Þjóðviljinn - 16.11.1984, Blaðsíða 19
ÍÞROTTIR
Handbolti/l .d.ka.
Garðbæingar gáfust ekki upp!
Lentu sex mörkum undir í síðari hálfleik gegn Víkingi en náðu samt jafntefli, 22-22
Stjarnan lætur ekki að sér
hæða. Þetta mesta stemmningslið
í íslenskum handknattleik virtist
búið að vera um miðjan seinni
hálfleikinn gegn Víkingum í Höll-
inni í gærkvöldi, sex mörkum
undir, en náði að jafna, 22-22, á
hörkuspennandi lokamíntútum.
Engin uppgjöf í Garðbæingun-
um, frekar en fyrri daginn.
Fyrri hálfleikur var jafii, Vík-
ingar með undirtökin og 1-3
mörk yfir. Staðan 12-10 fyrir þá í
hálfleik. Úr 14-13 breyttu þeir
síðan stöðunni í 19-13 með mjög
góðum kafla á meðan Stjörnu-
menn klúðruðu hverri sókninni
af annarri með bráðræði og
flumbrugangi. En Geir Hall-
steinsson kallaði til sinna manna:
„Það er nóg eftir,“ og hann hafði
rétt fyrir sér. Stjarnan náði að
jafna, 21-21 þremur mínútum
fyrir leikslok og Guðmundur
Handboltill. d. ka.
Samstilltir KR-ingar
Hörmulegir Þróttarar
Miklir yfirburðir KR sem vann 24-12
Þórðarson jafnaði sfðan ur víta-
kasti þegar 48 sek. voru eftir, 22-
22. Víkingar voru með boltann
það sem eftir var en komust ekki
áleiðis gegn öflugri vöm Stjöm-
unnar.
Víkingar sýndu oft ágætis til-
þrif og þeir em sterkir, klárir í
toppslaginn. Viggó Sigurðsson
og Þorbergur Aðalsteinsson vom
öflugir, Kristján Sigmundsson
góður í markinu í fyrri hálfleik og
heildarsvipurinn yfir liðinu var
nokkuð sannfærandi. Slæmt þó
að missa niður unninn leik eins og
þeir gerðu.
Bilið milli Stjörnunnar og
þeirra sem berjast um toppsætin
minnkar óðum og Garðbæingar
eru stöðugt á uppleið. Hannes
Leifsson, Guðmundur Þórðarson
og Magnús Teitsson vom þeirra
bestu menn ásamt Höskuldi
Ragnarssyni markverði.
Mörk Vfkings: Viggó 8 (3 víti), Þorberg-
ur 5, Guðmundur Guðmundsson 2, Steinar
Birgisson 2, Karl Þráinsson 2, Hilmar
Sigurgíslason 2 og Einar Jóhannesson 1.
Mörk Stjörnunnar: Guðmundur Þ. 9
(7), Hannes 5, Magnús 3, Sigurjón Guð-
mundsson 3, Hermundur Sigmundsson 1
og Ingimar Haraldsson 1.
Guðmundur Kolbeinsson og
Þorgeir Pálsson dæmdu þokka-
lega. _vs
Handboltill. d. ka.
í byrjun leiks Þróttar og KR
benti ekkert til þess að mikið
mundi skifja liðin að i lokin. En
þegar upp var staðið hafði KR
unnið 12 marka sigur, 24-12.
Upp að 4-4 var jafnt en þá
iskildu leiðir. Staðan 12-7 í hálf-
leik fyrir KR og í síðari hálfleik
stakk vesturbæjarliðið af, komst í
22-9 og 24-10 rétt fyrir leikslok.
KR-ingar voru mjög jafnir og
samstilltir, vom með sterka vöm
og góða markvörslu og í sókninni
nýttu þeir sér slakleika Þróttara-
varnarinnar sér til hins ýtrasta.
Jakob Jónsson skoraði falleg
mörk og þeir Páll Björgvinsson
Helgar-
sportið
Handbolti
Evrópuleikur Vals og Ystad í
Laugardalshöllinni kl. 20.30 ó
sunnudagskvöldið er að sjálf-
sögðu efstur á blaði en fleira er á
dagskrá. í 1. deild kvenna verða
þrír leikir. ÍBV kemur á höfuð-
borgarsvæðið og leikur við FH í
Hafnarftrði kl. 15.15 á laugardag
og við Fram í Höllinni kl. 14 á
sunnudag.
í 2. deild karla eru fimm leikir.
Fjórir þeirra á Akureyri. f kvöld
kl. 20 leika KA og HK, kl. 14 á
morgun Þór-HK, ki. 18 á morgun
KA-Grótta og kl. 14 á sunnudag
Þór-Grótta. Að auki mætast
Haukar og Fram í Hafnarfirði kl.
14 á morgun.
Körfubolti
Sunnudagskvöldið er í tvö horn
að líta - tveir leikir í úrvalsdeUd-
inni kl. 20. Valur og ÍR leika í
Sefjaskólanum og Haukar-KR í
Hafnarfirði.
f 1. deild kvenna leika UMFN
og Haukar í Njarðvík kl. 15.30 á
morgun og ÍS-fR í íþróttahúsi
Kennaraháskólans kl. 20 á mánu-
dagskvöldið. Grindavík og
Laugdælir mætast í 1. deild karla í
Njarðvík kl. 14 á morgun og Fram
leikur við ÍBK í Hagaskólanum
kl. 14 á sunnudag.
Blak
f kvöld kl. 20 leika KA og
Þróttur í 1. deild kvenna í Glerár-
skóla á Akureyri og félögin mæt-
ast síðan aftur kl. 15 á morgun á
sama tíma. Þróttur N. og HSK
leika fyrsta leik 2. deildar karla í
Neskaupstað kl. 15 á morgun og á
sunnudagskvöld eru þrír leikir í
Hagaskóla. Víkingur-HK í 1.
deild karla kl. 19, ÍS-Fram í 1.
deild karla kl. 20.15 og ÍS-
Víkingur í 1. deild kvenna kl.
21.30.
Badminton
Bikarmót f A fer frám á Akra-
nesi um helgina, laugardag og
sunnudag.
og Jóhannes Stefánsson voru
drjúgir. Góð liðsheild.
Þróttarar voru hörmulegir og
eins og Lárus Lárusson fyrirliði
þeirra sagði eftir leikinn gat það
ekki verra verið. Allt í lamasessi,
engin vöm og þar að leiðandi
engin markvarsla og allt á núlli.
Dómgæslan var Þrótti dálítið í
óhag en þeir létu hana fara í
skapið á sér og geta sjálfum sér
um kennt hvemig fór.
Mörk KR: Jakob 7, Jóhannes 5(1 v), Páll
B. 5, Hörður Harðarsson 2, Ólafur Lárus-
son 2, Friðrik Þorbjömsson 1, HaukurGeir-
mundsson 1, Haukur Ottesen 1.
Mörk Þróttar: Birgir Sigurðsson 4(2v),
*r’
Ojafnt í Kópavogi
Valur vann Breiðablik 32-20
Jakob Jónsson skoraði 7 góð mörk.
Sverrir Sverrisson 3(1 v), Konráð Jónsson
2, Lárus Lárusson 1, Páll Ólafsson 1, Sig-
urjón Gylfason 1.
-VS
Körfubolti/ Úrvaisdeild
Mótspyma í
fyni hálfleik
Það fór eins og við hafði verið búist,
Njarðvíkingar unnu nokkuð öruggan
sigur ó Stúdentum er liðin mættust í
íþróttahúsi Kennaraháskólans i gær-
kvöldi. Lokatölur urðu 89-56.
Lengi framan af blasti sigurinn ekki
við Njarðvík, ÍS var mun ákveðnara í
byrjun, er staðan var 8-8 náðu þeir
sannfærandi forystu 25-11 og fyrri
hálfleikur var þá liðlega hálfnaður.
fslandsmeistaramir tóku þá það til
bragðs að leika „pressu-vöm“ er kom
Stúdentunum gersamlega úr jafn-
vægi, forskot þeirra hvarf sem dögg
fyrir sólu og í hálfleik vom Njarðvík-
ingar komnir yfír 41-38.
Seinni hálfleikur var síðan sem létt
æfing fyrir Njarðvík, þeir gátu leyft
sér að nota hina yngri og óreyndari án
þess að það kæmi að sök, allt púður
var úr ÍS-ingum og þeim tókst aðeins
að skora 18 stig f síðari hálfleik. f
lokin skildu 33 stig liðin að, 89-56.
Lið Njarðvíkur var mjög jafnt í
þessum leik en liðið lék nokkuð undir
getu. Yngri strákamir í liðinu áttu
góðan leik.
Þeir Guðmundur Jóhannsson og
Agúst Jóhannsson vom bestir hjá ÍS ,
þeir skomðu rúmlega helming stiga
liðsins, þó aðeins 3 stig í síðari hálf-
leik.
Stlg UMFN: Jónas Jóhannesson 13,
Hafþór Óskarsson 11, Gunnar Þorvarðar-
son, Valur Ingimundarson og Helgi Rafns-
son 10, Hreiðar Hreiðarsson 9, Isak Tóm-
asson 8, Ellert Magnússon, Árni Lárusson
og Teitur örlygsson 6.
Stlg ÍS: Guðmundur Jóhannsson 20,
Agúst 10, Valdemar Guðlaugsson 8, Ámi
Guðmundsson 7, Eirikur Jóhannsson 4,
Þórir Þórisson 3, Jón Indriðason og Ragn-
ar Bjartmarz 2.
—HG/Frostí
Leikur Vals og Breiðabliks sem
fram fór í Digranesi í gærkvöldi var
ójafn eins og flestir höfðu búist við.
Valsliðið var mun sterkara og sigraði
32-20.
Tónninn var gefinn strax á fyrstu
mfnútu er Einar Þorvarðarson varði
skot af línu, Valsmenn brunuðu upp
og skomðu. Blikarnir héldu þó að-
eins í og jafnt var 3-3. Þá keyrðu Vals-
menn upp hraðann og breyttu stöð-
unni f 14-3. Staðan í hálfleik 17-7. í
byrjun síðari hálfleiks varð staðan 19-
7 en meiri mun náðu Valsmenn ekki.
Munurinn var 9-12 mörk það sem
eftir var og leiknum lauk eins og áður
sagði 32-20.
Valsmenn léku á als oddi í fyrri
hálfleik og nýttu sér mistök Blikanna
til hins ýtrasta. Það vakti athygli að
Valsmenn léku án skiptinga nær allan
fyrri hálfleik. Jakob Sigurðsson,
Valdemar Grímsson og Steindór
Gunnarsson vom bestu menn liðsins
en einnig átti Júlíus Jónasson ágætan
leik.
Blikarnir eiga langt í land með það
að geta veitt jafn leikreyndu liði og
Valsliðið er, einhverja keppni. Þeir
náðu einstaka þokkalegum sóknum
en annars var spil þeirra frekar
óömggt. Þeir léku mun betur í síðari
hálfleik. Reynslan virðist vera það
sem á skortir. Björn Jónsson var best-
ur í annars mjög jöfnu Blikaliði.
Dómararnir, þeir Bjöm Kristjánsson
og Sigurður Baldursson skiluðu hlut-
verki sínu vel.
Mörk Vals: Steindór 7, Jakob 6, Vald-
emar og Júllus 5, Jón Pétur 5 (2v), Geir
Sveinsson 2, Þorbjöm Jensson og Theo-
dór Guðfinnsson 1.
Mörk UBK: Björn 8 (6v) Kristján Hall-
dórsson og Brynjar Björnsson 3, Kristján
Gunnarsson og Þórður Davíðsson 2, Aðal-
steinn Jónsson og Einar Magnússon 1.
-gsm/Frosti
Steindór Gunnarsson átti góðan leik
með Val I gærkvöldi.
Handboltill .d.kv.
Mikill munur
Munurinn á bestu liðum 1. deildar
kvenna í handknattleik og hinum
kom berlega í ljós er Fram og Víking-
ur léku í Laugardalshöllinni í gær-
kvöldi.
Fram sigraði með miklum yfirburð-
um, 28-11. Leikurinn var þó jafn til
að byrja með en Fram komst í 13-6
fyrir hlé og síðustu fimmtán mfnút-
urnar vom Víkingsstúlkumar hrein-
lega ekki með. Arna Steinsen skoraði
6 mörk fyrir Fram, Sigrún Blomster-
berg og Guðríður Guðjónsdóttir 5
hvor. Svava Baldvinsdóttir og Inga L.
Þórisdóttir skomðu þrjú mörk hvor
fyrir Víking, Vilborg Baldursdóttir 2.
-VS
Evrópuleikur
Ystad í Höllinni!
Möguleikar okkar œttu að vera mjög góðir segir Hilmar Björnsson þjálfari Vals
Á sunnudagskvöldið kl. 20.30
hefja Valsmenn þátttöku sína í
IHF-keppninni í handknattleik á
þessum vetri. Þeir sátu yfir í
fyrstu umferð en andstæðingar
þeirra í 2. umferð er sænska fé-
lagið Ystad - vel þekkt hér á landi
eftir leikina gegn Víkingum fyrir
nokkrum árum.
„Möguleikar okkar ættu að
vera mjög góðir. Þó erum við
mjög óöruggir með eigin getu þar
sem við höfum ekkert spilað
lengi, leikurinn gegn Breiðabliki
í gærkvöldi var okkar fyrsti leikur
síðan í lok september. Við höfum
lítilli samæfingu náð þar sem
margir leikmanna Vals hafa verið
að leika með landsliðunum,“
sagði Hilmar Björnsson þjálfari
Vals.
Aðeins fjórir leikmanna Vals
voru í liðinu er það lék síðast í
Evrópukeppni, árið 1980 er Val-
ur lék til úrslita gegn
Grosswallstadt. Það eru þeir Þor-
björn Jensson, Þorbjörn Guð-
mundsson, Steindór Gunnarsson
og Jón Pétur Jónsson. Aðrir fá nú
sína eldskírn á þessum vettvangi
þó Einar Þorvarðarson og Jakob
Sigurðsson séu komnir með tals-
verða reynslu úr landsleikjum.
Þátttaka í Evrópukeppni er
orðin afar kostnaðarsöm fyrir ís-
lensk félög og Valsmenn þurfa
mikið af áhorfendum til að
standa straum af kostnaðinum
sem henni fylgir. Þetta er fyrsti
stórleikurinn í handboltanum hér
á landi í vetur og fylsta ástæða til
að skora á menn að mæta í Höll-
ina.
Lið Ystad stendur mjög og fell-
ur með hinum reynda Basta
Rasmusson sem hefur margoft
leikið hér á landi og á 130 lands-
leiki að baki. Þá er þjálfari liðs-
ins, Lars Eriksson, hættuleg
skytta og örvhenti hornamðaður-
inn Lars Faxe er fastamaður í
sænska landsliðinu. Lið Ystad
verður erfitt viðureignar og Vals-
menn verða að leika vel til að eiga
möguleika á að komast í 8-liða
úrslitin.
-VS
Föstudagur 16. nóvember 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 1 9