Þjóðviljinn - 16.11.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 16.11.1984, Blaðsíða 8
UM HELGINA Guðbjörg Porbjarnardóttir og Kristbjörg Kjeld í hlutverkum sínumí Góða nótt, mamma eftir Pulitzer-verðlaunahafann Marsha Norman. Pjóðleikhúsið Góða nótt, mamma Úr Fjöreggi Sveins Einarssonar sem sýnt verður í Iðnó í kvöld. Ófeigur Björnsson gullsmiður opnar í dag sýningu á listmunum sínum í Gallerí Grjót við Skóla- vörðustíg. Eins og segir í frétt frá Óperan Uppselt r i ópenina íslenska óperan sýnir CARM- EN eftir Bizet í kvöld föstudag og sunnudag kl. 20.00. Uppselt er á báðar sýningar. Næstu sýningar eru föstudaginn 23. nóv. og sunn- udaginn 25. nóv. og eru það 7. og 8. sýningar. í aðalhlutverkum eru Sigríður Ella Magnúsdóttir, Garðar Cortes, Simon Vaughan og Ólöf Kolbrún Harðardóttir. Gallerí Grjót listamanninum eru þar sýndir sýninga, einn og með öðrum. skartgripir fyrir ýmsa líkams- Gallerí Grjót er opið virka daga parta og frjálsir skúlptúrar. Ó- frá 12-18 og 14-18 um helgar. feigur hefur tekið þátt í fjölda Krístskirkja Orgel- tón- leikar 3. tónleikar MUSICA NOVA á þessu starfsári verða haldnir í Kristskirkju mánudaginn 19. nóv. n.k. og hefjast þeir kl. 20.30. Á þessum tónleikum flytur Hörður Áskelsson organisti verk eftir fjögur tuttugustu-aldar tón- skáld, Frakkana Jean Langlais, Oliver Messiaen og Jehan Alain svo og ungverska tónskáldið Gy- örgy Ligeti. Hörður Áskelsson organisti. Gallerí Langbrók Leir og leður- fatnaður Eva Vilhelmsdóttir opnar á norgun sýningu á leðurfatnaði í jallerí Langbrók. Jakkar, frakk- ir og kápur eru megin uppistaða ýningarinnar en einnig eru þar eikningar af nýjum fatnaði sem ;emur á markað fyrir jólin. Lísbet Sveinsdóttir sýnir einnig im þessar mundir í Gallerí Langbrók. Hún gerði tilraunir í sumar með að brenna leirmuni í jörðu vestur í Breiðafirði og kynnir árangurinn dagana 17.-25. nóvember. Mánudaginn 26. nóvember verður svo opnuð jólasamsýning Langbróka í galleríinu við Lækj- argötu. Norrœna húsið Violer er blá Dönsk kvikmynd sýnd á sunnudag Á sunnudaginn sýnir kvik- myndaklúbburinn Norðurljós dönsku myndina Violer er blá frá árinu 1975. Leikstjóri er Peter Refn og aðalhlutverkin eru í höndum Lisbeth Lundquist, Ulf Pilgárd, Annika Hoydal, Lisbeth Dahl o.fl. í myndinni er fjallað um hlut- verk kynjanna og kynlíf í gamni og alvöru. Aðgangskort eru seld í Norræna húsinu á sunnudag og einnig er hægt að kaupa miða við innganginn. Gallerí Borg Björg Atladóttir sýnir í gær var opnuð sýning á verk- handíðaskólann á árunum 1979- um Bjargar Atladóttur í Gallerí 82. Fyrr á þessu ári var hún með Borg við Austurvöll. Á sýning- einkasýningu í boði listkynningar unni eru málverk, teikningar og Héraðsbókasafnsins í Mosfells- myndir sem unnar eru með sveit. Á síðasta ári sýndi hún á blandaðri tækni. Björg nam við Kirkjulistarsýningunni á Kjar- Myndlistarskólann í Reykjavk valsstöðum. 1976-79 og við Myndlista- og Frumsýning á Litla sviðinu á sunnudagskvöld Leikfélag Reykjavíkur Fjögur stykki Á sunnudagskvöldið frumsýnir Þjóðleikhúsið á Litla sviðinu nýtt bandarískt verðlaunaleikrit, Góða nótt, mamma, eftir Marsha Norman. Þetta leikrit aflaði höfundinum Pulitzerverðlauna á síðasta ári og er verkið nú sýnt við mikla athygli víða um heim. Margir gagnrýnendur álíta að Marsha Norman sé hugsanlegur arftaki leikskálda á boro við Eug- ene O’Neill og Arthur Miller. Olga Guðrún Árnadóttir þýddi verkið, leikstjóri er Lárus Ymir Óskarsson, leikmynd og búninga gerir Þorbjörg Höskuldsdóttir, en Kristinn Daníelsson annast lýsinguna. í þessu leikriti eru að- eins tvö hlutverk og eru þau í höndum Guðbjargar Þorbjarnar- dóttur og Kristbjargar Kjeld. Fjögur leikrit eru til sýninga hjá Leikfélagi Reykjavíkur um helgina. Fjöreggið eftir Svein Einarsson er á fjölunum í kvöld, Reykjavíkurleikrit þar sem flétt- Frank á dagskrá svo og miðnæt- ursýning á Félegt fés í Austurbæj- að er saman gamni og alvöru. Annað kvöld er Dagbók Önnu arbíói. A sunnudagskvöldið er svo sýning á Gísl en það verk hef- ur verið sýnt yfir 50 sinnum við miklar vinsældir. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 16. nóvember 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.