Þjóðviljinn - 16.11.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.11.1984, Blaðsíða 1
HEIMURINN ATVINNULÍF Kvótafrumvarpið Fallið í efri deild? Nokkrir stjórnarþingmenn andvígir frumvarpi sjávarútvegsráðherra um kvótakerfi nœstu 3 árin. Líklegt það verði fellt á jöfnum atkvœðum óbreytt. Svo getur farið að fiskveiði- stefnufrumvarp sjávarútvegs- ráðherra sem gerir ráð fyrir kvót- afyrirkomulagi við fískveiðar næstu þrjú árin verði fellt af efri deild alþingis. 8 stjómarandstöðuþingmenn í deildinni eru allir á móti frum- varpi ráðherrans, og að öllum lík- indum em minnst tveir stjórnar- þingmenn sömu skoðunar. Það Alusuisse Þaká oikuverði til aldamóta Nýi samningurinn gefur 13.4 millidali - heims- markaðsverð uppí 30! „Þeirri blekkingu hefur verið haldið á lofti að hinn nýi samning- ur feli sér verðtryggingu f sam- ræmi við markaðsverð á áli. Ef nánar er athugað, þá sést að það er ekki tengingin við álverðið skiptir máli í þessu sambandi, heldur það þak sem sett er á orku- verðið allt til ársins 2004“. Þetta segir Ólafur Gíslason í fréttaskýr- ingu um álsamninginn nýja á bls. 14-15 í Þjóðviljanum í dag. í fréttaskýringunni er bent á að reiknað sé með að almennt fari markaðsverð á raforku til stór- iðju uppí 30 millidali á næstu ámm. Hins vegar er gert ráð fyrir því í nýja samningnum að orku- verðið til Alusuisse-hringsins verði 13.4 millidalir á næstu fimm ámm. Kostnaðarverð á orku frá Landsvirkjun fyrir næsta ár er áætlað 20.8 millidalir. Sjá bls. 14-15 Gengisfellingin Stendur í stjóminni Þingflokkar Sjálfstæðisflokks- ins og Framsóknarflokksins sátu á árangurslausum fundum í gær til að reyna að berja saman til- lögur í efnahagsmálum. Fyrir utan gengisfellingar hefur ekkert verið fastákveðið ennþá. Töluvert ber á ósamkomulagi innan flokkanna en auk þess er liðið svo á tímann, að þeir vilja bíða úrslita atkvæðagreiðslna í verklýðsfélögunum um samning- inn. Gengisfellingunni hefur því verið frestað um sinn en talið er að til úrslita dragi um eða eftir helgina. -ós/óg eru þeir Þorvaldur Garðar Krist- jánsson þingmaður Vestfirðinga sem þegar hefur lýst harðri and- stöðu sinni við frumvarpið og Eyjólfur Konráð Jónsson sem var í mörgum atriðum mótfallin kvótafyrirkomulaginu er það var afgreitt á þingi í fyrra og mun að öllum líkindum greiða atkvæði gegn frumvarpi sjávarútvegsráð- herra eins og það liggur fyrir al- þingi núna. Við 1. umræðu um frumvarpið á Alþingi í fyrradag sagði Þor- valdur Garðar Kristjánsson m.a. að menn hefðu talið rétt að gera tilraun með kvótakerfið í eitt ár til að afla reynslu og nú væru menn reynslunni nlcari. „Sú reynsla sýnir okkur að engin efni standa til þess að við festum kvót- akerfið til frambúðar heldur þvert á móti að við afnemum það“. Skúli Alexandersson sagði að ráðherra væri að sækjast eftir allsherjar fiskveiðistjórnun á miðunum umhverfis landið næstu þrjú árin. Hér væri verið að fara inn á vafasama braut sem þegar hefði sýnt sig að væri neikvæð fyrir íslenskan sjávarútveg. Ein alvarlegasta afleiðing kvótakerf- isins væri sú að í stórum mæli hefði veiddur afli alls ekki skilað sér á land heldur verið kastað aft- ur fyrir borð í von um að draga verðmeiri afla uppí kvótann. Menn hefðu miklu frekar nálgast hættu á hruni fiskstofnanna með kvótakerfinu en þeim aðferðum sem áður voru notaðar við veiði- stjórn. ->g- Lambakjötskrokkar 42% dýrara kjöt Heildarverð lambakjötskrokka í smásölu er ákveðið afsexmanna- nefnd en hins vegar ákveða kaup- menn álagningu á einstökum hlutum. Skyndikönnun Þjóðviljans á verði íslensks lambakjöts hér og í Dan- mörku leiðir mikinn verðmismun í Ijós. Islenskt lambakjöt er mun ódýrara í verslun f Danmörku en hér heima. Er verðmunurinn 42% á heilum skrokkum og kom þetta í ljós við skyndiathugun sem Þjóðviljinn gerði á verði lambakjöts f tiltekinni verslun í Reykjavfk annars vegar en Kaupmannahöfn hins vegar. Við samanburðinn kom eftirfarandi f ljós: Tegund Danmörk ísland Verðmunur í % Svið 78.00 kr. 78.00 kr. 0% Hryggur 187.69 kr. 204.50 kr. 9% Súpukjöt 146.00 kr. 185.00 kr. 26.7% Læri 187.60 kr. 218.30 kr. 16.2% Kótilettur 221.00 kr. 220.00 kr. 0% Saltkjöt 156.30 kr. 189.00 kr. 21.0% Skrokkar 104.20 kr. 147.90 kr. 42.0% Londonlamb 218.70 kr. 280.00 kr. 28.0% Nýru 104.20 kr. 115.00 kr. 10.4% Hjörtu 84.50 kr. 115.00 kr. 36.0% Lifur 65.70 kr. 115.00 kr. 75.0% Sexmannanefnd ákveður heildarverð lambaskrokksins í smásölu hér á landi. Hins vegar hefur kaupmönnum verið gefið frelsi til að ákveða álagningu á einstökum hlutum skrokksins. Þeir geta því selt vinsælustu bitana, t.d. læri og hrygg á uppsprengdu verði en notað svo slög og annað sem illa selst til að halda verðinu innan þeirra marka sem sexmannanefnd ákveður. -jp. Það er ekki sama hvar þú kaupir lambaskrokkinn, sem kjötiðnaðarmaðurinn á myndinni heldur á. (Atli). Alþýðuflokkur Hef ekki áhuga Jón Þorsteinsson hafnar sœti á landsfundi Eg er alveg laus við allar áhyggj- ur af þessum formannsslag í Alþýðuflokknum, hann skiptir mig ekki máli til eða frá. Það er rétt að ég var kjörinn á þetta flokksþing. Það var hinsvegar gert án þess að tala við mig og því hafnaði ég þessu og minn vara- maður hlýtur að taka við. Þetta sagði Jón Þorsteinsson, lögfræðingur og fyrrverandi ; þingismaður Alþýðuflokksir en hann hefur neitað að ta: kjöri á landsfund flokksins se hefst í dag. Jón sagðist vera búinn að mis allan áhuga á þessum málum. 1 er bara hættur, svo einfalt er þ og því fer ég ekki á flokksþinj -S.d

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.