Þjóðviljinn - 08.09.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.09.1984, Blaðsíða 1
SUNNUDAGS- BLAÐIÐ MENNING Viðskiptahallinn 34000milj. Skuldir bankanna 3500 milj. „Tímamótaaðgerðirnar“ frá í júlí hafa gert ástandið verra. Peningakerfið komið í þrot. Pœr 500 m.kr. sem eru í ,nýsköpunarprógramminul ná ekki 10% af skuldum verslunar Asama tíma og ríkisstjórnin birtir nýjan loforðalista, sem Þorsteinn Pálsson kallar „tíma- mótasamkomulag“, er komið í (jós að hinar hörðu staðreyndir efnahagslífsins sýna hrikalega niðurstöðu í peningakerfinu og stöðunni gagnvart útlöndum. Tillögur ráðherranna í julí áttu að lækna þennan vanda. Þær að- gerðir kallaði formaður Sjálf- stæðisflokksins líka „mestu tíma- mót í efnahagsstjóm síðari ára.“ Nú er ljóst að ástandið er verra en áður. Viðskiptahalli þjóðarinnar gagnvart útlöndum mun örugg- lega fara yfir 3000 miljónir á þessu ári og getur jafnvel stefnt í 4000 m.kr. Skuldastaða banka- kerfisins er komin í 3.500 m.kr. í*ar nemur skuldin við Seðla- bankann 2.200 m.kr. og er hluti hennar á yfir 50% refsivöxtum. Þessi skuld hefur aukist um 600 miljónir í ágúst eftir „tímamóta- aðgerðimar" í peningastjórninni. Innlánin í bankakerfinu hafa á sama tíma minnkað um 200 milj- ónir en samkvæmt markaðs- kreddu Þorsteins Pálssonar áttu innlánin að stóraukast í kjölfar vaxtafrelsisins. Heildarskuldir verslunarinnar gagnvart bankakerfinu nema nú 5.500 miljónum kr. og hafa lán- tökur kaupmanna og kaupfélaga aukist um 1.800 m.kr. á síðustu tólf mánuðum. Sérstakar er- lendar lántökur bankakerfisins hafa aldrei verið hærri en nú eða um 1.300 m.kr. í nýja loforðalista ríkisstjómarinnar em fyrirheit um að auka frelsi verslunar og banka til að taka meiri erlend lán. Vöruskiptahallinn á fyrstu sjö mánuðum ársins er 2.200 m.kr. og er því ljóst að viðskiptahallinn verður aldrei undir 3.000 m.kr. á öllu árinu. Miðað við horfumar á öðmm sviðum efnahagslífsins gæti hann hæglega samkvæmt Ríkisstjórnin Toin Steingrímur og Þorsteinn kynna samkomulag sitt í gær: „Okkur hefur því miður ekki tekist að hafa þau föstu tök á peningamálum sem við ætluðum okkur.“ (mynd:-eik). Ablaðamannafundi sem forsæt- isráðherra og formaður Sjálf- stæðisflokksins héldu í gær kom fram að ríkisstjórnin stefnir að kauplækkun á næsta ári. í hinu nýja samkomulagi stjórnarflokk- anna er gert ráð fyrir 10% verð- bólgu árið 1985 og jafnframt mið- að við að kauptaxtar verði að meðaltali 5% hærri en um næstu áramót, og er þá aðeins reiknað með 3% hækkun á kaupi í haust. Þeir Þorsteinn Pálsson og Steingrímur Hermannsson stað- festu þessi nýju kjaraskerðingar- áform á blaðamannafundinum: „Nokkur skerðing á kaupmætti ráðstöfunartekna“ sagði formað- ur Framsóknarflokksins. „Það verður erfitt að viðhalda að fullu kaupmættinum", sagði formaður Sjálfstæðisflokksins. Fundarboðendur voru harla borubrattir með samkomulag sitt um aðgerðir í efnahagsmálum og breytingar á stjómkerfi. Þannig kallaði Steingrímur áætlanir um afnám tekjuskatts í áföngum „stórhuga ákvörðun" en fram kom að í stað tekjuskattsins verða lagðir á aðrir skattar, og talað um skattlagningu eyðslu, en nánara skipulag þeirra er „allt í vinnslu milli stjómarflokkanna". „Róttækustu breytingarnar" sagði Þorsteinn vera áform um nokkra einföldun sjóðakerfis at- vinnuvega og samtengingu þess við bankana. Tillögur í sjávarútvegsmálum sagði Þorsteinn vera „merk ný- mæli sem þó leysa ekki til hlítar eða til frambúðar þau gífurlegu vandræði sem sjávarútvegurinn býr við“. í landbúnaðarkaflanum hefur hinsvegar verið „brotið blað“ að sögn Steingríms, en hann á jafnframt „eftir að vinna mjög mikið“. Á fundinum kom fram að áætl- aður er mikill niðurskurður fram- kvæmda í mennta-, heilbrigðis- og vegamálum. Ríkisstjórnin hefur hinsvegar ekki tekið neina afstöðu til skattahækkunar. Lög um bann við verðtrygg- ingu launa á að afnema „að höfðu samráði við aðila vinnumarkað- arins“. -m. Sjá síðu 2 heimildum Þjóðviljans farið í 4.000 m.kr. Ríkisstjómin tilkynnti í gær að verja ætti 500 m.kr. til nýsköpun- ar í atvinnulífinu. Það eru innan við 10% af skuld verslunarinnar við bankakerfið. ór/v Sjá einnig leiðara Rögnvaldur Sigurjónsson píanó- leikari. Rögnvaldur skrifar um tónlist Rögnvaldur Sigurjónsson hef- . ur tekið að sér að fjalla um tónlist í Þjóðviljanum og birtist fyrsta umsögn hans í dag, um píanótón- leika Edith Picht-Axenfeld. Rögnvaldur hóf nám í Tónlist- arskólanum 1931-2 og var aðal- kennari hans dr. Franz Mixa. Hann kom aftur í skólann 1933 og var Ámi Kristjánsson þá aðal- kennari hans. Burtfararprófi lauk hann 1937 og hélt fyrstu tón- leikana sama ár. Síðan fór hann til Parísar í nám hjá Marcel Ciam- pi og í Schola Cantorum. Rögnvaldur var við nám í Banda- ríkjunum árið 1942-45 hjá Sascha Gordonitzki í píanóleik og í ork- estration í Julliard hjá Vittorio Giannini. Hann kom heim árið 1945 og hefur síðan kennt við Tónlistarskólann og síðustu árin einnig við Nýja tónlistarskólann. Rögnvaldur hefur haldið fjölda tónleika bæði hérlendis og er- lendis, á öllum Norðurlöndum, Bandaríkjunum, Kanada, Rúss- landi, Rúmeníu, Vestur- Þýskalandi og Austurríki og Ieikið með sinfóníuhljómsveitum austan tjalds og vestan.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.