Þjóðviljinn - 16.11.1984, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 16.11.1984, Blaðsíða 15
ALÞYÐUBANDALAGIÐ usuisse að meðaltali 22 mill og ál- ver Pechiney greiddu 24 mill. Spœnskar álverksmiðjur fóru fram á niðurgreiðslur á raforku niður Í25 mill, enfengu niður Í27 mill til að þau yrðu samkeppnis- fœr. Pessar tölur benda tilþess, að ef tekið er tillit til flutnings- kostnaðar og allur annar kostnað- ur er eins, œtti ísal að geta greitt allt að 22 mill fyrir orkuna“. í sömu skýrslu kemur einnig fram að Landsvirkjun leggi áherslu á 4 atriði við samninga um orkuverð til nýs orkufreks iðnaðar. Meðal þessara skilyrða er „fullnægjandi verðtrygging" og að umsamið orkuverð innifeli hæfilega álagningu fyrir ýmsum áhættuþáttum, t.d. ónákvæmum kostnaðaráætlunum, ónákvæmri samstillingu á tímasetningu virkj- ana og iðjuvers o.fl. Þeirri þekkingu hefur verið haldið á lofti að hinn nýi samn- ingur feli í sér verðtryggingu í samræmi við markaðsverð á áli. Ef nánar er athugað, þá sést að það er ekki tengingin við álverið sem skiptir máli í þessu sam- bandi, heldur það þak sem sett er á orkuverðið allt til ársins 2004. Nýfelldir dómar Almennt er reiknað með að markaðsverð á raforku til stór- iðju fari upp í 30 mill á næstu árum. Þar er átt við orkusölu á milli óskildra aðila sem er ekki sambærileg við orkusölu á milli aðila sem hafa sameiginlegra hagsmuna að gæta. Vísbendingu um þessa þróun má sjá í tveim gerðardómum, sem nýlega hafa fallið, annars vegar í Grikklandi, hins vegar í Ghana. í Grikklandi úrskurðaði gerðardómur að ork- uverð til álbræðslu skyldi vera um 20 mill, en í Ghana féll dómur um 19 mill að því tilskildu að kaupandinn fengi alla þá orku sem um var samið í upphafi. Þeg- ar kaupin ganga þannig á eyrinni er ekki nema von að spurt sé hvers vegna íslensk stjórnvöld rembist nú við að telja þjóðinni trú um að samningur upp á 13.4 mill næstu 5 árin fyrir raforku til ísal sé einhver fengur fyrir þjóð- ina, ekki síst ef tillit er tekið til þess að Alusuisse eru gefnar upp allar sakir varðandi bókhaldsfals og skattsvik og gefnar eftir kröfur sem skipta hundruðum miljónum króna. I þessu sambandi er kann- ski vert að minnast orða Halldórs Jónatanssonar framkvæmda- stjóra Landsvirkjunar, sem hefur undirritað nýja samninginn fyrir hönd fyrirtækisins ásamt með Jó- hannesi Nordal stjórnarfor- manni, en hann sagði í Morgun- blaðinu í mars 1983: „Vitaskuld hefði verðið til stóriðju mátt verra hærra og hefði slíkt orðið léttir fyrir almenning og gert Landsvirkjun kleift að milda hækkanir til almenningsveitna. Því má hins vegar ekki gleyma að Landsvirkjun hefur ekki gengið nær þeim en svo á undanförnum árum að þær hafa í raun búið við lægra verð að raungildi en gilti 1971...“ Tvöföld svikamylla Að mati stjórnenda Lands- virkjunar er enn hægt að leggja auknar byrðar á íslenskan al- menning fyrir Alusuisse, og að mati þeirra getur Landsvirkjun sjálfsagt haldið áfram að slá er- lend lán fyrir virkjanafram- kvæmdum sínum, en landsvirkj- un átti 1982 um það bil þriðjung af erlendum skuldum þjóðarinn- ar. Svikamyllan sem Alusuisse hefur sett á svið hér á landi tekur ekki bara til bókhaldskúnst- nanna. Mikilvægur hlekkur í þeirri myllu eru fulltrúar auðhringsins í íslensku valdakerfi sem leika nú sem brúður á streng í hendi stóra bróður og spila dig- urbarkalega fyrir þjóðinni. Á þá strengi þarf þjóðin að skera, vilji hún halda sjálfsvirðingu sinni og sjálfsforræði. -ólg. Austurland Nemendum fækkar í grunnskólum eystra Arið 1976 voru 2620 nemend- ur í grunnskólum á Austur- landi. A sl. ári voru þeir 2388 eða nálega 9% færri að meðal- tali. Þetta er slæm þróun. í eftifarandi skólum hefur fækkunin orðið mest: Seyðisfirði 27,5%. Breiðdal 23,5%. Eskifirði 22,4%. Hall- ormsstað 22,4%. Eiðum, (grunn- skólanum), 20,7%. Reyðarfirði 20%. Borgarfirði 12,5%. Fá- skrúðsfirði 12,4%. Nesjaskóla 9,7%. Óhjákvæmilega hlýtur þessi fækkun í skólum að benda til fólksflutninga frá Austurlandi og ætti það að vera stjórnmála- mönnum sem öðrum mikið á- hyggjuefni. Þess skal getið að í nokkrum sveitarfélögum hefur nemendum fjölgað talsvert. Má þar nefna Stöðvarfjörð, Höfn, Egilsstaði og þar að auki nokkur hinna smærri sveitarfélaga. Það breytir hinsvegar ekki þeirri staðreynd, að um verulega heildarfækkun er að ræða. -gm/mhg sís Nýtt frysti- og gámaskip Vœntanlegt upp úr áramótum Hið nýja skip, sem Samband- ið á, í smiðum í Bretlandi, hefur nú verið sett á flot. Líkur eru á að það fari í reynslusigl- ingu nú um áramótin, og verði síðan afhent Sambandinu. Skipið er sérhannað frysti- og gámaskip. Er því einkum ætlað að flytja fisk á brettum vestur um haf og vörur í gámum til baka. Nauðsynlegt þykir að endur- skipuleggja flutningaþjónustu milli íslands og Bandaríkjanna og því er þetta skip smíðað. Með sívaxandi gámavæðingu hefur reynst erfiðara en áður að nýta flutningsgetu frystiskipanna til íslands. Hefur því orðið að sinna flutningum frá Bandaríkjunum að miklu leyti með gámaskipum. Hið nýja skip gerir kleift að leysa með einum og sama farkostinum bæði verkefni frystiskips og gám- askips á þessari leið. -mhg Frœðslufundur Hjartalækningar Fræðslufundur fyrir almenn- ing um hjarta- og æðasjúk- dóma, rannsóknir, lækningar og nýjungar verður haidinn n.k. laugardag í tilefni afmælis Hjartaverndar. Hjartavernd, landssamtök hjarta- og æðaverndarfélaga, er 20 ára um þessar mundir og verð- ur haldið upp á afmælið með fræðslufundi á laugardaginn í Dómus Medica kl. 14.30. Sjö fyrirlestrar verða á fundinum um ýmislegt sem varðar hjartavernd og lækningar; hækkaðan blóð- þrýsting, nýjungar í lyfjameðferð kransæðasjúklinga, ný tæki, hjartaskurðlækningar o.fl. Hringborðsumræður verða á fundinum og spurningum fundar- manna verður svarað. Öllum er heimill aðgangur að fræðslufund- inum. -jP Námsmenn Sæmundur utan Full útgáfa þrátt fyrir bágan fjárhag SÍNE r Ut er komið fyrsta tölublað vetrarins af blaði námsmanna erlendis, Sœmundi. Blaðið er sent öllum námsmönnum ytra og um- boðsmönnum þeirra hér, og flytur upplýsingar, umræðu um námslán og menntamál, fréttir frá íslandi og viðtöl við íslenska Skák Bikarmót TR að hefjast Um helgina hefst hið árlega bikarmót Taflféiags Reykjavíkur og verður það háð í félagsheimili TR að Grensás- vegi 44-46. Hefst mótið á sunn- udag kl. 14.00. Teflt er eftir út- sláttarfyrirkomulagi og falla keppendur úr eftir fimm töp. Umhugsunartími er 30 mínútur á skák fyrir hvorn keppanda. Umferðir verða á sunnudögum kl. 14 og miðvikudögum kl. 20. Bikarmót TR fór fyrst fram árið 1965. Jóhann Hjartarson hefur oftast borið sigur úr býtum eða þrívegis. Núverandi bikar- meistari er Kristján Guðmunds- son. -v. námsmenn og fleira fólk hér og hvar um heimsbyggðina. Már Jónsson er ritstjóri blaðs- ins og sagði við Þjóðviljann að fyrirhugað væri að gefa í vetur út fjögur blöð sem að breyttu breytanda (verkfall) er fullur dampur miðað við síðustu ár. Fjárhagur útgefanda, Sambands íslenskra námsmanna erlendis, hefur að vísu látið nokkuð á sjá vegna ills hugar menntamálaráð- herra til félagsins, en ráðherra nam í sumar brott heimild þess til að innheimta félagsgjöld beint af námslánum, svokallaða skyldu- aðild. Verkfall og tæknileg mis- tök gerðu að verkum að erfitt var að innheimta félagsgjöldin í haust og er því enn von félags- manna, en þeir eru nú um fimm hundruð. Einsog áður sagði er þetta myndarlega tölublað sent öllum námsmönnum ytra og aðstand- endum hér. Næstu tölublöð verða hinsvegar eingöngu send félögum í SÍNE. { félagið geta námsmenn ytra gengið með því að hafa samband við skrifstofu félagsins í Félagsstofnun stúd- enta eða fylla út beiðni um aðild í blaðinu. Sœmund má nálgast í Félags- stofnun stúdenta og í Lánasjóði námsmanna. _m Flokksráðsfundur Skemmtikvöld í tengslum við flokksráðsfund gengst Al- þýðubandalagið fyrir fagnaði í flokksmið- stöð laugardaginn 17. nóvember. Helgi Seljan alþingismaður verður veislu- stjóri en kjördæmin sjá um skemmtiatriði. Húsið verður opnað kl. 20.00 en borðhald og skemmtiatriði hefjast kl. 20.30. Flokksráðsfulltrúar hafa forgang að aðgöngumiöum til hádegis á laug- ardag. Aðrir geta pantað miða í síma 17500 frá kl. 13 til 15. Skemmtinefnd Alþýðubandalagið - Akranesi Opið hús er öll mánudagskvöld í Rein. Næsta mánudag verða sagðar fréttir af flokksráðsfundi. Þar næsta mánudag verður rætt um verkalýðsmál. Félagar mætið vel og takið með ykkur gesti. Kaffi á könnunni. Stjórnin Konur - 1985 nálgast! Miðstöðin minnir allar konur á undirbúning vegna loka kvennaára- tugsins 1985. Fimm opnir hópar hafa hafið störf á vegum ’85-nefndarinnar, sem 23 samtök kvenna standa að. Hóparnir eru: Gönguhópur, Lista- hátíðarhópur, Alþjóðahópur, Fræðsluhópur og Atvinnumála- hópur. Skráið ykkur til starfa strax. Allar upplýsingar um fundartíma og starf hópanna fást hjá Jafnréttisráði, síminn er 27420. - Kvenna- fylkingin. Alþýðubandalagið Akureyri Bæjarmálaráðsfundur verður haldinn mánudaginn 19. nóv. í Lárusarhúsi Eiðsvallagötu 18 kl. 20.30. Fundarefni: Sölufyrirkomulag hitaveitunnar. - Stjórnin. Helgi Seljan Starf sveitastjóra á Höfn í Hornafirði er laust til umsóknar. Umsóknir sendist fyrir 15. desember n.k. til oddvita Hafnar- hrepps, sem veitir nánari upplýsingar. Hreppsnefnd Hafnarhrepps. Dagsbrún Félagsfundur verður haldinn sunnudaginn 18. nóv- ember n.k. í Iðnó kl. 14. Fundarefni: 1. Félagsmál. 2. Nýir kjarasamningar. Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn. Stjórn Dagsbrúnar. Verkakvennaf élag i ð Framsókn Félagsfundur verður haldinn í Iðnó mánudaginn 19. nóvember kl. 20.30. Fundarefni: Samningarnir. Félagsmenn sýni skírteini við innganginn. Stjórnin. ÚTBOÐ Tilboð óskast í jarðvegsskipti og regnvatnslagnir vegna lóðar fyrir leikskóla og skóladagheimili við Hálsasel. Útboðsgöng eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3 Reykjavík gegn 2000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 21. nóv. n.k. kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 __________________________________________________l Föstudagur 16. nóvember 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.