Þjóðviljinn - 03.11.1984, Side 2

Þjóðviljinn - 03.11.1984, Side 2
FRETTIR Slys Bótakerfiö flókið Maðursem missirfót ofan ökkla geturfengið á annað hundrað þúsundfrá Tryggingastofnun, og miskahœt- ur efslysið er afannarra völdum En verða slys metin til fjár? r hægt aS bæta manni einsog Brynjar Valdimarsson. Mynd: eik. tjón sem hann verður fyrir við slys? Varla. Einsog sagt var frá í Þjóðviijanum í gær missti Brynj- ar, 16 ára, fót í vinnuslysi fyrir um mánuði. En Brynjar á von á nokkrum fjárbótum, frá Trygg- ingastofnun ríkisins og sennilega einnig frá tryggingafélagi at- vinnurekanda síns. Tryggingastofnun bætir vinn- uslys, umferðarslys, íþróttaslys og slys á heimilum, sé tryggt vegna þeirra á skattframtali. Borgaðir eru dagpeningar frá og með áttunda degi eftir slys, og ef örorka er frá 15 til 49 prósent er borguð ein heildargreiðsla. Sé ör- orka af völdum slyssins 50% eða meiri er greitt á mánuði hverjum. Þegar borguð er heildar- greiðsla er farið eftir örorkustigi aldri og vinnutekjum fyrir slys. Dæmi, gefin hjá Tryggingastofn- un: Maður fæddur 1958,15% ör- yrki - rúmlega 100 þúsund; mað- ur fæddur 1936,30% öryrki - um 160 þúsund. Læknar Tryggingastofnunar- innar meta örorkustig. Bjöm Önundarson tryggingayfirlæknir sagði það snúin mál og margt að taka tillit til. Þegar menn missa útlim eða af útlimi verður til dæmis að spurja: Hvernig er stúf- urinn? Hvemig virkar gervilim- urinn? Hver eru sálræn áhrif? Erfiðast af öllu væri að meta þá einstaklinga sem verða fyrir áverka á miðtaugakerfi. Læknarnir styðjast við ýmsar álitsgerðir og töflur í þessu starfi, norrænar, kanadískar og svo framvegis. Dæmi sem sýna pró- sentur í grófum dráttum og verð- ur að taka með fyrirvara: Fótur af um lærbein - minnst 55% örorka, fótur af um miðjan legg - til dæm- is 35%, litlifingur allur - 7-8%, þumall allur - alltað 25%. Að auki geta svo komið miska- bætur frá atvinnurekanda eða slysavaldi afar misjafnar eftir að- stæðum. BótalÆrfið er flókið, tilvikin mörg. En fullbættur verður skaðinn aldrei. - m Skák Pingmenn Opinber mál útilokuð Þinghelgi verndar Ellert í útvarpsmálinu nema þingdeild ákveði annað Málum vegna ölvunar við akstur lýkur yfirleitt með dómssátt Fríðhelgi þingmanna kemur í veg fyrír að opinber mál séu höfðuð gegn alþingismanni með- an þing stendur yfir eða hann hnepptur í gæsluvarðhald nema þingmaðurinn sé staðinn að gæp, en samkvæmt skilgreiningu lafs Jóhannessonar er glæpur meiriháttar refsivert ásetnings- brot. í 49. grein stjórnarskrár þarsem fjallað er um þessi efni er þó gert ráð fyrir að þingdeild þingmannsins geti leyft gæslu- varðhald eða opinbera ákæru. Nokkuð hefur verið rætt um þessa friðhelgi þingmanna í kjölf- ar útvarpssendinga Ellerts Schram og þeirrar fréttar dag- blaðs í Reykjavík að alþingis- maður hafi lent í umferðaróhappi ölvaður undir stýri. Þjóðviljinn ræddi þessi mál við tvo lögfræð- inga og telja þeir Ellert friðhelg- an fýrir opinberu máli á hendur sér nema þingdeild hans ákveði annað. Málum vegna ölvunar við akst- ur lýkur yfirleitt með dómssátt þarsem ökumaður fellst á á- kveðna refsingu. Opinber mál eru ekki höfðuð í slíkum tilvikum nema brotið sé alvarlegt, brotið sé ítrekað eða ökumaðurinn hafi valdið slysi á fólki til dæmis. Lög- fræðingamir segja friðhelgi þing- manns koma í veg fyrir að hann lendi í slíku máli, en friðhelgin hindrar auðvitað ekki að dóms- sátt sé gerð. Alþingi mun aldrei hafa gefið leyfi til að höfða opinbert mál gegn þingmanni eða hneppa þingmann í gæsluvarðhald. Auk þessarar friðhelgi njóta þingmenn víðtæks málfrelsis og verður ekki höfðað meiðyrðamál gegn þingmanni fyrir ummæli á þingi nema þingdeild samþykki. f lagaskýringum Ólafs Jóhannes- sonar, Stjórnskipun íslands,segir að aðeins fimm sinnum hafi verið sótt um málshöfðunarleyfi til al- þingis, og aðeins einu sinni verið veitt. -m Enn eitt jafh- teflið í gær endaði skák þeirra höfð- ingja, Karpovs og Kasparovs, með jafntefli sem og síðustu ellefu skákir þeirra félaganna. Heimild- ir okkar í Moskvu segja að áskor- andinn sé að reyna að þreyta þann gamla (Karpov), en virðist ekki hafa árangur sem erfiði. í skákinni sem hér fer á eftir má glögglega sjá að Kasparov tekur frumkvæðið í byrjun, en engu að síður varðist Karpov vel. Að mínu mati er þessi skák sem hér fer á eftir, nokkuð skemmtileg af svo stuttri jafhteflisskák að vera. Karpov sem hafði hvítt tefldi drottningarbragð, og tefldist skákin framan af eins og sú 19. en í 7. leik, lék Kasparov mjög óvenjulegan leik, Rc6. í 19. skák- inni fékk hann verri stöðu eftir 7. leik sinn. Nú, eins og áður sagði þá sömdu þeir uppá jafntefli og nú kemur hún leik fyrir leik: 1. Rf3/ d5, 2. d4/Rf6, 3. c4/ e6, 4. Rc3/ Be7, 5. Bg5/h6, 6. Bxf6/Bxf6, 7. Dd2/dxc4, 8. e4/c5, 9. d5/exd5, 10. e5/Bg5, 11. Dxd5/Rc6, 12. Bxc4/0-0, 13. 0-0/Dxd5, 14. Bxd5/Rb4, 15. Rxg5/Rxd5, 16. Rxd5/hxg5,17. f4/gxf4,18. Hxf4/ Hd8, 19. Rc7/Hb8, 20. Ha-fl/ Hd7, 21. Rb5/He7, 22. Rxa7/ Bd7, 23. a4/Ha8, 24. Rb5/Bxb5, 25. axb5/Ha5,26. b6/Hb5,27. b4/ cxb4,28. Hbl/b3,29. Hf3/b2,30. Hf2/Hexe5, 31. Hfxb2/jafntefli. LJ/SÓ ÍSAL Hætta á öndunarfærasjúkdómum Rykmengun yfir hœttumörkum í álverinu. ísal segir mœlingar ekki marktœkar Samverkandi mengunaráhrif flúórvetnis, ryks og brenni- steinsdíoxíðs voru að meðaltali rúmlega 100% yfir hættumörk- um í mælingum sem Vinnueftirlit rfkisins gerði á starfsumhverfi starfsmanna álversins í Straums- vík í fyrra í samvinnu við stjórn fyrirtækisins. Rykmengun var að meðaitali 52% yfir hættumörk- um og segir í niðurstöðum skýrsl- unnar að mengun í andrúmslofti kerskála sé það mikii að hún skapi hættu á öndunarfærasjúk- dómum. Níðurstöður mælinganna benda til þess að ekki hafi dregið úr ryk- og flúóríðmengun í ker- skálum frá fyrri mælingum, sem gerðar voru áður en hreinsibún- aður var tekinn í notkun með lok- un kerjanna 1982. Þvert á móti kemur fram marktæk aukning á flúóríði í þvagi starfsmanna frá því sem mældist fyrir lokun kerj- anna. Er hér um meiri ryk- og flúóríðmengun að ræða en gerist í sambærilegum norskum álverk- smiðjum, og telja höfundar skýrslunnar, þeir Pétur Reimars- son og Víðir Kristjánsson, að gera verði sem fyrst verulegar úr- bætur til þess að tryggja að lokun kerjanna skili þeim árangri fyrir starfsumhverfi sem unnt er að ná samkvæmt reynslu í öðrum verk- smiðjum. Svar stjórnenda Þjóðviljinn hefur lagt nokkrar fyrirspurnir um innihald skýrsl- unnar fyrir þá Ragnar Halldórs- son framkvæmdastjóra og Peter Ellenberger fulltrúa stjórnar ál- versins í Heilbrigðis- hollustu- og öryggisnefnd fyrirtækisins. 1 skrifiegu svari þeirra kemur fram að stjóm fyrirtækisins lét gera mælingar á mengun síðastliðið vor og voru niðurstöður þeirra þær að meðaltal mælinga sýndi svipaða rykmengun og reyndist vera haustið 1983. Engu að síður halda þeir því fram að niðurstöð- ur Vinnueftirlitsins séu ekki marktækar og að af þeim sé „ekki hægt að draga þá ályktun að ekki hafi dregið úr ryk- og flúóríð- mengun við lokun kerjanna.“ Telja þeir í svari sínu að „virkni hreinsibúnaðar hafi verið fullnægjandi til þessa“, en hins vegar hafi tími sá, sem þekjur eru ekki yfir kerjunum vegna þjón- ustu og áltöku, verið of langur, þannig að of mikið ryk hafi farið framhjá afsogsbúnaðinum. I skýrslu Vinnueftirlitsins kem- ur fram að beint línulegt sam- band hafi reynst vera á milli flúóríðmagns í þvagi og flúóríð- mengunar í andrúmslofti og hafi komið fram marktæk aukning á flúóríðmagni í þvagi frá því áður en kerjunum er lokað, og reyndust 10 af 111 sýnum vera yfir eðlilegu markgildi. Þeir Ragnar Halldórsson og Peter Ellenberger voru beðnir um álit á þessum niðurstöðum, og kemur fram í svari þeirra að þeir telji að aukning flúóríðs í þvagi starfsmanna stafi af öðrum orsökum en flúórmengun í starfs- umhverfi þeirra, þar sem ekki hafi komið fram marktæk með- altalsaukning á flúórmengun í lofti. Síðan bæta þeir við að „flú- órstyrkur í þvagi sé að jafnaði langt innan við markgildi.“ Engar mælingar í haust Af þessum svörum forsvars- manna ÍSAL má skilja að þeir virðast taka lítið mark á mæling- um Vinnueftirlitsins og túlkun þess á þeim. Þegar Þjóðviljinn bar það undir Víði Kristjánsson, deildarstjóra Vinnueftirlitsins, hvort hann teldi að þær ráðstaf- anir, sem hingað til hefðu verið gerðar, breyttu í einhverjum veigamiklum atriðum niðurstöð- um Vinnueftirlitsins frá því f fyrra, þá sagði hann að mengun í kerskálum væri að þeirra mati að mestu óbreytt og allt of mikil. í skriflegu svari þeirra Ragnars Halldórssonar og Peters Ellen- berger kemur fram að mengun- armælingar hafi verið gerðar f ál- verinu tvisvar á ári frá 1979. Þjóðviljinn hefur hins vegar fregnað að ákveðið hafi verið að gera engar mælingar á þessu hausti, þar sem engar þær breytingar hafi orðið á starfsum- hverfi er gefi tilefni til að ætla að breyting verði frá fyrri niðurstöð- ■ps. Munu starfsmenn álversins vera orðnir þreyttir á að taka þátt í síendurteknum mælingum án þess að nokkrar þær úrbætur séu gerðar sem skili árangri. ólg.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.