Þjóðviljinn - 10.11.1984, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 10.11.1984, Blaðsíða 14
BÆJARROLT tækniskóli t íslands Áætlaö er aö hefja kennslu í Rekstrariðnfræði í janú- ar 1985, enda verði það heimilt samkvæmt væntan- legum fjárlögum. Námsbrautin tekur tvö og hálft skólaár fyrir iðnaðarmenn og aðra tvítuga eða eldri með viðeigandi starfsreynslu að mati skólanefndar. Á vorönn 1985 er áætlað að þeir sem áður hafa lokið iðnfræðinámi (byggingar, rafmagn, vélar) geti bætt við sig og lokið prófi í maí 1985 sem rekstrariðnfræðingar. Enn fremur er áætlað að starfrækja 1. önn á náms- braut í rekstrariðnfræði og er sú önn jafngild 1. önn í frumgreinadeild skólans (undirbúningsdeild). Umsóknir um nám í rekstrariðnfræði ber að skrifa á þar til gerð eyðublöð og senda fyrir 25. nóvember n.k. í Tækniskóla íslands, Höfðabakka 9, 110 Reykjavík. Rektor Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfar- andi: RARIK 84019 raflínuvír 320 km RARIK 84020 þverslár 1070 stk. Oþnunardagur: Þriðjudagur 11. desember 1984 kl. 14.00 Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkis- ins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir opnunartíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með mánudeginum 12. nóvember 1984 og kosta kr. 200.00 hvert eintak. Rafmagnsveitur ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík Hafnarfjarðarbær Útboð - viðbygging Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í viðbyggingu Hafnar- borgar Strandgötu 34. Húsinu á að skila fokheldu og frágengnu að utan 20. ágúst 1985. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjarverkfræð- ings Strandgötu 6, gegn 3000 kr. skilatryggingu. Til- boð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 20. nóv. kl. 11.00. Bæjarverkfræðingur Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins óskar eftir að ráða útibússtjóra á Neskaupstað frá og með áramótum. Menntun í efnafræði, efnaverkfræði eða matvælafræði áskilin. Upplýsingar veitir forstjóri í síma 20240. FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Heimilishjálp Starfsfólk óskast í heimilishjálp. Tilvalið fyrir húsmæður og skólafólk, sem hefur tíma aflögu. Geta unnið 2 saman ef óskað er. Upplýsingar veittar í síma 18800. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, vinar og afa Siggeirs Lárussonar bónda, Kirkjubæjarklaustri. Guðm. Guðmundsson „ERRO“ Lárus Siggeirsson Ólöf Benediktsdóttir Kristinn Siggeirsson Ólafía Jakobsdóttir Gyða S. Siggeirsdóttir Magnús Einarsson Guðlaug Sveinsdóttir og barnabörn. Öliðjuver víð Aðalstrceti Nú er verið að gera næstelsta hús í Reykjavík að bjórkrá. Fer vel á því þó að húsið sé fyrrver- andi biskupssetur. Biskupinn, sem bjó þar, hét Geir Vídalín, kallaður góði. Hann var feitur og makráður og sjálfsagt ölkær eins og flestir lærðir menn á hans tíð. Og það fer líka vel á því að hafa ölkrá í elsta iðnaðarhúsi íslend- inga því að þetta hús, Aðalstræti 10, stendur eitt eftir af iðjuveri Skúla fógeta. En ölgerð hófst með landnámi Ingólfs. Og þó að verði slagsmál í hús- inu hefur það séð annað eins því að Jörundur hundadagakonung- ur og sá armi þrjótur Savignac voru með nokkra uppivöðslu í þessu húsi á dögum Geirs góða. Og færi vel á því að kyrjaðir yrðu í kránni söngvar Jónasar Árnason- ar úr Jörundarfarsa hans. Einnig mætti syngja „Jón Sigurðsson var sveitungi óþekktrar konu“ eftir Megas því að í þessu húsi gisti Jón Sigurðsson hjá Jens bróður sín- um á 7. áratug 19. aldar. Já, þetta hús hefur fylgst með Reykjavík og börnum hennar allt frá vöggu og kynni frá mörgu að segja hefði það mál. Og ef ekki er hægt að komast í stemmningu yfir ölglasi í „Hus til Klædevarernes Conservation og Underkpb- mandens Logemente“, eins og það er kallað í 200 ára gömlum skjölum, þá er hvergi hægt að komast í stemmningu. Einn hængur er þó á og hann eigi alllítill. Á íslandi er ekki leyft það öl sem menn kneyfa á Hviids Vinstue og öðrum gömlum ís- lendingakrám í Kaupmannahöfn heldur verða menn hér að belgja sig fulla af einhverju sulli sem enginn veit hvað inniheldur. Nú er að vísu frumvarp á Alþingi um að leyfa á ný elstu iðngreinina og vonandi verða alþingismenn ekki að athlægi enn einu sinni með því að synja því framgangs. Það hlýtur að vera skárra að drekka alvörubjór en platbjór ef áfeng- ismagnið er það sama. Úr því að áfengisbölið hefur hvort sem er sinn gang. Ölkrár innan gæsalappa sprettá nú upp í Reykjavík og best færi á því að hafa þær flestar niðri í kvos og ekki síst í Aðal- stræti sem hefur langa hefð í þeim efnum. Hvar nema í Aðalstræti 5 var hin fræga og alræmda Svína- stía á síðustu öld. Þar héldu snill- ingar til og að öðrum ólöstuðum má nefna sjálfan Þórð Malakoff sem íslendingar hafa síðan sung- ið um við hin margvíslegustu öl- teiti. Og þegar Benedikt Gröndal fór á túr fór hann í sínu verstu larfa og hélt niður í Svínastíu. Og í Aðalstræti voru fleiri frægir samkomustaðir sem of langt yrði að telja upp enda er nú „Snorrabúð stekkur". Nýja öl- kráin fellur því vel að anda gömlu Reykjavíkur en helst þyrfti að gera húsið upp sem uppruna- legast. Mér sýnist að nú eigi ekki að færa framhliðina meira en 60- 80 ár aftur í tímann og láta þar við sitja. En koma tímar og koma ráð. -Guðjón ALÞÝÐUBANDALAGIÐ AB-Seltjarnarnesi Aðalfundur Aðalfundur verður haldinn þriðjudaginn 13. nóvember í sal Tónlist- arskólans á Nesinu (Heilsugæslustöðin 2. hæð). Dagskrá: aðal- fundarstörf og umræður um stjórnmálaástandið. - Stjórnin. AB-Keflavík Aðalfundur Aðalfundur félagsins í Keflavík verður haldinn þriðjudaginn 13. nóvember kl. 20.30 í húsi Stangveiðifélagsins Suðurgötu 2. Dag- skrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Önnur mál. Inntaka nýrra féiaga. Stjórnin Alþýðubandalagið Hafnarfirði Aðalfundur bæjarmálaráðs Aðalfundur Bæjarmálaráðs ABH verður haldinn í Skálanum Strandgötu 41, mánudaginn 12. nóv. kl. 20.30. Áríðandi er að allir fulltrúar í ráðinu og nefndarmenn flokksins mæti. Félagsmenn eru minntir á að fundir bæjarmálaráðs eru öllum opnir. Stjórnin Félagsmálanámskeið - Kópavogi N.k. mánudagskvöld kl. 20.00 verður haldinn rabbfundur um fundarsköp og fleira. - Hópurinn. Skólamálahópur AB Næsti fundur skólamálahópsins verður haldinn fimmtudaginn 15. nóvember n.k. kl. 20.30 að Hverfisgötu 105, Reykjavík. Umræðuefni: Stefnumótun AB í málefnum framhaldsskólans. Framhaldsumræða. Hópurinn er opinn öllu áhugafólki um skóla- og menntamál. - Stýrihópurinn. Konur- 1985 nálgast! Miðstöðin minnir allar konur á undirbúning vegna loka kvennaáratugsins 1985. Fimm opnir hópar hafa hafið störf á vegum ’85 nefndarinn- ar, sem 23 samtök kvenna standa að. Hóparnir eru: Gönguhópur Listahátíðarhópur Alþjóðahópur Fræðsluhópur Atvinnumálahópur. Skráið ykkur til starfa strax. Allar upplýsingar um fundar- tíma og starf hópanna fást hjá Jafnréttisráði, síminn er 27420. Kvennafyikingin. Félagsvist ABR Hin vinsæla félagsvist ABR hefst á þriðjudaginn, 13. nóv- ember. Þá byrjar þriggja kvölda keppni undir stjórn Vil- borgar Harðardóttur og Dag- bjartar Gunnarsdóttur. Keppnisdagar eru: 13. nóv., 27. nóv. og 11. desember. Félagsvistin hefst klukkan 20 stundvíslega. Lyftan er komin í húsið. Kaffi og meðlæti. Stjórn ABR. 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 11. nóvember 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.