Þjóðviljinn - 16.11.1984, Blaðsíða 7
Afvopnunarmálin
Alvarlegur ágreiningur
innan Reaganstjómarinnar
Deilt er um þrjár mismundandi leiðir. Engin niðurstaða komin í innbyrðis deilum ráðherra
og embœttismanna í Washington um áherslur í afvopnunarsamningum við Sovétríkin
Ríkisstjórn Ronalds Reagan
er sú fyrsta í síðari tíma sögu
Bandaríkjanna sem ekki hefur
lagt ríka áherslu á að ná samn-
ingum við Sovétríkin um þró-
un kjarnorkuvígbúnaðar.
Þessi afstaða á sér tvenns
konar orsakir. Annars vegar
stefnu Reagans í kosningun-
um fyrir fjórum árum en þá
taldi hann nauðsynlegtað
Bandaríkin kæmu ífram-
kvæmd nýjum vígbúnaðará-
ætlunum áður en sest væri að
samningaborði til alvarlegra
viðræðna. Hins vegar hefur
ágreiningur milli einstakra
ráðherra og embættismanna í
stjórn Reagans komið í veg
fyrir að forsetinn mótaði raun-
hæfa stefnu í viðræðum við
Sovétríkin. Stærsta spurning-
in um þróun afvopnunarmál-
anna á næstu misserum felst
því í örlögum þessa á-
greinintjs. Tekur forsetinn af
skarið í upphafi nýs kjörtíma-
bils? Hver verður þá ofan á
þegar úrskurður um deílurnar
verður felldur?
Þótt reynt hafi verið að hjúpa
þennan ágreining mikilli leynd
hefur þó ýmislegt varpað ljósi á
hann síðustu vikurnar. Þar hefur
nýleg bók aðalfréttaritara tíma-
ritsins TIME á sviði kjarnorku-
vígbúnaðar orðið uppspretta
margvíslegs fróðleiks. I bókinni
sem ber heitið „Deadly Gambits"
og þýða mætti sem Hættulegir
leikir rekur höfundurinn Talbot
hvemig sífelldur ágreiningur,
deilur um völd og áhrif innan
embættiskerfisins, mismunandi
afstaða til hættunnar á kjamork-
ustríði og til afvopnunarkröfu
Evrópuríkja hafa tröllriðið sam-
skiptum varnarmála-
ráðuneytisins í Pentagon, utan-
ríkisráðuneytisins og embættis-
manna í Hvíta húsinu á þessu
sviði. Reagan forseta hafi svo
bæði skort þekkingu og dug til að
skera úr deilunum og marka
stefnuna. Þetta ástand hafi kom-
ið í veg fyrir að nokkur raunhæfur
umræðugrundvöllur hafi verið
settur fram. Árin fjögur hafi liðið
án þess að nokkur afvopnunar-
samningur væri gerður. í stað
þess hafi vígbúnaðarkapphlaupið
haldið áfram með sívaxandi
hraða.
Leyninefnd fjallar um
ágreininginn
Þegar farið var að fjalla um
þennan ágreining í blöðum,
bókum og tímaritum og banda-
menn Bandaríkjanna í Evrópu
vom famir að gagnrýna stefnu-
leysið á samningasviðinu var
ýmsum áhrifamönnum í stjóm
Reagans ljóst að gera yrði tilraun
til að ná fram sameiginlegri
niðurstöðu. Stjómmálafréttarit-
ari breska stórblaðsins Sunday
Times skýrði frá því nýlega í
grein, sem hann sendi frá Was-
hington, að í sumar og haust
hefði starfað nefnd fulltrúa frá
hinum ýmsu ráðuneytum og
stofnunum innan stjórnkerfisins
til að reyna að þjappa ágreiningn-
um saman í fáeina valkosti. Fjall-
að var um skýrslu þessarar nefnd-
ar á fullskipuðum fundi í Öryggis-
málaráði Bandaríkjanna þar sem
Reagan sat í forsæti.
Það gefur hins vegar ekki mikl-
ar vonir um skýrar niðurstöður á
næstunni að þær þrjár leiðir sem
nefndin rekur í skýrslu sinni eru
allar tengdar mismunandi ráðu-
neytum og stofnunum sem lengi
hafa barist um yfirráðin yfir
stefnumótuninni á þessu sviði. Sú
fyrsta er sett fram af ráða-
mönnum í Pentagon. Önnur hef-
ur verið mótuð af Afvopnunar-
stofnuninni, Arms Control og
Disarmament Agency. Sú þriðja
er fólgin í tillögum utanríkisráð-
uneytisins. í greininni í Sunday
Times rekur jon Connell kjarn-
anna í þessum mismunandi
leiðum þótt hann taki jafnframt
fram að í Washington sé farið
með skýrslu nefndarinnar sem
mikið leyndarmál.
Leið Pentagon
Caspar Weinberger varnar-
málaráðherra Bandaríkjanna
hefur verið aðalhöfundur þeirrar
hörðu línu sem lögð var til grund-
vallar þegar Bandaríkin settu
fram gömlu áróðurstillögurnar
sem samkvæmt tilgangi sínum
skiluðu engum árangri við samn-
ingaborðið. Vamarmálaráðu-
neytið í Pentagon er nú þeirrar
skoðunar að Bandaríkin eigi ekki
að setja fram neinar nýjar hug-
myndir. Þau eigi bara að halda
sér við gömlu áróðurstillögurnar
sem settar voru fram fyrir mörg-
um mánuðum síðan. Hvorki eigi
að gera efnisbreytingar á tillög-
unum né búa til nýjan viðræðu-
vettvang. Þessi afstaða eigi bæði
við viðræðurnar um kjamorku-
vopn í Evrópu og um langdræg
kjarnorkuvopn.
Þegar fulltrúar varnarmálaráð-
uneytisins em spurðir um þriðja
meginsviðið í hugsanlegum við-
ræðum, vopnakapphlaupið í him-
ingeimnum, þá svara þeir stutt og
laggott að þar eigi Bandaríkin
ekki að samþykkja neinar tak-
markanir. Að vísu segja þeir að í
lagi geti verið að hlusta á hvað
Sovétríkin hafi fram að færa en
alls ekki megi fallast á nein bönn
við smíði gerfihnatta-vopna.
Leið Afvopnunar-
stofnunarinnar
Auk varnarmálaráðuneytisins
og utanríkisráðuneytisins hefur
hin sérstaka stofnun á sviði af-
vopnunarmála, Arms Control
and Disarmament Agency, tekið
verulegan þátt í þessum deilum
um stefnumörkun. Þar ríkir ekki
eins hörð afstaða eins og í Penta-
gon. Fulltrúar Afvopnunarstofn-
unarinnar telja koma til greina að
sýna sveigjanleika í samningum.
Þeir benda á „fækkunarskipti“ á
langdrægum eldflaugum sem
staðsettar eru á landi, en Sovétr-
íkin eru vel byrg af slíkum vopn-
um, og flugvélum sem geta flutt
kjarnorkuvopn en þar hafa
Bandaríkin haft yfirburði.
Innan Afvopnunarstofnunar-
innar telja margir að til greina
geti komið að færa viðræðurnar
við Sovétríkin inn á nýjan form-
vettvang en styðja hins vegar
Pentagonliðið í að neita tillögum
um bann við framleiðslu á gervi-
hnattavopnum. Þó hafa heyrst
frá Afvopnunarstofnuninni hug-
myndir um að gera ætti samning
sem kæmi í veg fyrir „slys“ í him-
ingeimnum en slík „slys“ gætu
einmitt orðið tilefni til
geimsstríðs. Þess vegna gæti ver-
ið skynsamlegt að setja umferð-
arreglur um himingeiminn sem
kæmu í veg fyrir árekstra milli
gervihnatta Bandaríkjanna og
Sovétríkjanna.
Leið utanríkis-
ráðuneytisins
Þá er komið að þriðja hópnum
í þessum deilum. Hann hefur að-
setur innan utanríkisráðuneytis-
ins og lýtur forystu Richards Burt
sem er aðstoðarráðherra á sviði
Evrópumála og helsti sérfræðing-
ur ráðuneytisins í afvopnunar-
málum. Sjálfur utanríkisráðherr-
ann George Shultz hefur hms
vegar kosið að standa álengdar
og blanda sér ekki í átökin.
Tillögur hópsins í utanríkisráð-
uneytinu eru fólgnar í kröfum um
uppstokkun á afvopnunartil-
lögum Bandaríkjanna. Taka
þurfi meira tillit til samsetningar
á vopnabúri Sovétríkjanna svo að
meiri líkur séu á að Krelmverjar
fáist til að ræða tillögumar í al-
vöm. Samkvæmt þessum hug-
myndum yrði breytt um tölur í
tilboðunum um takmörkun á
— búnaði langdrægra eldflauga og
um tölur í „verslun" við samn-
ingaborðið á langdrægum eld-
flaugum Sovétríkjanna og stýri-
flaugum Bandaríkjanna. Einnig
er lögð áhersla á að setja viðræð-
umar um kjarnorkuvopnin í Evr-
ópu og um langdrægu eldflaug-
amar í einn og sama pottinn til að
breikka samningsgrundvöllinn.
Jafnhliða færu svo fram viðræður
um gervihnattvopnin og þar ættu
Bandaríkin að samþykkja þriggja
ára bann við öllum tilraunum
meðan samningaviðræðurnar
.. færa fram.
Andstæðingar þessara tillagna
segja að í þeim sé sýndur allt of
mikill samningsvilji. Það er einn-
ig talið veikja vígstöðu utanríkis-
ráðuneytisins í þessarí glímu um
stefnumótunina að George
Shultz hefur ekki þorað að taka
afstöðu.
Stjörnustríðið
Það vekur hins vegar athygli að
enginn deiluaðila hefur lagt í að
hreyfa andmælum við tillögum
sem Reagan forseti setti fram í
fyrra um svokallaða stjömu-
stríðsáætlun. Samkvæmt henni
eigi Bandaríkin að leggja höfuðá-
herslu á rannsóknir og þróun
vopna sem geta nýst í baráttu út í
himingeimnum, sérstaklega til að
skjóta niður langdrægar eldflaug-
ar sem fljúga milli heimsálfa í
sporbaug gegnum himinhvolfið.
Hörðustu stuðningsmenn hug-
myndanna um stjörnustríðið
segja að Bandaríkin eigi ekki að
snerta á neinum afvopnunarvið-
ræðum fyrr en búið er að fram-
leiða stjömustríðsvopnin sem nú
eru á teikniborðinu. Þá verði
hægt að berja Sovétríkin að
samningaborðinu vegna ótta
þeirra við yfirburði Bandaríkj-
anna á sviði stjörnustríðsins.
Mikilvægt að sýnast
Þótt mikill ágreiningur ríki
innan ríkisstjómar Reagan um
stefnuna í afvopnunarviðræðum
em allir helstu stjórnmálaráð-
gjafar forsetans sammála um að
hann verði að sýna áhuga á af-
vopnunarmálum opinberlega.
Það sé svo sterkur stjórnmála-
legur þrýstingur á afvopnun bæði
innan Bandaríkjanna og meðal
bandamanna þeirra í Evrópu að
forsetinn verði að sýna nýjan
vilja. Þess vegna telja margir að
hin harða lína Pentagon sé ekki
fær en samkvæmt henni á forset-
inn ekki að gera neitt nýtt á þessu
sviði heldur halda sig bara við
gamla heygarðshomið.
Það er hins vegar ekki nóg að fá
þá niðurstöðu að Reagan verði
nú að setja fram nýjar tillögur í
afvopnunarmálum. Það verður
líka að ná samkomulagi um
hverjar þær tillögur eiga að vera.
Og þar stendur hnífurinn í kúnni.
ór
Helstu viðræðusviðin
Evrópuvopnin Langdrægar eldflaugar Stjörnustríð
(fyrra hættu Sovétríkin viðræðum í Genf um SS-20,
stýriflaugar og Pershing. Rússar neita að hefja viðræður á
nýjan leik fyrr en bandarísku eldflaugarnar hafa verið
fjarlægðar.
Viðræður um langdrægar eldf laugar fóm einnig f ram í Genf.
Þar var rætt um eldf laugar sem hægt er að skjóta beintá milli
Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Þessar viðræður eru líka í
strandi.
Engar viðraaður hafa hafist um vopn í himingeimnum.
Rússar virðast hafa meirí áhuga á þessum viðræðum en
Bandaríkin og hafa lagtfram uppkast að samningi sem
bannar tilraunir með gervihnattarvopn. Rússaróttast líka
stjömustríðsáætlun Reagans.
Föstudagur 16. nóvember 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7