Þjóðviljinn - 10.11.1984, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 10.11.1984, Blaðsíða 19
Almenna auglýsingastofan h(. SKÁK Kasparov hefur œtlað sér um of Það er komin tími til að lesend- ur fái að vita hvað gekk fyrir sig í heimsmeistaraeinvíginu meðan verkfallið stóð yfir. Það er því ætlun undirritaðs að þessi þáttur marki upphaf lauslegrar saman- tektar og munu fleiri slíkir þættir fylgja í kjölfarið. Erfitt er að draga mörkin við lauslega yfir- ferð því nú þegar hefur safnast ógrynni gagna um skákimar sjálf- ar. Lesendur verða þó að gera sér yfirborðsmennskuna að góðu því annars væri hér um að ræða for- mála að bók. Það er samdóma álit flestra sem eitthvað fylgj ast með skák að hinn ungi áskorandi, Gary Kasp- arov, hafi ætlað sér um of í upp- hafi einvígisins. Það má segja að undanfarin reynsla hafi lyft hon- um til skýja, hann hefur varla þurft að þola mótbyr hingað til. Hann tefldi alltof glæfralega og byrjanirnar sem hann notaði voru oft á tíðum vafasamar, þ.e. í höndum Karpovs. Þetta átti vel við heimsmeistarann sem teflir sjaldan jafn vel og þegar hann mætir glæfralegri taflmennsku. Upp á síðkastið hefur Kasparov Iheldur slakað á en fyrri hluti ein- vígisins hefur reynst honum dýr- " keyptur. Ég leyfi mér að spyrja hvað hefði gerst ef Kasparov hefði strax f upphafi beitt sömu áætlun og nú? Éftir allt er hann áskorandinn og þarf því ekki að sanna neitt. Við skulum láta heimspeki- legar vangaveltur veg allrar ver- aldar og vinda okkur í skákirnar sjálfar, skref fyrir skref. 1. einvígisskákin Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Gary Kasparov Sikileyjarvörn l.e4 - c5 2. Rf3 e 6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 d6 6. g4 d6 7. h4 Rc6 8. Hgi h5 9. gxh5 Rxh5 20. Bg 5 Rf6 11. Dd2 Db6 12. Rb3 Bd7 13. 0-0-0 a6 14. Hg3 Dc7 15. Bg2 Be716. f4 0-0-017. Df2 Kb818. f5 Re5 19. Bh3 Rc4 20. Rd2 Rxd2 Kasparov hafi mætt til leiks í víg- ahug. Skákin fór rólega af stað, Kasparov iék sínum uppáhalds- leik og heimsmeistarinn svaraði með drottningarindversku eins og hans var von og vísa. í sjöunda leik fóru síðan hlutirnir að gerast, upp kom staða sem mikið hefur verið í deiglunni síðan einvígið Allt er fellt og slétt á yfirborðinu, en.. LÁRUS JÓHANNESSON 21. Hxd2 Hc8 22. fxe6 Bxe6 23. Bxe6 fxe6 24. Dgl Da5 25. Dd4 Dc5 26. Dd3 Dc4 27. De3 Ka8 28. a3 Dc6 29. e5 dxe5 30. Dxe5 Hhd8 31. Hgd3 Hxd3 32.Hxh3 Dhl+ 33. Rdl Dg2 34. Hd2 Dc6 35. He2 Bd6 36. Dc3 Dd7 og hér bauð Kaspar- ov jafntefli sem var þegið. Þessi skák er ósköð eðlileg af fyrstu skák í svo miklum viðburði að vera hvorugur tekur áhættu. Þó kemur Karpov svolítið á óvart í byrjun með 6. leik sínum sem markar upphafið að hinni hvössu Keresar-árás. Þeir félagar þræða síðan þekktar leiðir þar til Kasp- arov endurbætir í 15. leik áður hafði verið leikið Rh7 en þá lum- ar hvítur á 16. Rd5! með yfir- burðastöðu. Karpov hugsar síðan lengi um 33. leik sinn og sannfærist um að ekki sé neitt boðlegt í stöðunni. 2. einvígisskákin, Hvítt: Gary Kasparov Svart: Anatoly Karpov. Drottningarindversk vörn. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. g3 Bb7 5. Bg2 Be7 6. x5x 0-0 0-0 7. d5 exd5 8. Rh4 c6 9. cxd5 Rxd5 10. Rf5 Rc7 11. Rc3 d5 12. e4 Bf6 13. Bf4 Bc8 14. g4 Rba6 15. Hcl Bd7 16. Dd2 Rc5 17. eS Be7 18. Rxe7+Dxe7 19. Bg5 De6 20. h3 Dg6 21. f4 f6 22. exf6 gxf6 23. Bh4 f5 24. b4 fxg4 25. hxg4 Rd3 26. Hf3 Rxcl 27. f5 Dg7 28. Dxcl Hae8 29. Dd2 d4 30. Re2 Rd5 31. Rxd4 Kh8 32. g5 He4 33. Bf2 De5 34. Hg3 Hf4 35. f6 Be8 36. b5 c5 37. Rc6 Dal+ 38. Bfl Hf5 39. g6 Bxg6 40. Hxg6 H5xf6 41. Hxf6 Dxf6 42. Del Hg8+ 43. Kh2 Df4+ 44. Bg3 Hxg3 45. Dxg3 Dxfl 46. Db8+ Kg7 47. Dg3+ og jafntefli var samið.Það má með sanni segja að Polugajevsky-Kortsnoj 1980. Þar vann sá fyrrnefndi sæta sigra með hvítu. í 13. leik kemur Karpov síðan með nýjung og kapparnir byrjuðu að hægja á sér svo strax var útlit fyrir tímahrak á báða bóga. Kasparov hóf aðgerðir á kóngsvæng með 14. leik sínum en hann vanmat gagnaðgerðir Karp- ovs sem byggði upp yfirburða- stöðu. í 26. leik er Kasparov neyddur til að fórna skiptamun ef hann ætlar að halda einhverju spili í stöðunni. Nú er komið að Karpov að leika ónákvæmt og það gerir hann í kring um 30. leik er hann fómar peði. Þegar hér var komið við sögu voru þeir báð- ir í miklu tímahraki og í 40. leik sínum leikur heimsmeistarinn svo af sér vinningnum, hann gat leikið 40. - Rxf6 og hvítur á engin svör við hótunum hxg6 og Re4. Mögnuð skák og gaf hún fyrirheit um skemmtilegt einvígi. Menn voru þó sammála um að Kaspar- ov hafi borið heldur litla virðingu fyrir Karpov og ekki víst að hann slyppi svo auðveldlega næst. Síðustu fréttir herma að Kasp- arov hafí frestað 23. skákinni fram á mánudag og er þetta í þriðja skiptið í cinvíginu sem hann notar þcnnan rétt sinn. HJALPARSJOÐUR GÍRÓNÚMER 90000-1 JímuuESTunE Oryggisins vegna! Nú eru fyrirliggjandi hjá hjólbarðasölum um land allt Bridgestone radial og diagonal vetrarhjólbarðar. Sérlega hagstætt verð. BÍLABORG HF Smiðshöföa 23 sími 812 99 .... 't -----, / r\- v•• 11 leikstjóri SAGA JÓNSDÓTTIR leikmynd BALDVIN BJÖRNSS0N tónlist JÓN ÓLAFSS0N söngtextar KARL ÁGÚST ÚLFSS0N Leikendur: Július Brjánsson Þórir Steingrimsson Guörún Alfreösdóttir Margrét Akadóttir Sólveig Pálsdóttir Guörún Þórðardóttir Bjarni Ingvarsson Ólafur ðrn Thoroddsen o.fl. Frumsýning i Bæjarbiói fimmtudaginn 8. nóv. kl. 18.00. önnur sýning laugardaginn 10. nóv. kl. 14:00 Miöapantanir í síma 50184

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.