Þjóðviljinn - 03.11.1984, Qupperneq 14
MYNDLIST
HEIMUR í SPÉSPEGLI
Ef ég væri ekki aö fara neitt sérstakt þá myndi ég nú ekki
flýta mér svona mikið.
TWASItMT
© 1984
McNaught Synd.. Inr
Því miöur, fiðluleikarinn veiktist í gær.
Blaðburðarfólk
Ef þú ert
morgunhress?
Hafðu þá samband við afgreiðslu
Þjoðviljans, sími 81333
Laus hverfi:
Nýja miðbæinn
Fossvog
Skerjafjörð
í
Betra blað
WÐVIim
3
Stál og málning
Sverrir Ólafsson sýnir höggmyndir að Kjarvalsstöðum
Ein þeirra listsýninga sem farið
hefur fram hjá mönnum í verk-
fallinu, er sýning Sverris Ólafs-
sonar myndhöggvara, á gangi
Kjarvalsstaða. Það er viss kapít-
uli út af fyrir sig hvernig að mál-
um hefur verið staðið á þessum
opinbera sýningastað. Þar hefur
níct einhvers konar „haltu mér,
slepptu mér“-stefna, sem bitnað
hefur á þeim sem leigt höfðu sér
pláss á þessum óheppilaga tíma
undir sýningar. í stað þess að
ganga hreint til verks og loka
staðnum alfarið, bjóða lista-
mönnum að hætta við eða fresta
sýningum, hefur þeim verið leyft
að setja upp sýningar fyrir lukt-
um dyrum. Þannig hafa lista-
menn verið táldregnir á þeirri
veiku von að verkfallið leystis
áður en leigusamningurinn rynni
út.
Afleiðingin hefur orðið sú að
listamenn þessir hafa staðið uppi
með fjárhagslegan bagga á herð-
um án þess nokkur sæi sýningar
þeirra. Eini sanngjami leikurinn í
þessarri stöðu er að fella niður
leigugjöldin, en betra hefði verð-
ið að bjóða mönnum annan sýn-
ingartíma gegn lægri greiðslu í
skaðabætur.
Sýning Sverris er umfangsmikil
og sýnir hann 32 verk unnin í stál
og kopar. Sverrir notar olíumáln-
ingu til að gæða stálið lit og í
mörgum tiifellum er stálið hreint
og beint notað sem undirstaða
undir málninguna. Þannig verða
til myndir sem raunar eru mál-
verk máluð á stálþynnur. Stál-
þynnan er meginuppistaðan í
öllum verkunum á sýninguni.
Sverrir notar klippur og logsuðu
ásamt hamri til að sveigja og
beygja málminn. Fyrir bragðið
standa höggmyndimar opnar;
þær em ekki massívar.
Þetta gerir þær iéttar og
leikandi en um leið verða þær
nokkurs konar millistig frístand-
andi höggmynda og lágmyndar.
Tækni Sverris býður upp á mikla
möguleika. Hann finnur sér yrk-
isefni í grímunni, þessari eilífu
„arkitýpu" eða fmmgerð og not-
ar þá alla miðla sem hann hefur
komið sér upp.
Vissulega má finna í verkum
hans sterk áhrif frá samtímahrær-
ingum í málaralist og högg-
myndalist. Englendingurinn Bill
Woodrow beitir ekki ólíkum að-
ferðum og ef betur er að gáð
leynast þræðir frá þessum verk-
um aftur til höggmyndalistarinn-
ar eins og hún kom fram á 7. ára-
tugnum í verkum manna eins og
Césars og Chamberlain.
En Sverrir gerir sína persónu-
lega úttekt á áhrifunum og tekst
að finna sér farveg sem er bæði
frjór og möguleikaríkur. Bestu
verkin em sterk og útfærð af
krafti og hispursleysi. Eina hætt-
an er fólgin í fmleikanum, en efn-
ið býður ekki upp á slíkt. Það gæti
leitt til tepmlegrar útfærslu sem
deyðir áhrifamátt sköpunarinn-
ar. Þau verk em veikust sem
byggja á samsetningu trés og fín-
legra stálsteina. Stálið er nefni-
lega voldugt í sjálfu sér eins og
iðnaðurinn sem við það er kennd-
ur. Því voldugri og hrjúfari sem
umgjörð þess er, því sterkari
áhrifum geislar það.
Þegar á heildina er litið má sjá
að margt athyglisvert býr í sýn-
ingu Sverris. Vald hans á tækni
jámsmiðsins sýnir að hann er til
alls vís. Spurningin er hvort hann
eigi ekki eftir að laða enn snarp-
ari gildi út úr efniviðnum. Sýn-
ingin hefur verið framlengd til 4.
nóvember.
-HBR
Listasafn Islands 100
______________óra______________
Sýnir glermyndir
Leifs Breiðfjörð
í Listasafni íslands stendur nú
yfir sýning á 30 nýjum glermynd-
um eftir Leif Breiðfjörð sem
hann hefur gert fyrir Listasafnið í
tilefni af 100 ára afmæli þess og
tileinkar föður sínum Agnari G.
Breiðfjörð blikksmíðameistara.
Á sýningunni í Listasafninu
gefst gott tækifæri til að sjá hina
fjölbreyttu möguleika glersins. í
verkum sínum hefur Leifur notað
handblásið antik-gler, bæði gegn-
sætt og ógegnsætt. Grafísk áferð
glers hefur ávallt heillað Leif og
má sjá þess stað í þessum verk-
um, en í þau hefur hann t.d. not-
að bólótt, hamrað eða æðótt gler
og prisma til að ná fram þeim
áhrifum sem hann hefur leitað
eftir hverju sinni. Nokkur verk-
anna eru auk þess máluð og inn-
brennd.
Mjög vönduð sýningarskrá
hefur verið gefin út með litmynd
af hverju verki.
Sýningin er opin daglega frá kl.
13.30-16.00 fram til 11. nóvem-
ber.
14 SÍÐA - öJÓÐVlLJlNN Laugardagur 3. nóvember 1984
NÝ HÁRSNYRTISTOFA
Veitum alla hársnyrtiþjónustu
• DÖMU , HERRA 0G BARNAKLIPPINGAR
• DÖMU 0G HERRA PERMANENT
• LITANIR - STRÍPULITANIR - NÆRINGARKÚRAR
NÆG BÍLASTÆDI
SMART
Nýbýlavegi 22 - Kópavogi -
Sími 46422.