsvif og ekki vegna þeirra. Mætti ekki eins segja að hagvöxturinn í Hong Kong sé til orðinn þrátt fyrir og ekki vegna þess markaðs- kerfis sem þar ríkir? Ég læt mér raunar detta í hug að Hong- Kong-búar hagnist á að hafa í vissum skilningi einkarétt á á- kveðinni vöru, nefnilega frjálsum markaði, þetta er eina höfnin á strandlengju Kína sem býr við það kerfi. Þessi mál eru flóknari en markaðshyggjumenn vilja halda. - Er þá ekkert gott í frœðum Friedmans? - Jú, reyndar. Athyglisverð hugmynd er til dæmis kenningin um að leyfa öll eiturlyf. Hvað hefur svo sem unnist í þessari sí- felldu baráttu gegn heróíni annað en að gera það svo dýrt að neytendur svífast einskis til að ná sér í fé til neyslunnar? Ætli áfeng- isbannið í Bandaríkjunum hafi ekki komið Mafíunni þar í núver- andi veldi / Ég get tekið undir það með markaðshyggjumönnum að frelsi sé að vera ekki hindraður af öðr- um í ætlunum sínum. En þetta er ekki alveg svona einfalt. Það er til dæmis uppi sú kenning í heimspeki að frjáls sé maðurinn ekki ef hann er á valdi einhverrar þráhyggju eða nautnar sem hann í rauninni ræður ekki við. Alk- óhólisti sem vill vera edrú. Þjóðfélag þýlyndra getur ekki verið frjálst. Frelsi hlýtur að byggjast að einhverju leyti á sjálf- ræði mannsins, en það sjálfræði verður ekki til nema með þekk- ingu, og ákveðinni upplýsingu. Ég viðurkenni að við getum ekki vitað nákvæmlega hvort við erum sjálfráð. En það er hægt að gefa sér ákveðnar þumalfingursregl- ur. Mig langar að koma að undrun minni yfir því að viðskiptafræði- deild Háskólans býður þessum manni hingað í samvinnu við Stofnun Jóns Þorlákssonar, sem er ekkert annað en ómerkilegt pólitískt áróðursfélag. Það hefði verið uppá einhverjum tippið ef háskóladeild hefði fengið hingað þekktan marxista í samfloti við Fylkinguna! - Pú ert ekki bara áhugamaður um heimspeki og hobbíhagfrœð- ingur, - líka Ijóðskáld, og nýkom- in frá þér þriðja bókin. Hvernig kemst þetta fyrir í einni persónu? - Ætli það sé ekki draumurinn um að vera renessansmaður. Það má kannski skýra þetta með titl- inum á nýju bókinni: Greifinn af Kaos. Ég hef gaman af að blanda saman óskyldum hlutum. -m ÞEIR BERA NAFN MEÐRENTU 1771 V'T’TI l/nCTTD , VJLPÍ, IAiíkJda IK rm/PCQR A MVH ATQ Frá ogmeð 1. september 1984 verða vextir Útvegsbanka íslands sem hér segir : INNLÁN ___________________ atls_áröxtun Spaxisjóðsbœkur 17,0% 17,0% Sparireíknirtgar: a) með 3 mán. uppsögn 20,0% 21,0% b) meðómán.uppsögn 23,0% 24,3% c) með 12 mán. uppsögn 24,5% 26,0% ÚTLÁN Vextir alls Almennir víxlar (forvextir) 22,0% Viðskiptavíxlar (forvextir) 23,0% Yíirdráttarlán 26,0% Endurseljanleg lán: a) íyrir íraml. á innlendan markað 18,0% b) lán í SDR 10,25% Almenn skuldabréf 25,0% Viðskiptaskuldabréí 28,0% Verðtryggð útlán: a) allt að 2'/2 ár 8,0% b) minnst 2'/2 ár 9,0% UTVECSBANKINN &

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.