Þjóðviljinn - 27.10.1984, Síða 10

Þjóðviljinn - 27.10.1984, Síða 10
TÓNLIST Heiðurslaun Brunabótafélags íslands 1985 í tilefni af 65 ára afmaeli Brunabótafélags ís- lands 1. janúar 1982, stofnaði stjórn félagsins til stöðugildis hjá félaginu til þess að gefa ein- staklingum kost á að sinna sérstökum verkefn- um til hags og heilla fyrir íslenskt samfélag, hvort sem er á sviði lista, vísinda, menningar, íþrótta eða atvinnulífs. Nefnast starfslaun þess, sem ráðinn er: Heiðurslaun Brunabótafélags íslands. Stjórn BÍ veitir heiðurslaun þessi samkvæmt sérstökum reglum og eftir umsóknum. Regl- urnar fást á aðalskrifstofu BÍ að Laugavegi 103 í Reykjavík. Þeir sem óska að koma til greina við ráðningu í stöðuna á árinu 1985, (að hluta til eða allt árið) þurfa að skila umsóknum til stjórnar félagsins fyrir 10. nóv. 1984. Brunabótafélag íslands A L Kópavogsbúar - hesthús Tómstundaráð og hestamannafélagið Gustur vilja hér með gefa ungum Kópavogsbúum allt að 18 ára kost á að hafa hest á fóðrum í sameignarhesthúsi sínu. Um- sóknarfrestur er til 5. nóvember nk. og skal umsókn- um skilað á félagsmálastofnunina Digranesvegi 12, en þar eru jafnframt veittar nánari upplýsingar í síma 41570. Félagsmálastofnun Kópavogs f! Blaðburðarfólk V • * * ? ** ress? Ef þú eri morgunhi Hafðu þá samband við afgreiðslu Þjoðviljans, sími 81333 Laus hverfí: Laufávegur Háteigsvegur Skerjaíjörður Flókagata - Úthlíð Brautarholt - Stórholt - Skipholt Pað bætir heilsu c að bera út Þjóðvi >ghag Ijann E mv/um Betra blað Séra Gunnar er merkilegur maður Tónleikar i Austurbæjarbíó 13. okt. s.l. Gunnar Björnsson cello David Knowles píanó Það var hlý og notaleg tilfinn- ing að koma inn á tónleika og gleyma, eða að reyna að gleyma öllum áhyggjum sem eru samfara verkföllum og átökum við stjórnvöld, sem virðast ekki skilja eða vilja skilja réttmætar kröfur stórra hópa í þjóðfélaginu um mannsæmandi laun fyrir vinnu sína. Bach svítan í C-dúr fyrir ein- leikscello var fyrsta verkið á efn- isskránni. Hún var ágætlega leikin af sr. Gunnari Bjömssyni. Hinsvegar hefði hann mátt bíða ögn lengur eftir fólkinu sem var að streyma í salinn, svo það hefði tíma til að setjast. Einnig hefði ekki skaðað að bíða örlítið á milli þátta. En hvað um það, sr. Gunn- ar hafði verkið á valdi sínu og kom boðskap Bachs til skila með ágætum. Næst á efnisskránni var Sónata í g-moll op.5 fyrir píanó og cello eftir Beetfioven. í svona verkum hefir píanóið stóru hlutverki að gegna, enda nefnir Beethoven píanóið á undan celloinu. Það þarf verulega góðan píanóleikara til að gera verki eins og þessu góð skil, en það vantaði töluvert á, að píanistinn veldi því hlutverki. Sr. Gunnar Björnsson spilaöi mjög vel Hann spiiaði flestar nóturnar, ef ekki allar, en áslátturinn var svo grjótharður, sérstaklega í forte- spili, að það eyðilagði alveg fyrir undirrituðum áhrifin af þessari frábæru sónötu. Sr. Gunnar spil- aði aftur á móti mjög fallega og var það synd að ekki var meira jafnræði á milli þeirra félaga. Pí- anóleikarinn virtist vilja gera sitt besta og hafði auðheyranlega unnið vel fyrir þessa tónleika, en ég ráðlegg honum að taka ásláttin til alvarlegrar endurskoðunar, því þar á hann margt eftir ólært. Næst á efnisskránni var athygl- isvert verk eftir Sigurð Egil Garð- arsson. Það var á þeim nótunum að mann langaði til að heyra það strax aftur. Það var eins og talað væri í einrúmi á skáldlegan hátt við hvern og einn í salnum. Haltu áfram að skrifa Sigurður! Þetta spiluðu þeir félagar bæði vel og innilega og píanistinn sýndi nú betri áslátt en í Beethoven. Lokaverkið á tónleikunum var Sónata Arpeggione í a-moll eftir Schubert. Sr. Gunnar spilaði mjög vel þetta verk og píanistinn stóð sig eftir atvikum, en því mið- ur brá aftur fyrir þessum harða ásætti, sem eyðilagði alveg Adag- io kaflann, og erþað því grátlegra sem sr. Gunnar spilaði yfirleitt mjög falleaga og ekki síst Adagio kaflann. Sr. Gunnar er merki- legur maður. Hann er þjónandi prestur hér í borg, en hann er einnig góður tónlistarmaður, eins og hann hefur oft sýnt á undan- förnum árum. Hann hefur neist- ann og því er ávallt ánægjulegt á hann að hlusta. R.S. P.S. Það er alveg furðulegt að fólk skuli leyfa sér að koma með ungbörn og hálfstálpuð börn inn á tónleika þar sem þau trufla hlustendur með rápi um allan sal og hávaða. Þetta þekkist ekki í nokkru siðuðu þjóðfélagi sem ég þekki til og mál að linni. Það verður að banna fólki að koma með ungbörn inn á tónleika. Það er allt og sumt. R.S. Beiwald-kvartetlinn Tónlistarfélagið hélt tíundu tónleika sína fyrir styrktarfélaga starfsveturinn 1983-84 þann 20. okt. sl.. Berwald-kvartettinn sem er skipaður ungum hljóðfæra- leikurum frá Svíþjóð og Noregi, spilaði skemmtilegt prógramm: verk eftir Franz Berwald (sem kvartettinn dregur sennilega nafn sitt af), Alban Berg og A. Dvor- ák. HÍjóðfæraleikararnir eru allir góðir tónlistarmenn, en þó verð ég að segja, að oft hefir maður heyrt betri og mýkri hljóm hjá öðrum kvartettum sem hingað hafa komið. Sérstaklega var tónninn þurr og mattur hjá fyrsta fiðlara og skemmdi það nokkuð heildartóninn. Þrátt fyrir þetta var oft ánægju- legt á að hlýða og ekki eyðilagði efnisskráin fyrir því, því hún var mjög skemmtileg eins og áður segir, en hún var: Strengjakvart- ett í Es-dúr eftir sænska tónskáld- ið Franz Berwald (1796-1868), saminn 1849, strengjakvartett op. 3 eftir Alban Berg (1885- 1935), saminn 1910, og strengja- kvartett í F-dúr op. 96 „Ameríski kvartettinn" saminn 1893 eftir Antonin Dvorák (1841-1904). Kvartettinn eftir Berwald hefir undirritaður ekki heyrt áður, en hann er mjög áheyrilegur og mætti hann heyrast oftar. I Berg- kvartettinum náðu fjórmenning- arnir mestri mýkt og var það ef til vill best spilaða verkið á efnis- skránni. Dvorák nær alltaf eyrum manns, enda væri það dauður maður sem ekki hrifist af þessari gnótt andagiftar og melodi-auðgi sem Dvorák er svo ríkur af. Þessi kvartett er hreint út sagt heillandi frá byrjun til enda, og þrátt fyrir þennan galla sem fyrr segir, þá spiluðu fjórmenningamir með virkilegu listamannaskapi og góðri tækni. Kvartettinn skipa þeir: Lennart Fredriksson 1. fiðla, Ottar Hauge 2. fiðla, Karin Dungel viola og Bo Ericsson cello. r.s. Vígslutónleíkar Langholtskirkju Kór Langholtskirkju, ásamt kammersveit og einsöngvurum hélt tónleika þ. 23. september s.l. Stjórnandi var Jón Stefánsson, einsöngvarar voru Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Sigríður Ella Magnúsdóttir, Garðar Cortes og Halldór Vilhelmsson. Flutt voru verk eftir Bach og Mozart. Fyrst svíta í D-dúr eftir Bach fyrir kammersveit. Konsertmeistari var Júlíana Elín Kjartansdóttir. Það lá við að manni brygði í brún er hljómsveitin tók fyrsta hljóminn. Svona miklum hljóm- burði á maður ekki að venjast í þeim húsum og kirkjum sem noutuð eru til hljómleikahalds hér. En þarna leynist einmitt heilmikil gildra fyrir stjórnand- ann. Kórar og einsöngvarar njóta sín vel, en allt öðru máli gegnir um hljóðfæri ef ekki er nægilega vel passað upp á að gott jafnvægi haldist milli hljóðfæranna. Kammersveitin sem var skipuð afbragðs hljóðfæraleikurum, spilaði of sterkt í gegn um alla svítuna svo að þreytandi var fyrir eyrað áður en lauk. T.d. hin fræga aría, á hverju byggist hún fyrst og fremst? Á sjálfri aríunni - melodíunni. Hún á að svífa yfir neðri röddunum sem gefa henni fullan stuðning en ekki kæfa hana í of sterku spili. Þetta er sagt til athugunar til hins gáfaða ötula stjórnanda Jóns Stefánssonar, því hann hefir auðsjáanlega ekki áttað sig á því hvernig hljóðfæri hljóma í eyrum hlustenda í þessum mikla hljóm- burði. Þegar hann hefur gert það, verður spennandi að fylgjast með. En að öðru leyti spilaði kammersveitin vel eins og við mátti búast og Júlíana Elín Kjart- ansdóttir spilaði sólókaflana af prýði. Næst á efnisskránni var Exult- ate Jubilate eftir Mozart fyrir sópran og hljómsveit (þetta verk var upphaflega samið fyrir cast- rato rödd - geldingarödd, en það er önnur saga). Ólöf Kolbrún Harðardóttir fór með einsöngs- hlutverkið. Hún söng þetta gullfallega verk með glæsilegri tækni og innlifun, svo unun var á að hlýða. Eftir hlé var flutt Krýningar- messa eftir Mozart. Þetta verk var samið, eftir því sem fram kemur í æfisögu Mozarts eftir Al- fred Einstein, vegna áheits á styttu af Maríu mey, en styttan var krýnd árlega í Salzburg. Kór Langholtskirkju, einsöngvararn- ir Ölöf Kolbrún Harðardóttir, Sigríður Ella Magnúsdóttir, Garðar Cortes og Halldór Vil- helmsson, ásamt kammer- sveitinni, fluttu verkið undir ör- uggri stjórn Jóns Stefánssonar. Kórinn hljómaði vel og einsöng- vararnir stóðu sig með mestu prýði. Kammersveitin spilaði einnig prýðilega í Mozart og var gott jafnvægi milli hennar og kórsins og einsöngvara. R.S. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVIL.JINN' Laugardagur 27. október 1984

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.