Þjóðviljinn - 03.11.1984, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 03.11.1984, Qupperneq 6
ÞJOÐMAL Húsbyggjendur Þeim húsbyggjendum, sem þurfa á rafmagnsheim- taug að halda í hús sín í haust eða vetur, er vinsam- legast bent á að leggja inn umsókn um hana sem allra fyrst til þess að unnt sé að leggja heimtaugina áður en frost er komið í jörðu. Gætið þess að jarðvegur sé kominn í sem næst rétta hæð, þar sem heimtaug verður lögð, og að uppgröftur úr húsgrunni, byggingarefni eða annað hindri ekki lagningu hennar. Heimtaugar verða ekki lagðar, ef f rost er komið í jörðu, nema gegn greiðslu þess aukakostnaðar sem af því hlýst. Nánari upplýsingar eru gefnar á heimtaugaafgreiðslu Rafmagnsveitunnar, Suðurlandsbraut 34, í síma 686222. RAFMAGNSVEITA REYKJAVIKUR Arkitekt Viljum ráða arkitekt til starfa. Umsækjendur skulu skila skriflegum umsóknum, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, til skrifstofu embættisins fyrir 9. nóv. ’84. Húsameistari ríkisins Borgartún 7-105 Reyfcjavík - aími 27177 Tilkynning til díselbifreiðaeigenda Þeir díselbifreiðaeigendur sem ekki létu lesa af öku- mæli bifreiða sinna fyrir 4. október s.l. vegna inn- heimtu þungaskatts fyrir 2. ársþriðjung 1984 er hér meö gefinn fresturtil að láta lesa af ökumælunum fyrir 9. nóvember n.k. Fjármálaráðuneytið. Atvinna - fóstra Fóstru vantar að leikskólanum Undralandi, Hvera- gerði. Allar upplýsingar um starfið veitir forstöðukona í síma 99-4234 eða undirritaður í síma 99-4150. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf send- ist undirrituðum fyrir 12. nóv. n.k. Sveitarstjóri Söngfólk Hefur þú gaman af að syngja í kór? Getum bætt við í allar raddir. Engin raddprófun. Allt áhugafólk velkomið. Upplýsingar hjá söngstjóra í síma 30807 og Ólafi Sveinssyni í síma 31274. Samkór Trésmiðafélags Reykjavíkur Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Staða deildarsjúkraþjálfara við F.S.A. er laus til um- sóknar. Umsóknir, er greini menntun og fyrri störf, sendist framkvæmdastjóra F.S.A. fyrir 1. des. n.k. Upplýsingar um starfið veitir yfirsjúkraþjálfari F.S.A. í síma 96-22100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Faðir okkar, tengdafaðir og bróðir, Magnús Guðjónsson Hringbraut 60 Hafnarfirði, lést á Landspítalanum 9. október. Útförin fór fram í Fríkirkjunni í Hafnarfirði 17. október. Þökkum öllum þeim er heiðruðu minningu hans og vottuðu okkur samúð. Bjarni Magnússon Sigrún Steingrímsdóttir Andrés Magnússon Guðrún B. Torfadóttir Sverrir Þ. Magnússon Helen M. Róberts Inga og Anna Guðjónsdætur. Svavar Gestsson, alþingismaður Kauprániö er ekki náttúmlögmál heldur stefna ríkisstjómarínnar Eftir að kjarasamningar Bandalags starfsmanna ríkis og bæja voru undirritaðir hafa ráð- herrar lýst því yfir að verðbólgan muni margfaldast vegna kjara- samninganna. Þeir vilja láta líta svo út að það sé óhjákvæmilegt náttúrulögmál að árangur kjara- samninga verði tekinn aftur og ríkisstjómin ráði í rauninni ekki við neitt. Staðreyndin er önnur: Rfkis- stjórnin getur tryggt kaupmátt- inn ef hún vill. En það er stefna hennar að lækka kaupið. Það er kjarni málsins. Ríkisstjómin ætlar að láta gengisfellingu éta upp kaup- hækkanirnar og verðbólguskriðu skella yfir á næstu vikum þannig að árangur kjarasamninganna hverfi sem fyrst. Ríkisstjórnin stefnir að því að halda kaupmættinum niðri á því stigi sem hann komst neðst á síðasta ársfjórðungi 1983. En hvaða rök eru fyrir því að kaupmátturinn verði hærri en þá og að unnt sé að haida þeim kaupmætti sem kjarasamning- arnir segja til um? IÞjóðarframleiðsla varð meiri ■ á þessu ári en gert var ráð fyrir þegar febrúarsamningarnir vom gerðir en þeir miðuðu við að stöðva kaupmáttarhmnið við síð- asta ársfjórðung 1983. Þessi aukna þjóðarframleiðsla á auðvitað að birtast í auknum kaupmætti. HÞjóðarframleiðsla á að ■ aukast að verðmætum á næsta ári samkvæmt spám Þjóð- hagsstofnunar. Þessi aukning á einnig að koma launafólki til góða í auknum kaupmætti. mHundruð fyrirtækja búa ■ nú við betri afkomu en nokkm sinni fyrr. Hér er einkum um að ræða fyrirtæki í verslun og þjónustu en hjá þeim starfar vemlegur hluti íslenskra launa- manna. Þessi fyrirtæki þola því kauphækkun án þess að velta henni út í verðlagið og fjöldi þeirra hefur þegar hækkað kaup langt umfram kauptaxtabreyting- ar með’þeim yfirborgunum sem. hafa færst í vöxt að undanförnu og ríkisstjómin sjálf hefur viður- kennt að nokkm í kjarasamning- um opinberra starfsmanna. Fyrirtiekin geta borið ■ hærra kaup með því að lækka tilkostnað sinn. Tökum sjávarútveginn, fiskvinnsluna sem dæmi: 1. Það er viðurkennt að vextir eru hærri hér á landi en nokk- urs staðar, þeir hæstu í heimi. Með því að lækka þessa vexti til dæmis um 3% í afkomu frystingarinnar má skapa svig- rúm fyrir 13 - 15% launa- hækkun eða bæta afkomu við- komandi fyrirtækja sem þessu nemur. í stað þess að lækka vexti hefur núverandi ríkis- stjórn hækkað vextina og þannig gert þessum fyrirtækj- um örðugra en áður að koma til móts við launafólkið. Það er stefna hennar að dekra við fjármagnið á kostnað launa- manna. 2. Það er almennt viðurkennt að fragtir útflutningsframleiðsl- unnar séu þær hæstu sem um getur. Enda sést það á stöðugri þenslu og endurnýjun farskip- aflotans á sama tíma og fiski- skipaflotinn er látinn drabbast niður. Skipafélögin græddu um 300 miljónir króna á sl. ári þegar búið var að afskrifa og fela alla þá fjármuni sem hugs- anlegt var að koma fyrir í bók- haldi fyrirtækjanna. Þessi gróði er greiddur af útflutn- ingsframleiðslunni og af neytendum. Það er því unnt að lækka farmgjöld og þannig að skapa svigrúm fyrir auknar launagreiðslur. Lækkun farm- gjalda um 1% í afkomu fryst- ingarinnar skapar möguleika fyrir nærri 5% launahækkun. Hér hafa aðeins verið nefnd tvö dæmi um möguleika til þess að bæta stöðu sjávarútvegsins til þess að koma til móts við launa- hækkanir. Aðeins þau atriði sem nefnd hafa verið sýna ótvírætt að það er unnt að varðveita árangur kaupsamninganna - ef stjórnvöld vilja. Vandinn er sá að þau eru á móti því að hækka kaupstigið í landinu. Stefna þeirra er kaupránsstefna. Þessi dæmi sýna að það er óþarfi og fráleitt að halda því fram að það sé óhjákvæmilegt náttúrulögmál að launin skerðist strax. Hitt er svo annað mál að árang- ur af kjarasamningum stendur misjafnlega lengi við og þannig hefur það alltaf verið. Eina leiðin til þess að halda uppi kaupmætti launa og betri lífskjörum er fólgin í pólitískum breytingum á þjóðfé- laginu þar sem verslunargróða er haldið niðri og þar sem leiðir samneyslunnar eru notaðar til kjarajöfnunar og fjármagn flutt frá milliliðum til framleiðslu og launafólks. Besta kauptryggingin eru því sterk verkalýðssamtök sem hafa pólitíska kjölfestu í öfl- ugum verkalýðsflokkum. Aðeins pólitískar breytingar geta skilað árangri til frambúðar. Dæmi um það eru félagslegar ráðstafanir síðustu ríkisstjómar sem núver- andi ríkisstjórn hefur enn ekki þorað að snerta við eins og til dæmis fæðingarorlofið, réttur verkafólks í veikindum og við vinnuslys og lögun um aðbúnaði hollustuhættu og öryggi á vinnu- stöðum. En til viðbótar þeim kjara- breytingum sem felast í beinum kauphækkunum og bent hefur verið á að unnt væri að halda með annarri stjórnarstefnu ber að hafa í huga þá möguleika sem aukin samneysla skapar launa- fólki, einkum þeim lægst- launuðu. Með því að leggja á ný á þá skatta sem fyrirtækin báru áður er unnt að hækka elli-ogör- orkulífeyri og afnema hægriskatt- ana sem þessi ríkisstjórn hefur lagt á, einsog sjúklingaskattinn illræmda. Með eðlilegri skatt- lagningu á fyrirtæki verslunar og þjónustu er einnig unnt að lækka skatta af almennum launatekjum verulega. Þessi grein er skrifuð til þess að sýna fram á að kjaraskerðing er ekki náttúrulögmál heldur pólit- ísk stefna. Það er kjami málsins. Þess vegna verður að koma ríkis- stjórninni frá. Það væri besta kjarabótin. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 3. nóvember 1984

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.