Þjóðviljinn - 27.10.1984, Page 11

Þjóðviljinn - 27.10.1984, Page 11
DÆG Stevie undur skemmtir sér Sú hljómlist er Stevie Wonder samdi fyrir kvikmynd Genes Wilder, Rauðklæddu konuna, getur tæpast staöiö sem sóló- verk á skífu þessa snillings, og því ekki jafnmikill fengur og vænta mætti frá honum einum og óháðum. Þó er það aldrei svo vont aö eiginlegur Ijúfleíki Stevi- es fái sín ekki notið, s.s. í Ég rétt hringdi, til þess að segja þér að ég elska þig, góður ryþmi í Keyrð’ ekki drukkinn, sem og í þeim ágætu lögum Ast létt (Ijós?) í flugi (Love light in flight) og fíauðklædda konan. Það er gott að fá eitthvað að heyra með þessum músíkalska manni í millitíð sólóplatna hans og hér leikur hann sér að tromm- um og hljóðgerflum, og virðist skemmta sér vel. Til liðs við sig hefur hann fengið gömlu kemp- una Dionne Warwick, sem syng- ur með honum tvo dúetta, og eitt lag raular hún einsömul, ansi værðarlegt, Stundir eru stundir. Dúettarnir eru af rólegra taginu, „Pað ertþú, sem ert minn engill úr hœstu hœðum“, og „Allir hafa einhvern veikleika; stúlka, ég er veikurfyrir þér“. Eitt lag er radd- laust (instrúmental) og jafnframt eina lagið sem Stevie Wonder semur ekki. $ Stevie Wonder var ungur aö árum þegar hann byrjaði frægðarferil sinn sem Little Stevle. Myndin hér til hliðar er hinsvegar úr Evrópu- hljómleikaferðalagi hans í sumar, tekin í Birmingham í Englandi. ____JSOUL LITTLE STEVIE Goðsögn ó úrvalsplötu Robert Nesta (Bob) Marley á sér án efa marga dygga aðdá- endur hér á landi, og þótt sjálfur sé hann horfinn, á vit guðs síns, verður hans æ minnst sem eins helsta brautryðjanda reggítón- listar. Út er komið samansafn bestu laga Bobs og hljómsveitarinnar Wailers, 14 talsins, og ættu að ylja sumum um hjartarætur. Leg- end, eða Goðsögn, kallast safn- platan og finnast þar m.a. lögin Is this love, No woman no cry, Buff- alo soldier, Get up stand up, One love/People get ready, I shot the sheriff, Waiting in vain og Jamm- ing. $ Innaná albúminu um Legend er að finna æviágrip um Bob Marley og m.a. mynda er þessi hér fyrir neðan. Bob Marley er í miðið. LEGEND Frida ráðvillt Abbalaus Hin 39 ára uppgangskýr (sjá orðabók um slangur), Anni-Frid (Frida) Lyngstad, önnur söng- sponsan úr hinum fyrrum fræga Abba kvartett, gaf út þriðju sóló- plötu sína, aðra sem sungin er á ensku, í haust. Sú kallast Skin (Shine), inniheldur tíu lög, og stjórnar Steve Lillywhite upp- tökum, en hann hefur m.a. pró- dúserað fyrir Peter Gabriel, Da- vid Bowie, Talking Heads og Joan Armatrading. Það hlýtur ailtaf að vera erfitt fyrir meðlimi vinsællar hljóm- sveitar, að standa alltíeinu uppi einir sér, án þess bákns sem grúppunafn getur oft verið og var í tilviki ABBA. Og þegar hlutur (Frida) er rifinn úr samhengi sínu (ABBA) missir hann oftast gildi sitt. Lögin flest verða að teljast vel útsett, og handbrögð stundum með ágætum, en á einhvern hátt sameinast rödd Fridu aldrei virki- lega lögunum í þessum búningi, sem eru flest í yfirhleðslustfl, á dans- og diskónýbylgju, og verða ekki skilgreind nánar en með að segja þau of innrætt og skorðuð, svo að stemmningu sérhverja er erfitt að finna. Ég aum þarf svo að gefa fínlega í skyn, að þau lög sem hvað mest minna á gömlu ABBA-lummurnar koma út best á þessari plötu. Hitt er svo annað, að hin léttfiðraða textasmíð, ein- kennandi af spekinni ha?, segir hvorki mikið né margt um kon- una Fridu. Kántrý-popp stjarnan Kenny Rogers hefur verio álíka iðinn við að afla sér vinsælda og íslands eini J<úreki"Hallbjörn, en verður að láta í minni pokann fyrir hinum síðarnefnda hvað varðar umtal. Kenny nýtur æ meiri vinsælda vestanhafs sem söng- og laga- smiður, og þá sérlega hjá mið- aldra kvenfólki, þar sem á hinn bóginn Skagstrendingurinn er hér á landi hafður í hávegum meðal karla. Kenny Rogers (f. ’41) söng hér á árum áður í söngflokki sem kallaði sig New Christy Min- strels. Þó nokkrir úr röðum flokksins urðu seinna töluvert áberandi í fólk-rokk tónlist, s.s. einsog Barry McGuire, Kim (Betty Ðavis Eyes) Carnes og Gene Clark (Byrds). Kenny stofnaði sína eigin hljómsveit, First Edition, er hann hætti í kórnum, (samanstóð hún af félögum úr honum), og sló í gegn með lagi MelsTillis, „Ruby, don’t taka your love to town“. Þessi nýja plata Kennys, „Hvað um mig?“ (What about me?, þar sem vinkona hans Kim Carnes tekur með honum og James Ingram titillagið), er gædd þeirri náttúru að verða sífelit þægilegri áheyrnar við hverja hlustun. Hún rúmar tíu lög (eitt eftir Dolly Parton) sem hæfa vel þeirri ímynd sem Kenny vill gefa af sér; létt rómantískur sjarmör, með traustvekjandi hjarta á sín- um stað. 2 Kenny poppar enn og vel og vandlega Áheyri- legt breik Ein ágæt breik-skífa barst okk- ur, á meðan prentarar stóðu í ströngu, og inniheldur m.a. aðal- lag úr myndinni Beat Street, sem sýnd var ekki alls fyrir löngu í Háskólabíói. Það lag er í rabb stíl, og fjallar um rétt- og ranglæti göt- unnar, um dauða einnar aðal- sögupersónu myndarinnar, og um gildi breikdansins sem tjá- miðils fátækra, sem flestir eru blakkir í Ameríku. Alls eru lögin sex á plötunni og eitt gamalkunnugt í nýjum bún- ingi, Dancing in the street. Það lag samdi Marvin heitinn Gaye í félagi við William Stevenson á Motown-árum sínum og Martha and the Vandellas gerðu frægt fyrir tuttugu árum. 9 Vandað til að vanda Þá á eftir að geta þess að hinn heimsþekkti poppari Reginald Kenneth Dwight sendi frá sér tí- undu eða tuttugustu sólóplötu sína fyrir skemmstu. Að vonum er drengurinn vandvirkur, þekkt- ur fyrir að spila eðalpopp, hefur heldur engan aukvisa í hljóðveri þar sem Chris Tomas situr við stjórn. Sá stjórnar m.a. upp- tökum fyrir Pretenders og hefur unnið með einhverjum athyglis- verðustu tónlistarmönnum og grúppum áttunda áratugarins, s.s. Procol Harum, John Cale, Pink Floyd, Roxy Music, Badfing- er, Sex Pistols, Pete Towns- hend, Tom Robinson ofl. ofl.. En um poppstjörnuna Regin- ald, sem sumir þekkja kannski betur undir nafninu Elton John, er það að segja, að hann hefur hér látið frá sér fara vandaða skífu, sem þegar á tvö vinsæl lög að baki, Sad songs og Passenger. Melódíur aðrar eru góðar, allar samdar af honum og eru í þessum Elton John anda sem margur kannast við. Bernie Taupin semur texta. Hér er ekki stuðst við gerfi- hljóð úr hljóðgerfli, engin of- hleðsla, bara raddir, bassi, gítar, píanó og trommur. Ekkert plat. 9 Reginald (Rússlandi í maí árið 1979, en þar hólt hann víða hljómleika með ásláttarmeistaranum Ray Cooper. Kenny Rogers (lengst til hægri) með söngfólkinu James Ingram og Kim Cames. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.