Þjóðviljinn - 10.11.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.11.1984, Blaðsíða 1
10 nóvember 1984 laugar- dagur 221. tölublað 49. órgangur UOÐVIUINN MENNING ÍÞRÓTTIR Knattspyrna Búbbi þjálfar Þrótt Jóhannes Eðvaldsson hefur verið ráðinn þjálfari 1. deildar- liðs Þróttar í knattspyrnu og skrifar undir samning við félagið í dag. Jóhannes hefur um árabil leikið sem atvinnumaður, nú síð- ast með Motherwell í Skotlandi og var lengi fyrirliði íslenska landsliðsins. - VS Sjá bls. 6 Almálið Sverrir sagði nei Iðnaðarráðherra ber að ósannsogli á alþingi íslendinga Samningurinn við Alusuisse yrðum“ einsog kveðið var á um í léttir þeirri skyldu af eldri samningum. Hjörleifur álhringnum að útvega súrál og Guttormsson spurði Sverri Her- rafskaut „á bestu fáanlegu skil- mannsson iðnaðarráðherra á al- þingi 25. október sl. hvort einhver ádráttur væri gefinn um „breytta túlkun á ákvæðum núgildandi samninga að því cr skattareglur Starfsmannafélag Reykjavíkur Samningar samþykktir í gærkvöldi voru talin atkvæði hjá Starfsmannafélagi Reykja- víkur um nýgerða kjarasamn- inga. Úrslit urðu þau að já sögðu 77%, en nei 8,7%. Auðir seðlar voru 14%. Á kjörskrá voru 2452 en aðeins 1527 greiddu atkvæði eða 62.3%. Einnig voru í gær talin atkvæði hjá Starfsmannafélagi Seltjarnar- ness og þar sögðu 43 já eða 78%, nei sögðu 5 eða 9% en auðir seðl- ar voru 7 eða 13%. GFr / aftanskini á svellaðrí Tjörn (Atli). snertir, t.d. ákvæði aðstoðar- samnings um að Alusuisse sjái ÍSAL fyrir aðföngum á bestu fáanlegum kjörum“. Sverrir Hermansson iðnaðarráðherra svaraði skýrt: „Svarið er nei“. f samningnum sem loks var gerður opinber í vikunni kemur hins veg- ar í fjós að slíkur ádráttur er eigi að síður gefinn. Þetta kemur greinilega fram í samningnum þarsem stendur að umrædd ákvæði um „bestu fáan- legu skilmála" eigi við í þeim til- vikum þegar Alusuisse veitir ÍSAL aðstoð sem ráðgjafi við innkaup hjá þriðja aðilja, en ekki þegar það er sjálft að selja ÍSAL hráefni frá fyrirtækjum innan samsteypunnar. Frá sjónarmiði Alusuisse skiptir þessi túlkun á- kvæðisins ekki aðeins máli gagnvart ríkisstjórninni heldur einnig hugsanlegum samstarfsað- ila í ÍSAL samkvæmt hinum nýju ákvæðum þar um, og hefur fyrir- tækið því lagt áherslu á, áð fá að- stoðarsamningnum breytt að þessu sinni“. - óg Formannsslagur Ákvörðun um helgina FerJón Baldvinfram á móti Kjartani? Ég tek ákvörðun nú um helg- ina, sagði Jón Baldvin Hannibals- son í samtali við Þjóðviljann í gær en Kjartan Jóhannsson staðfestir 1 viðtali við blaðið, að hann ætli að gefa kost á sér áfram til for- mennsku í Alþýðuflokknum. í vantraustsumræðunni á dög- unum sagði Jón Baldvin að Al- þýðuflokkur ætti að vera „vinstra megin við miðju“, en Kjartan segir klárt og kvitt að flokkurinn sé „vissulega vinstri flokkur". -óg Sjá bls. 4 sunnudag. Fiskiþing stöðvast Hávaxtastefna ríkisvaldsins tröllríðúr atvinnuvegunum. Stórir hópar hafa verið leystir undan ábyrgð. Gengisstefna sem í raun hefur útilokað eða gert óarðbæran allan útflutning okkar á hina hefðbundnu markaði í V- Evrópu, hávaxtastefna og miklar verðhækkanir í öllum þjónustu- greinum og á aðföngum, ásamt miklu hærra olíuverði til físki- skipa en í nokkru samkeppnis- landa okkar, eru búin að eyða því fé, sem eftir var í atvinnu- greininni. Nær öll útgerð og físk- vinnsla í landinu er nú að stöðv- ast, segir m.a. í ályktun sem sam- þykkt var samhljóða á Fiskiþingi sem slitið var í gær. í ályktuninni segir ennfremur að ríkisvaldið hafi losað stóra hópa í þjóðfélaginu undan ábyrgð í baráttunni gegn verð- bólgunni og hleypt af stað þeirri hávaxtastefnu sem nú tröllríður atvinnuvegunum. Allir nema ráðamenn sjái að þessi kapítuli í viðureigninni við verðbólguna sé tapaður. Fiskiþing vekur athygli á því að sjávarútvegurinn aflar 73% þess gjaldeyris sem þjóðin aflar og að baki þessarar gjaldeyrissöfnunar eru aðeins 16% af erlendum skuldum þjóðarinnar. Ef þessi gjaldeyrisöflun eigi að halda áfram verði að tryggja rétta geng- isskráningu, stórlækka vexti, lækka olíuverð til fiskiskipa og raforkuverð til fiskvinnslunnar. Ekkert megi gera til að torvelda hina hagstæðu viðskiptasamn- inga sem sjávarútvegur og iðnað- ur á við Sovétríkin. Endur- greiddur verði uppsafnaður sölu- skattur þessa árs og sjávarútveg- inum verði endurgreitt gengistap af 40% afurðarlána ef til gengis- breytinga kemur, enda hafi þessi hluti lánanna verið færður yfir í erlenda mynt í siðasta mánuði án nokkurs samráðs við aðila sjávar- útvegsins. - Ig

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.