Þjóðviljinn - 27.10.1984, Síða 16
Aðalsími: 81333. Ifvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663.
Laugardagur 27. október 1984 209. tölublað 49. órgangur
UðDVmiNN
Kerfið
MÓTMÆLASETA
Anna Kristjánsdóttir og Árnl Júliusson á skrifstofu ríkissaksóknara.
mynd-eik
Nokkrir einstaklingar
hafa sest að á skrifstofu
ríkissaksóknara og munu
ekki hverfa þaðan nema
tilneyddir.
Við viljum leggja áherslu á að
málum okkar verði flýtt í
kerfinu þar sem þau hafa legið
órannsökuð hingað og þangað.'
Okkur er brýnt að mál okkar
komist á viðunandi rekspöl,
sögðu einstaklingar sem í gær
tóku sér stöðu á skrifstofu rflus-
saksóknara við Hverfisgötu. Þau
ætiuðu ekki að fara þaðan sjálf-
vfljug fyrr en eftir helgi, og ætla
með dvöl sinni að mótmæla
hversu linlega réttarkerfið hefur
tekið á málum þeirra.
Anna Kristjánsdóttir, Ámi Jú-
líusson og hjónin Ómar Kristins-
son og Emma Blómsterberg af-
hentu ríkissaksóknara skjal þar
sem þau lýstu „þá aðila sem
stjórna réttarfari á íslandi ábyrga
fyrir fjárhagslegri og félagslegri
stöðu þeirra nú. í skjalinu segir
ennfremur: Viðu undirrituð höf-
um ákveðið að taka okkur sæti á
skrifstofu ríkissaksóknara og
víkja ekki þaðan fyrr en mál okk-
ar sem liggja órannsökuð hingað
og þangað í „kerfinu“ - hafa
komist á viðunandi rekspöl“. jp
1
Þjóðviljinn
Ný myndasaga
r
Ídag hefur göngu sína ný
myndasaga í Sunnudagsblaði
Þjóðviljans sem ber heitið Ferðin
til Vínlands. Segir þar frá strákn-
um Snorra sem fer til Vínlands
með Leifi heppna og lendir þar í
ýmsum raunum.
Höfundur myndasögunnar er
Kristján J. Guðnason mynd-
listarmaður og sagði hann í sam-
tali við Þjóðviljann í gær að Ferð-
in til Vínlands væri sjálfstætt verk
en við gerð þess hefði hann byggt
á Grænlendingasögu. Kvaðst
hann búast við að sagan yrði í um
20-30 þáttum og munu þeir birt-
ast í Sunnudagsblaðinu framveg-
is.
Kristján nam við Handíða- og
myndlistarskólann á árunum
1961-1964 en hóf að því búnu
nám við Listiðnskólanna í Osló.
Hann hefur haldið nokkrar einka
sýningar og tekið þátt í haustsýn-
ingum FÍM nokkrum sinnum.
Þjóðviljinn býður Kristján vel-
kominní hóp starfsmanna blaðs-
ins. -v.
Öryggislykill
sparifiáreigenda
• •
Oryggislykill 1: Besta ávöxtun bankans.
Nú 26,75% ársávöxtun.
Kaskó-reikningurinn hefur þrjú vaxtatímabil á ári:
1. janúar til 30. apríl, 1. maí til 31. ágúst og
1. september til 31. desember.
Sé Kaskó-reikningurinn án úttektar heilt vaxtatímabil,
reiknast uppbót á vaxtainneign, sem samsvarar bestu ávöxtun
sparifjár hjá bankanum á því tímabili.
Ef lagt er inn á Kaskó-reikning eftir að vaxtatímabil er
hafið og reikningurinn er síðan án úttektar næsta tímabil á
eftir, reiknast vaxtauppbót allan spamaðartímann.
• •
Oryggislykill 2: Vörn gegn verðbólgu.
Samanburður á kiörum verðtryggðra og
óverðtryggðra reikninga er framkvæmdur mánaðarlega.
Ef verðbólga eykst og verðtryggðir reikningar gefa bestu
ávöxtun, þá fær Kaskó-reikningurinn sjálfkrafa þá ávöxtun.
Engin fyrirhöfn eða flumingar á milli reikningsforma.
• • ______________
Oryggislykill 3: Engin binding.
Innstæða Kaskó-reiknings er alltaf laus til útborgunar
án uppsagnar á reikningi. Ef tekið er út á vaxtatímabili fellur
vaxtauppbót niður það tímabil en innstæðan heldur
sparisjóðsvöxtum eftir sem áður. Kaskó-reikning má stofna
og leggja inn á hvenær sem er.
ip
U6RZLUNRRBRNKINN
-vúwcci með p&i (
Bankastræti 5 Húsi verslunarinnar, nýja miðbænum Umferðarmiðstöðinni v/Hringbraut Laugavegi 172
Grensásvegi 13 Arnarbakka 2 Varnsnesvegi 14, Keflavík Þverholti, Mosfellssveit