Þjóðviljinn - 08.09.1984, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 08.09.1984, Blaðsíða 15
Að skjóta í tunglið Á krossgötum (Shoot the Moon, Bandaríkin, 1982) Handrit: Bo Goldman Stjórn: Alan Parker Kvikmyndun: Michael Seresin Aðalleikendur: Diane Keaton, Albert Finney. Sýnd i Nýja Bíói. Hjónabandsvandamál milli- stéttafólks virðast vera í tísku í bandaríska kvikmyndaheiminum um þessar mundir. Kvikmyndir um þetta efni berast hingað hver um aðra þvera, og það verður að segjast að þær verða æ mann- eskjulegri og líklega betri. Það er margt gott hægt að segja um Shoot the Moon, til dæmis. Myndin vekur áhuga strax í upp- hafi, með frábærum inngangi þar sem við komum að húsi Dunlap- fjölskyldunnar í ljósaskiptunum, skoðum umhverfið og læðumst inn í húsið á eftir kvikmynda- tökuvélinni, heyrum raddir en sjáum engan nema Albert Finney sem situr hnugginn og einn í einu herberginu. Smám saman segir vélin okkur - án orða - alla þá sögu semsegjaþarf:hérerhjóna- band í upplausn. Síðar í myndinni eru einnig nokkur mjög áhrifarík augna- blik, sem gefa henni aukið gildi: t.d. atriðið þar sem Diane Keat- on liggur í baði og raular gamalt bítlalag sem við vitum að minnir hana á eiginmanninn sem er far- inn frá henni. Það gerist ekkert, nema það sem gerist innra með konunni í baðinu, en það nægir Iíka til að gera atriðið eftirminni- legt. George Dunlap er rithöfundur sem stendur á hátindi frægðar sinnar (hann fær verðlaun strax í myndarbyrjun). Hann og Faith, kona hans, eiga fjórar hressar dætur á skólaaldri. En hjóna- bandið er í upplausn. George er farinn að halda framhjá og flytur að heiman til ungrar einstæðrar móður með eitt barn. Hann reynir að byrja nýtt líf með nýja fjölskyldu en það sér náttúrlega hver heilvita maður eins og skot að hann hefði heldur átt að vera kyrr heima hjá sér. Og svona til að enginn fari nú að fá samúð með „hinni konunni" er hún látin segja eitthvað á þessa Ieið: „ef þetta gengur ekki hjá okkur, Ge- orge minn, þá fæ ég mér bara ein- hvern annan“. Þegar George er farinn ber að garði hjá Faith ungan mann, Frank, sem býðst til að setja upp tennisvöll við húsið hennar og fær höfðinglegar móttökur. Ekki líð- ur á löngu áður en Faith er líka búin að yngja upp hjá sér, svona eins og til að uppfýlla jafnréttis- kröfur. Þar með vaknar afbrýði- semin í George, því auðvitað má enginn snerta konuna hans, jafnvel þótt hann sé fluttur frá henni. Þama er George reyndar rétt lýst: hann er afbrýðisamur og eigingjam. Það hrjáir hann ein- hver sálarkreppa, og grái fiðring- urinn er partur af henni. Maður- inn er allur í hnút, það er degin- um ljósara. Hann getur varla tjáð sig nema með ofbeldi af ein- hverju tagi, eins og best kemur fram þegar hann ræðst inn i húsið og fer að berja elstu dóttur sína með herðatré; og svo auðvitað í lokaatriðinu. Albert Finney túlk- ar þessa sálarkreppu óhugnan- lega vel. Diane Keaton er afar sjarmer- andi leikkona og sýnir hér mjög vel ýmsar geðsveiflur hinnar for- smáðu eiginkonu, einkum í upp- hafi myndarinnar. Eitt helsta einkenni hinna nýju bandarísku vandamálamynda er hversu stór hlutur barnanna er í þeim, og Shoot the Moon er gott dæmi um það. Skilnaðurinn er ekki einkamál hjónanna, hann er líka mál barnanna. Afstaða barn- anna er skýr: þau vilja hafa báða foreldrana hjá sér. Og áhorfand- inn hlýtur að fylgja þeim að mál- um, enda er það greinilega ætlun handritshöfundar og leikstjóra. Stundum verður það beinlínis of áberandi þegar þeir eru að stýra samúð áhorfenda í ákveðinn farveg, eins og t.d. í atriðinu með „hinni konunni“ sem áður var vitnað til. Eftir allar þessar tilfær- ingar getur aðeins verið um einn „hamingjuríkan endi“ að ræða, sem sé að hjónin taki saman aft- ur. En til þess að þetta liggi ekki alltof berlega í augum uppi er endirinn gerður dramatískur í meira lagi. Shoot the Moon er áhugaverð kvikmynd, uppfull af skemmti- legum athugunum á mannlegu at- ferli við gefnar aðstæður. Dæt- urnar fjórar gefa myndinni hressilegan blæ og eru oft óborg- anlegar eins og börn eru venju- lega. Boðskapur myndarinnar er ekki sérlega frumlegur, ætli hann rúmist ekki allur í spakmælinu gamla: enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Bolholti 6 símar 687480 og 687580 Barnadansar - hreyf ileikir og dans Gamlir og nýir samkvæmisdansar Suöur-amerískir dansar Brons - Silfur- Gull flokkar Upprifj unarf lokkar fyri r hjón „Kaffikvörnin" Eldri borgarar dansa á eftirmiðdögum Allir þessir flokkar byrja l.október Afhending skírteina laugardag 29. september og sunnudag 30. september í Bolholti 6 frá kl. 13 - 19 báða dagana. Innrítun er í Bolholti 6, símar 687480 og 687580 daglega frá kl. 14 - 19. Afhending skírteina sunnudaginn 16. sept. í Bolholti 6, kl. 14-19. HfrT* HfrC* Fjölbreytt námskeið að hefjast mánudaginn 17. september 1984. Okkar dansar eru spes Guffi - Mikki mús og Jóakim Jass-leikskóli fyrir 4-9 ára börn Jass-dans Jass-ballett m.a. úr „Fame“ Step-Tap-dans fyrir 6 ára og eldri Akrobatik BREAK Böð og sól á staðnum Þetta er dans fyrir stráka og stelpur, ungar stúlkur og herra og Jass fyrir konur á besta aldri Kennslustaðir: Bolholt 6 Tónabær Gerðuberg Þrekmiðstöðin, Hafnarfirði DANSKENNARASAMBAND ISLANDS Er trygging fyrir réttri tilsögn í dansi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.