Þjóðviljinn - 08.09.1984, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 08.09.1984, Blaðsíða 5
INN SÝN Geir HaHgrtmsson Jón Þortáksson Afleikur Islands í Jan Mayen deilunni Það eru fjögur ár síðan Norð- menn sigruðu Islendinga í samn- ingum um Jan Mayen. Á einum sólarhring í Osló spilaði meiri- hluti íslensku samninganefndar- innar öUum trompum úr hendi sér. Norðmenn fengu yfírráðarétt yfír eyjunni og hafínu i kring. Is- lendingar sátu eftir með loðnu- skammt. Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn báru ábyrgðina á þessum afleik. Alþýðubandalagið greiddi atkvæði á móti. Á undanförnum mánuðum hef- ur Geir HaUgrímsson sopið seyðið af þessum uppgjafarsamningi Is- lendinga. Norðmenn hafa ekkert hlustað á mótmæU ráðherrans. Þeir fengu aUa ásana vorið 1980. Þess vegna senda þeir nú Geir tómhentan af hverjum fundi. Spádómur Alþýðu- bandalagsins Þegar samningurinn um Jan Mayen kom til afgreiðslu á Al- þingi vori 1980 varaði Alþýðu- bandalagið við þeirri bamalegu tru stuðningsmanna hans að þar með væri lokið deilum íslendinga og Norðmanna um fiskveiðar á Jan Mayen svæðinu. Um leið og veiðamar við Austur-Grænland kæmust á dagskrá yrði lítið hald í lykilákvæðum samningsins og að aftur yrði að setjast að samninga- borði um loðnuveiðar. Þá hæfust nýjar deilur um skiptingu fiskistofna á þessu svæði. í þeim deilum hefðu ís- lendingar hins vegar með sam- þykkt Jan Mayen samningsins við Norðmenn látið af hendi sitt sterkasta vopn. Við hefðum sam- þykkt útþenslustefnu Norð- manna á hafsvæðinu kringum ís- land og Grænland. Norðmenn gætu þá veifað samningsbundinni viðurkenningu íslendinga á norskum yfirráðarétti 200 mfiur kringum Jan Mayen. Þeir yrðu þá hinn sterki aðili í nýjum samning- um og þyrftu lítið að hlusta á fs- lendinga. Þessi spádómur hefur rækilega sannast í sumar. Geir Hallgríms- son og Halldór Ásgrímsson hafa sent fjölda orðsendinga og mót- mæla sem engan árangur hafa borið. Utanríkisráðherrar Nor- egs og Danmerkur segja brosandi í Reykjavík nú í vikunni að þeir hafi náð munnlegu samkomulagi um veiðamar án þess að láta svo lítið að tilkynna íslendingum geminginn. Síðan ætli Norðmenn og Danir að semja um mörkin við Jan Mayen. Fulltrúi Noregs sagði glottandi að þær viðræður kæmu lslendingum ekki við. Samning- urinn frá 1980 hafði spilað íslend- ingum út úr myndinni. Hverjar voru kröfur Islendinga Sumarið 1979 höfðu fulltrúar Alþýðubandalagsins og Sjálf- stæðisflokksins í landhelgisnefnd forystu um að móta kröfur ís- lendinga í Jan Mayen málinu. Þessar kröfur vom síðan í fullu gildi þar til aðfaramótt síðasta samningsfundar í maí árið eftir. Þá tók Sjálfstæðisflokkurinn höndum saman við Framsóknar- flokkinn um að gefa eftir á öllum sviðum. Norðmönnum var veittur fullur réttur en íslandi skammtaður loðnukvóti til nokk- urra ára. í kröfugerðinni sem meirihluti Alþingis stóð að vorið 1979 var rökstutt að íslendingar ættu í raun og vem rétt á sameigin- legum yfirráðum með Norð- mönnum yfir Jan Mayen. Gefin var út sérstök bók þar sem stjórnvöld birtu lýsingar fræði- manna á þessum sögulega rétti íslendinga. Burðarásinn í rök- semdafærslu var tilvísun til yfir- lýsingar íslensku ríkisstjómar- innar 1927 þegar Norðmenn fóm að leggja eyjuna undir sig. Þá lýsti ríkisstjóm Jóns Þorláks- sonar því yfir að samkvæmt sögu- legri hefð og almennum rétti ættu íslendingar jafnan rétt á við Norðmenn. Við vefengdum því eignarrétt Norðmanna. Það var hornsteinninn í stefnu meirihluta Alþingis og kröfugerð stjóm- valda. Á gmndvelli þessara viðhorfa lögðu íslendingar fram tillögur um sameiginlega fiskveiðilög- sögu umhverfis Jan Mayen. Is- lendingar og Norðmenn fæm þá báðir með stjóm á lögsögunni og nýtingu þeirra auðlinda sem innan hennar væm. Ef Norð- menn höfnuðu þessari kröfu var málamiðlunarleiðin sú, að dómi landhelgisnefndar Alþingis vet- urinn 1970-1980, að þótt Norð- mönnum yrði heimilað að lýsa yfir lögsögu við eyjuna þá yrði gerður samningur um sameigin- lega nýtingu allra auðlinda í haf- inu og hafsbotninum í lögsögunni umhverfis Jan Mayen og yrði sá réttur jafn. Jafnframt vom lagðar á borðið tillögur íslendinga um að samið yrði um að útiloka veiðar annarra þjóða nema sam- þykki beggja kæmi til. Þessar kröfur fluttu utanríkis- ráðherramir Benedikt Gröndal og Ólafur Jóhannesson ásamt sjávarútvegsráðhermnum Kjart- ani Jóhannssyni og Steingrími Hermannssyni á mörgum við- ræðufundum með Norð- mönnum. Fulltrúar Alþýðu- bandalagsins og Sjálfstæðis- flokksins j landhelgisnefndinni og í viðræðunum við Norðmenn studdu þann málflutning eindreg- ið enda höfðu þessir flokkar átt mestan þátt í að móta stefnu ís- lendinga í samningunum. Afleikurinn í Osló Það er alkunna að Norðmenn em harðir í samningum. Jan Mayen deilan sýndi að þeir höfðu meira úthald en ráðherramir sem réðu ferðinni fyrir íslands hönd. Á einum sólarhring í Osló vorið 1980 ákvað meirihluti íslensku samninganefndarinnar að hverfa frá öllum kröfum íslendinga. Norðmenn fengu viðurkenningu á algemm yfirráðarétti sínum. is- lendingar yfirgáfu stefnuna frá 1927. Engin tryggingarákvæði vom í textanum sem gætu varð- veitt til frambúðar hlutdeild ís- lands í loðnuveiðunum. Norð- menn höfnuðu öllum kröfum ís- lendinga sem raktar vom hér að framan. Það hefur löngum verið undir- rituðum ráðgáta hvers vegna full- trúar Sjálfstæðisflokksins, Fram- sóknarflokksins og Alþýðu- flokksins yfirgáfu á einni nóttu þann stefnugmndvöll sem ríkis- stjóm Jóns Þorlákssonar hafði mótað 1927 og Alþingi og ríkis- stjórh útfært 1979-1980. Mis- skilin vinátta við „frændur okkar Norðmenn" getur vissulega átt þátt í þessari uppgjöf. Skortur á úthaldi við að halda einarðlega og með fullri djörfung á málstað íslands getur einnig hafa mótað lokasprettinn. Leikfléttur emb- ættismanna í utanríkisráðuneyt- um beggja landanna vom enn- fremur allar í þeim dúr að nauðsynlegt væri að koma þessari deilu út úr heiminum. Skorti þá stundum nokkuð á að sumir hinna íslensku embættismanna og svokallaðra sérfræðinga í al- þjóðarétti vildu halda jafn kröftuglega á okkar málstað og alþingismennirnir. Og auðvitað skein f NATO og Bandaríkin bak við tjöldin. Á Jan Mayen er nefnilega herstöð sem þjónar kafbátahemaði á Atlantshafi. Deilur um yfirráð yfir eyjunni gætu skapað ófrið um þessa her- stöð en kirfilega hafði verið kappkostað að láta almenning vita sem minnst um þá starfsemi. Það kom til dæmis íslendingum sem heimsóttu Jan Mayen sumar- ið 1979 á óvart hve umfangsmikil herstöðin var. Það fæst varla nokkum tíma svar við því hvers vegna meiri- hluta íslensku samninganefndar- innar brast úthald á örlagastund í Osló. Sú staðreynd mótar hins vegar aðstæður okkar í núverandi deilum. íslendingar sitja uppi með samning sem var afleikur. Alþýðubandalagið var eini flokk- urinn sem lagði til á Alþingi að samningaviðræðum yrði haldið áfram uns við fengjum Norð- menn til að viðurkenna okkar sögulega og almenna rétt. Hinir flokkamir vom á annarri skoðun. Þess vegna hefur Svenn Stray gef- ið Geir Hallgrímssyni langt nef í allt sumar. Mótmæli ísiensku ríkisstjómarinnar hafa engan ár- angur borið. Danir og Norðmenn hafa komið sér saman um sumar- veiðarnar fram hjá okkur og lýsa því svo yfir að þeir ætli einir að semja um mörkin við Jan Mayen. fslendingar fái að vísu að taka þátt í skakí um loðnuveiðar á næsta ári en þar höfum við engar tryggingar. Það sem þríflokkarn- ir hömpuðu mest þegar þeir sam- þykktu samninginn við Norð- menn fyrir fjóram árum reynist lítils virði þegar Danir era komn- ir formlega inn í spilið. Öryggisventill rifjaður upp Þegar Alþýðubandalagið var að reyna að koma vitinu fyrir hina flokkana í umræðunum um hinn lélega samning var í nefnd- aráliti fulltrúa Alþýðubandalags- ins í utanríkismálanefnd settur öryggisventill sem grípa mætti til þegar haldleysi gagnvart framtíð- arveiðum við Jan Mayen væri komið í ljós. Alþýðubandalagið lýsti því yfir að yfirlýsing ríkis- stjórnar Jóns Þorlákssonar frá 1927 og kröfumar sem Alþingi og ríkisstjóm mótuðu 1979-1980 á grundvelli þeirrar yfirlýsingar væra enn í fullu gildi. íslensk stjórnvöld hefðu því í framtíðinni fulla aðstöðu til að taka málið upp að nýju þegar í ljós kæmi að samningurinn leysir ekki deilum- ar milli landanna. Atburðarásin í sumar hefur rækilega sýnt að loðnuveiðamar á Jan Mayen svæðinu era enn óleyst deilumál. Það eina sem í höfti er komið er fyrirkomulag ol- íuvinnslu á hafsbotninum. Skipt- ing auðlinda sjávarins, hlutdeild í loðnuveiðum og veiðum á öðram fiskistofnum, hefur ekki verið í þeim dúr sem stuðningsmenn Jan Mayen samningsins höfðu vænst. Þeir geta því með réttu sagt að Norðmenn hafi ekki staðið við grundvöll samningsins og krafist þess að málið verði allt tekið upp að nýju í samræmi við fyrri kröfu- gerð íslendinga. Alþýðubanda- lagið opnaði möguleika á þessari leið vorið 1980. Á næstunni reynir á hvort ríkisstjórnin hefur dug og kjark til að nýta sér þann möguleika. Verkefni fyrir Stofnun Jóns Þorlákssonar Nú vill svo skemmtilega til að forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa búið til sérstaka stofnun skreytta nafni Jóns Þorlákssonar. Hún hefur að vísu aðallega getið sér orð fyrir að útbreiða fagnað- arerindi amerískra spekinga um dýrð markaðskreddunnar og halda landsins dýrastu hádegis- verði á Hótel Sögu. Það er því tími til kominn að Stofnun Jóns Þorlákssonar hætti þessu Fried- man-daðri og snúi sér að því sem merkast er í framlagi Jóns Þor- lákssonar til íslenskrar sögu og þar gnæfir hæst stefnumótun ríkisstjómarinnar 1927 í Jan Mayen málinu. Það er því fróm ósk að fullhug- amir í Valhöll sem stýra stofnun- inni, sem kennd er við Jón, láti nú semja ítarlega greinargerð um grandvallarrétt Islendinga í Jan Mayen málinu og hefji þannig á ný merki þeirrar stefnu sem Sjálf- stæðisflokkurinn hljóp frá nótt- ina frægu útí Osló. Það er hæpið að hægt sé að verja hagnaðinum af Friedmanballinu á Sögu á betri hátt. Ákvörðun um greinargerð í Jan Mayen málinu þar sem stefna Jóns Þorlákssonar verður út- skýrð fyrir Geir Hallgrímssyni hlýtur því að verða efst á blaði þegar stofnunarstjómin kemur saman til að ráðstafa gróðanum. Ólafur Ragnar Laugardagur 8. september 1984 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.