Þjóðviljinn - 10.11.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.11.1984, Blaðsíða 2
FRETTIR Háskólinn Rekbr falli frá skaða- bótakröfum Á háskólaráðsfundi í fyrradag bar Þorleifur Einarsson, forseti Verkfræði- og raunvísinda- deildar, upp tillögu um að Há- skólinn falli frá skaðabótakröfum þeim á hendur BSRB sem felast í málsókn rektors fyrir borgar- dómi. Afgreiðslu á tillögu Þorleifs var frestað á fundinum. Lögð hefur verið fyrir ráðið skrifleg áskorun sama efnis frá 174 kennurum við skólann. Litlar líkur eru á að borgardómur felli dóm á þessu ári. -m Landfrœði - Doktor í vestfirskri landmótun Hinn 5. júlí sl. lauk Eggert Lár- usson doktorsprófi frá Durham University í Englandi. Dokt- orsritgerð hans er um landmótun jökla og ísaldarlok á Vestfjörðum með sérstöku tilliti til Vestur-ísa- fjarðarsýslu. Efni ritgerðarinnar er tvíþætt; annarsvegar fjallar hún um þróun landslags á Vestfjörðum, einkum fyrir áhrif jökulrofs á kvarter; hinsvegar um breytingar á jöklum og sjávarstöðu í lok ís- aldar í Dýrafirði og norðanverð- um Arnarfirði. Stundaði dr. Egg- ert rannsóknir á Vestfjörðum sumurin 1981-1982 oftast í Dýra- firði og Arnarfirði. Andmælendur voru Ian Y. As- kwell Salford University og dr. Ewan Anderson Durham Uni- versity. Dr. Eggert lauk prófi frá kenn- araskóla íslands 1969 og stúd- entsprófi ári síðar frá sama skóla. Árið 1974 lauk hann B.S.-prófi frá Háskóla íslands í landa- og jarðfræði. Árin 1974-77 stundaði hann nám við landafræðideild Durham University. Dr. Eggert Lárusson var stundakennari við Durham Uni- versity 1974-76, við Kennarahá- skólann síðan 1980 og hann hefur verið fastráðinn kennari við Flensborgarskólann síðan 1980. Dr. Eggert var fyrsti formaður Landfræðifélgsins 1979 og gengdi þar formennsku í tvö ár. Foreldr- ar hans eru Ingibjörg Björnsdótt- ir og Lárus H. Eggertsson. -óg Gísli Björnsson á dráttarbrautinni. Mynd: Atli. Skagaströnd Dráttarbrautin dregst Einir um hituna við Húnaflóa Dráttarbrautin á Skagaströnd verður fullgerð næsta vor og ekki í ár einsog áður var vonað. A fj ár- hagsáætlun Höfðahrepps var gert ráð fyrir 2,9 milljónum til að ljúka smíðinni, en verkið reynist kosta um hálfa aðra milljón í við- bót. Engin dráttarbraut er nú við Húnaflóa og vænta Skagstrend- ingar þess að eigendur báta við flóann muni færa sér mannvirkið í nyt þegar fullbúið verður. Áð sögn Sigfúsar Jónssonar sveitarstjóra var kostnaður við dráttarbrautina ekki ljós þegar hreppurinn gerði fjárhagsáætlun sína, og þarsem fé nægði ekki til að ljúka henni nú verður fram- kvæmdum frestað til vors. Ekki er nema um mánaðar vinna eftir. Gísli Björnsson framkvæmda- stjóri Trésmiðju og skipasmíðast- öðvar Guðmundar Lárussonar tók á móti blaðamanni Þjóðvilj- ans við dráttarbrautina fyrir nokkru og var þá verið að steypa hliðarfærslugarða við brautina. Hún verður leigð skipasmíða- stöðinn'. „Menn berjast við að skapa hér einhverja atvinnu aðra en beinar fískveiðar“, sagði Gísli, „og með þessu eflist iðnaður og þjónusta við bátana. Við vonumst til að bátar við flóann, uppundir 40 bátar, sæki hingað. Brautin getur tekið um 200 lesta skip.“ Farið var að undirbúa smíði mannvirkisins fyrir þremur árum og er heildarkostnaður gróflega áætlaður um 13,5 milljónir. Þaraf borgar hafnarmálastjórn 40%, hreppurinn 60%. Verkalýðshreyfingin ASÍ-þing eftir hálfan mánuð Rúmlega 500fulltrúar á Hótel Sögu. Pétur Tyrfingsson ekki ísveit Dagsbrúnar Alþýðusambandsþing verður haldið á Hótel Sögu 26. - 30. nóv- ember, eftir tvær vikur rúmar. Búist er við rúmlega fimm hundr- uð fulltrúum til þingsins, þarsem meðal annars verður kosið til helstu embætta og í miðstjórn sambandsins. Meðal umræðuefna á þinginu auk hefðbundinnar kjara-, atvinnu- og efnahagsmálaum- ræðu er skipulag verkalýðshreyf- ingarinnar, atvinnulýðræði, vinn- uvernd, lífeyrismál, tölvur, fræðslu- og menningarmál, út- gáfa, málefni aldraðra og fatl- aðra. Frestur aðildarfélaga til að til- kynna um fulltrúa sína er útrunn- inn og munu kjörbréf könnuð eftir helgi. Þjóðviljanum er ekki kunnugt um kosningar í neinu fé- Iagi um þingfulltrúa. Búast má við nokkurri endur- nýjun á þingheimi frá síðasta ASÍ-þingi enda er ungt fólk óðum að sækja fram til áhrifa í verkalýðshreyfingunni. Þannig eru sex nýir fulltrúar af 22 í sveit Dagsbrúnar, allt ungir menn. Á þeim lista er þó ekki að finna Pét- ur Tyrfingsson sem mjög hefur látið að sér kveða í félaginu und- anfarið. Starfsmannafélagið Sókn sendir átján menn til þings og vekur nokkra athygli að formað- ur samninganefndar félagsins í febrúarlotunni, Óttarr Magni Jó- hannsson, er ekki þar á meðal og aðeins einn úr samninganefnd- inni. Nokkur átök urðu um fe- brúarsamningana í Sókn. - m Upplýsingaveitur, kapalkerfi William Evans, framkvæmda- stjóri og verkfræðingur frá Man- itoba símafélaginu, mun halda al- mennan fyrirlestur í boði Verkræðistofnunar Háskólans. Fjallar hann um breiðbandsnet (kapalkerfí) Winnipegborgar, einnig um athyglisverðar tilraun- ir með nýjungar á sviði upplýs- ingaveitna í dreifbýli (MMDS). Fundarstaður: Lögberg (hús lagadeildar), stofa 101, mánu- daginn 12. nóv. 1984 kl. 18.00. Samningar Hjúkmnarfræðingar já Úrslit í atkvæðagreiðslu hjúkr- unarfræðinga í Reykjavík um samningana urðu ljós eftir hádegi í gær. Atkvæði þeirra eru talin sérstaklega þarsem Hjúkrunarfé- lag íslands semur sjálft við borg- ina. Já sögðu 160 (62%), nei sögðu 32 (12,4%), auðirseðlar ogógild- ir voru 66 (25,6%). Á Akureyri samþykktu hjúkr- unarfræðingar samsvarandi samning með 56 atkvæðum gegn BSRB Talið í dag Lokatölur á mánudag I dag verða talin atkvæði í kosningum BSRB-manna um ný- gerðan kjarasamning. Lokatölur verða ekki kunnar fyrr en á mánudag vegna póstatkvæða, en verði úrslit skýr má búast við að kjörstjórn kynni bráðabirgða- niðurstöður eftir talningu í dag. Síðasti frestur til að póstleggja atkvæði,af landsbyggðinni var í gær. Hjá kjörstjórn BSRB var okkur sagt að líkur væru á með- alkosningu, kjörsókn milli 70 og 80 prósent. í atkvæðagreiðslunni um sáttatillöguna kusu um 85% félaga. Á kjörskrá eru um ellefu þúsund ríkisstarfsmenn. Auk þeirra kjósa bæjarstarfsmenn um sína samninga og átti talning í Reykjavfk að hefjast eftir lok kjörstaðar um tíu í gærkvöld. -m Kirkjuþing Bænaskráin dregin til baka Ratsjáin afgreidd með rökstuddri dagskrá Eitt þeirra mála, sem komu fyrir nýafstaðið Kirkjuþing, var tillaga til þingsályktunar um stuðning íslensku kirkjunnar við „Bænaskrá Vestfirðinga“ til ríkisstjórnarinnar, þar sem þeir mótmæla framkomnum hug- myndum um byggingu ratsjár- stöðvar á Vestfjörðum. Hefur „Bænaskráin" áður verið kynnt hér í blaðinu, ásamt undirskrift- um. Ljóst var að skoðanir um þetta mál voru mjög skiptar á Kirkju- þingi. Sú nefnd, sem fékk það til meðferðar, klofnaði og skilaði tveim nefndarálitum. Þar sem mikið skorti á að einhugur væri um málið en í hvorugu nefndar- álitinu kom hinsvegar fram á- greiningur um friðarmálaályktun síðasta kirkjuþings ákvað flutn- ingsmaður, sr. Lárus Þ. Halldórs- son, að draga ályktun sína til baka og flutti um það rökstudda dagskrá, sem var samþykkt. -mhg 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.