Þjóðviljinn - 08.09.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 08.09.1984, Blaðsíða 8
Fjórföld einkasýning Ungir listamenn í Kjarvalssal Gegnt Septem-sýningunni í vestursal Kjarvalsstaða, sýna 4 ungir listamenn í Kjarvalssal. Það eru þeir Árni Ingólfsson, Daði Guðbjörnsson, Krístján Steingrímur og Tumi Magnús- son. Allir hafa peir sýnt verk sín áður og eru þekktir sem fylgis- menn hins svokallaða nýja mál- verks. Þetta er forvitnileg sýning og uppsetning hennar afmarkar myndheim hvers listamanns fyrir sig þannig að fremur mætti floícka hana sem fjórfalda einkasýningu en samsýningu. Þannig sýna fjórmenningarnir útsjónarsemi á þessum síðustu og verstu tímum. Þeir leigja einn sal og skipta hon- um upp í fjóra. Þannig minnka þeir sýningarkostnað um þrjá fjórðu á mann. Mikil gerjun Allir eru sýnendur í örri mótun og hvergi örlar á neinum lokanið- urstöðum eða stílfestingu. Þeir eru opnir fyrir tilraunum án þess að persónuleg tjáning þeirra bíði af hnekki. Árni Ingólfsson sem er þeirra elstur (fæddur 1951), er jafnframt þeirra hamslausastur. Ég játa það að oft hefur mér dottið í hug að Árni væri yfrið of hömlulaus og anarkískur í list sinni. En samkvæmt kenningunni að veikleiki sé styrkur og öfugt, þá hef ég aldrei séð sýningu með honum þar sem ekki hefur slegið mig stórskorinn kraftur hans. Hvort heldur hann málar eða ger- ir höggmyndir, fæst hann ávallt við voldugar úthstanir. Að þessu sinni slær mig stjarn- an, höggmynd úr múrsteinum sem liggur á gólfinu. Bak við þetta verk leynist angist, tilvist- arkennd viðbrögð gagnvart brostnum vonum. Stjarna er bjartsýnistákn, en sem múrverk er hún afskræmi og kúgunartákn. Þrátt fyrir viss þýsk áhrif í þessu verki, er það kraftmikið og inn- takið er markvisst. Kristján Steingrímur sver sig í ætt við hinn drungalega expressi- onisma og á það sammerkt með Arna. En málverk hans eru samt sem áður af allt öðrum toga spunnin. Þau eru goðsagnakennd og rómantísk, norræn að inntaki, þótt aðferðir hans minni oft á franska abstraktmálarann Soulage. Það er áræði í þessum stóru og myrku myndum. Þær hafa til að bera epískan þunga sem oftar en ekki minna á dra- matík íslenskra fornbókmennta. Léttleiki og kímni Þeir Daði Guðbjömsson og Tumi Magnússon eru andstæður þeirra sem áður er getið. Yfir verkum þeirra hvflir viss kímni og léttleiki, þrátt fyrir alvarlega undirtóna. Hinn fýrrnefndi sýnir grafík, mestmegnis steinprent og hefur hann náð miklu valdi ýfir þeim miðli. Þar blandast aðskilj- anlegustu áhrif sem sumpart má „Stjarna" eftir Áma Ingólfsson. rekja til Picassos og Klees, en einnig til alþýðlegra skopmynda í stíl við danska grínblaðið Hudi- bras. Þessi sérstæð „barok-stíll" Daða byggist á miklum teikni- hæfileikum og leikni. Þó raskast hvergi jafnvægið milli skreyti- einkenna og inntaks og í fléttun- um er fólgið visst stílrænt háð sem gefur öllum myndunum tvíræða merkingu. Það verður vart annað sagt en Dáða hafi opnast miklir möguleikar gegnum stflbrígði sem þó eru afgerandi og hann hafi kunnað að notfæra sér þá. Tumi er einnig íronískur og kemur það skýrt fram í frjálsum fantasíum hans. Stundum hafa verk hans jaðrað við að vera hirðuleysislega unnin. En hér eru myndir sem telja verður til hins besta sem hann hefur gert. Ávextirnir er áleitið verk og gef- ur til kynna ótvíræða málarahæfi- leika hans. Hann beitir þar vissri blekkingartækni (trompe l'oeil) í bland við sérstæða og malerísica takta. Sýning fjórmenninganna bendir til þess að í hinni nýju list felist frjórri og margbreytilegri tjáning en áður hefur sýnst. Menn virðast vera opnari fyrir möguleikum og tefla því hæfileik- unum fram af meiri staðfestu og sjálfsöryggi. Um leið verða þeir sannari og persónulegri. -HBR Strengur frá meginlandinu Karen Agnete Þórarinsson sýnir í Gallerí Borg. í hinu nýstofnaða Gallerí Borg við Austurvöll eru til sýnis verk eftir Karen Agnete Þórarinsson. Það eru 13 olíumálverk unnin á undanförnum fjórum árum. Kar- en Agnete fæddist í Kaupmanna- höfn árið 1903, en fluttist til ís- lands árið 1929 ásamt eiginmanni sínum Sveini Þórarinssyni listmálara. Þau hjónin unnu mjög náið að list sinni og sýndu saman á fjölmörgum samsýningum um allt land. Þetta er fyrsta einkasýn- ing Karen Agnete hér á landi, en hún hefur haldið einkasýningu í Kaupmannahöfn. Innileiki Karen Agnete Þórarinsson er þroskaður listamaður sem hefur fullkomið vald yfir þeim yrkisefn- um sem hún fæst við. Það sem hún sýnir á Gallerí Borg eru mannamyndir og uppstillingar. Það er eftirtektarvert að allnokkur munur er á stflbrigðum eftir því hverrar tegundar mál- verk hennar er. Uppstillingarnar eru mun litsterkarí en manna- myndirnar og minnir litavalið ósjaldan á Louisu Matthíasdótt- ur, með því hún teflir saman and- stæðum og skýrt afmörkuðum Kona með kerti. 1980. Eftir Karen Agnete Þorarinsson. litaflötum. Yfirbragðið er þó ætíð raunsætt. A hinn bóginn eru manna- myndir hennar mildarí í litaspili og töluvert í ætt við hefðir meg- iníandsins. Þær eru innilegar og gæddar manneskjulegri hlýju. Þær eru einnig óvenjulega vel út- færðar og sýna að Karen Agnete býr yfir miklum formbyggingar- hæfileikum og þróttmiklum teiknistíl. Hvergi sameinast þessir þættir betur en í myndinni af konu með kerti (nr. 1) og fólkinu við borðið (nr. 4). Kona með kerti byggir bæði á næmu iitavaii og mikilli tilfinningu fyrir ljósi og skuggum. Þetta gefur myndinni dýpt sem er einstæð og yrkisefhið vex fyrir augum manns. í hinni myndinni er áherslan á niðurröðun fólksins við borðið og sækir Karen Agn- ete þar föng til franska málarans Cézanne, en einnig til danskrar raunsæislistar. Þessi blanda er svo útfærð á persónulegan og sannfærandi hátt. Síðbúin sýning Það er merkilegt að Karen Agnete skuli nú í fyrsta sinn halda einkasýningu. Hún er á ní- ræðisaldri og hefur starfað að list sinni allt frá miðjum þriðja ára- tugnum, þegar hún var við nám í Akademíunni í Kaupmanna- höfn. Þessi hlédrægni hefur verið með öllu óþörf því list amaöuri nn býr yfir nægum hæfilcikum, eins og fram kemur á þessari sýningu og sést einnig á öðmm myndum hennar sem prýða íslensk söfn. Uppruni hennar kemur einnig skýrt fram í efhisvali og aðferð- um. Það gerir sérstöðu hennar enn eftirtektarverðari í íslenskri list. Hún fæst ekki við hið opna svið landslags eins og svo margir íslenskir málarar af hennar kyn- slóð, heldur kýs hún að dvelja við hið lukta rými stofunnar, hið hægláta og kyrra Uf borgaralegs urnhverfis. Að þessu leyti flytur hún með sér streng sunnan úr Evrópu sem rekja má allt aftur til hollenskrar 17. aldar listar, einkum málara á borð við Vermeer og de Hooch. Frá Hollandi bárust straumarnir til Danmerkur eftir krókaleiðum og blönduðust öðrum strengjum frá meginlandinu. Það er m.a. Karen Agnete að þakka að hing- að skuli þeir svo berast í formi einlægrar og persónulegrar listar hennar. HBR Stefnumót glervina nefnist sýning á gangi Kjarvalsstaða og opnaði um mánaðamótin. Þar sýna fjórir glerhstamenn listmuni sína. Það eru þau Finn Lyng- gaard, Tchai Munch, Sören Staunsager Larsen og Sigrún Ólöf Einarsdóttir. Það er ekki oft sem við eigum þess kost að skyggnast inn í ver- öld gleriistar, enda er hún ung í samanburði við aðrar listgreinar hér á landi. Það er staðreynd að áhugi manna fyrir listum vex eftir því sem þeir tengiast þeim nánar. Hingað til hafa Islendingar ein- ungis kynnst glermunum sem að- fluttri eða innfluttri list, annað hvort frá Finnlandi, Svíþjóð, Tékkóslóvakíu eða ítalíu. Sum- part hefur verið um nytjahluti að ræða ellegar smáhluti svo sem öskubakka, skálar eða vasa. En þessi innfluíningur þótt góðra gjalda verður sé, hefur ekki kveikt neinn brennandi áhuga á Stefnumót glervina Staðfesting nýrrar listgreinar á íslandi glerlist, heldur slævt skilning manna á gildi hennar. Hlutirnir taia Með þeim Sigrúnu Ó. Einars- dóttur og Sören S. Larsen sem tekið hafa sér bólfestu í Bergyík, Kjalarnesi, höfum við allt í einu komist í nána snertingu við þessa Ust. Þau hafa heldur ekki látið sitt eftir liggja í kynningum á list sinni. Og það er þeim að þakka að nú fáum við tækifæri til að kynnast auk þeirra, verkum tveggja danskra glerlistamanna sem standa í fremstu röð á þessu sviði. Ef ég hef einh vern tíma látið að því liggja að listir væru eins konar gullgerðarlist, þá á það betur við um glerlist en nokkuð annað. Þar er andanum bókstaflega blásið í efnið. Allt gerist á því augnabliki þegar seigjan er enn rauðglóandi og til þess að ná valdi á öllum smáatriðum þarf snögg og örugg handtök. Þetta krefst einbeitni og útsjónarsemi þar sem öllu andlegu og líkamlegu þreki lista- mannsins er safnað saman i af- markaðan tímapunkt. Þetta er undirstaða þess að glerið lifni og tali sínu máli með formi og litbrigðum. Og þessum fjórum listamönnum tekst að fá gler sitt til að tala. Fágað handbragð Fágun er í fyrirrúmi. Finn Lynggard sem mesta reynslu á að baki og kennt hefur þeim Sigrúnu og Tchai Munch, er talandi dæmi um listamann sem brugðið hefur sér í hin margvísustu lílri með frá- bærum árangri. Nemendur hans hafa lært af honum þá list að aga sig við einfalt og snjallt form, sniðganga allt skrúð og draga fram hlutina eins og tæra og ferska og tæknin leyfir. Skálar Munch og vasar Sigrúnar bera þessu órækt vitni. Sören Larsen sýnir okkur svo stflrænt næmi sitt í vösum sem unnir eru sumpart sem náttúru- form og sumpart sem geometrískir hlutir. Samruni mó- dernískra og hefðbundinna þátta gerir verk hans sterk og persónu- leg. Þessi sýning ætti að verða ís- iendingum innblástur til frekari sóknar á sviði listiðna um leið og hún staðfestir glerlistina í sessi. Dagar einstreymis í formi inn- fluttra glermuna eru taidir, því það sýnir sig að hér er kominn persónulegur og frumlegur vísir að þjóðlegri glerhst sem getur mætt því besta á jafnréttisgrund- veUi. -HBR 8 SIÐA - ÞJÓÐVIUINN Laugardagur 8. september 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.