Þjóðviljinn - 03.11.1984, Qupperneq 7
"■v
Meiri fslendingur
en margur annar
Kuregej Alexandra listamaður fró Jakútsíu sem nú er með
sýningu í Norrœna húsinu segirfró fjölbreyttu lífshlaupi sínu
Á sýningunni í Norræna húsinu. Myndin til hægri er helguð móður Alexöndru en
hún dó þegar Kjuregej Alexandra var 16 ára. Ljósm.: Atli.
Jakútsía er stórt land í NA-
Síberíu, 30 sinnum stærraen
ísland. Þargeturkuldinnfarið
niður í 60 gráður á veturna og
hitinn upp í 40-50 gráður á
sumrin. Þarbúa Jakútar, forn
menningarþjóð. Og uppi á (s-
landi hefur um langt skeið
búið listakona sem er komin
alla leiðfráJakútsíu. Þaðer
hún Kjuregej Alexandra sem
kom hingað vorið 1966 og
hefur átt heima hér að mestu
leyti síðan. Kjuregej Alex-
andraerekkibeint
íslendingsleg í útliti en samt er
hún orðin mikill íslendingarog
talar íslensku ágætlega. Um
þessar mundir er hún með
sýningu á myndum sem unn-
ar eru í efni (application) í Nor-
ræna húsinu og svo mikill
áhugi er á sýningunni að við
opnunina komu á 5. hundrað
manns og þarvar bæði dans-
að og sungið. í stilltu og köldu
haustveðri sl. miðviku-
dagsmorgun fórum við og
heimsóttum hana og mann
hennar, GunnarGunnarsson
sálfræðing, á heimili þeirravið
Langholtsveg og spjölluðum
um líf hennar og feril yfir rjúk-
andi kaffi, brauði og vínar-
brauði.
- Myndir unnar í efni eins ogþú
ert að sýna núna eru ekki beint
algengar hér á landi, en er kann-
ski hefð fyrir þeim íþínu fæðing-
arlandi?
- Ekki get ég nú sagt það beint
en þar hefur þó verið stunduð
mikil handavinna í sambandi við
leður, skinn og þess háttar.
-Já, er þjóð þín ekki hirðingja-
þjóð?
Kunna að lifa
í landi sínu
- Jakútsía er gamalt hirðingja-
þjóðfélag. Við erum upprunnin í
Tyrklandi fyrir um 3000 árum og
tungumálið er af tyrkneskum
uppruna. Svo höfum við blandast
mikið öðrum þjóðum svo sem
Töturum og Mongólum og m.a.s.
í Kákasusfjöllum er þjóð sem
heitir Balkarar og er skyld okkur.
Það sýnir hvaða leið við höfum
farið á sínum tíma en Jakútar
settust að í Jakútsíu og reistu þar
sín bjálkahús en flökkuðu ekki
um eins og hirðingjar. Fólkið á
stórt land og eignir og stundar
hesta-, hreindýra- og nautgripa-
rækt.
- Hvernig er loftslagið?
- Sumrin eru mjög heit, hita-
stigið getur farið upp í 45-50 stig á
Celcius, en á haustin kemur
regntíminn með monsúmvindun-
um og síðan fer að snjóa. Mesta
Alexandra og Gunnar. Hún kennir
leikræna tjáningu á Kleppi og Vítils-
stöðum og hann er sálfræðingur og
hafa þau unnið töluvert saman.
Ljósm.: Atli.
frost sem mælst hefur í Jakútsíu
er 61 gráða. Mismunurinn á hit-
astigi getur þvx verið um eða yfir
100 gráður. En Jakútar kunna vel
að lifa í landi sínu. í>eir stunda
sína vinnu allan ársins hring og
skólahald fellur aldrei niður á
vetuma hvemig sem veðráttan
er.
Kanínur og
kaplamjólk
- Hver erfallegasti árstíminn?
- Það er æðislega fallegt í sept-
ember. Þá verður skógurinn allur
gulur. Fólk fer þá að veiða kanín-
ur og fára þá kannski 60-70
manns í hóp og helmingurinn fer
til þess að reka þær með miklum
látum en hinir bíða og skjóta þær
svo þegar þær koma hlaupandi.
Það er mikið fjör og gaman. Hver
maður kemur svo kannski með
20-30 kanínur á bakinu heim. Á
vetuma eru tunglskinsbjartar
nætur og þá er tunglið beint fyrir
ofan mann þannig að skuggarnir
verða mjög stuttir. Þá er farið á
skíði og ég var töluverð íþrótta-
kona á sínum tíma.
- Er ekki þjóðin mikil hesta-
þjóð?
- Hestar em ekki notaðir mjög
mikið til reiðar en því meira til
vinnu og þeir em étnir. Þjóðar-
drykkur Jakúta er kaplamjólk -
nefnd kúmis. Hún er kæld mjög
mikið niður og hellt bræddu
smjöri ofan í drykkinn sem verð-
ur að smákögglum. Kaplamjólk-
in er svo dmkkin úr trébikumm
t.d. á sumarhátíðum og þá er
mikið um að vera.
- Nú er landið risastórt. Hvað-
an ert þú?
- Ég er úr litlu þorpi sem heitir
Bjutedjek og er ekki langt frá
höfuðborginni Jakútsk. Þegar ég
var lítil bjuggu þar 3-400 manns
en nú em íbúamir orðnir um
1200. í þorpinu mínu er mikil
menning ríkjandi. Þar em skólar,
mikið tónlistarlíf og við höfum
okkar bókmenntir. Fólk hefur
gaman af því að yrkja og segja
sögur og þar er dansað og sungið.
Við Gunnar fómm í heimsókn
þangað ekki alls fyrir löngu og
þegar lokahóf var haldið fyrir
okkur komu allir þorpsbúar í
samkomuhúsið, nema kannski
þeir sjúklingar sem verst vom
haldnir, og einnig kom fólk úr
nágrannaþorpum og það var
dansað fyrir okkur og sungið.
Sjálf söng ég íslensk lög svo sem
Til em fræ og Gunnar sagði frá
íslandi en ég túlkaði. Eg hef
komið nokkmm sinnum í heim-
sókn eftir að ég fluttist að heiman
og fólk er alltaf jafn spennt að fá
okkur í heimsókn en jafnframt
undrandi að ég skuli geta það því
að það heldur að við eigum svo
bágt á íslandi. Það er alveg
sannfært um að það hafi það best
í heimi í Jakútsíu.
- Er iðnaður í landi þínu?
- Jakútsía er líklega ríkasta
land Síberíu því að þar er olía,
gull, silfur, salt og demantar í
stóram stíl þó að þessi efni fari nú
að vísu mest bakdyramegin úr
landi.
Grafík og galdrar
- Nú ert þú listakona. Er kann-
ski mikið um listamenn í þinni
œtt?
1
UMSJÓN: GUÐJÓN FRIÐRIKSSON
Laugsrdagur 3. nóvember 1984 ÞJÓOVILJINN - :