Þjóðviljinn - 27.10.1984, Page 4
LEIÐARI
Vatnaskil
Nú fer í hönd einn erfiöasti kaflinn í þeirri
harðsnúnu kjaradeilu sem hefur staðið um all-
langa hríð milli íslenskrar verkalýðshreyfingar
og fjandsamlegs ríkisvalds, sem ekki skirrist
við að beita hvaða óþverrabragði sem er, til að
koma verkalýðshreyfingunni á kné. Meðlimir
BSRB hafa staðið í ströngu og erfiðu verkfalli á
fjórðu viku, og í dag er ekki enn séð fyrir
endann á því. Hvernig sem því lyktar er þó eitt
víst: sá eldmóður og sú samstaða sem með-
limir samtakanna hafa sýnt í verkfallinu eru slík
að það eitt er í sjálfu sér glæstur sigur sem
mun seint gleymast í sögu samtakanna.
En verkföll eru háð til þess að ná fram kjar-
abótum og stilla af valdahlutföllin í þjóðfé-
laginu. Það þarf ekki einungis að sýna and-|
stæðingum hinna vinnandi stétta að íslenskt
launafólk er búið að fá yfir sig nóg af langvinnu
kaupráni. Fyrr en seinna þarf að ná samning-
um sem fólkið og hreyfingin getur sætt sig við,
- áður en félitlar fjölskyldur eru rúnar inn að
skinni. En ástandið í dag er svo brothætt og
svo erfitt og flókið að til að svo geti orðið er
nauðsynlegt að gervöll verkalýðshreyfingin
stilli saman krafta sína, leggist á eina og sömu
sveif. Það ríður á að menn sýni gagnkvæman |
skiíning og átti sig á hversu viðkvæm staðan er
í dag. Þetta gildir bæði um hina almennu fé-
laga í hinum ýmsu félögum og samböndum
sem í dag eiga í kjaradeilum, en ekki síður um
forystumennina. Gagnkvæm samúð - sam-
staða og skilningur: Þetta eru lykilorð.
Nú eru þáttaskil í kjaradeilunni. Tiltekin
kjarabótaleið - skattalækkunarleiðin svo-
nefnda - hefur verið rannsökuð til hlítar. Um
það er ekki neinum blöðum að fletta að sú leið
hefur kosti og galla og er í augum margra
afskaplega álitlegur kostur, ekki síst sumra í
BSRB sem borga að líkindum hærri hluta af
launum sínum í skatta en margir aðrir hópar í
þjóðfélaginu.
Hins vegar verða menn einfaldlega að hafa
kjark til að horfast í augu við það, að einsog
ríkisstjórnin hefur komið málum fyrir borð þá
virðist skattalækkunarleiðin ekki lengur fær.
Ríkisstjórnin hefur klúðrað málinu, einsog
Guðmundur J. Guðmundsson sagði í viðtali
við Þjóðviljann fyrir helgi.
Krafa dagsins núna er um samstillingu kraft-
anna. Um samúð. Um samstöðu. Umfram allt
um skilning. Menn verða að gera sér grein fyrir
hversu mikið er í húfi fyrir hreyfinguna alla í
landinu. Það eru hengiflug á báðar hendur.
Þegar ríkisstjórnin reynir að gefa líkinu and-
litssnyrtingu og halda áfram að ræða skatta-
lækkunarleið sem hún er sjálf búin að klúðra,
þá verða menn að gera sér grein fyrir því eins-
og Vésteinn í Gísla sögu Súrssonar, að „héð-
an falla öll vötn til Dýrafjarðar“. Það eru orðin
vatnaskil í baráttunni. Það er fennt í skatta-
lækkunarleiðina og héðan er tæpast nema ein
leið fær úr einstiginu.
Böm verkfallsmanna á bamaskemmtun sem BSRB hólt í Háskólabíói fyrir fullu húsi. Skemmtunin var svo fjölsótt að hana þurfti aö endurtaka.
DJðÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
FramkveomdaBtjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Augiýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir.
Auglýslngar: Anna Guðjónsdóttir, Margrót Guðmundsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsia: Bára Sigurðardóttir, Krístín Pótursdóttir.
Símavarsia: Ásdís Kristinsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir.
Husmæöur: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnflörð.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Bjömsson.
Útgefandl: Útgáfufólag Þjóðviljans.
Rltstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphóðinsson.
Rltatjómarfulltrúl: Oskar Guðmundsson.
Fróttaatjórl: Valþór Hlöðversson.
Blaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, Ásdís Þórhallsdóttir, Guðjón Friðriksson,
Jóna Pálsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason,
Ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir).
Ljóamyndir: Atli Arason, Einar Karlsson.
Útllt og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson.
Handrita- og prófarkaleatur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn:
Siðumula 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðapront hf.
Verð í lausasölu: 22 kr.
Sunnudagsverð: 25 kr.
Áakriftarverð á mónuði: 275 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 27. október 1984