Þjóðviljinn - 10.11.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 10.11.1984, Blaðsíða 6
IÞROTTIR V. Þýskaland Engin mörk Frá Jóni H. Garðarssyni frétta- manni Þjóðviljans í V.Þýskalandi: Þrjú „íslendingalið“ léku í Bundesligunni í knattspyrnu í gærkvöldi og engu þeirra tókst að skora mark. Dússeldorf mátti sætta sig við markalaust jafntefli á heimavelli gegn Dortmund í viðureign tveggja neðstu liðanna. Leikur- inn var lélegur og það eina mark- verða var eitt stangarskot sem Dússeldorf átti. Atli Eðvaldsson var fyrirliði Dússeldorf annan leikinn í röð. Bochum sigraði Bayer Uer- dingen mjög sanngjarnt, 1-0. Bochum, með Klaus Fishcer sem langbesta mann, sótti allan leikinn og að lokum tókst Frank Schultz að skora sigurmarkið. Lárus Guðmundsson lék með Uerdingen en sást lítið, enda var liðið alltaf í vörn. Kaiserslautern sigraði Ein- tracht Braunschweig 1-0 og skoraði Thomas Allofs eina markið í lélegum leik. í sjónvarp- inu var ekki að merkja að Magn- ús Bergs léki með Braunschweig, frekar en í siðustu leikjum. Pfaff valinn! Udo Lattck þjálfari Bayern Múnc- hen tilkynnti kl. 11.20 í gærmorgun þá ákvörðun sína að Jean-Marie Pfaff, hinn frábæri belgíski mark- vörður, fengi nú aftur stöðu sína sem aðalmarkvörður. Hinn ungi Rai- mond Aumann hefur haldið honum á bekknum í haust en Pfaff sýndi stór- kostlegan leik í Evrópukeppninni á miðvikudag og það réði úrslitum. 0m á fullu Örn Óskarsson vonast til þess að allt sé þá þrennt sé - hann er farinn að æfa á fullu og stefnir á að æfa með Þrótturum í 1. deildinni í knattspyrnu næsta sumar. Hann gekk til liðs við Þrótt fyrir sumarið 1983 en hefur enn ekki getað leikið með liðinu - hann sleit hásin vorið 1983 og aft- ur sl. vor. Bata hans í ár seinkaði mjög vegna þess að einhverra hluta vegna gleymdist grisja í fæti hans eftir síðasta uppskurð! Þróttarar ættu því að geta stillt upp öflugri vörn næsta sumar, með leikmenn á borð við Örn, Jóhannes Eðvaldsson, Ársæl Kristjánsson og Kristján Jóns- son. - VS Körfubolti/úrvalsdeild Njarðvík vann Hauka tvisvar Stig gleymdist - en Njarðvík vann eftir framlenginguna Gunnar Þorvarðarson brást ekki á ör- lagastundu og tryggði Njarðvík sigur á Haukum. Njarðvíkingar sigruðu Hauka tvívegis í sama leiknum - stór- viðureign liðanna í Njarðvík í gærkvöldi! Staðan eftir venju- legan leiktíma var 80-80 en hefði átt að vera 81-80 fyrir Njarðvík því ritarar gleymdu að færa inn eitt vítaskot Jónasar Jóhannes- sonar í síðari háifleik. Njarðvík náði síðan að sigra 91-90 í fram- lenginguni. Leikurinn var hraður, jafn og spennandi. Njarðvík náði 10 stiga forystu en JÍaukar jöfnuðu og leiddu í hléi, 37-39. Þeir voru síð- an yfir mest allan síðari hálfleik og þegar þrjár mínútur voru eftir var staðan 71-78 þeim í hag. Þá fóru þeir að reyna að hægja íeikinn niður og það gekk ekki upp - Njarðvíkingar náðu af þeim boltanum aftur og aftur og á lokasekúndum jafnaði Valur Ingimundarson með þriggja stiga langskoti, 80-80. Haukar voru yfir nánast alla framlenginguna sem var hálfgert einvígi Vals Ingimundarsonar og Pálmars Sigurðssonar. Þegar 11 sekúndur voru eftir tókst Gunn- ari Þorvarðarsyni þjálfara að jafna fyrir Njarðvík, 90-90, og í leiðinni fékk hann eitt vítaskot sem hann skoraði úr af sinni al- Guðmundur Steinsson og Hörður Jóhannesson sýna fótabúnaðinn fágæta, ásamt feðgunum Björgvini og Olafi Schram, umboðsaðilum Adidas á íslandi. Adidas Guðmundur gullskór Guðmundur Steinsson úr Fram fékk i gær Gullskó Adidas Piltalandsliðið Slæmur skellur gegn Svíum afhentan í hófl sem Heildverslun Björgvins Schram, umboðsaðili Adidas hér á landi, stóð fyrir. Þetta er í annað skiptið sem gullskórinn er veittur hér á landi markahæsta leikmanni 1. deildar en Ingi Björn Albertsson hlaut hann í fyrra. í þetta skiptið (og svo skal framvegis) var einnig veittur silfurskór öðrum marka- hæsta manni deildarinnar - Herði Jóhannessyni úr ÍA. Adidas hefur verðlaunað markakónga í hinum ýmsu löndum í 17 ár og árlega fær markahæsti leikmaður Evrópu slíkan grip sérstaklega. - VS kunnu ró og yfirvegun, 91-90. Troðfullt húsið nánast sprakk af fagnaðarlátum og Gunnar var tolleraður. Valur Ingimundarson var að vanda langdrýgstur Njarðvíkinga og skoraði 41 stig án þess að vera með neina sérstaka tilburði. Gunnar var sterkur, þó hann væri farinn að haltra undir lok leiksins vegna meiðslanna sem hrjá hann. ísak Tómasson átti frábæran kafla í byrjun síðari hálfleiks er hann skoraði 15 stig og hélt í við Haukanna. Jónas Jóhannesson gætti ívars Websters vel en það kostaði hann villur. Pálmar átti frábæran leik með hinu sterka Haukaliði og í fram- lengingunni skoraði hann öll 10 stig liðsins. ívar Webster var sterkur í fráköstunum. Það varð Haukunum fyrst og fremst að falli að ætla að hanga á boltanum síðustu þrjár mínúturnar í hinum venjulega leiktíma - með eðli- legum leik hefðu þeir vafalítið haldið sínum hlut. Stig UMFN: Valur 41, Isak 15, Gunnar 13, Ellerl Magnússon 7, Árni Lárusson 6, Jónas Jóhannesson 5 og Hreiðar Hreiðarsson 4. Stig Hauka: Pálmar34, Ivar22, Kristinn Kristinsson 11, Henning Henningsson 9, Ólafur Rafnsson 7, Hálfdán Markússon 5 og Reynir Kristjánsson 2. Sigurður Valur og Jón Otti dæmdu leikinn mjög vel. -SÓM/Suðurnesj um UEFA Bretaslagur Það verður mikill Bretaslagur í 3. umferð UEFA-bikarsins í knattspymu því þar drógust sam- an í gær enska félagið Manchest- er United og skoska félagið Dundee United. Drátturinn fór annars þannig: Real Madrid - Anderlecht Inter Milano - Hamburger SV Bohemians Prag - Tottenham Manch. United - Dundee United Spartak Moskva - Köln Craiova - Zeljeznicar Lodz - Dinamo Minsk Videoton - Partizan Belgrad Arnór Guðjohnsen og félagar í Anderlecht fá erfiða andstæðinga þar sem em spænska stórliðið Real Madrid. Þó hefur Real frek- ar verið á niðurleið undanfarin misseri og er ekki lengur það stórveldi sem það áður var í evr- ópskri knattspyrnu. Leikir 3. umferðar fara fram 28. nóvember og 12. desember. - ab/VS Piltalandsliðið í handknattleik fékk slæma útreið gegn Svíum á Norðurlandamótinu sem hófst í Danmörku í gærkvöldi. Leikið var í Nyköping og sigraði Svíþjóð 34-15. íslenska liðið komst í 2-0 en það snerist fljótt við Svíar leiddu 12-6 í hálfleik. Síðari hálfleik var martröð fyrir íslensku piltana sem aldrei áttu möguleika gegn geysisterku sænsku liði sem skoraði 15 mörk úr hraðaupp- hlaupum í leiknum. Að sögn Sigmundar Her- mundssonar fararstjóra gekk ekkert upp hjá íslenska liðinu og allir voru á ótrúlega lágu plani. „Þeir geta ekki leikið verr en þetta,“ sagði Sigmundur. Júlíus Jónasson skoraði 5 mörk, Geir Sveinsson 4, Her- mundur Sigmundsson 2, Snorri Leifsson 2, Sigurjón Guðmunds- son 1 og Valdimar Grímsson 1. íslenska liðið leikur við Finna og Norðmenn í dag og Dani á morgun. Fyrir stuttu vann það fimm marka sigur á Dönum í V- Þýskalandi og stóð sig mjög vel gegn Tékkum og V-Þjóðverjum þannig að úrslitin í gærkvöldi eru með ólíkindum. -VS Þróttur Jóhannes skrifar undir í dag Jóhannes Eðvaldsson, fyrrum landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, hefur verið ráðinn þjálfari 1. deildar- liðs Þróttar og skrifar hann undir samninginn í dag. Samningurinn er til tveggja ára. Jóhannes hefur um árabil leikið sem atvinnumað- ur, lengst með Celtic í Skotlandi en einnig með Tulsa Roughnecks í Bandaríkjunum og Hannover 96 í V. Þýskalandi. Nú síðast lék hann með Mot- herwell í skosku úrvalsdeildinni en hætti þar sl. vor. Jóhannes mun vafalítið leika með Þrótturum sjálfur næsta sumar, ef hann kemst í liðið eins og hann orðar það sjálfur. Hann lék með íslenska landsliðinu sl. haust og á alls 34 landsleiki að baki. -VS 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 10. nóvember 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.