Þjóðviljinn - 10.11.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 10.11.1984, Blaðsíða 16
Um fátt er nú meira talað í bæjarlífi Reykvíkinga en hina stórglæsilegu uppfærslu ís- lensku óperunnar á Carmen eftir Bizet og gagnrýnendur hlaða hana lofi. Leikstjóri sýn- ingarinnar er Þórhildur Þor- leifsdóttir og það hefur flogið fyrir að uppfærslan sé með dálítið öðrum hætti en oft áður og Carmen sjálfri gefin meiri kvenleg reisn í sýningunni. Það er því ekki úr vegi að fá Þórhildi til viðtals og fá að heyra sjónarmið hennar um persónur þessarar frægu óp- eru. Hún segir þetta í byrjun: - Það er ekki brotið neitt blað með þessari uppfærslu á Carmen, engin hrópandi nýjung. Miklu fremur er kannski um ákveðna áherslubreytingu að ræða. Ég vil líka taka það fram að það er fyrst og fremst hin dásamíega tónlist sem gefur þessari óperu gildi. Hún fellur hvorki né stendur með minni túlkun eða annarra, en engu að síður er hér um drama að ræða, sem verður að taka afstöðu til. - En í hverju er þessi áherslu- breyting fólgin sem þú talar um? - Hin klassíska túlkun á aðal- persónum óperunnar er sú að Carmen sé hálfgerð léttúðardrós og hún er vond. Don José er hins vegar saklaus og góður maður sem hin vonda Carmen dregur á tálar. Þessi túlkun gerir báðar persónumar minna áhugaverðar en efni standa til. Ástæðan er sú að hin frjálsa kona hefur verið tabú og karlmaður sem ekki hem- ur sig og lætur stjórnast af tilfinn- ingum er líka tabú. Þess vegna þarf að láta hann vera svona sak- lausan. - Pú segir minna áhugaverðar en efni standa til. Er þá eitthvað í textanum sem gefur tilefni til ann- arrar túlkunar? - Já, Don José er samkvæmt textanum enginn heiðarlegur sveitapiltur. Þegar í upphafi kem- ur fram að hann er Baski sem hefur þurft að flýja heimabyggð sína vegna þess að hann drap mann í reiðikasti. í textanum hef- ur þetta að vísu oft verið strikað út vegna þess að það þjónaði ekki hinni saklausu ímynd sem Don José hefur verið gefin. En hann á hvorki þá fortíð né hegðun í verk- inu sem ætla mætti að hann sé eitthvert blessunarinnar blíða ljós. Viðbrögð hans markast aldrei af skynsemi heldur af skap- ofsa og tilfinningum sem hann hefur ekki lært að hemja. Don José er margbrotnari per- sóna en Carmen. Ekkert orð er henni lagt oftar í munn en „frelsi“ og allar hennar athafnir markast af þrá eftir fullkomnu frelsi og hún hvikar aldrei. Hún er frá upphafi samkvæm sjálfri sér. - Hvernig þá? - Hún er hrifin af Don José en hann fylgir henni ekki af fúsum og frjálsum vilja eins og hún vill. Hann ræðst á yfirmann sinn og verður réttlaus maður og neyðist þá til að fylgja henni en þá er hann um leið orðinn henni byrði. Hún hlýðir eigin tilfinningum allt til loka þó að það kosti hana lífið. Henni hefði verið í lófa lagið að lempa Don José til í lokin en þá hefði hún þurft að afneita ein- hverju sem hún hefði sagt eða gert en það gerir hún ekki. - Telur þú að Bizet hafi ekki ætlað Carmen að vera léttúðar- drós þegar hann samdi óperuna? - Það er fráleitt ef hlustað er á tónlistina. Það er einungis þegar hún hefur verið handtekin eftir að hafa lent í áflogum að hún syngur ögrandi og notar gagngert kvenlega töfra sína. Bizet var sér- stakurmaður, hann rakst ekki vel í flokkum eins og við segjum núna, var dálítið upp á móti sín- um samtíma. í óperunni eru þær Micaela og Carmen fulltrúar tveggja heima og tvenns konar siðgæðis. Micaela er fulltrúi hins kristna og borgarlega siðgæðis og ekki mjög veraldarvön en þó er hún ekki bara bláeyg og saklaus heldur hefur hún til að bera mikið hugrekki. Carmen er hins vegar sígauni og þess vegna utan sam- félagsins. Frelsi hennar er samt ekki frelsi til að sofa hjá hverjum sem er, eins og það hefur oft ver- ið túlkað, heldur fyrst og fremst frelsi til að hlýða eigin tilfinning- um. En það hefur reynst erfitt að uppræta hinar eilífu ícvenmyndir, sem ganga aftur og aftur, Marí- urnar tvær: Maríu mey og Maríu Magdalenu, annars vegar hina engilhreinu hins vegar hina létt- úðarfullu. - Nú er Carmen sígauni. Er ekki af og frá að kona af síg- aunakyni hafi verið frjáls eins og Carmen? - Ég reikna með að Bizet láti Carmen vera í hópi sígauna sem fjarvistarsönnun. Það er einungis tákn um að hún standi utan við samfélagið. - Nú byggir Carmen á skáld- sögu. Fylgir Bizet ekki söguþræði hennar? - Nei, hún er frekar lausleg fyr- irmynd. Micaela er t.d. ekki í skáldsögunni en sagan segir að Bizet hafi neyðst til að setja hana inn í óperuna sem mótvægi við Carmen svo að hún standi ekki eftir sem hin eina kvenímynd. - Telur þú að kvenréttindakon- ur geti dregið lœrdóma af Carm- en? - Hún getur ekki kennt þeim beinlínis, en glatt hjarta þeirra. Það er ekki oft sem við sjáum kvenímyndir sem við erum ánægðar með. Svo lærir maður sjaldan nokkuð nýtt í leikhúsi. Það er miklu fremur, ef vel tekst til upplifun, eitthvað sem hrífur þig og gerir þér fært að fljúga hærra en dags daglega. Ég vil líka taka fram að sú túlkun sem kem- ur fram í persónunum í þessari uppfærslu er ekki endilega mitt verk heldur afrakstur þess sem fjallað er um á æfingum í sam- vinnu við marga. T.d. vorum við Sigríður Ella, sem syngur Carm- en, mjög sammála um túlkunina á Carmen. Hún er ákaflega þroskuð og sterk listakona og ég hefði lent í vandræðum ef ég hefði verið í andstöðu við hana. - Nú hefur óperan fengið ákaf- lega góða dóma en samt hefurðu fengið smápillur frá gagnrýnend- um. Hvað viltu segja um það? - Það breytir engu. Ég á enga kröfu á því að aðrir séu sammála mér í einu og öllu og ég hleyp ekki til og breyti þó að aðrir séu ekki sammála mér. Það þýðir þó ekki að ég sé óskeikul. Ég set upp sýn- inguna skv. eigin skoðunum og svo verða aðrir að vega og meta og geta eftir atvikum verið ánægðir eða óánægðir. Þú gætir spurt 500 manns um skoðanir þeirra á sýningunni og vafalaust hefðu þeir allir eitthvað út á að setja en það er af og frá að ég taki það nærri mér svo framarlega sem sýningin í heild gleður. -GFr Léttúðardrós eða fyrirmynd kvenna? Þórhildur: Hin frjálsa kona hefur verið tabú og karlmaður sem ekki hemur sig og lætur stjórnast af tilfinningum er líka tabú. ÞórhildurPor- leifsdóttir leikstjóri segirfrá skoðun- umsínumá persónum óper- unnaren túlkun hennarerfrá- brugðin hefð- bundnum upp- faerslum Carmen

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.