Þjóðviljinn - 31.10.1984, Page 7

Þjóðviljinn - 31.10.1984, Page 7
Hér er Anna Frank ásamt Pétri (Kristjáni Franklín Magnús). Musterisvígsluhátíðin. F.v. Gísli Halldórsson, Valgerður Dan, Guðrún Kristmannsdóttir, Ragnheiður Tryggvadóttir, Sigurður Karlsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Jón Sigurbjörnsson og Kristján Franklín Magnús. Anna (Guðrún Kristmannsdóttir) ásamt móður sinni og systur (Valgerði Dan og Ragnheiði Tryggvadóttur). Dagbók Önnu Frank Lokaæfingar standa nú yfir á leikritinu Dagbók Önnu Frank eftir Frances Goodrich og Al- bert Hackett hjá Leikfélagi Reykjavíkurog verðurfrum- sýning auglýst þeaar að loknu verkfalli. DagbókOnnu Frank var áður sýnd í Þjóðleikhúsinu árið 1957 við miklar og góðar undirtektir sýningargesta og sérstaklega er þar í minnum höfð góð frammistaða Kristb- jargar Kjeld í titilhlutverkinu en þar sló hún fyrst í gegn á leiksviðinu. Nú leikur það sama hlutverk 16 ára gömul stúlka, Guðrún KristmannsdóttirfráSelfossi, en hún lék þetta sama hlut- verk fyrir tveimur árum með Leikfélagi Selfoss. Dagbók Önnu Frank er sann- sögulegt leikrit byggt á hinni frægu dagbók gyðingastúlkunnar Önnu Frank, sem dvaldist í felum ásamt foreldrum sínum, systur og fleira fólki í tvö ár á geymslulofti í Amsterdam vegna ofsókna nas- ista. Þetta er átakanlegur harm- leikur sem býr þó yfir fjölda skemmtilegra atvika. Pýðandi verksins er sr. Sveinn Víkingur, leikmynd og búninga gera þau Þórunn S. Þorgrímsdóttir og Grétar Reynisson en leikstjóri er Hallmar Sigurðsson. Við hittum að máli Hallmar leikstjóra og spurðum hann hvort einhverjar nýjungar væru á ferðinni að þessu sinni í uppfærslunni og sagði hann að hver einasta uppfærsla á hverju verki væri ávallt ný. Leikmyndin vekur sérstaka at- hygli en leiksviðið hallast fram á við. Við spurðum hverju það þjónaði. Hallmar sagði að það þjónaði fleiri en einum tilgangi. Hallinn legði áherslu á að fólkið leyndist uppi á geymslulofti og öll ógn stafaði að neðan, einnig auðveldaði það áhorfendum að sjá upp á senuna og gerði leika- rana meðvitaðri um staðsetningu og hreyfingar á sviðinu. Fleira mætti telja upp. Foreldra Onnu Frank leika Sigurður Karlsson og Valgerður Dan, Ragnheiður Tryggvadóttir leikur systurina, Jón Sigurbjörns- son leikur herra Daan, Margrét Helga Jóhannsdóttir leikur frú Daan og Kristján Franklín Magn- ús leikur Pétur, son Daan- hjónanna. Gísli Halldórsson leikur Jan Dussel, María Sigurð- ardóttir Niep og Jón Hjartarson Kraler. Þess skal getið að á liðnum árum hafa margsinnis komið upp kvittir um að dagbók Önnu Frank sé fölsuð en það hefur j afn- harðan verið hrakið fyrir dóm- stólum. Húsið sem fjölskyldan faldist í er nú safn í Amsterdám og þeir sem standa að því halda jafnframt uppi mannréttinda- hreyfingu sem m.a. hefur tekið upp málstað erlendra farand- verkamanna í Hollandi, Þýska- landi og víðar. -GFr „Þetta er ofsalega gaman“ „Ég var 13 ára þegar ég lék önnu Frank fyrst meö Leikfé- lagi Selfoss undir leikstjórn Stefáns Baldurssonar. Mamma var þá í stjórn leikfél- agsins og það vantaði stelpu í hlutverkið og ég vargripin. Svo núna hringdi Stefán í mig og spurði hvort ég væri tilbúin að leika þetta hlutverk aftur í Iðnó og ég féllst á það.“ ÞaðerGuðrún Kristmannsdóttirsem segir blaðamanni Þjóðviljans frá til- drögum þess að hún er nú á fjölum atvinnuleikhúss í aðal hlutverki. Guðrún er Ijóshærð með blá augu, snaggaraleg og hispurslaus. - Og hvernig finnst þér svo ad vera innan um alla þessa atvinnu- leikara? ' - Bara ofsalega gaman. - Fer ekki skólinn hjá þér út um þúfur? - Ekki get ég neitað því. Ég er utan skóla fram að áramótum. - Er ekkert erfitt að búa á Sel- fossi og stunda œfingar hér í Reykjavík? - Nei, nei, það er ekkert erfitt. - Hvað ertu gömul? - Ég er 16 ára og verð 17 ára 18. janúar. - Finnst þér leikritið hafa eitthvað að segja okkur í nútíman- um? - Já, það hefur alveg tilgang núna, það er ekkert verið að sýna okkur eitthvað ævagamalt og úr- elt. Þetta er átakanleg saga sem á erindi við okkur. - Ætlarður að leggja fyrir þig leiklist? - Guð, ekki spyrja mig að þessu. Ég veit ekki. Éger búinað vera með bakteríuna síðan ég var 13 ára gömul! - Hefurðu nokkuð leitað ráða hjá Kristbjörgu Kjeld sem sló í gegn í þessu hlutverki á sínum tíma? - Nei, en hún kom og sá sýninguna hjá okkur á Selfossi og ég held að henni hafi þótt allt í lagi með hana. Nú er ekki hægt að trufla hina ungu leikkonu meira því að hún gaf sér aðeins smástund með okk- ur í smáhléi á æfingu en það sem við sjáum til hennar á æfingunni á eftir sýnir að hér er stórefnileg manneskja á ferðinni. -GFr

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.