Þjóðviljinn - 03.11.1984, Side 13

Þjóðviljinn - 03.11.1984, Side 13
KANTRI Númer eitt að auglýsa Skagaströnd Sá Veitingastaður í Höfðakaupstað heitir Kántríbærog innandyra landskunnursöngvari sem fellst á rabb: - Nei, ég hef ekki verið með Kántribæ opinn á veturna, nema sjoppuna hérframmi. Ég hef ver- ið með hugmyndir um að prufa einhverja starfsemi um helgar, spilakvöld ef til vill líka eða slíkt; það er geysilegur baggi að vera með þetta svona lokað. Vertíðin er ekki nema þrír mánuðir. Þetta gekk ágætlega í sumar, en það er fljótt að detta úr því botninn, - lokaði tíunda september. Mest innlent ferðafólk og var mikið í sumar. Meirihlutinn kem- ur gagngert til að skoða Kántrí- bæ, það var ekki fyrren hann varð til að fólk fór að koma hingað á Skagaströnd. Áður var þetta voða lítið, bara bíll og bfll. Þú œtlar að halda áfram söng og gleði? - Maður dinglar eitthvað í þessu áfram. Ég get viðurkennt að ég er orðinn soldið þreyttur á þessum þeytingi. Ég keyri alltaf á milli og það verða mikil ferðalög í kringum þetta. Er ekki nógu vel í samgönguæðinni til að það sé auðvelt að eiga við þennan skemmtanabransa. Hvernig gekk Kántríhátíðin hjá þér í sumar? - Hún kom furðulega vel út. semtekursig útúrertalinn skrítinn. Er það ekki alltaf svoleiðis? Hallbirni Hjartarsyni er ncestum alveg sama. Ég var tilbúinn að taka skellinn ef svo færi, - var hvorteðer kominn á hausinn. Ég vildi gera meira en ég geri, en er fjandi blankur. Eg síapp, og hafði gaman af þessu. Það var stórt ævintýr að ráðast í þessa hátíð. Það hafði aldrei verið gerð tilraun til að stefna fólki hingað, landanum hvaðan sem var. Þetta var í fyrsta sinn og ég vissi eiginlega ekkert hvað maður var að fara útí. Geri betur næst ef mér tekst að endur- taka þetta næsta sumar sem er draumurinn. Að Kántríhátíðin verði fastur liður, - það verður bara að koma í ljós. í>á þyrfti náttúrlega að fá miklu meiri stuðning heimamanna. Sem hafa tekið þér misjafn- lega? - Ja, það eru ýmis öfl hér á staðnum sem líta ekkert hýru auga á þetta hjá mér, og þaraf- leiðandi á maður erfiðara með alla skapaða hluti. Ég held þó að ég hafi gert nógu mikið fyrir stað- inn til að menn fari að opna augun. Tilgangur minn númer eitt er að augiýsa Skagaströnd. Hér hefur aldrei verið gert neitt til að kynna staðinn, - ég hef reynt og vil fá skilning á því sem ég er að gera. Nú finnst sumum þetta hálf- kjánalegt tilstand í kringum þig, fullorðinn maður að þeytast um í kúrekagalla... ? - Já, ég hef orðið var við þetta líka, fólki finnst þetta vitlaust. Mörgum, - öðrum finnst þetta sniðugt. En er það ekki bara svo- leiðis ef einn tekur sig útúr; hann er talinn skrítinn. Er það ekki alltaf svoleiðis? Líka öfund og af- brýðissemi, að maður skuli geta verið í sviðsljósinu. Menn mega alltaf búast við því, þeir sem eru í sviðsljósinu, að vera kallaðir asn- ar og hálfvitar, hvað sem við ger- um. Það er ekki nema eðlilegt að maður falli ekki öllum í geð. _m ________________KVIKMYNDIR__________ TruffautogGuney:ln memoriam Tveir gagnmerkir kvikmynda- stjórar létust í París meðan á prentaraverkfallinu stóð, báðir á besta aldri og báðir úr krabba- meini. Mikill sjónarsviptir er að þeim báðum, Francois Truffaut og Yilmaz Guney. Truffaut var 5 árum eldri en Guney, fæddur í París 6. febrúar 1932. Árið 1959 sló hann ræki- lega í gegn á kvikmyndahátíðinni í Cannes og fékk gullpálmann fyrir fyrstu leiknu mynd sína af fullri lengd (áður hafði hann gert nokkrar stuttar kvikmyndir), Les 400 coups (400 högg). í þeirri mynd segir hann frá heldur nöturlegri bernsku sinni. Margar af seinni myndum Truffauts voru einnig sjálfsævisögulegar að ein- hverju leyti, og hann var all tíð persónulegur og einlægur í list- sköpun sinni. Frægastur var hann e.t.v. semc einn helsti fmmkvöðull frönsku nýbylgjunnar (Nouvelle Vague) á seinni hluta sjötta áratugsins. Eins og fleiri nýbylgjumenn hóf hann feril sinn sem gagnrýnandi við tímaritið Cahiers du Cinéma. Þar voru menn óvægir í dómum og deildu hart á franskar kvik- myndir þess tíma. Þeir boðuðu nýja tíma, nýja kvikmyndalist. Og vissulega brutu þeir blað í sögunni, þessir ungu menn. Auk Truffauts eru þama nefndir til sögu þeir Jean-Luc Godard, Eric Rohmer, Claude Chabrol og Jacques Rivette. Fleiri bættust í hópinn, Louis Malle og Agnes Varda t.d. Það sem einkenndi þennan hóp kannski öðm fremur var of- stækisfull aðdáun á Hollywood. (Tmffaut var alla tíð mikill aðdá- andi Alfreds Hitchcocks og gaf m.a. út viðtalsbók við hann 1966). Nýbylgjumenn aðhylltust einnig „höfundarkenninguna" svonefndu, þ.e. þá kenningu að kvikmyndastjórinn sé höfundur kvikmyndarinnar rétt eins og rit- höfundurinn bókarinnar. Það var einmitt Tmffaut sem kom fyrstur fram með þessa kenningu í Cahi- ers du Cinema árið 1954. Spurn- Francois Truffaut ingin um hlutverk leikstjórans var reyndar gömul, því allt frá því menn fóm fyrst að velta fyrir sér kvikmyndalistinni á fræðilegan hátt vom ýmsar kenningar á lofti þar að lútandi. Engu að síður er Tmffaut talinn til frumlegra kenningasmiða og gegndi hann sem slíkur lykilhlutverki í ný- bylgjunni. Nýbylgjufólkið var ekki ýkja samstilltur hópur þegar út í sjálfa kvikmyndaframleiðsluna var komið - þá reyndist þetta vera hópur sjálfstæðra listamanna sem hver um sig fetaði sinn eigin veg hvað sem öllum kenningum leið. Tmffaut reyndist ekki eins mikill byltingarmaður á sviði formsins og búast hefði mátt við. Þar var t.d. Godard mun róttækari, og jafnvel Rohmer líka. En Truffaut skapaði sinn eigin stfl, setti sinn auðþekkjanlega stimpil á allar myndir sínar, hvort sem þær voru sjálfsævisögulegar eða ekki. Hann stjórnaði rúmlega 20 kvik- myndum um ævina. Síðasta lest- in, sem nú er verið að sýna í Regnboganum, mun vera næstsíðasta myndin sem hann gerði, en af þekktustu myndum hans má nefna t.d. myndirnar um Antoine Doinel, sem er að miklu Ylimaz Gúney leyti Truffaut sjálfur (leikinn af Jean-Pierre Léaud): 400 högg, Stolnir kossar og Borð og sæng (Domicile conjugal). Einnig Ju- les et Jim og Brúðurin klæddist svörtu (báðar með Jeanne More- INGIBJÖRG HARALDSDÓTTIR au í aðalhlutverki), Sagan af Adele H. og Vasapeningar. Francois Truffaut var kannski ekki í hópi þeirra kvikmynda- stjóra sem mestur styrr hefur staðið um eða mest áhrif hafa haft. En hann var næmur mann- þekkjari, góður sögumaður og honum þótti vænt um fólk. Það sem var smávægilegt og skoplegt í tilverunni fór ekki framhjá hon- um. Myndirnar hans eru yfirleitt skemmtilegar og mannbætandi. Það er vandséð hvað þeir áttu sameiginlegt Truffaut og Guney, annað en að vera á svipuðum aldri, fást við sama starf og deyja með stuttu millibili úr sama sjúk- dómi í sömu borg. Yilmaz Guney fæddist í smá- þorpi í Suður-Tyrklandi árið 1937 og faðir hans Kúrdi, landbúnað- arverkamaður að atvinnu. Hann braust til mennta, lærði lögfræði og hagfræði í Ankara og Istanbul og fékkst við ritstörf frá unga aldri. 1961 birtist eftir hann skáldsaga sem yfirvöldum þótti kommúnísk og fyrir hana var hann dæmdur í 18 mánaða fang- elsi og 6 mánaða útlegð. Að þeim tíma liðnum hófst ferill hans sem kvikmyndaleikara og handrita- höfundur. Hann varð mjög vin- sæll leikari í Tyrklandi og lék yfir- leitt alþýðumenn sem urðu fyrir barðinu á yfirvöldum og áttu samúð áhorfenda óskipta. Hann stóð á hátindi vinsældanna 1972, þegar yfirvöldum tókst að klína á hann morði sem hann hafði ekki framið. Var hann þá dæmdur í 18 ára fangelsi. Næstu níu árin sat hann bak við rimlana, skrifaði kvikmynda- handrit og stjórnaði kvikmynd- um, með aðstoð vina sinna og starfsbræðra. Þessar erfiðu að- stæður komu ekki í veg fyrir að myndirnar yrðu æ betri með ár- unum og loks fór svo að þær vöktu athygli á alþjóðlegum vett- vangi. Eina myndin eftir Gúney sem sýnd hefur verið hér svo ég viti til er Yol (Leiðin), sem fyrst var sýnd á kvikmyndahátíð Lista- hátíðar 1983 og seinna í sjónvarp- inu. Yol var verðlaunuð í Cannes 1982 og var Gúney mættur á stað- inn til að taka á móti verðlaunun- um. Hann hafði flúið úr fangels- inu haustið 1981, verið í felum um hríð en eftir það starfaði hann í Frakklandi þar til yfir lauk og tókst að koma frá sér annarri mynd, Múrnum, sem segir frá lífi fanga í Tyrklandi með sérstakri áherslu á börnum í fangelsi. Næsta mynd á undan Yol var Hjörðin, sem einnig varð fræg og fór víða og fjallaði um kúrdískan hirðingja sem á í höggi við léns- herra. I allt mun Gúney hafa gert hátt í 20 myndir og eru þá ótaldar myndir sem hann lék í eða skrif- aði handritið eingöngu. Hann lék í rúmlega 80jnyndum. Það er því ekkert smáræði sem liggur eftir hann, þótt hann yrði aðeins 47 ára og þótt hann sæti í fangelsi í ellefu ár. í myndum sínum sagði Gúney frá lífi alþýðufólks í Tyrklandi og sú lýsing er ekki fögur. Kúgunin er gegndarlaus og henni er við haldið með gömlum siðum og hefðum sem stjóma lífi fólksins. Gúney lýsir þessu fólki af heitri samúð með því og áköfu hatri á kúgumm þess. Boðskapur hans er augijós, en hann er ekki látinn í ljós með slagorðaglamri, heldur kviknar hann sjálfkrafa af þeim þjóðfélagsvemleika sem myndin miðlar okkur. Það fer aldrei á milli mála hvomm megin samúð- in liggur. Ógleymanlegar em t.d. kvenlýsingamar í Yol - og sann- ast þar hið fornkveðna að kúgað- ir karlmenn hefna oft harma sinna með því að kúga konur sínar og börn sem mega þá búa við enn meiri kúgun en þeir. Þegar öllu er á botninn hvolft og kjami málsins skoðaður kann að vera að þessir tveir ólíku lista- menn hafi einmitt átt það sam- eiginlegt að þykja vænt um fólk. Sá eiginleiki hlýtur líka að vera undirstaða allrar góðrar listar. Laugardagur 3. nóvember 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.