Þjóðviljinn - 08.09.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 08.09.1984, Blaðsíða 16
Nœsta vika Leifur með eitt verka sinna. Ljósm. eik. Hallgrímur Helgason sýnir í Nýlistasafninu. Nýlistasafnið Egill, Mozart og Rummenigge Leifur Breiðfjörð í Listasafni íslands og steingervingar" „Lífsblóm „Lífsblóm og steingervingar" nefnist sýning á glerverkum Leifs Breiöfjörð, sem opnuð verður þann 15. september. Hér er um að ræða 30 verk sem Leifur hefur unnið fyrir Listasafnið og verða þau seld til ágóða fyrir safnið á 100 ára afmæli þess. Ætlunin er að gefa út í tilefni afmælisins vandaða bók um verk í eigu safnsins og mun ágóða af sölu verka Leifs verða varið til þeirrar útgáfu. „Það er nokkuð síðan þessi hugmynd vaknaði. Verkin eru unnin í Þýskalandi á kostnað safnsins og þannig hefur verið hægt að koma þessu við. Ég hef fylgst með vinnunni ytra eftir að þeir fengu ýtarlegar vinnuteikn- ingar frá mér, ég valdi glerið og þeir skera síðan og blýleggja myndirnar. Þetta verkstæði er mjög fullkomið og þar er verið að vinna gluggann í dómkirkjuna í Edinborg, sem mér var falið að gera,“ sagði Leifur þegar við hitt- um hann við að hengja verk sín í glugga listasafnsins. Vinnuteikn- ingar verða sýndar á veggjunum. „Þessi verk eru ekki mjög stór og ég vona að með ágóða af sölu þeirra verði hægt að minnast veg- lega afmælis safnsins. Það er hart að svona stofnun skuli vera í hálf- gerðu fjársvelti, því þótt suma dreymi um að listir megi reka styrkjalaust, virðist gleymast að af opinberum listastofnunum er mikils krafist, allt á helst að vera ókeypis og því fer fjarri að þessar stoftianir geti verðlagt verk og þjónustu að vild,” sagði Leifur' Hann sagði ennfremur að hann hefði miklu meira en nóg að gera og gæti ekki sinnt öllum verk- beiðnum, en með því að láta vinna verkin endanlega ytra kemst hann þó yfír meira en ella. Hann sýndi síðast einn 1975, en hefur oft tekið þátt í samsýning- um. Gefin verður út vönduð sýn- ingarskrá með sýningu Leifs, en henni lýkur 30. september. Leifur tileinkar sýninguna minn- ingu föður síns, Agnars B. Breiðfjörð, sem lést á sl. ári. Vakin er athygli á því að sökum þverrandi birtu í haustmánuðin- um september er sýningin aðeins opin til 18.00 daglega (frá 13.30) eða á meðan birtan að utan nær að lýsa upp verkin í gluggunum. -ÞS Að kvöldi næstkomandi föstu- dags, hins 14. september, klukk- an 20, mun Hallgrímur Helgason opna sína aðra einkasýningu í hinum vistlegu húsakynnum Ný- listasafnsins að Vatnsstíg 3b. Á sýningunni verða 24 oh'u- málverk í litum, öll máluð á þessu ári utan tvö. Meðal titla eru t.d. „Spuming um mann“, „Guð á Bandaríski trompetleikarinn og tónskáldið Leo Smith er væntan- legur til landsins og verður hér í mánuð við tónleikahald, fyrir- lestra og kennslu í boði Gramm- útgáfunnar. Hann er talinn einn fremsti höfundur nýrra hljóma í samtíma-jazztónlist og mikill fengur að komu hans til landsins. Umsagnir Jazz-tónlistarblaða um Leo Smith em á þessa leið: „Hann er einn af mikilvægustu tónlistamönnum heimsins í dag“. Mýrdalssandi“ og„Johnny goes to Hollywood". Einnig sýnir Hallgrímur okkur 20 teikningar af útlendum og innlendum karl- mönnum, lífs og liðnum, þekkt- um sem óþekktum, eins og Agli Skallagrímssyni, Mozart, og Karl Heinz Rummenigge. Sýningin mun aðeins standa til 23. þessa mánaðar, en er hinsvegar opin á hverjum degi frá kl. 14-22. „Hann lætur sér ekkert óviðkom- andi í tónlistarheiminum og hann vinnur að samtengingu áhrifa í tónlist alls heimsins". Tímaritið Downbeat kaus hann einn af mikilvægustu jazz- tónlistarmönnum í árlegri skoð- anakönnun hjá tónlistargagnrýn- endum sínum. Hann er frum- legur lagahöfundur og skapandi tónlistarmaður á allan hátt. Leo Smith heimsótti ísland 1982, þá í boði Jazzvakningar, og vöktu dúettónleikar hans með víbrafónleikaranum Bobby Naughton talsverða athygli. Eins og áður segir dvelst Smith að þessu sinni hér á landi í mánuð og mun leika einleikstónleika á trompet og slagverk í Norræna húsinu 13. sept. Fyrirhugað erað frumflytja þrjá strengjakvartetta eftir Leo Smith í Norræna húsinu 23. september. íslenskir hljóð- færaleikarar munu koma fram undir stjóm Smith. Fleiri tón- leikar verða kynntir síðar, en á þessu stigi er ömggt um tónleika Leo Smith með íslenskum jazz og rokktónlistarmönnum á Hótel Borg 4. október undir yfirskrift- inni „World Music“ eða heimstónlist. Leo Smith mun einnig halda námskeið í spuna- leik og tónsmíðum í tónlistar- skóla F.Í.H. á Gramm, en allar nánari upplýsingar um námskeið- ið verða veittar í Gramminu, Laugavegi 17. Falleg hús eiga skilið það besta - líka þessi með flötu þökin. Breytum ekki útliti þeirra að óþörfu. Sarnafit þakdúkur hefur þegar levst vanda fjölmargra húseigenda til frambúðar. Það er allt að helmingi ódýrara að endurnýja þakið með Sarnafilþakdúki en að hækkaþað upp með sperrum og klæðningu. A uk þess heldur húsið upphaflegu útliti, útlitinu sem arkitektinn ætlaðist tilaðþað héldi um aldur og ævi. 10 ÁRA ÁBYRGO FAGTÚN HF., LÁGMÚLA 7. 105 REYKJAVlK, SlMI 28230 Leo Smith vœntanlegur Opið í dag frá kl. 10 - 1$. Vörumarkaðurinn hf. Eiðstorgi 11, sími 29366 sími 86111

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.