Þjóðviljinn - 16.11.1984, Blaðsíða 3
Austurland
Gott
samstarf
skólanna
Allt frá vordögum 1979 hefur
verið gott samstarf milli fram-
haldsskólanna á Austurlandi.
Með tUkomu framhaldsskólans á
EgUsstöðum og síðar framhalds-
skólans i Neskaupstað var brotið
blað í framhaldsmenntun Aust-
firðinga. Menntaskólinn er að
öUu leyti kostaður af ríkinu í sam-
ræmi við gUdandi lög.
Hinsvegar greiðir ríkið aðeins
60% af stofnkostnaði og 50% af
rekstrarkostnaði Framhalds-
skólans, á grundvelli laga um
fjölbrautaskóla. Því hafa farið
fram ýtarlegar umræður um þann
möguleika, að sveitarfélögin
sameinuðust um rekstur og upp-
byggingu kjamaskóla iðn- og
tæknimenntunar á Austurlandi,
Framhaldsskólans í Neskaup-
stað.
Málið var rækilega kynnt á
þjónustusvæðum SSA og var síð-
an annað af aðalmálum aðalfund-
ar samtakanna á Höfn í Horna-
firði 24. og 25. ágúst sl. Ályktun
aðalfundarins markar tímamót í
gangi máisins. Fjölmenn nefnd á
vegum SSA er nú í burðarliðn-
um. Mun hún fjalla rækilega um
málið og skila áliti eigi síðar en
fyrir aðalfund SSA 1985.
gm/mhg
____________________FRETTIR____________________
Olíuinnflutningur
Ólöglegt ef satt er
Vilhjálmur Jónsson forstjóri ESSO: Kannast ekki við að okkar
viðskiptavinir stundi þetta
Eg veit ekki til þess að þau út-
gerðarfyrirtæki, sem eru í
viðskiptum við okkur stundi
þessa iðju. Hitt er vitað að skip
sem sigla með afla byrgja sig upp,
bæði með olíu og vistir fyrir sig og
ekkert við því að segja. Hitt er
ólöglegt ef skip fylla alla tanka og
sejja olíuna heim komin, jafnvel
þótt þau láti hana á önnur skip
viðkomandi útgerðar. Þetta sagði
Vilhjálmur Jónsson forstjóri Olí-
ufélagsins h.f. í samtali við Þjóð-
viljann í gær.
Eins og skýrt var frá í Þjóðvilj-
anum í gær færist það í vöxt að
togarar sem sigla með afla, komi
heim með alla tanka fulla af olíu
fyrir önnur skip viðkomandi út-
gerðar. Hagnaðurinn er mikill,
þar sem olía er 40% ódýrari til að
mynda í Englandi en hér á landi.
Þjóðviljinn hefur af því spumir
að lakasta hluta afla, til að mynda
tveggja togara, sé safnað í þann
jþriðja sem sigíir og kemur svo
Iheim með olíu. Það skiptir ekki
máh verðið sem fæst fyrir fiskinn.
Aðalatriðið er að koma heim
með olíu. - S.dór
Fiskur
15% dýrari
Verðlagsráð
situr á olíunni
Afundi Verðlagsráðs á mánu-
dag var fiskur hækkaður um
14.9%. Taxtar leigubfla voru
hækkaðir um 9.4% taxtar vinnu-
véla um 6.6%. Enn liggur fyrir
ráðinu ítrekuð beiðni olíufélag-
anna um hækkun á olíuvörum en
ráðsliðar hafa ekkert ákveðið um
það mál og gera væntanlega ekki í
bráð. - m
SHA
Landsráðstefna um aðra helgi
Greinargerð erlends sérfrœðings um ratsjármálið lögð fram
SHA halda landsfund, sinn
sunnudaginn 25. nóv. Á þess-
um fundi verður starfsemi liðins
starfsárs metin og lagðar upp lín-
ur fyrir baráttuna á næsta ári.
Dagskrá fundarins er auglýst hér
aftar í blaðinu. Það sem e.t.v.
mun vekja mesta athygli verður
erindi Malcolms Spavens sér-
fræðings í friðar- og afvopnun-
armálum frá Sussex háskóla á
Bretlandi. Spaven er íslenskum
friðarsinnum að góðu kunnur frá
því er hann sat ráðstefnu Friðar-
sambands Norðurhafa í Reykja-
vík í ágúst s.l. Þá birtist langt við-
tal við hann hér í blaðinu. Viðtal-
ið olli nokkru fjaðrafoki í herbúð-
um Varnarmáladeildar utanrík-
isráðuneytisins. Spaven hafði
sem sé á takteinum upplýsingar
sem Varnarmáladeild hefði viljað
halda leyndum fyrir þjóðinni.
Spaven hefur nú tekið saman
greinargerð um tæknilega og
herfræðUega hlið ratsjárstöðv-
amálsins sem hann mun kynna á
landsfundinum. Gætu þá hæg-
lega komið fram ný sannindi um
þetta óþrifalega mál.
Á næsta ári verða liðin 40 ár frá
helsprengjuárásunum á Híró-
síma og Nagasakí og er gert ráð
fyrir því að þess verði minnst um
allan heim. Emil Bóasson er ný-
kominn af mikilli friðarráðstefnu
í Tókíó, þar sem hann gerði jap-
önskum friðarsinnum grein fyrir
friðarbaráttunni við norðanvert
Atlantshaf og hélt m.a. ræðu á
30.000 manna útifundi. Á lands-
fundi SHA mun hann segja frá
þeirri baráttu sem fram fer við
norðanvert Kyrrahaf gegn kjarn-
orkuvopnum og hernaðaryfir-
gangi stórvelda.
Landsfundur SHA er opinn
öllum herstöðvaandstæðingum
svo og þeim sem telja sig eiga
samleið með samtökunum í al-
mennri friðarbaráttu.
(Fréttatilkynning)
sem ábyrgðartryggja bifreiðar sínar
hjá okkur fá við næstu endumýjun:
þ 55%bónus
eftir 5 ára samfelldan tjónlausan akstur
¥ 65%bónus
eftir 11 ára samfelldan tjónlausan akstur
ll.áriðfrítt!
eins og áður.
Góðir ökumenn njóta bestu kjara
hjá okkur - eins og endranær.
SAMVINNU
TRYGGINGAR
ÁRMÚLA3 SÍMI 81411 UMBOÐSMENN UM LAND ALLT
Föstudagur 16. nóvember 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3