Þjóðviljinn - 10.11.1984, Blaðsíða 14
MENNING
Námskeið í
náttúruvernd
- Landvarðanámskeið -
Náttúruverndarráð auglýsir námskeið í náttúruvernd.
Tiigangur námskeiðsins er að gefa fólki innsýn inn í
náttúruvernd á íslandi, þjálfa þaðtil að hafa eftirlit með
friðlýstum svæðum og fræða fólk um náttúru landsins.
Þátttakendur í námskeiðinu skulu vera orðnir 20 ára
og hafa staðgóða framhaldsmenntun.
Fjöldi þátttakenda verður takmarkaður.
Þátttaka í námskeiði sem þessu er skilyrði fyrir ráðn-
ingu til landvörslustarfa á vegum Náttúruverndarráðs,
en tryggir þátttakendum þó ekki slík störf.
Námskeiðið fer fram eftirfarandi daga:
Helgina 26.-27. jan. ’85.
Nokkur kvöld á tímabilinu 28. jan.-14. feb. ’85 (samkv.
umtali við fólk utan höfuðborgarsvæðisins).
Helgina 16.-17. feb. ’85.
Helgina 16.-17. mars '85.
Dagana 3.-6. apríl, en þessi síðasti hluti námskeiðsins
verður haldinn utan Reykjavíkur.
Skriflegar umsóknir, með heimilisfangi og síma, er
greina frá menntun, aldri, störfum, áhugamálum og
öðru sem máli skitpir, skulu berast Náttúruverndar-
ráði, Hverfisgötu 26,101 Reykjavík, fyrir 10. des. ’84.
Nonni kjósandi
Hann ætlar að auka launin mín, lækka skattana og útrýma
verðbólgunni en hann segir að það geti verið að stjórnar-
andstaðan komi í veg fyrir það!
Umsjónarmenn þáttarins „Glefsur úr stjórnmálasögu" þær Sigríður Ingvars-
dóttir og Sigríður Eyþórsdóttir.
Útvaip stmnudag
W. 13.30
Þáttur um
Skúla
Thoroddsen
Á sunnudaginn kl. 13.30 verð-
ur á dagskrá útvarpsins „Glefsur
úr stjórnmálasögu”, þriðji þáttur.
Þessi þáttur mun aðallega
fjalla um Skúla Thoroddsen.
Hann er frægastur fyrir þá upp-
reisn sem hann gerði gegn
kaupmanna- og embættismanna-
valdi síns tíma.
Á stúdentsárum sínum í Höfn
kynntist Skúli róttækum hræring-
um sem hann hélt tryggð við ævi-
langt. Nýkominn frá prófborði
var Skúli skipaður sýslumaður í
Isafjarðarsýslu aðeins 26 ára að
aldri árið 1885. Hann hóf útgáfu
Þjóðviljans ásamt séra Sigurði
Stefánssyni í Vigur árið 1886.
Þjóðviljinn beindi máli sínu til al-
þýðunnar. Skúli varð þingmaður
Myndlist
Valgerður Hafstað
á Kjanfalsstöðum
Valgerður Hafstað er ein
þeirra listamanna sem hefur um
langt skeið búið erlendis. Hún
lærði fyrst í Kaupmannahöfn og
Reykjavík en fór síðan til náms til
Parísar og flentist þar. Síðan 1974
hefur hún svo átt heima í New
York með manni sínum, lista-
manninum André Enard. Hún
sýndi síðast hér heima í Ásmund-
arsal fyrir þremur árum en nú í
dag opnar hún sýningu á verkum
1890 og sat á þingi til 1915 og þótti
jafnan með helstu þingskörung-
um. Skúli Thoroddsen beitti sér
m.a. fyrir auknum kosningarétti,
auk þess var hann mikill baráttu-
maður fyrir réttindum kvenna og
hafa konur eflaust ekki átt ötulli
forystumann úr hópi karla.
I sjálfstæðismálinu var hann á
móti allri tilslökun við Dani.
Enginn var jafn harðskeyttur og
hann í garð landshöfðingja.
Skúla Thoroddsen var vikið frá
sýslumannsembætti 1892 (Skúla-
sínum að Kjarvalsstöðum og
sýnir þar aðallega vatnslita- og
akrylmyndir.
Valgerður sagði í stuttu samtali
að það væri alltaf gott að koma
heim með sýningar og sér væri
alltaf vel tekið. Hins vegar væri
erfitt að lifa af myndlist í New
York og nær ógerningur að kom-
ast þar í sýningarsali. Greinileg
áhrif frá íslandi eru í myndum
hennar en Valgerður sagðist þó
ekki alltaf gera sér grein fyrir
hvaðan áhrifin kæmu. Stórborgin
New York hlyti að hafa viss áhrif
þó að það væri e.t.v. ekki besti
staðurinn í heimi til að búa á.
Valgerður er fædd í Vík í
Skagafírði og hefur m.a. gert
veggskreytingar í héraðsskólan-
málið), en fékk uppreisn í Hæst-
arétti 1895.
Um aldamótin keypti hann
Bessastaði, þar rak hann m.a.
stórbú og prentsmiðju en 1908
settist hann að í Reykjavík.
Eftir fall Hannesar Hafsteins
vildu ýmsir, að Skúli yrði ráð-
herra, en hann átti ekki nægilegt
fylgi í flokki sínum.
Sigríður Ingvarsdóttir stjórn-
málafræðingur tók þáttinn sam-
an. Umsjónarmaður með henni
er Sigríður Eyþórsdóttir leikari.
Valgerður
Ljósm.reik
um í Varmahlíð og steinda glugga
í Tjamarkirkju í Svarfaðardal.
GFr
fjfBlJNAÐARBANKI
\Q/ ÍSLANDS
Heiðraði viðskiptavinur.
Nýja bókin okkar heitir á einföldu íslenzku máli
SPARIBÓK
meðsávaxtum
Hún á að fullnægja þörfum þeirra, sem vilja hafa
vaðið fyrir neðan sig. Þetta er bók sem hentar
þeim, sem ætla að spara til langs tíma, en vilja
þó hafa aðgang að fé sínu fyrirvaralaust.
Þessi bók gefur hærri ávöxtun því lengur sem
innstæðan er óhreyfð eða allt að ZQ% á ári.
f bókina er skráð innstæða og vextir, hér barf
ekki stofnskirteini eða vfirlit. Hún kemur
samt ekki í stað gömlu góðu almennu sparisjóðs-
bókarinnar, en sameinar ýmsa kosti hennar
annars vegar og bundinna reikninga hins vegar.
Þetta er einfalt kerfi og vel skiljanlegt og
þarfnast ekki upphrópana.
Verið velkomin í afgreiðslustaði bankans til
að kynna ykkur þessa nýju sparibók og aðrar
sparnaðarleiðir Búnaðarbankans. \lið teljum,
að bankinn geti nú sinnt hinum margvíslegu
þörfum viðskiptamanna með beztu ávöxtun
sparifjár.
BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS