Þjóðviljinn - 10.11.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 10.11.1984, Blaðsíða 8
MYNDLIST Konur á förnum vegi, eftir Steinþór Steingrímsson. Málað af Maður og kona, eftir Gunnar öm Gunnarsson. lífi og sál HALLDÓR B. RUNÓLFSSOf Nýverið sýndu þremenning- arnir Steinþór Steingrímsson, Gunnar Örn Gunnarsson og Samúel Jóhannsson verk sín í kjallara Norræna hússins. Þetta var yfirgripsmikil sýning og verk- in á níunda tug, flest olíu- og akr- ýlmálverk. En einnig var þar að finna blekteikningar eftir Samúel Jóhannsson og höggmyndir og einþrykk (mónótýpur) eftir Gunnar Örn. Samsýning þre- menninganna er heilsteypt, enda róa þeir á svipuð mið hvað tækni varðar, þó svo að verk þeirra séu ólík þegar betur er að gáð. Hin frjálsa tjáning Það fer ekki milli mála að tjá- þörfin er hér í fyrirrúmi. Hún nálgast visst agaleysi án þess að fara nokkurn tíma yfir strikið sem skilur að kosmos og kaos. Mað- urinn er nærtækt yrkisefni eins og gerist og gengur í hlutbundnu málverki samtímans. Það er reyndar ástand mannsins, undar- leg tilvist hans í furðuveröld hversdagslífsinsjsem er leiðarstef sýningarinnar. Steinþór er þó undantekning þar sem mörg verka hans snúast um landsiag. Frelsið í tjáningunni lýsir sér ekki aðeins í pensilfarinu og teikningunni sem slíkri, heldur einnig í hugarfluginu. Einkum er þetta áberandi hjá þeim Gunnari og Samúel, en þeir gera sér far um að kanna hið óræða og undar- lega í tilverunni. Steinþór stend- ur fastari fótum í raunveruleikan- um, þótt þessi raunveruleiki sé færður nærri abstraksjóninni og hverfi næstum í sjálfsprottnu pensilfarinu. Það gefur auga leið að ekki er um neina smásmygli í vinnu- brögðum að ræða, heldur eru verki stórskorin og hrjúf. Hér er verið að höndla augnablikssýn eða hugsun sem í næstu andrá er breytt eða horfin. Yfir allri sýn- ingunni hvílir andi hins frum- stæða, líkt og verið sé að ganga á vit upprunans í manninum. Fólk stjórnast af hvötum en ekki skyn- semi og málarinn stjórnast af til- finningu en ekki yfirvegun. Hið tröllslega Steinþór Steingrímsson hefur ekki haldið margar sýningar um ævina. En með þessum málverk- um sýnir hann að ekki skortir til- þrif eða kjark. Að vísu má kenna viss impressí- onísks stefnuleysis, sem gerir myndir Steinþórs nokkuð sund- urleitar innbyrðis. Má vera að það stafi af því að langur tími líði milli vinnslu myndanna. Þetta verður þó að telja smá- muni í samanburði við það ágæti sem fólgið er í pensilskriftinni. Þar kemur nefnilega í Ijós að Steinþór er öruggur teiknari og litameðferð hans er sömuleiðis skínandi góð. Oft nær hann sannverðugum krafti í hvoru tveggja og standa þá eftir myndir sem bera vott um ágæta hæfileika hans. Sem dæmi má nefna „Kon- ur á förnum vegi“, tröllslegar kvensur í anda hollensk- ameríska málarans de Kooning, en gæddar persónulegu tilfinn- ingaríki og þjóðsagnalegum svip Steinþór, Gunnar Örn og Samúel í Norrœna húsinu Esmeralda, eftir Samúel Jóhanns- son. líkt og þær væru sprottnar úr Jóni Árnasyni. Samúel Jóhannsson spilar á ljóðrænni strengi í hugmyndarík- um verkum sínum. Hann er að vísu nokkuð undir áhrifum frá Gunnari Erni, einkum í teikning- um persóna sem þekja striga hans í bylgjóttum faðmlögum. En uppbygging og áherslur eru mjög ólíkar og persónulegar. í sterkum og sveigðum útlínum skapast ryþmískt samspil sem gefur verk- um Samúels mjög sterkan heildarsvip. Þessar útlínur sem gjarnan endurtaka sveiga pensilfaranna minna ósjaldan á barnslega per- sónusköpun franska málarans Légers. Munurinn er sá að heimur Légers er harður og kon- strúktívur, byggður á rökrænni og vélvæddri framtíðarsýn, með- an heimur Samúels er mjúkur og Ijóðrænn, sprottinn af huglægu tilfinningaríki. Hamhleypa Gunnar Örn er kunnastur þremenninganna, enda hefur hann oftast sýnt. Hann heldur hér áfram að bregða upp mynd- um úr hirslum ímyndunaraflsins. Gunnar Örn er hamhleypa og sést það betur með hverri sýningu sem hann heldur hve frjáls vinnu- brögð eiga vel við skaphöfn hans. Það væri þó rangt að segja að Gunnar hellti sér yfir strigan, því hvert verk hans er byggt upp af mikilli yfirvegun. Það er teikn- ingin sem skapar málverkinu þann formræna ramma sem Gunnar Örn gengur út frá. Hann greinir m.ö.o. á milli teikningar annars vegar og litarins, ólíkt Steinþóri sem málar um leið og hann teiknar. Þannig hefur Gunnar Örn frjálsar hendur með að mála upp form sín, sem oftast eru byggð á stöðluðum manngerðum eða persónum í hinum ýmsu at- höfnum. Það öryggi sem felst í vinnubrögðum Gunnars kemur af langri glímu hans við efnivið- inn og þjálfun augans. Verk hans eru full af myndrænum gildum sem opinberast áhorfandanum við nánari kynni af verkunum. Þrátt fyrir það hikar Gunnar Örn ekki við að bregða út af brautinni og spreyta sig á högg- myndalistinni í formi málaðs rekaviðar, eða notfæra sér graf- ískar eigindir mónótýpunnar. Hann vinnur einnig tröllauknar myndir, þar sem hann kannar sál- ræna þætti og virkni flatarins oft með einfaldari og Ijósari vinnu- brögðum en í minni verkunum. Sum þessara stóru verka eru ein- ungis í einum lit, án þess að áhorfandinn hafi það á tilfinning- unni að hann sé að horfa á minnstu spönn litaskalans. Því miður hefur þessi sýning farið fram hjá mörgum vegna hins stopula upplýsingastreymis sem orsakaðist af verkfalli prent- iðnaðarfólks og opinberra starfs- manna. En víst er að þessir þrír listamenn eiga eftir að sýna sam- an aftur við betra tækifæri og þá fá eflaust fleiri að njóta hinnar miklu litagleði sem brýst fram úr penslum þeirra. Harlekín íHamrahlíð Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð Tveggja þjónn eftir Carlo Goldoni Leikstjóri: Hlín Agnarsdóttir Því hefur oft verið haldið fram, að sígildir gamanleikir, kannski í ætt við commedia dell-arte eins og þessi hér, séu tilvalin viðfangs- efni fyrir byrjendur. Reynslan úr Hamrahlíðinni núna er heldur meðmælt slíkri kenningu. Það er stílað upp á grófa drætti, einfald- ar ýkjur, persónur sem eru kannski ekki miklu meira en ákveðið látbragð og útreiknanleg tilsvör (þótt uppákomur geti svo verið óvæntar). Og það er blátt áfram gaman að skoða hvað ungu fólki verður úr verkefni af þessu tagi. Leikurinn er, eins og margir vita, elskuleg skrýtla um þjón sem ætlar að bæta kaup og kjör með því að þjóna tveim herrum í senn en flækir í staðinn ástamál- in, sem voru þó í rembihnút fyrir. Arlecchino er þessi bragðvísi og þó hrekklausi þjónn og stendur allt og fellur með honum. Ólafur Guðmundsson fer með hlutverk hans og hefur allt sem til þarf: röskleika og mýkt í hreyfingum, rödd sem lætur vel að stjórn - í stuttu máli sagt: það sem fær jafnvel gamla hunda til að trúa á stílfærð ærsli hinnar gömlu ít- ölsku hefðar. Anna G. Ólafsdóttir er Beatr- ice, áræðin ung stúlka sem leitar Florindos hins glæsta, m.ö.o. Að- alsteins Leifssonar. Gunnar H. Pálsson er errilegur og sjálfbyrg- ingslegur Pantalone og Guðrún Jóhannesdóttir er dóttir hans elskuleg, yfir sig ástfangin af Sil- vio, Erlendi Helgasyni. Sem er svo sonur Doktorsins, Vilhjálms Hjálmarssonar, en hann reyndist einkar öruggur og marksækinn á sviði. Margrét L. Jónsdóttir er Columbína súm sem er ómissandi tengiliður í svona leik. Guð- mundur Löve er Brighella og þau Urður Gunnarsdóttir, Ásta B. Stefánsdóttir og Vala Magnadótt- ir eru þjónalið það, sem Harlekín telur sig hafa efni á að meðhöndla eftir hentugleikum. Það væri reyndar út í hött að greina þennan hóp sundur að ráði. Það er augljóst að þau eru flest lítt sviðsvön, þau eru ekki komin alla leið í því að látæði og tilsvör verði frjálsleg og sjálf- sögð. En það er líka augljóst að áhorfandinn hefur fyrir augum skemmtilega glímu og einlæga við galdur leiksviðsins og enginn tapar. Öðru nær. Það er Hlín Agnarsdóttir sem stjórnar átök- unum og nær sem fyrr prýði- legum árangri úr sínum efnivið. Búningar voru sem best við hæfi persónanna og á bakvið reis ofur- einföld leikmynd og hentug. 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 10. nóvember 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.