Þjóðviljinn - 16.11.1984, Blaðsíða 14
á spottprís
Verðtrygging í nýja samningnum er haldlaus og
endurskoðunarákvœði bjóða upp á endalaust málþóf
Ef gerður er einfaldur saman-
burður á framleiðslukostnaði
Landsvirkjunar á selda einingu
raforku á undanförnum árum og
því verði sem áformað er að ísal
greiði fyrir raforkuna samkvæmt
nýjum samningsdrögum, kemur í
Ijós að íslenskum neytendum er
enn ætlað að greiða verulega nið-
ur raforkuna til ísal. Sé litið
lengra fram í tímann og reiknað
með verðbólguáhrifum og líklegu
lækkandi gengi dollarans kemur í
Ijós að á fáum árum mun sú
hækkun á raforkuverðinu, sem
samningsdrögin gera ráð fyrir,
étast upp á samningstímanum og
meira til.
Þjóðviljinn hefur látið reikna
út framleiðslukostnað Lands-
virkjunar á selda einingu undan-
farinna ára með því að leggja
saman rekstrarkostnað, afskriftir
og vaxtagjöld samkvæmt
ársreikningi og deila í með seld-
um einingum af framleiddri orku.
Niðurstöður þessa einfalda út-
reiknings eru þær að kostnaðar-
verð á selda einingu var á verð-
lagi ársins 1984 í bandaríkjamill-
um á kflówattstund sem hér segir:
1982 ..................20.1
1983 ..................19.6
1984 (áætl. Landsv.) 20.5
1985 (áætl. Landsv.) 20.8
Ef reiknað er með að 15-20%
seldrar orku sé ódýr afgangsorka
má hækka kostnað forgangsorku
um 10% eða meira. Rétt er að
athuga að í þessum tölum er ekki
gert ráð fyrir að þær miklu fjár-
festingar sem Landsvirkjun hefur
lagt í skili arði. Sé miðað við eðli-
legar arðskröfur af eignum má
reikna með a.m.k. 5 millidala
hækkun á raforkukostnaðinum.
Pannig væri framleiðslukostnað-
ur á hverja einingu síðustu ára
kominn upp í um það bil 25 mill á
kílówattstund og kostnaðarverð
til stóriðju því um 20 mill. Hér er
ekki um neinar spár að ræða,
heldur einfaldar tölur byggðar á
framlögðum ársreikningum af
áætlunum Landsvirkjunar.Hér
er ekki um neinar spár að ræða,
heldur einfaldar tölur byggðar á
framlögðum ársreikningum af
áætlunum Landsvirkjunar.
13.4 mill næstu
5 árin
Sem kunnugt er af fréttum ger-
ir hinn nýi orkusölusamningur
ráð fyrir því að orkuverðið sé
ávallt á bilinu 12.5-18.5 mill og
eigi ekki að fara upp fyrir það
næstu 20 árin. Innan þessa bils á
verðið að sveiflast í samræmi við
sveiflur álverðs á heimsmarkaði.
Út frá verðbólguspá og spám um
álverð á heimsmarkaði hefur ver-
ið reiknað út að á næstu 5 árum
muni meðalverð sem ísal greiðir
til Landsvirkjunnar verða 13.4
mill. Er hér um meðaltal að ræða
á spám Chase Econometrics og
James King, sem er sérlegur ráð-
gjafí Alusuisse.
Ef reiknað væri með því að
dollarinn lækkaði að verðgildi
um 5% á ári næstu 4 árin verður
raungildi orkuverðsins sam-
kvæmt nýja samningnum sem hér
segir:
1985 ..............12.3 mill
1986 ..............12.0 mill
1987 ..............11.2 mill
1988 ..............11.4 mill
1989 ..............11.5 mill
Hér er miðað við bjartsýnustu
spár Landsvirkjunar um álverð,
en álverð nú er lægra en hún gerir
ráð fyrir, og þar með verðið til
Isal.
Það þarf ekki mikla tölvísi til
að sjá að slíkt raungildi orku-
verðsins er langt undir kostnað-
arverði. f því sambandi er vert að
hafa í huga að á sama hátt og
verðbólga og líklegt gengissig
dollarans mun rýra raungildi ork-
uverðsins, þá mun verðbólgan
auka á framleiðslukostnaðinn
innanlands. Þeir virkjanakostir,
sem þegar hafa verið fram-
kvæmdir eru væntanlega þeir
hagkvæmustu, og þegar af þeirri
ástæðu væri rétt að reikna með
hækkandi framleiðslukostnaði á
rafmagn hér á landi.
Endurskoðun
illframkvæmanleg
Þá væri rétt að spyrja, hvort
endurskoðunarákvæðin gæfu
okkur ekki rétt til þess að
leiðrétta verðið miðað við verð-
bólgu og gengisþróun.
Vissulega eru um það ákvæði í
hinum nýja samningi, að hægt sé
að taka hann til endurskoðunar á
5 ára fresti frá gildistöku. En til
þess að svo megi verða þarf að
hafa orðið „teljandi og ófyrir-
sjáanleg breyting til hins verra á
aðstœðum, er hafi alvarleg áhrifá
efnahagsstöðu Landsvirkunar
eða ísals, þannig að hún raski
bœði jafnvœginu í samningi þess-
um og valdi óeðlilegu harðrétti
fyrir þann aðila sem í hlut á“.
(Undirstrikanir þjv.)
Hér má benda á að verðbólga
er engan vegin ófyrirsjáanleg á
tímabilinu. Þvert á móti hefur
Landsvirkjun vitnað til spár
Chase Econometrics um 5.7%
árlega meðaltalsverðbólgu í
heiminum á næstu 5 árum. Slík
verðbólga getur því vart talist
„ófyrirsjáanleg breyting“, þótt
hún muni rýra raungildi orku-
verðsins. Verði óvænt hækkun á
orkuverði í heiminum, t.d. um
helming, þá er ljóst samkv. orða-
lagi samningsins að ekki verður
hægt að túlka slíka hækkun sem
tap fyrir Landsvirkjun. Verði
hins vegar óvænt launahækkun
hér á íslandi, t.d. um 50%, þá
gæti ísal hugsanlega krafist lækk-
unar orkuverðsins vegna meints
harðréttis.
Endalausir
gerðardómar
En málið er ekki þar með búið.
Verði aðilar ósammála um hvort
þær breytingar hafi átt sér stað, er
gefi tilefni til endurskoðunar, þá
skal málinu vísað til gerðardóms.
Ef slíkur gerðardómur kemst að
raun um að breyttar aðstæður
gefi tilefni til endurskoðunar
miðað við skilgreiningu samn-
ingsins á „breyttum aðstæðum",
þá ber aðilum að leita samkomu-
lags um leiðréttingu verðs. Náist
slíkt samkomulag ekki skal vísa
málinu enn á ný til gerðardóms.
Miðað við fyrri reynslu af gerðar-
dómum og af málaflækjum og
máladrætti Alusuisse má reikna
með að slíkur málarekstur tæki
ekki minna en 5 ár eða þar til
komið væri að næstu endurskoð-
unardögum. Þannig er hægt að
sjá fram á skemmtilegan mála-
rekstur fyrir stjórnvöld næstu
árin, þar sem ekki er óraunsætt
að ætla að orkuverðið verði kom-
ið það langt undir framleiðsluk-
ostnað þegar eftir fyrstu 5 árin,
að ástæða muni þykja til að knýja
á um endurskoðun.
„ísal gæti greitt
22 miU“
Talsmenn hins nýgerða samn-
ings vísa gjarnan til lágs orku-
verðs á ýmsum þeim stöðum þar
sem bein hagsmunatengsl eru á
milli orkusala og orkukaupanda
og verðið því undir markaðs-
verði.
En í skýrslu Landsvirkjunar til
iðnaðarráðherra frá 1982 segir
meðal annars um þetta efni:
„Meðalverð á raforku til álvera í
Evrópu var árið 1981 um 20 mill.
Á sama tíma greiddu öll álver Al-
14 SÍÐA - WÖÐVILJINN Föstudagur 16. nóvember 1984