Þjóðviljinn - 03.11.1984, Síða 4
LEIÐARI
ISAL Óviðunandi samningur
Þegar Hjörleifur Guttormsson fyrrverandi iðn-
aðarráðherra hóf baráttuna fyrir því að Alusu-
isse auðhringurinn greiddi íslendingum hærra
verð fyrir raforku voru þeir margir sem andæfðu
því og töldu samninginn, sem þá var í gildi,
nægilega góðan.
Þegar Alþýðubandalagið sýndi svo fram á
svik fyrirtækisins í viðskiptunum við íslendinga,
hina frægu hækkun í hafi, þá vöruðu þessir
sömu menn við því að forsvarsmenn álhrings-
ins yrðu styggðir með slíkum og þvílíkum ásök-
unum. Út afþessu spunnust miklar og harðar
umræður á íslandi, og andstæðingar Alþýðu-
bandalagsins lögðu mörg orð og þung í garð
þess - sérílagi Hjörleifs Guttormssonar - fyrir
að hafa lagst svo harkalega gegn Alusuisse.
Það mátti nefnilega ekki styggja auðhringinn,
því það þurfti að fá nokkrar álverksmiðjur í við-
bót hingað norður á hjarann.
Nú er hins vegar komið í Ijós, að málflutningur
Alþýðubandalagsins í þessu máli átti fullan rétt
á sér. Niðurstöður þeirra viðræðna sem íslensk
stjórnvöld hafa átt í við fulltrúa auðhringsins fela
í sér fulla viðurkenningu á því að það var hárrétt
að krefjast endurskoðunar á samningnum.
Álfurstarnir hafa ennfremur viðurkennt sekt
sína hvað varðar hina frægu hækkun í hafi,
einsog sést á því að þeir hafa nú fallist á að
greiða eitt hundrað miljón íslenskra króna í sekt.
Þar með er fengin full réttlæting fyrir þeim mál-
flutningi sem fyrrverandi iðnaðarráðherra áttií
frumkvæði að gegn hinni alþjóðlegu auðsam-|
steypu og vakti verðskuldaða athygli víða um
lönd. Það er einnig vert að geta þess, að sá
málatilbúnaður var með þeim hætti, að ríkis-
stjórnir í fjarlægum heimsálfum hafa síðan haft
hann til fyrirmyndar í svipuðum deilum, sem
þær hafa háð um orkuverð til alþjóðlegra ál-
hringa.
Þessum áfanga ber því tvímælalaust að
fagna. Hins vegar er full ástæða til að vekja á
því ríka athygli að það uppkast sem liggur fyrir
að nvjum samningi er fráleitt viðunandi:
- I fyrsta lagi er orkuverðið sem gert er ráð
fyrir alls ekki nógu hátt. Það er enn töluvert undir
kostnaðarverði á framleiddu rafmagni í virkjun-
arkefi Landsvirkjunar í dag. í þessu sambandi
er einnig vert að benda á, að fyrir skömmu náðu
Grikkir og Ghanamenn fram orkuverði, sem er
mun hagstæðara en í þeim samningi sem ís-
lendingum er nú boðinn. Jafnframt yrði orku-
verðið til ísal enn töluvert minna en orkuverðið
sem Alusuisse þarf að greiða annars staðar.
- í öðru lagi eru ákvæði samningsins um
endurskoðun mjög óljós, og samkvæmt þeim
mun tæpast hægt að hækka orkuverðið á nvjan
leik fyrr en að liðnum hálfum áratug. Áhrif
breytinga á gengi og verðbólgu eru ennfremur
mjög vanmetin í samningnum, sem getur
auðveldlega leitt til þess að í framtíðinni verði
hann talsvert óhagstæðari en hann er nú.
Þessi atriði og ýmis fleiri í ákvæðum hins nýja
samnings gera það að verkum að hann er ein-
faldlega ekki aðgengilegur fyrir íslendinga. Á
það skal sérstaklega bent að Alusuisse mun
samkvæmt samningsuppkastinu sleppa við að
hlíta úrskurði gerðardóms í hinum gömlu
deilumálum fyrri ára. íslendingar kröfðust þess
að fyrirtækið greiddi þrjú hundruð miljónir í sekt
vegna þeirra svika sem fólust í hækkun í hafi, en
fær að sleppa með 100 miljónir. Þetta er þeim
mun alvarlegra, þegar þess er gætt að nýjar
upplýsingar fyrir síðasta ár, 1983, sýna svo ekki
verður um deilt að Alusuisse heldur áfram fyrri
svikum.
Þessu getum við sem þjóð engan veginn
unað. Við getum ekki látið erlendum stórfyrir-
tækjum líðast að stela af okkur stórum upphæð-
um. Við megum ekki kikna í hnjánum gagnvart
erlendum auðhringum. Þetta er ekki einungis
spurning um fjármuni, heldur ekki síður um
sjálfsvirðingu okkar sem þjóðar.
Sfðasta næturvakt „Mörgæsahópsins"
sem eru kennarar úr Snælandsskóla. Þau
héldu hópinn í verkfallinu og stóðu reglu-
lega vaktir á kvöldin og nóttunni. Lásu í
upphafi brandarabók og sögðu síðan sömu
brandarana aftur og aftur. Stunduðu það
Ifka að kveðast á og sögðust finna fornu
húslestrarstemmninguna!
Þjóðviljinn hitti þau síðustu verkfallsnótt-
ina. Sátu þau í lítilli rútu í Sundahöfn og
drukku kaffi í lítravís. Kváðu þá þessa vísu:
Við skulum okkur gera gott.
Við skulum gleyma straffi.
Við skulum hella vatni í pott.
Við skulum drekka kaffi.
Á myndinni eru frá vinstri: Sólveig Pét-
ursdóttir, Haukur Viggósson, Agla Snorra-
dóttir, Snorri Jóelsson, Helgi Helgason,
Inga Karlsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir
og Elín Lýðsdóttir.
NðÐHUINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
o0 vertalýðshr vfingar
Utgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans.
Ritatjórar: Ámi Bergmann, Ossur Skarphóðinsson.
Ritstjómarfulltrúi: Oskar Guðmundsson.
Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson.
Blaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, Ásdís Þórtiallsdóttir, Guðjón Friðriksson,
Jóna Pálsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Ámason,
Ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir).
Ljósmyndir: Atli Arason, Einar Kartsson.
Utllt og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson.
HendrKa* og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
I_____________________________________________________
4 SÍOA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 3. nóvember 1984
Framkvœmdastjórl: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrlfstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Auglýalngaatjóri: Ragnheiður Óladóttir.
Auglýsingar: Anna Guöjónsdóttir, Margrót Guðmundsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Símavarala: Ásdís Kristinsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húamœður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnflörð.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Bjömsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Ðlaðaprent hf.
Verð I lausasölu: 22 kr.
Sunnudagsverð: 25 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 275 kr.