Þjóðviljinn - 03.11.1984, Side 8

Þjóðviljinn - 03.11.1984, Side 8
MENNING Meiri Isiendingur Framhald af bls. 7 , - Einn fjarskyldur ættingi minn var frægur listamaður á sviði graf- íklistar en hann dó ungur. Svo var ein fræg galdrakona í föðurætt minni á síðustu öld. Hún söng, dansaði og galdraði og læknaði þannig sjúka. Oft hefur verið sagt við mig: Þú hefur svo mikinn kraft. En æ ég veit það ekki. Þetta er bara hjátrú. - Hver eru trúarbrögð Jakúta? - Þeir trúa ekki beint á guð heldur góða og vonda anda og stokka og steina. í stað krossa uppi á veggjum eða annara slíkra trúartákna hafa þeir hauskúpur af hestum. Þetta eru líklega áhrif frá Mongólum því að þeir eru ofsalega miklir hestamenn. Sjálf á ég enga hestahauskúpu. Dauðsföll og sársauki - Hvað segirðu mér um nán- ustufjölskyldu þína? - Eg var yngst þriggja systkina og ég man ekki eftir föður mín- um. Hann fór í stríðið og var drepinn. Mamma beið eftir hon- um mjög lengi en svo kom fólk til baka sem hélt að hann hefði verið drepinn í Ukraínu. Hann var veiðimaður og kunni að fara með byssu og var því settur í fremstu víglínu en hann var ekki vanur að skjóta á fólk og auðvitað var þetta bara slátrun, hann kunni bara sitt móðurmál og var því al- gjörlega mállaus. í stríðinu voru bara eftir heima gamalmenni, sjúklingar, konur og börn. Mam- ma missti líka 2 bræður sína í stríðinu. Þessi reynsla markaði hana djúpu sári sem greri aldrei. - Púfjallar um hana í myndum þínum í Norræna húsinu. - Já, þar er eitt verk sem sýnir konu sem stendur við glugga. Það er helgað minningu hennar. Hún var ein sálarþjáning. Ég velti þessu ekki mikið fyrir mér þegar ég var lítil og hún talaði aldrei um pabba. En þetta olli henni örugg- lega miklum sársauka. Svo veiktist hún; lamaðist og missti málið - og dó þegar ég var 16 ára gömul. Ein myndin mín heitir Einsemd og hún er um hana og aðrar konur sem hafa misst allt nema tárin. - Hvað varð um ykkur systkinin þegar þið urðuð for- eldralaus? - Eldri systir mín var farin að heiman en ég og bróðir minn ól- umst upp í heimavistarskóla. Það var mjög góður skóli og ég er ávallt þakklátur honum og mínu heimalandi. Þar var mér kennt að vera vinnusöm - við vorum sí- puðandi og þrátt fyrir allt var ég mjög glaðlynt barn og söng mikið. Ég tók þátt í alls konar söng- og leikkeppnum og hlaut mín fyrstu verðlaun þegar ég var 11 ára gömul. Þau voru bækur og skólataska. Svo var ég foringi yfir 400 ungherjum. Leið mín lá svo í menntaskóla og þar hélt ég áfram á fullri ferð í námi, söng, leik og félagsstarfi. - Eru systkini þín nú búsett í Jakútsíu? - Já, bróðir minn er garðyrkju- maður og ræktar marga hektara af kartöflum. Hann á tvö bjálka- hús, svín og kýr. Eldri systir mín á yfir 100 hreindýr. Menn halda að slík einkaeign leyfist ekki í So- vétríkjunum en svona er það nú samt. - Og svo fórstu til Moskvu. Hvernig stóð á því? Kaplamjólk eða kúmis er þjóðardrykkur Jakúta. Hér er Kjuregej Alexandra með bikara og fleiri muni frá Jakútsíu og eru þeir allir unnir úr birkitré eða birkiberki með hníf. Fremst eru tvær grafíkmyndir eftir frænda hennar sem var þjóðfrægur listamaður. Ljósm.: Atli. - Fyrsta árið eftir menntaskóla vann ég í félagsstarfi með eldri ungherjum eða skátum en þá var auglýst um allt land keppni fyrir þá sem hefðu hug á að komast í leiklistarskóla. Hún fór fram í höfuðborginni Jakútsíu og ég á- kvað að reyna mig þó að ég væri hálfgert sveitabarn. Einn kennari minn ýtti á mig að fara út í þetta. í fýrsta hópnum sem keppti voru yfir 400 manns og átti að velja 6 úr. Mér til mikillar undrunar var ég ein af þeim sem valin voru. Svo fór fram meiri keppni og að lokum átti að velja 12 manna hóp sem skyldi sendast til Moskvu og enn komst ég í þann hóp. - Er ekki Moskva í órafjarlœgð frá Jakútsíu? - Við fórum fyrst með lítilli flugvél en svo með hraðlest mest- alla leiðina. Ferðalagið tók 5 sól- arhringa. Mér þótti mjög skrýtið að koma í svona stórborg og hafði eiginlega ekki gert mér neina hugmynd um hvernig lífið í henni færi fram. Okkur leið illa fyrsta árið og loftslagið átti ekki við okkur, höfðum mikla heimþrá. Við héldum hópinn, sungum jak- útsk lög og grétum saman. Ann- að árið var svo allt í lagi, þriðja árið var gaman, fjórða árið var svo gaman að við vildum alls ekki heim og að loknu fimmta árinu fórum við grátandi í burtu. Steinunn í austursal Kjarvalsstaða Sýning mín á verkum úr postulíni og steinleir verður opnuð í dag laugardag kl. 15.00, á vegum Kjarvals- staða. Sérstakar þakkir flyt ég þeim sem mættu en var vísað frá laugardaginn 27. okt. og vonast til að sjá þá aftur í dag eða við síðara tækifæri. Með kærri kveðju til verkfallsvarða B.S.R.B. Steinunn Marteinsdóttir. Moskva er mjög skemmtileg borg og Rússar gott og traust fólk við kynningu. - Og þarna komstu í tengsl við ísland. - Já, Magnús Jónsson, fyrri maðurinn minn, var þá við nám í Moskvu og ég kynntist honum þegar fyrsta veturinn. Mér þótti mjög gaman að hitta íslendinga en skildi auðvitað ekki eitt ein- asta orð sem þeir sögðu. Mér fannst þeir tala svo hratt að það var eins og lækurinn. Svo fór ég að Ieita að íslenskum bók- menntum á rússnesku og las mikið eftir Laxness og einnig fornsögurnar. Ég fór þannig smám saman að kynnast lslandi. - Hafðirðu heyrt þess getið í heimabyggð þinni? - Já, við lærðum lauslega hvar ísland var í landafræðinni en þó fyrst og fremst hvar Hekla var. Ég man að ísland var kallað Sól- areyjan í landafræðinni. Ekki veit ég hvemig á þeirri nafngift stendur. - Voru svo ekki mikil viðbrigði að flytjast til íslands? - Jú, óneitanlega og fyrst og fremst af því að ég var mállaus. Þar að auki var ég ólétt að öðm baminu okkar og kom hingað í ágúst, rétt undir haust. Þess vegna var ég enn viðkvæmari fyrir umskiptunum. - Það hefur tekið þig tíma að finna þig á íslandi? - Fyrstu 3 árin var ég mikið heima með bömin og var þá að læra íslensku og það var erfitt, ég var mjög lokuð heima. Þetta var erfitt hjá mér og Magnúsi. Það, hlýtur að vera erfitt að eiga út- lenda konu á íslandi. Svo bauð Brynja Bendiktsdóttir mér að leika í Hárinu og það var stór- kostleg upplifun. Leiklistin vakn- aði aftur upp í mér og ég fór fyrst að kynnast íslendingum að ein- 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN hverju ’ráði, sérstaklega ungu fólki og lifnaðarháttum þess. Eg var þá komin með 4 börn og það yngsta var 6 mánaða gamalt. Eftir Hárið fór ég að syngja opin- berlega víða um land, fyrst með Sigurði Rúnari Jónssyni og síðan með Gunnari H. Jónssyni gítar- leikara. Um tveggja ára skeið voram við svo búsett á Akureyri þar sem Magnús var leikhússtjóri og þar starfaði ég í leikhúsinu og hélt leiklistarnámskeið t.d. fyrir skáta og menntaskólanema. Ég var líka skemmtikraftur á alls konar samkomum þar fyrir norðan. - Og svo hefur höfuðborgin tekið við á nýjan leik? - Já, og þá rofnaði hjónaband- ið og ég varð ein með börnin en ekki þó alein því að vinir mínir hjálpuðu mér mikið og eftir ár kynntist ég Gunnari, núverandi manni mínum. Hann varð mér mikil hjálparhella og ýtti mér m.a. út í það að fara að vinna á spítala. Ég byrjaði á meðferðar- heimilinu á Vífilsstöðum en hef síðari árin verið fastráðin þar og á Kleppsspítala og kenni aðallega leikræna tjáningu. Þá hef ég hald- ið námskeið fyrir böm og ung- linga o.fl. og einnig gerði ég bún- inga fyrir leikritið Lúkas sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu. Flakk um Evrópu - Þið farið svo til Danmerkur? - Árið 1979 fóram við út til Danmerkur. Þar var ég fyrsta árið að læra dönsku en 1980 gekk ég í alþjóðlega tilraunaleikhúsið Bláa hestinn og við settum upp Draumana eftir Karen Blixen. Leikritið var framsýnt í Mflanó á Ítalíu en síðan flökícuðum við um alla Evrópu og ég fór líka á nám- skeið í Frakklandi og víðar. Þetta var stórkostlegt tímabil. - En hvað um myndlistina? - Á þessu flakki mínu fór ég alltaf á söfn, byggði mig þannig upp og geymdi með mér það sem ég sá. Svo fór ég á námskeið í application (myndsköpun í efni) í Danmörku og Danimir sögðu bara við mig að ég ætti frekar að kenna en læra. - Nú hefur þú unnið með sjúk- lingum um langt skeið og gerír enn. Hvaða þýðingu hefur það haftfyrir þig? - Geysilega þýðingu. Meðan ég var í Danmörku hélt ég áfram að þroska mig til að byggja upp starfið með þeim á ný. Við Gunn- ar fóram á námskeið í lífeðli - um það hvernig við eigum að nýta okkar innri kraft til að losa líka- mann við spennu og streitu. Ég fór líka á nuddnámskeið og nú fínn ég vel að ég næ sambandi við fólk gegnum nuddið, sérstaklega erfiða sjúklinga. Mataræðið skiptir líka miklu máli fyrir and- lega meðferð og við höfum reynt að læra þar ýmislegt. Nú er liðið að hádegi og Kjur- egej Alexandra á fyrir höndum annasaman dag. Síðasta spurn- ingin sem við spyrjum þessa merkilegu konu frá Jakútíu er hvort hún finnist hún vera orðin íslendingur: - Jú, jú, kannski meiri íslend- ingur en margur annar. -GFr UTBOÐ Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í Norðurlands- veg um Leirur og Vaðlaskóg, 2. áfanga. Helstu magntölur: Lengd 2.7 km Fylling og burðarlag 89.000 m3 Verkinu skal lokið 1. nóv. 1985. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins, Borg- artúni 7, Reykjavík og Miðhúsavegi 1, Akureyri, frá og með 6. nóv. 1984. Skila skal tilboði fyrir kl. 14.00 hinn 19. nóv. 1984. Vegamáiastjóri. Félagsfundur Félag íslenskra rafvirkja heldur félagsfund þriðjudag- inn 6. nóvember kl. 18.00 í félagsmiðstöð rafiðnaðar- manna, Háaleitisbraut 68. Fundarefni: Kjaramál og heimild til vinnustöðvunar. Stjórn Félags islenskra rafvirkja

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.