Þjóðviljinn - 03.11.1984, Síða 15

Þjóðviljinn - 03.11.1984, Síða 15
DÆGURMAL Carla Bley er einn af frum- legustu höfundum nútíma- tónlistar sem uppi eru í dag. Hún hefur, ásamt manni sín- um Mike Mantler, sett á stofn eigið plötuútgáfufyrirtæki, Watt Works, hljóðver og fleira sem stuðlar að sjálfstæðum tónlistarrekstri. Hún á einnig aðild að stofnun fjölmargra styrktarsjóða, dreifingarfyrir- tækja, til eflingar nýrrar tón- listarog ónefndra félaga, sem miðast að því að kappkosta frið með tónlistina eina að vopni (Charlie Haden’s Liber- ation Music Orchestra lét t.d. mjög til sín taka í stuðningi við frelsisbaráttu ríkja Suður- Ameríku, en Carla Bley var helsta tónskáld þeirrar frelsis- sveitar). í þessari grein um Cörlu Bley í Dægurmálum í dag er stuðst við ýmis upps- láttarrit og viðtal í bók um djass- og bræðslutónlistar- menn. Carla Borg fæddist 11. maí 1938 í Oakland, Kaliforníu. Dóttir píanókennara og kórstjóraog ólst því upp innanum tónlistar- fólk, tóna og tvfundir. Þriggja ára gömul byrjaði hún að spila á pía- nóið og tróð upp fyrst í kirkju þeg- ar hún spilaði Þrjár blindar mýs með smáum hnefunum á svörtu nóturnar. Seinna átti hún eftir að bæta um betur og leika u.þ.b. tíu mismunandi útsetningar á hinum sígilda kristniboðssmelli Áfram kristmenn krossmenn og syngja í kirkjukórnum. Þegarhúnvartíu ára gömul söng hún í óratoríu Bachs, Messíasi, og var sú eina sem hafði vald til að syngja milli- raddimar. Þávarhún þegarbyrj- uð að semja stutttónverkfyrir píanó. Það fer ekki dult, að Carla er sérstakur efniviður í tónlistar- sköpun, listamaður sem hlýðir straumum en ekki stefnum. En svo virðist sem hún hafi síður en svo átt auðvelt með að taka þá ákvörðun að verða músíkant og tónskáld. Hún segir: - Ég hætti í skóla 15 ára gömul, strax að loknu skyldunámi, og fór í verk- námsskóía, þar sem mér var kennt að vaska upp. í u.þ.b. fjögur ár reyndi ég að gera það upp við mig hvemig ég vildi haga lífi mínu, hvað ég ætti til bragðs að taka í mínu eymdarlífi. Tónlist kom ekki til greina, því að ég áleit ekki að hægt væri að lifa af henni og geri ekki enn. En mér fannst ég verða að læra að komast í snertingu við þjóðfélagið. Og ég ígrundaði uppvask, eða að verða einkaritari (en ég kunni ekki rétt- ritun), - loks, löngu síðar, upp- götvaði ég, að ég gæti raunveru- lega tengt þetta tvennt saman; samið tónlist og átt þrátt fyrir allt samleið með þjóðfélaginu. Auð- vitað hefði ég átt að skilja þennan möguleika fyrr, en í þeim hæfi- leikaprófum sem lögð voru fyrir mann í gaggó, og áttu að vísa á getu manns, var tónlist þar að sjálfsögðu að finna. Á síðari hluta sjötta áratugar- ins, flutti Carla til New York þar sem nafn hennar varð senn þekkt á meðal framúrstefnu-djass- rokkara, og menn eins og George Russell og Paul Bley (sem Carla átti eftir að giftast og skiija við síðar) léku verk hennar opinber- lega, einnig víbrafónleikarinn Gary Burton (sem hefur gefið út plötu eingöngu með verkum eftir Cörlu Bley), og Charley Haden’s Liberation Music Orchestra (sem sameinaðist að nýju árið 1982 undir nafninu Charlie Haden’s Liberation Express og kom m.a. við hér á landi það ár á hljóm- leikaferðalagi þar sem Carla fór í fararbroddi sem tónskáld, stjórn- andi og píanóleikari.) Árið 1964 stofnaði Carla Bley ásamt síðari eiginmanni sínum, trompetleikáranum Michael Mantler, hljómsveitina Jass Composers Orchestra, sem vakti verulega athygli fyrir frumleika tónverka Cörlu. Til að fá örlitla innsýn í tónsköpun Cörlu Bley, þá hefur nánast öll svört tónlist verið hennar helsti aflvaki til tjáningar og einnig komst hún á barnsaldri í náin kynni við Beet- hoven. Hún lék ekki með öðrum tón- listarmönnum á unglingsárum sínum, og aðspurð hversvegna, hefur hún sagt: - Ég er ekki hljóðfæraleikari. Ég er tónskáld. Ég get auðveldlega hrist stykki fram úr erminni á staðnum - hlaðið mistökum. Ég verð að íhuga það vandlega, síðan útset ég það, og það er ekki fyrr en að vel hugsuðu máli sem ég kemst að endanlegri niðurstöðu. Carla var spurð hvort það hafi hindrað hana á einhvem hátt á tónlistar- ferlinum að hún er kona; hvort hún hafi orðið fyrir einhverri mis- munun vegna kynferðis síns: - Nei, ekkert grófari en þegar foreldrar mínir hirtu af mér þá smáaura sem fólk gaf mér á hljómleikum þegar ég var að syngja einsöng með kómum... En annars hugsa ég ekki þann- ig. Ég á við, fólk gæti notfært sér mig, og það má vera að ég sé misnotuð sem kona, en ég verð ekki vör við það sjálf. I mínu eigin umhverfi er ég það ömgg- lega ekki. Carla Bley vann að ópem sinni Escalator over the hill árið 1968, í samvinnu með textasmiðnurm Paul Haines, og lauk við hanJ fjómm ámm seinna. Hún fékk ti| liðs við sig óvenjulegt samansafrí af hljómlistarmönnum við uppí töku óperunnar á hljómplötu s.sj eins og Lindu Ronstadt, Jacjt Bmce, John McLaughlin, Ga|b Barbieri, Don Cherry og Charne Haden (þeir tveir síðastnefndu þá í Omette Coleman’s Quartett, en síðar, ásamt Cörlu, saman í „Frelsishljómsveitinni"). Það má geta nærri um útkomuna! Eftir þetta verk, hefur Carla Bley haldið uppi samstarfi við bæði rokk- og djasstónlistarmenn, t.d. Julie Driscoll, (á plötunni Tropic Appetides) og trommara Pink Floyd, Nick Mason, á Fictitious Sports, ’81, sem, þrátt fyrir að Carla hafi samið öll lög og texta, kom út undir nafni Nicks. - En sem óperuhöfundur, skrifar hún þá með söngvara sérstaklega í huga? - Mér líka ekki þjálfaðar radd- ir, svo ég skrifa fyrir amatöra. Ég nota þjálfaðar raddir eingöngu upp á grín. Ég skrifa fyrir tón- listarfólk sem syngur. Rödd og tónlistargáfa fylgist ekki alltaf að. Mér finnst það síðarnefnda vera númer eitt. Mörg verka Cörlu em gletti- lega snjöll og sérstök, láta aldrei illa í eyrum. Enginn sem hlýðir á tónlist hennar fer varhluta af hinni háðslegu beiskju, sem er svo einkennandi fyrir verk henn- ar (-hlustið t.d. á plötunaFititio- us Sports, þar em bæði textar og lög að springa úr fáránleika og kímni). Við skulum að endingu grípa niður í viðtal það sem hér hefur verið stuðst við. - Ég hlusta ekki á plötur. Ég kýs ýmist þögnina, eða að hlusta á sjálfa mig semja tónlist. Þetta tvennt hef ég í hávegum. Ég hlusta einu sinni á .mínar fullgerðu hljómplötur og þá aldrei aftur. Ég kýs þögn. ■ - Hvað um móðurhlutverkið? Það tekur mikinn tíma að semja, tónlist og það tekur líka míkinn tíma að ala upp bam. Hvemig leysirðu það? - Það hefur aldrei verið vanda- mál hjá mér. Dóttir mín hefur alltaf skilið, að ég skrifa tónlist, og gætt þess að tmfla mig ekki og gerir það enn. Vinnur hún samkvæmt ákveð- inni áætlun? - Já, frá níu til fimm með mat- arhléi. Ég er ekki að grínast, ég vil raunverulega vinna eins og múrari. (Munið að hún er naut blessunin.) önnur áhugamál? - í allan dag var ég á skautum. Ég er fyrir útiveru, garðinn minn, mér finnst gaman að byggja hús, moka snjó í stafla. Mér finnst gott að fá svolitlu ráðið um það sem er í kringum mig, það gerir mig hamingjusama. 9 Þungt hjarta. Melódía; hljóm- fegurð, sönglag. Nánast bitur Ijúfleiki tjáður á leiksviði, skipulögð vinnubrögð frjósemisgyðju. Carla byggir kastala, en það er enginn venjulegur kastali sem hefur dyrnar á efstu hæð og gluggana opna ofan í jörðina. Þú kemst heldur ekki í heimsókn nema þú kunnir að fljúga, en það er bannað að nota platvængi. Krítarkort duga ekki, hvað þá nafnbót. Ef þú kemst inn þarft þú ekki að nota sérstök sólgleraugu til að sjá, hvað þá orð. Oj bara, orð! Fátt er ómerkilegra en orð þama inni í húsakynnum hins sérvitra „gestgjafa", nema ef þau eru notuð í eintómu gríni og ein- göngu til þess að spotta gestinn. Þá fá þau milda og djúpa meiningu, og verða kannske að kennisetningum djúpviturra manna, sem þá verða gerðir að leiðtogum sem síðan verða myrt- ir fyrir friðarboðskap sinn. Og þar sem eyrun hafa ekki augu, verður uppspunnin atburð- arás augljóslega sett á svið, með persónum og ieikendum. Saga er sögð án frásagnar. Kinnhest- ur! Fjarræn návist paródíu mynd- ar kryppu á kött sem tekur hliðar- spor án tillits til þyngdarlögmáls jarðarinnar. Taktviss lausn frá takti. En, þá hverfur allt í einu köttu- rinn eins snögglega og hann birt- ist, rétt eins oa frændi hans í Undralandinu. An þess þó að láta sér til hugar koma að skilja eftir sig hiö minnsta glott. Þvílík ósvífni! Einhverjar raddir sjást kyssast á haus og svo eru tjöldin dregin fyrir í lausu lofti. Að þessu loknu er blásið í kuðung; hafið þið feng- ið skilaboöin? Loftbólur 'og sápukúlur. Svo- leiðis er tónlistin. Verður hvað sem það kostar ekki hneppt í varðhald lærdómsins, eða troðið í kassa og merkt. Aðeins skynjuð i óhlutbundnum veruleika líf- slöngunar, og með öllu tilgangs- laus. Tónlistin: Hinn heilagi til- gangur tilgangsleysisins. Tónlist Cöriu; mikil þögn, og í þessari þögn er allt eða ekkert. $ Laugardagur 3. nóvember 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.