Þjóðviljinn - 10.11.1984, Blaðsíða 16
LEIÐARI
Kjör kennara
Það hefur lengi loðað við á íslandi þröngsýnn
búraháttur sem meðal annars kemur fram í því,
að líta á þá sem fást við kennslu og uppeldi sem
einskonar ómaga. Ótrúlega lengi er á sveimi
endurómur af röddum þeim, sem dundu á Ólafi
skáldi Kárasyni og ættmennum hans í þjóðar-
sögunni, sem voru taldir þeir aumingjar, að þeir
væru ekki til annars hæfir en að segja börnum
til. Og launin fyrir starf þeirra eftir því.
Á okkar dögum verður þetta tal einstaklega
furðulegt og fáránlegt. Á opinberum vettvangi
heyrast nöldursraddir, jafnvel úr æðslu valda-
stólum eins og nýleg dæmi sanna, um að kenn-
arar vinni eiginlega ekki fyrir kaupinu sínu.
Undarlegum reiknislistum er beitt til að „sanna“
að kennarar vinni minna en aðrir menn. Stund-
um er engu líkara en þeir einir af öllum starfs-
stéttum fái að kenna á þeirri augljósu stað-
reynd, að á hvaða vettvangi sem er vinna menn
störf sín misjafnlega vel. Þetta nöldur, sem á
rætur sínar í gamalli íhaldssemi sem fyrirleit
bókvit en átti asklok fyrir himin, blandast svo
saman við háværar raddir - og eru stundum
sömu aðilar að tala - sem gera vaxandi kröfur til
skóla. Úr öllum herbúðum heyrist talað um stór-
aukið hlutverk skóla og kennara, breytta þjóð-
félagshætti, nýja fjölskyldugerð, aukna þátttöku
kvenna í atvinnulífi - allt leggist þetta á eitt um
að stækka þátt skólans í mótun nýrra kynslóða.
Vissulega er þetta ekki nema satt og rétt - eins
og kennari bendir á hér á síðunni - áður var
kennarinn fræðari fyrst og fremst, nú gerist það
með breyttu þjóðfélagi að uppeldishlutverkið
verður stærra.
En þeir sem yfir peningum ráða hafa til-
hneigingu til að hlaupa í felur þegar að því kem-
ur að styðja kröfur til skóla og kennara með
auknu örlæti við fræðslukerfið. Að vísu reisa
menn skólahús. Kennaramenntun hefur verið
bætt og meira er ýtt undir endurmenntun en
áður. Nokkuð hefur verið létt á kennsluskyldu.
Þess ber að geta sem gert er - og hafa þar bæði
forvígismenn í uppeldismálum og stjórnmála-
menntengdirfélagshyggju lagtmargtgotttil. En
það er líka Ijóst að tilhneigingar til vanmats á
störfum kennara eru sterkar - og þær koma
hvergi betur í Ijós en þegar hægristjórn situr
eins og nú er og reynir hvarvetna í anda sinnar
frjálshyggju að „skera niður“ og þá ekki síst í
fræðslukerfinu.
Úr menntamálaráðuneytinu heyrast nú raddir
LEÐARAOPNA
í þá veru að víst sé núverandi yfirstjórn fræðslu-
mála á því að endurmeta beri störf kennara.
Það er ekki sem verst - en hitt miklu óljósara
hvað úr slíkum áformum verður. Það er ekki
langt síðan málgagn menntamálaráðherra,
Morgunblaðið, átti þau svör helst til kennara
sem minntu á afleit kjör sín, að bæta mætti hag
þeirra með því að spara í fræðslukerfinu sjálfu.
Með því að laun kennara eru obbinn af útgjöld-
um í fræðslukerfi þá hljómaði þetta eins og hvert
annað háð - eða eins og þegar saddi maðurinn
á frægri skopteikningu skar rófuna af svöngum
hundi og fékk honum að éta.
Úr hægriherbúðum heyrist stundum að það
sé nauðsynlegt að bæta kjör kennara, vegna
þess að sé þeim haldið í fátækt verði þeir allir
kommar og spilli börnunum okkar. Þetta er
óneitanlega nokkuð spaugilegt - en tilfyndið
væri það, ef hið leiða flagð, Rauða grýlan, gerði
loksins það gagn að hræða íhaldsstjórn til að
bæta hag kennara! Hitt er svo víst, að það er
mjög brýnt að allir vinstrimenn sýni málum
kennara fullan skilning og taki þátt í því að út-
rýma fordómum og öðrum hindrunum sem tefja
fyrir sókn þeirra til betri hags.
Ingibjörg Haraldsdóttir kennari í menntaskóla:
Vinnum mikið heima
„Hluti af vanmati á starfi
kennarans felst í því aö viö vinn-
um mikið heima hjá okkur. Skól-
arnir eru þannig skipulagðir að
kennarar neyðast til að vinna á
kvöldin og um helgar, einkum á
prófatímum. Aðstaðan eryfirleitt
ekki fyrir hendi í skólunum til
undirbúningsvinnu kennaraog
lánum við því aöstöðuna heima
fyrir," sagði Ingibjörg Haralds-
dóttir kennari í Menntaskólanum í
Kópavogi.
„Það er ef til vill ekki von að
fólk geri sér grein fyrir hversu
mikil undirbúningsvinnan er.
Bekkirnir eru blandaðir og svo
ólíkir að mjög oft þarf að búa til
sérstaka námsáætlun fyrir hvern
einstakan bekk og undirbúa sig
miðað við það. Einnig breytist
námsefni frá ári til árs, nýjar
bækur eru notaðar og nýjar kröf-
ur eru gerðar til kennslunnar.
Mörgum finnst sumarfríið okk-
ar langt og vinnutíminn stuttur.
t>á gleymist að athuga hve undir-
búningstíminn sem okkur er
reiknaður er mikill og að það af
honum sem er umfram 40 stunda
vinnuviku, tæpar 6 stundir á viku
í 36 vikur, reiknast inn í fríin okk-
ar. Ég get sagt fyrir mig að ég næ
ekki að undirbúa mig á þeim tíma
sem mér er ætlaður og fæ um-
framvinnuna ekki greidda.“
-ÍP
Sverrir Guðjónsson kennari í grunnskóla:
Nœturvinnan greidd
með dagvinnu
„ Fólk gerir sér ekki grein fyrir
því að okkur eru reiknaðar fleiri
vinnustundir í viku en öðrum
stéttum. Umframstundirnarsem
við vinnum í næturvinnu fáum við
síðangreiddarídagvinnu, því
þær eru færðar yfir á sumarið.
Margir kennarar vildu gjarnan fá
næturvinnuna greidda fremur en
að hún sé reiknuð inn á sumar-
tímann íformi sumarleyfis,"
sagði SverrirGuðjónsson kenn-
ari í Fossvogsskóla.
„Kennarar hafa hingað til unn-
ið mjög mikla sjálfboðavinnu og
það er trúlega ein af ástæðunum
fyrir því vanmati sem er á störfum
þeirra. í dag er ástandið aftur á
móti þannig að kennarar reikna
hverju á að skila og vinna miðað
við það. Ástæðan er bæði hversu
lág launin eru og sú að baráttan
nú skilaði sér ekki.“
Sverrir sagði að meiri upplýs-
ingastreymi á starfi skólanna
vantaði út í þjóðfélagið. „Það er
líka ótrúlegt hvað yfirmenn
menntamála virðast fylgjast lítið
með. Mér finnst þeirra skylda að
koma öðru hvoru í skólana og
kynna sér starfið í að minnsta
kosti einn dag.
Uppeldishlutverk kennara er
einnig vanmetið. Áður var kenn-
ari meira fræðari sem sá um að
bömin skiluðu heimavinnunni,
en með breyttu þjóðfélagi verður
uppeldishlutverkið stærra“.
-jP
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 11. nóvember 1984