Þjóðviljinn - 27.10.1984, Qupperneq 8
MENNING
Framhald af bls. 7 '
Vinnustofur
í gamaili
verslun
- Hvað getið þið sagt mér um
þetta gamla hús?
- Húsið er reist um 1912 af
Guðjóni Jónssyni bygginga-
meistara sem byggði m.a. Frí-
kirkjuna og Hótel Björninn.
Hann var töluvert áberandi í
bæjarlífinu og vart.d. með í fyrir-
tækinu Dvergi en missti fljótt
heilsuna. Hann bjó sjálfur í þessu
húsi ásamt fjölskyldu sinni og það
er ekki fyrr en við kaupum í fyrra
að húsið fer úr eigu þeirrar fjöl-
skyldu. Hann stofnsetti bygging-
avöruverslunina Málm þar sem
vinnustofur okkar eru, verslaði
með ýmsa smávöru svo sem
nagla, skrúfur og gler. Kjallarinn
á sjálfu íbúðarhúsinu var svo
leigður fyrir ýmis konar starf-
semi. Þar var saumastofa, rak-
arastofa og lengi var þar einnig
mjólkurbúð. Við höfum nú
breytt kjallaranum í setustofu,
bóka- og tónlistarherbergi, og
þar má enn sjá mjólkurbúðar-
gólfið.
Rúna og Getur ganga nú með
okkur um húsið og sýna okkur
hvað þau eru búin að gera og
hvað þau ætli að gera í framtíð-
inni. Hvarvetna blasa við lista-
verk um veggi og öllu er vel og
haganlega fyrir komið. Vinnu-
stofan er stór og björt og marg-
þætt og þar kennir ýmissa grasa í
verkfærum og listaverkum. Við
höfum á orði að það ríki greini-
lega góður andi hér.
Huldufólk
í Hafnar-
firði
- Já, úti í garðinum er lítið hús
byggt utan í hraundrang sem upp-
haflega var ætlað sem þvottahús
og grænmetisgeymsla. Þar býr
huldukonan Elín. Hún vitjaði
nafns hjá konunni sem bjó áður
hér í húsinu og hún lét skíra dótt-
ur sína í höfuðið á henni.
- Hafið þið orðið vör við huld-
ukonuna?
- Nei, en við stöndum í þeirri
meiningu að hún haldi yfir okkur
verndarhendi og við vitum það
fyrir víst að hún er okkur ekki
illviljuð.
Rúna: Það er ákaflega ríkt í
gömlum Hafnfirðingum að
huldufólk sé í klettunum og það
fylgja því einhver notalegheit.
Gamall maður, sem ég kynntist
sem barn og sagði mér sögur,
trúði staðfastlega á huldufólk.
Það komst enginn efi að í hug
hans. Hafnfirðingar sem koma
hingað í heimsókn til okkar láta
þess gjarnan getið að góður andi
fylgi húsinu enda bjó hér mikið
sómafólk.
Menningar-
stofnun í
uppsiglingu
- Ég hef frétt að þið væruð með
sýningu í Hafnarfirði núna í
miðju verkfalli?
- Já, við erum með sýningu í
Hafnarborg, menningar- og lista-
stofnuninni að Strandgötu 34, en
eigum því afar erfitt með að láta
fólk vita af henni vegna verkfalls-
ins.
Nú klórar blaðamaður sér í
kollinum. Hafnarborg - menn-
ingar- og listastofnun. Svei mér ef
hann hefur nokkum tíma heyrt
getið um það fyrirbæri. Hann
hváir.
- Já, það er kannski ekki von
að þú hafir mikið heyrt um Hafn-
arborg því að hún er ný af nálinni
og á vonandi eftir að marka
nokkur tímamót fyrir Hafnar-
fjörð og lífíð í gamla miðbænum
hér. Á 75 ára afmæli Hafnar-
fjarðarbæjar í fyrra gaf Sverrir
Magnússon lyfsali bæjarfélaginu
húsið sem apótekið er í ásamt
málverka- og bókasafni með því
skilyrði að byggt yrði við gamla
húsið. Hugmyndin er sú að í
framtíðinni verði þarna sýning-
arsalir, bókasafn, skúlptúr-
garður, veitingastofa og listversl-
un. Einn sýningarsalur er þegar
fullgerður og þar voru haldnar
þrjár sýningar í fyrravetur en við
erum fyrst til að sýna þar á þess-
um vetri. Þar að auki á að verða í
gamla húsinu norræn gistivinnu-
stofa sem á að koma inn í net
slíkra vinnustofa um öll Norður-
lönd. Þessi vinnustofa er reyndar
þegar nær tilbúin en hefur ekki
verið tekin í gagnið enn til þessa
brúks.
- Kemur stofnunin ekki til með
að hafa mikil áhrif fyrir bæjarlífið
í Hafnarfirði?
- Það er lítill vafi á því. Hingað
til hefur gengið heldur illa að
halda úti svona starfsemi hér
vegna nálægðar við Reykjavík en
sl. 10 ár hefur bærinn stækkað svo
geysilega mikið að grundvöllur
ætti að vera fyrir sjálfstæðu bæ-
jarlífi. Við bindum miklar vonir
við starfsemina í Hafnarborg.
Satt að segja hefur vantað svo-
lítið líf í miðbæinn.
Við göngum nú öll niður í
Hafnarborg og skoðum sýningu
þeirra Gests og Rúnu. Þau sýna
þar skúlptúr, leir og teikningar og
er sumt unnið í samvinnu svo sem
skálar sem Gestur hefur gert en
Rúna skreytt.
- Og hvað eruð þið helst að fást
við núna?
- Við erum í alls konar hug -
leiðingum. Núna erum við eink-
um að gera skissur að vegg á
íþróttahúsi úti á landi og einnig
erum við að gera smáendurbætur
á skreytingu í Laugardalshöll-
inni.
Réttað
jafna sig
eftir
Kínaferð
Nú er gengið aftur upp á
Austurveg 17 í veðurblíðunni og
talið berst að utanferðum.
Rúna: Ég er tiltölulega nýkom-
in af stjómarfundi í Sveaborg í
Finnlandi en þar sit ég af íslands
- Nei, það tekur nú lengri tíma
til að melta alla þessa gömlu kín-
versku menningu með sér en það.
- Fómð þið víða um Kína?
- Við fómm til 5 borga og svo
sáum við Leirherinn í Xian sem
er örugglega einhver stór-
kostlegasti fornleifafundur á
þessari öld. Þar standa þessir
leirhermenn þúsundum saman í
fullri líkamsstærð og er enn verið
að grafa upp í stórum stfl. Það eru
aðeins fá ár síðan herinn fannst,
og það er stórkostlegt hverju þeir
hafa komið í verk á stuttum tíma.
M.a. hafa þeir byggt geysilegar
byggingar yfir herinn, álíka stór-
ar og tvær eða fleiri Laugardals-
hallir. Það hlýtur að vera gott að
vera fornleifafræðingur í Kína!
- Þessir hermenn em bara
gerðir úr venjulegum brenndum
leir?
- Já, og hver hermaður hlýtur
að hafa verið brenndur í ofni sem
hefur verið gerður um hvern og
einn á staðnum.
Á heimilum
kínverskra
listamanna
- Kynntust þið listamönnum í
Kína?
- Já, við heimsóttum m.a.
myndlistarmenn á heimilum
þeirra og okkur sýndist vera gert
vel við þá. Þegar þeir hafa lokið
námi og komnir inn í félag mynd-
listarmanna eru þeir strax settir á
laun en mega engu að síður sýna
myndir sínar á eigin spýtur og
selja þær.
- Er það sósíalrealisminn sem
ræður ríkjum?
- Þeir gerðu töluvert af slíkum
myndum á sínum tíma eins og
Rússar, en nú virðast þær alveg
vera að hverfa. Það er mikið lagt í
myndlistarskóla og myndlistar-
kennslu og m.a. skoðuðum við
einn skóla og þar var búið að
reisa mikla byggingu og í henni
áttu eingöngu að fara fram til-
raunir í sambandi við glerjung í
tengslum við keramik og postul-
ínssuðu. Þeir hafa líka mikinn
hug á að kynnast betur vestrænni
menningu og eru nú að búa sig
undir að fara að kenna vestræna
listasögu í skólum sínum. Bara að
þeir fari ekki of geist í að opna sig
fyrir slíkum áhrifum því að þarna
Hafnarborg; hin höfðinglega gjöf Sverris Magnússonar lyfsala, á eftlr að
marka nokkur tímamót fyrir bæjarlífið i Hafnarfirði. Ljósm.: Atli.
hálfu í stjóm samnorrænnar
myndlistarmiðstöðvar. Og svo
erum við eiginlega rétt að jafna
okkur eftir að hafa farið alla leið
til Kína.
- Hvað kom til?
- Bandalag kínverskra lista-
manna bauð fimm íslenskum
listamönnum til Kína og við vor-
um svo heppin að komast í þá
ferð m.a. vegna þess að Gestur
hafði áður tekið á móti kín-versk-
um listamönnum hér heima fyrir
hönd Bandalags ísl. listamanna.
- Það eru kannski þegar farin
að sjást kínversk áhrif í verkum
ykkar?
kemur maður inn í stórkostlegan
og framandi menningarheim sem
manni finnst hafa fullan rétt á sér.
Framandi
heimur
og grafhýsi
Maós
- Hvað fannst ykkur svona um
það þjóðlíf sem þið sáuð?
- Það virðist vera nóg til af
vörum svo sem fatnaði og mat en
enn ríkir viss húsnæðisskortur.
Þeir eru að byggja einhver ósköp
Á vlnnustofu þeirra hjóna. Þau eru að undirbúa gerð veggmyndar fyrir
íþróttahús úti á landi. Ljósm.: Atli.
Mótaö I lelr. Fyrir utan er skúlptúrinn Stuðlanna þrísklpta grein sem
Gestur hefur ekki lokið við. Ljósm.: Atli.
af blokkum og ekki öllum falleg-
um. Þetta eru svona kassar eins
og annars staðar í heiminum. En
þeir virðast líka bera vissa virð-
ingu fyrir hinu gamla og við sáum
gamlar húsaþyrpingar með
þröngum götum sem verið var að
byggja upp. Það er furðulegt að
koma í miljónaborg eins og Pek-
ing og sjá allan þennan árstraum
af hjólandi fólki á hvítum
skyrtum. Þar er lítil bflaumferð
miðað .við vestrænar borgir og
ekki þessi göslagangur og læti.
Það gladdi okkur líka að sjá
hvergi vopn. Lögregluþjónarnir
ganga m.a.s. með blævængi í stað
kylfa og byssa.
- Hvað um persónudýrkun?
- Kínverjar eru skynsöm þjóð
og þeir hafa lagt af þessa miklu
persónudýrkun sem var áberandi
á dögum Maós. Við sáum hvergi
myndir af núverandi leiðtogum
og þó að myndir af Maó sjáist
ekki heldur lengur, halda þeir
minningu hans í heiðri. Við upp-
lifðum það að fara í grafhýsi hans
og standa þar í biðröð með 30-40
þúsund Kínverjum. Grafhýsið er
opið þrjá morgna í viku og þama
var virðuleg og falleg stemmning.
Við ræðum áfram um Kína,
Hafnarfjörð og margt fleira og
kveðjum svo með kurt og pí.
GFr
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 27. október 1984