Þjóðviljinn - 10.11.1984, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 10.11.1984, Blaðsíða 10
MANNLIF Djúpavík á Ströndum kom mjög við sögu á síldarárun- um. Þarvarþá reistsíldar- verkmsiðja og síldarvinnsla stóð þar með miklum blóma um skeið. En síldin er afslepþ og að því kom að hún fyrir- fannst ekki lengur í Húnaflóa. Þádofnaði yfir mannlífinu á Djúpuvík. Síldarkóngarnir héldu til síns heima en eftir stóðu auðar og yfirgefnar byggingar. Trúlega hafa fáir alið með sér þá von að þessar byggingar ættu eftirað nýtastáný. Þóeru þeirtil. Þeirra á meðal er Ásbjörn Þor- gilsson. Hann er nú að brjótast í því að koma þar á fót fiskeldis- stöð og hyggst m.a. nota í því skyni hin gömlu verksmiðjuhús. Á slóðum afa gamla - Hver er eiginlega kveikjan að þessari hugmyndþinni, Ásbjörn? - Hún er nú kannski dálítið ein- kennileg. Ég á ættir að rekja norður á Strandir. Móðurafi minn sat á sínum tíma á Gjögri, síðan í Kúvíkum og loks í Djúpu- vík. Hann var hákarlaformaður. Ég fór þarna norður fyrst bara til þess að sjá þessar slóðir afa gamla. Upp úr því fór ég að hug- leiða það, hvort ekki væri hægt að nota eitthvað þessar byggingar á Djúpuvík, sem nú standa þar ó- notaðar og virðast bíða þess eins, að verða seigdrepandi eyðilegg- ingu að bráð. Og ég staðnæmdist við fiskeldisstöð. Er svo ekki að orðlengja það að nú hef ég stofn- að utan um hugmyndina fjöl- skyldufyrirtæki, sem ég nefni Magnús Hannibalsson hf., í höf- uðið á afa gamla. Ætli hann sé ekki bara ánægður með það? Landlœg skoðun - Og hvernig er svo aðstaðan þarna til svona starfsemi? - Um það eru nú skiptar skoð- anir. Kemur þar þá fyrst til að það virðist landlæg skoðun á ís- landi að fiskirækt verði ekki stunduð á íslandi nema þar sem jarðhiti er fyrir hendi. Auðvitað er jarðhiti mikilvægur kostur en ég álít hann ekki ómissandi við fískirækt. Enda hefðum við nú sennilega aldrei fengið þarna að- stöðu ef jarðhiti hefði legið þar á lausu. Þar fyrir er engan veginn loku fyrir það skotið, að jarðhiti fínnist á Djúpuvík. Volgrur eru þarna hér og þar. Athuganir jarðfræðings, sem var þarna hjá okkur í júlí í sumar sýna, að við erum þarna á jarðhitasvæði. í ljós kom, að allir lækir á svæðinu eru 12-14 gráðu heitir. Það er því engan veginn útilokað að þarna fengist heitt vatn ef eftir væri leitað, þótt auðvitað viti maður ekki hversu heitt það reyndist eða mikið. Og ef að jarðhiti finnst þá er ekkert því til fyrir- stöðu að hleypa honum á hita- kerfið. En þá vaknar spumingin: Hver á vatnið, sem upp kynni að koma? Spurðu Norðmenn - En þú telur heitt vatn ekki höfuðskilyrði fyrir því, að fiski- rœkt verði stunduð með árangri? - Spurðu Norðmenn. Þeir segja: Númer eitt er að fiskurinn sé heilbrigður. Þeir minnast aldrei á hita. Það sem máli skiptir er að ala upp físk, sem hentar aðstæðunum. Og ég álít, að fisk- ur sem alinn er upp við svona skil- yrði, verði hraustari. Það verður að koma upp ákveðnum „stamma“ á hverju fiskiræktar- svæði fyrir sig. Ef við ætlum að- eins að ala upp fisk við bestu fáanleg skilyrði, hvernig verður þá sú vara? Gervivara? Við eigum fyrst og fremst að ala fískinn upp með þeim hætti að hann sé hraustur og heilbrigður, ekki veiklaður, ekki sjúkur, ekki dekurbarn. En svona kenningar falla nú ekki vel í kramið. * n . V/ Rœtt vlð „v Ásbjörn Þorgilsson um flskeidismöguleik ö Djúpuvík i Ég var í Noregi í 4 ár. Þá sá ég einu sinni í sjónvarpinu mynd af sauðfé. Ég sá ekki betur en þarna væri íslenska kindin iifandi kom- in. Hér höfum við steinaldar- sauð, sagði maðurinn í sjónvarp- inu. Hann er forfaðir íslensku sauðkindarinnar, lifir hér ein- angraður á eyju og gengur þar sjálfala. Þetta er það, sem við erum að tala um, að koma upp sérstökum, harðgerðum stofni. Traustar byggingar - Hafið þið náð eignarhaldi á verksmiðjubyggingunni? - Já, við leituðum uppi eiganda húsanna og keyptum af honum gamla verksmiðjuhúsið og fleiri byggingar þarna. Þetta eru traust hús þótt þau hafi lengi staðið ó- notuð. Við ætlum að nota verk- smiðjuhúsin og byggja þetta upp eins og Norðmenn. Komum upp lokuðu kerfi í kuldum en leitum jafnfram að einhverjum hita- gjafa. Þarna eru miklar þrær og tankar og við þurfum að fá svör við því með hvaða efni er heppi- legast að fóðra þá innan. í húsinu er einnig 50 tonna kyndiketill, sem kyntur er með 18 kg þrýst- ingi. Ganga þarf úr skugga um hvort hann sé ekki vel nothæfur því svona ketill er dýr. Annars þurfum við engan veginn á öllu húsinu að halda til að byrja með. Við erum þarna með mikla og ónotaða fjárfestingu, sem lengi hefur verið algerlega óarðbær. Og það leiðir hugann að því, hvort ekki muni víðar vera til ó- notuð mannvirki, sem komið geta að gangi fyrir einhverja starfsemi. Því ekki að leitast við að nota þá aðstöðu, sem fyrir er, í stað þess að gera allt frá grunni? Við getum bent á heita staði hér og þar er ekkert annað fyrir hendi, allt þarf að byggja upp frá byrjun. Húsin ætlum við að nota til þess að koma seiðunum af stað en setjum þau svo út í girðingar. Eg átti bát og þegar ég kom fyrst þarna vestur datt mér í hug að stunda þar sumarútgerð. En svo heyrði ég að þama væm kannski ekki nógu auðug fiski- mið. Þá skaut fiskeldishugmynd- in upp kollinum og ég fór að skoða málið frá þeim sjónarhóli. Hreinn sjór - Nú œtlið þið að setja fiskinn í sjókvíar, hvernig er sjórinn þarna? - Þarna er mjög hreinn sjór, hreint umhverfi og hreinn botn. Botninn er þakinn sandi, skelja- sandi og möl, enginn leir eða önnur slík óhreinindi. Sjávarhiti mældist þarna 14 gráður í sumar en þó verður sjórinn þarna aldrei of heitur. Mikið lífríki er í firðin- um, sem er langur og þröngur og þar er aldrei hafsjór. Allt þetta gefur til kynna að góð skilyrði séu í sjónum og þarna eigum við að geta verið með strandeldi alveg eins og Norðmenn. í Noregi em þeir látnir ganga fyrir með að- stoð, sem hafa einhverja aðstöðu eins og t.d. er þarna fyrir hendi. En við höfum svo sem heyrt ýmsar hrakspár eins og t.d. þá, að þarna verði allt ísilagt að vetrin- um. Það er nú bara rugl, en auðvitað getur komið þarna hafís eins og víða annarsstaðar hér við land. En er ekki allsstaðar eitthvað að? Þótt menn hafi jarð- hita þá getur verið hætta á jarð- skjálftum, eidgosum o.s.frv. Allsstaðar eru einhverjir ann- markar og ef menn hengja sig stöðugt í slíkt þá verður aldrei neitt gert. Hitt er svo auðvitað, að áraskipti geta orðið í þessari atvinnugrein eins og öllum öðr- um. Því ekki rekamor? - Pú sagðir áðan aðfirna mikill ketill væri þarna í verksmiðjunni, með hverju hyggist þið kynda hann? -Það er nú ekki afráðið ennþá. Ef til vill með kolum. Einnig er hugsanlegt að nota rekamor, sem þama er allsstaðar í hrönnum. Þar með nýtum við eldsneyti, sem þarna fæst fyrir ekki neitt og er auk þess þrifnaður að því að eyða. Aðdrátturinn á morinu skapar nokkra atvinnu. Kyndi- kerfið notast jafnt hvort sem við fáum heitt vatn eða ekki. Fáum við vatnið þá er því bara hleypt á kerfið. En svo er þarflaust að vera að kynda allt árið, heldur aðeins meðan kaldast er. Fóðuröflun - En svo við víkjum aðeins að fóðrinu. - Já, Norðmenn telja að ávallt þurfi að vera fyrir hendi þriggja mánaða birgðir af fóðri. Þurr- fóðrið verðum við að flytja inn. Síðar kemur svo að blautfóðrinu. Þá hefur skapast þarna gmnd- völlur fyrir smáútgerð. Og þarna nýtist allt fiskifang. Engu hráefni þyrfti að henda, eins og nú er gert. Meltukerfi, sem við höfum hugsað okkur að koma upp, gerir það kleift að nýta allar fiskteg- Hér sjást glöggt þau umskiptl sem orðlð hafa á gömlu verksmiðjuhusun um við aðgerðirnar í sumar. 10 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 11. nóvember 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.