Þjóðviljinn - 27.10.1984, Síða 6

Þjóðviljinn - 27.10.1984, Síða 6
MINNING Verkamannafélagið Dagsbrún Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar atkvæða- greiðslu um kjör fulltrúa Dagsbrúnar á 35. þing A.S.Í. 26.-30 nóv. 1984. Tillögum um 22 aðalfulltrúa og jafnmarga til vara ber að skila til skrifstofu félagsins fyrir kl. 17 þriðjudaginn 30. okt. n.k. Kjörstjórn Dagsbrúnar. ÚTBOÐ Tilboð óskast í lampa og niðurhengd loft fyrir sýningar- saii Kjarvalsstaða. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3 gegn 1500 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtud. 22. nóv. n.k. kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Búðahreppur Fáskrúðsfirði efnir til samkeppni um merki fyrir sveitarfélagið. Sam- keppnin er öllum opin. Merkið má höfða til megin- einkenna byggðarlagsins t.a.m. landslagseinkenna, dýralífs, menningar, sögu og atvinnulífs. Einnig væri æskilegt að nafn sveitarfélagsins þ.e. Búðakauptún komi fram í tillögunni. Veitt verða þrenn verðlaun; 25 þús., 10 þús. og 5 þús.. Tillögur sendist hreppsnefnd Búðahrepps eigi síðar en 15. des. n.k. merktar „Sam- keppni um merki“. Sveitarstjóri Iðnráðgjafi Vesturlands Starf Iðnráðgjafa á Vesturlandi er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur ertil 15. nóvembern.k. Nánari upp- lýsingar veitir Guðjón Ingvi Stefánsson í síma 93- 7318. Samtök sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi Pósthólf 32 Borgarnesi. 1X2 1X2 1X 9. leikvika - leikir 20. okt. 1984 Vinningsröð: 1 X 1 - 2"1 1 - X 1 1 - 1 2 1 1. vinningur: 12 réttir - kr. 31.290,- 5879 40378(4/11) 44647(4/11) + 86479(6/11) 10381 42233(4/11) 57809(4/11) 87701(6/11) 15427 43809(4/11) 58876(4/11) 91804(6/11)+ 2. vinningur: 11 réttir - kr. 648,- 2200 36780 43721 54559 85519 90774+ 36747(2/11) + 2812 36970 44329+ 54825 86030 90799 41189(2/11) 5653 38171 + 44546 54833 86266+ 91317 43526(2/11) 5848 38981+ 44868 54845 86417 91481 + 44332(2/11)+ 5956 39051+ 45998+ 55121 + 86462 91801 + 45729(2/11) 6426 39093 46488 55841 86722 91805+ 45827(2/11) 6725 39096 48077 55850 86787 91806+ 45835(2/11) 6729 39457 48448+ 57159 86995 91811 + 46834(2/11) + 6766 40168 48452+ 57420+ 87381 91825+ 47338(2/11)+ 7289 40252+ 49297 57657 87471 91851 + 50911(2/11) 7454 40262+ 50951 57703 87840 91881 + 51187(2/11)+ 7504 40896+ 50957 57726 87909+ 92259 53195(2/11) + 7535 40900+ 51416 57791 88121 92308 53257(2/11) + 8014 40947+ 51449 57805 88143 92395+ 56360(2/11) 9667 40963 51494 57807 88144 92418+ 57092(2/11) 10372 41013 51545+ 57810 88154 92688+ 57976(2/11) 11855 41388 52822 57815 88872+ 160235+ 85586(2/11)+ 11961 41389 52843+ 57821 88950+ 161504+ 86135(2/11) 11998 41438 52887 57827 89024+ 163321 + 87362(2/11) 12424 41470 53310 57857+ 89366 163359+ 181138(2/11) 12692 41641 53517 57929 89422 163931 + 12897 41698 53722 58713 89423 163979 Úr 8. viku: 13584 42041 53727 58810 89668 181263 1324 13757 42319 54206 89972 181268 54540(2/11) 15613 42999 54235 85410 90010 55347(2/11) 35382 43123 54254+ 85422 90070 91435(2/11) 36722 43503 54410+ 85439+ 90434 Kærufrestur er til 12. nóvember 1984 kl. 12.00 á hádegi. Kærurskulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstof- unni í Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR - íþróttamiðstöðinni - REYKJAVÍK Steinþór Sœmundsson Að kvöldi dags þann 19. októ- ber síðastliðinn lést á gjörgæslu- deild Borgarspítalans Steinþór Sæmundsson, tæpra 62 ára að aldri. Alla sem þekktu henn setur hljóða, öllum sem kynntust hon- um þótti vænt um hann. Hinsta lega hans varð stutt og mjög óvænt. Hann veiktist hast- arlega á ferðalagi erlendis, en neytti síðustu krafta sinna til heimferðarinnar og var allur sléttri viku eftir heimkomuna. Steinþór var af vestfirsku bergi brotinn, fæddur á ísafirði þann 28. nóvember 1922, sonur hjón- anna Ríkeyjar Eiríksdóttur, fæddrar á Gulihúsá á Snæfjalla- strönd og Sæmundar Guðmunds- sonar frá Byrgisvík í Veiðileysu- firði á Ströndum. Ríkey og Sæ- mundur bjuggu víða, en lengst af á Siglufirði. Þeim varð 9 bama auðið auk 2ja fósturbarna og var Steinþór þriðji í röðinni. Á þessum árum var afkoma fólks bágborin og stopul, en helst treyst á sjófang og daglauna- vinnu. Heimiii þau, sem enga áttu kúna voru verr sett en hin, hvað uppeldi ungbarna leið. Og að auki bættist við heilsuleysi heimilisföðurins, en faðir Steinþórs fékk Spönsku veikina og átti árum saman í þeim veikindum. Á ísafirði höfðu foreldrar Steinþórs kynnst Jónínu Elías- dóttur frá Nesi í Grunnavík, en þar bjuggu foreldrar hennar, systur og bræður.' Þau systkin voru þá uppkomið fólk að mestu. Þessi heiðurshjón í Nesi hétu Engilráð Jónsdóttir og Elías Halldórsson. Sumarið eftir fæð- ingu Steinþórs bauð Jónína að taka sveininn unga með sér heim að Nesi til stuttrar dvalar. Dvölin varð hinsvegar lengri en til stóð, eða um 13 ár. Ævilangt var hann þakklátur fyrir árin sín í Nesi, enda óx gagn- kvæm virðing og elska milli hans og fólksins frá Nesi, sem aldrei bar skugga á síðan. Þar vaknaði náttúrubarnið í honum og áhugi fyrir sínu fagra landi, útivem og veiðiskap hverskonar, sem alla ævi var svo ríkur þáttur í fari hans. í Nesi dvaldi hann til ferming- ar, en flutti þá til foreldra sinna á Siglufírði og settist í gagnfræða- skólann. Síðan liðu unglingsárin á uppgangsámm Siglufjarðar, þar sem sfldin flaut um plön og torg og gieðin ríkti. Allir hrifust með, bæði ungir og gamlir, fólk reif upp peninga á þeirra tíma mælikvarða. Mikið var unnið, en lítið sofið. í þessu ævintýri miðju hóf Steinþór sig upp úr straumnum og byrjaði gullsmíða- nám hjá Aðalbirni Péturssyni, gullsmið á Siglufirði. Það hefur þurft mikla afneitun og sjálfsaga að setjast á rýr kjör nemans, þeg- ar vel borguð ákvæðisvinnan bauðst allt um kring. Á meðan á námi Steinþórs stóð fluttist Aðal- bjöm búferlum til Reykjavíkur gullsmíðameistari og Steinþór með og lauk námi 27. nóvember 1945 og hlaut meistar- atign 4. desember 1948. Næstu árin starfaði Steinþór að iðn sinni, en stofnar ásamt félaga sín- um Jóhannesi Leifssyni, gull- smíðameistara fyrirtækið Gull- smiðir Steinþór og Jóhannes árið 1952, sem þeir ráku af myndar- skap í tæp 20 ár. Á þessum árum höfðu þeir félagar kennt sonum sínum iðn sína, sem aftur leiddi til þess að meira olnbogarýmis varð þörf. Þeir brugðu því á það ráð að skipta fyrirtækinu og stofnaði Steinþór þá ásamt sonum sínum og fjölskyldu, fyrirtækið Gull og Silfur h.f., sem hann veitti for- stöðu til dauðadags. Rómuð er og viðurkennd þjónusta sú og fyr- irgreiðsla, sem þetta fyrirtæki veitir viðskiptamönnum sínum. En til algjörrar undantekningar og eftirbreytni ætla ég þó, að sé hin innilega og fullkomna sam- staða, virðing og samvinna fjöl- skyldunnar um fyrirtæki sitt og hafa þar ófáir notið góðs af. Par fer saman einn hugur og ein hönd. Steinþór var vel íþróttum bú- inn og var í hópi þeirra sveina, sem sýndu íþróttir á Lýðveldis- hátíðinni 1944. Að ytra útliti var hann meðalmaður á hæð, frísk- legur og spengilegur og samsvar- aði sér vel, bláeygður, ljóshærður með mikið þykkt og liðað hár. Svipmikill og mikil festa í svipn- um. Skapmaður, en þó mildur og blíður og mikil birta í brosi hans. Sannur höfðingi í sjón og raun. Hann var góðum og margþættum gáfum gæddur, djúphygginn, gæddur skáldlegu og jafnvel spámannlegu innsæi líkt og hann á stundum sæi fyrir óorðna hluti, enda varð svo um andlát hans. Hann átti hárfínt skopskyn og þegar við bættist einstök frá- sagnargáfá og frásagnargleði þurfti ekki að sökum að spyrja, þegar Steinþór sagði frá hlustuðu hinir. Hann var ljóðelskur og bókhneigður og kunni ógrynni kvæða og hafði mikið dálæti á kvæðum Einars Benediktssonar skálds. Steinþór átti trúmennsku við sjálfan sig, fjölskyldu, vini, land sitt og þjóð og öðlaðist þannig frið og hamingju í hjarta. Trúlega veldur ys og þys hins mikla hraða í nútíma þjóðfélagi því að of fáir átta sig á speki gamla rímna- skáldsins, sem kvað „hamingjan býr í hjarta rnanns". Hamingjus- amastan sá ég hann hin seinni ár á bökkum laxveiðiár sinnar, Laxár á Skógarströnd. Þar var hann konungur í ríki sínu, óþreytandi að bjóða og veita vinum og vand- alausum af slíkri rausn að við var brugðið. Enda lét honum betur að gefa en þiggja. Hann var bráðslyngur veiðimaður og fær og beitti veiðitækjum sínum af einstakri leikni og reisn. Þeir eru ófáir gestir Steinþórs á Borgum sem þar hafa fengið sinn Maríu- lax við mikla og falslausa gleði gestgjafans. Fyrir rúmum mán- uði kvöddum við hjónin hann upp við fossinn, eftir unaðslega daga í boði þeirra hjónanna. Hann stóð á klettinum sínum í skini morgunsólarinnar og sveifl- aði flugustönginni af alkunnri leikni sinni. Ógleymanlegur. Þetta er okkur dýrmæt minning nú. Gæfuríkasti dagur f lífí Steinþórs rann upp þann 11. ág- úst 1945 er hann gekk að eiga brúði sína Sólborgu S. Sigurðar- dóttur frá Hjalteyri við Eyja- fjörð. Þau voru einkar samhent. Elskulegri, fórnfúsari og yndis- legri eiginkonu, sem stóð með manni sínum í blíðu og stríðu til hinstu stundar, getur enginn maður óskað sér. Hann átti því láni að fagna að búa við einstaka heimilishamingju og gott barna- lán, en þeim hjónum fæddust fjögur börn, sem snemma voru þroskaleg, heilsuhraust og ein- stök gleði foreldra sinna, en þau eru: Álfheiður, sálfræðingur fædd 13. janúar 1946, Sigurður Gunnar, gullsm.m. fæddur 25. mars 1947 giftur Kristjönu J. Ól- afsdóttur, Magnús gullsm.m. fæddur 30. júlí 1949 giftur Gloriu Steinþórsson, Steinþór, tölvu- fræðingur fæddur 7. nóvember 1951 giftur Helgu Sigurðardóttur og barnabörnin eru orðin 9 tals- ins. Steinþór tel ég hafa verið börnum sínum einstakur faðir og bamabörnunum afi. Eigi verður svo frá minningu Steinþórs vikist, að honum séu ekki færðar sér- stakar þakkir fyrir hver máttar- stólpi og hjálparhella hann var foreldrum sínum, systkinum og fjölskyldum þeirra. Það mun seint gleymast. Ég ætla að enda þessi fátæk- legu kveðjuorð mín til míns kæra mágs, með því að þakka honum fyrir samfylgdina, leiðsögnina og vináttuna og fyrir hvað hann auðgaði líf mitt alla tíð um leið og við hjónin og bömin okkar flytj- um fjölskyldu hans allri innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu hans. Ágúst Karlsson. Átthagafélag Álftfirðinga Átthagafélag fyrrverandi íbúa Súðavíkurhrepps í Reykjavík og á Suðvesturlandi hefur verið stofnað á tveim stofnfundum, 21. júnfög 22. september s.l.. Á fyrri fundinum voru um 50 manns og á þeim síðari um 90. _ Félagið heitir „Félag Álftfirð- inga og Seyðfirðinga vestra“ og er tilgangur þess eins og segir í lögum þess „að endurnýja og efla kynni fólks úr þessu byggðarlagi" og að stuðla að varðveislu fróð- leiks um sögu þess, svo og m ynda af mönnum og mannvirkjum sem snerta þá sögu. Á báðum þessum fundum ríkti mikil ánægja með stofnun félags- ins og var margt roskið fólk sem hittast þar í fyrsta sinn frá því í bernsku eða æsku. í aðalstjórn voru kjörin: For- maður: Guðrún Guðvarðardótt- ir, ritari: Ásgrímur Albertsson, gjaldkeri: Guðmundur Gunn- laugsson. Varastjórn: Varafor- maður: Árni Markússon, vararit- ari: Guðmundur Guðni Guð- mundsson, varagjaldkeri: Svava Markúsdóttir. Félagar geta menn orðið hvar sem þeir búa á landinu og væri kærkomið stofnendum að þeir sem áhuga hafa á að vera með og gerast stofnfélagar snéru sér til einhvers af stjómarmönnum. Símanúmer þeirra em: Guðrún 20679, Ásgrímur 41644, Guð- mundur Gunnlaugss. 36499, Ámi 74839, Guðmundur Guðni 45264 og Svava 74197. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 27. október 1984

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.