Þjóðviljinn - 25.11.1984, Blaðsíða 6
BOKMENNTIR
Orn
Ólafsson:
Endurmat
Ég hefi orðið þess var, að ýms-
um mætum sósíalistum hafa sárn-
að ummæli mín um bók-
menntahreyfingu Rauðra penna,
í viðtali hér í Þjv., 4. nóv. sl. Þessi
sárindi eru skiljanleg, en þau eru
samt óréttmæt, og þetta eru
beinlínis háskaleg viðbrögð.
Hreyfing sósíalista er fjölda-
hreyfing. Hún hlýtur að þreifa sig
áfram á ýmsum sviðum, með mis-
munandi aðferðum, því það get-
ur ekki verið nein fyrirfram á-
kveðin leið til byltingarinnar. Því
bylting merkir einfaldlega það,
að alþýðan taki málin í eigin
hendur. Þessvegna verða bylting-
arsinnar umfram allt að efla
skilning alþýðu og skipulagningu
hennar til baráttu. Vegna þessa
má ekki minna vera, en sósíalist-
ar leggi sig fram um að læra af
þeim tilraunum sem hreyfing
þeirra hefur gert, leitist við að
skilja sem best hvað tókst vel,
hvað illa, og hverjar ástæður
hvors eru. Það er ekki aðeins lág-
markskurteisi við fólk sem lagði
sig oft allt fram við erfiðar að-
stæður, heldur er slíkt hlutlægt
mat eina leiðin til að komast
eitthvað áfram; til að glæða al-
þýðu manna þann skilning á eigin
aðstæðum, sem hún þarf til að
sigrast á þeim. Við verðum að
grannskoða mistök hreyfingar-
innar, leitast við að læra af þeim,
því ella lendum við í því að endur-
taka þau. Sá sem hefur eitthvert
fyrra form frelsisbaráttu alþýðu á
stall, og leggur þar allt að jöfnu,
af því að hann horfir á þetta með
glýju í augum, hann er í rauninni
bara að mælast til þess að alþýðan
fylgi í blindni einhverjum leið-
togum, arftökum hetjanna forn-
frægu. Goðsögur eru gagnbylt-
ingarsinnaðar.
Hreyfing á tveimur
bylgjulengdum
Árni Bermann skrifar pistil í
Þjv. 11/11, og þykir mikilla mót-
sagna gæta hjá mér í fyrrnefndu
viðtali. En skýringin er einfald-
lega sú, að í frásögn hans sjálfs
renna saman í einn graut tvö
fyrirbæri: a. bókmenntasköpun
og b. bókmenntahreyfing. Ég
fjalla einkum um þetta síðar-
nefnda. Það var skipuleg, sam-
stillt starfsemi stjórnmálamanna,
ritstjóra og gagnrýnenda, sem fá
svo smám saman skáld í lið með
sér. Þessi hreyfing fjallaði um
bókmenntir, boðaði hvernig þær
ættu að vera, gagnrýndi það sem
birtist, og gaf út bækur og tímarit.
iAðalpersónurnar í minni frásögn
eru þessvegna ekki skáld, heldur
Einar Olgeirsson og Kristinn E.
Andrésson. Er ekki ótvírætt að
ég aðgreini þetta tvennt, ef menn
lesa viðtalið flausturslaust? Ég
sagði m.a.: „En fyrir utan helstu
verk þriggja fyrrtalinna skálda
(HKL, HSt, JúK), er ekki hægt
að segja að hreyfingin hafi gefið
af sér marktaekar bókmenntir
(undirstrikað nú, það er þá sitt-
hvað). Fyrst gerist það, að hreyf-
ingin (gagnrýnendur o.s.frv.)
boðaði skáldum að það væri alls
ekki nægjanlegt að afhjúpa böl
stéttaþjóðfélagsins í sögum og
kvæðum, svo sem aldamóta-
mennirnir Gestur Pálsson, Þor-
steinn Erlingsson og Stefán G.
gerðu; auk þess yrði að benda á
jákvæðan valkost, sýna barátt-
una fyrir sósíalisma (þetta var
seinna kallaðsósíalrealismi). Síð-
an reyna nokkur skáld að fara
eftir þessu, en afrakstur þeirrar
viðleitni er ekki markverður,
hvorki að magni né gæðum.
Skáldunum tókst miklu betur
Fyrir Sósialiskt Eftlr
Halldór Laxness N Undir Helgahnúk. 1925. Sk Vefannn. 1927. Sk. Kvæðakver. 1930. K SalkaValka, 1931-2,Sjálfstætt fólk, 1934-5, Sk;Fótatak 1933. S. Straumrof, 1934, Heimsljós, 1937-40, Sk;íslandskl. 1943-6, Sk;Atómst.. 1948, Sk;Gerpla. 1952. Sk;Silfurtungliö, 1954 Brekkukotsarin., 1957, Sk Paradisarheimt, 1960, Sk
Davíð Slefánsson Svarlar fjaörir, 1919, K Ny kvæði. 1929. K í byggöum. 1933. K Að norðan, 1936, K Ný kvæðabók, 1947, K
Gunnar Be"edíktsson Niður hiarnið. 1925, Sk Við þióðveginn, 1926, Sk; Anna Sighvats, 1928 Sk; Það brýtur, 1941, Sk Sknfar ritgerðir eingöngu ettir 1941.
Guðmundur Hagalin Brennumenn, 1927, Sk Einn af postulunum, 1934, S Sturla i Vogum, 1938, Sk
Jóhannes úr Kötlum Bí bi. 1926. K Álftirnar. 1929. K Eg læt, 1932, K; Og björgin, 1934, Sk; Samt, 1935, K; Hrim- hvíta, 1937, K; Hart, 1939, K; Verndarengl, 1943, Sk; Sól. 1945, K; Dauós-, Sk; 1949-51, Oljóð, 1962.K; Ný og nið, 1970, K Eilifðar, 1940, K Sólöýjarkv. 1952, K; Sjödægra, 1955, K; Tregaslagur, 1955-60, K
Magnús Ásgeirsson Pýdd Ijóð I. 1928: II. 1931 K Þýdd Ijóð III, 1932, K Þýdd Ijóð IV, 1935, etc. K
Halldór Stefánsson I fáum, 1930, S; Dauöinn, 1935, S; Einn, 1942, S; Sögur, 1952, S; Innan, 1945, Sk
Sigurður Einarsson Hamarogsigð, 1934, K Vndi unaðsstunda, 1952, K
Gunnar M. Magnúss Börnin, 1933, Sk; Við. 1934, Sk Suður heiðar, 1937, Sk Brennandi skip. 1935, Sk; Hvítra, 1943, S
Vigfús Einarsson Þræðir, 1932, K
Sigurður Gröndal Glettur, 1929, K; Bárujárn, 1932, S Opnir gluggar, 1935, S Svart vesti, 1945, S
Vilhjálmur frá Skáholti Næturljóð, 1931. K Vort daglega brauð, 1935, K Sól og menn, 1948, K Blóðog vín, 1957, K
Siguröur Helgason Svipir, 1932. S Ber er hver, 1936, Sk; Og árin, 1938, S Við hin gullnu þil, 1941, Sk
Steinn Steinarr Rauður loginn, 1934, K; Ljóð. 1937, K Spor, 1940, K; Ferð, 1942, K; Tíminn og vatnið, 1948, K
Guðmundur Geirdal Milli þátta, 1934, K Skriðuföll, 1939, K Lindir niða, 1951, K
Stefán Jónsson Konan á klettinum, 1936, S Vegurinn, 1962, Sk A fömum vegi. 1941, S Raddir úr hópnum, 1945, S
Ingibjörg Benediktsdóttir - Frá afdal, 1938, K ,
Ólafur Jóh. Sigurðsson Skuggamir, 1936. Sk; Liggur vegurinn, 1940, Sk; 'Kvistir, 1942, S Fjalliö, 1944, Sk Litbrigði, 1947, Sk
Ragnheiður Jónsdóttir Arfur, 1941, Sk f skugga Glæsibæjar, 1945, Sk
Óskar A. Guöjónsson Grjót og gróður, 1941, Sk Þór brennandi, 1947, Sl^
Friöjón Stefánsson Maður kemur og fer, 1946, S -
Heiðrekur Guðmundsson Arfur öreigans, 1947, K
Hannes Sigfússon Strandið, 1955, Sk v Dymbilvika, 1949, K Imbrudagar, 1951, K
Svar
til Árna
Bergmann
upp þegar þau héldu sig við þjóð-
félagsádeilu að hætti aldamóta-
skáldanna. Það er auðskilið, þá
skrifuðu þau um efni sem þau
þekktu vel.
í stuttu blaðaviðtali var að vísu
ekki tekið beinlínis, kirfilega
fram, að aðgreina yrði þessa tvo
þætti. Og af alkunnri hógværð
sinni hafa leiðtogar hreyfingar-
innar (einkum Einar) látið svo
sem hún hafi verið sjálfsprottin
viðleitni skálda. Þetta má vera
ÁB nokkur afsökun, en í ljósi of-
angreindra ummæla minna er þó
augljós fjarstæða að segja: „Hitt
er svo aftur ljóst, að Örn er enn
gramur við þá Kristin E. Andrés-
son og hans menn, fyrir að þeir
hafi eins og svikið hugsjón stétt-
vísra baráttubókmennta..."
Minn dómur um bókmenntaáhrif
hreyfingarinnar var þvert á móti:
„Mér sýnist hún miklu frekar
slaka á bókmenntakröfum vegna
trúar sinnar á pólitískt uppeldis-
gildi bókmennta" o.s.frv.
1936
Stefnubreytingin um 1936, sem
ég deildi á, það er alls ekki nein
breyting á bókmenntum. Þó
nokkuð var þá slakað á klónni við
val bókmenntaverka til útgáfu,
en hinsvegar varð ekkert lát á
boðun þess að skáldsögur skyldu
vera sósíalrealískar - ekki fyrr en
töluvert eftir seinni heimsstyrj-
öld. Ennfremur er ég síður en svo
að „harma“ það að kommúnistar
hurfu frá einangrunarstefnu til
samstarfs við krata og aðra and-
fasista, sumarið 1934. Sú stefnu-
breyting var í sjálfu sér mjög já-
kvæð einkum í verkalýðsbaráttu,
faglegri og pólitískri, innanlands
sem alþjóðlega (raunveruleg
framkvæmd hennar var stundum
annað mál, t.d..í spænsku borgar-
astyrjöldinni). Og síst af öllu þyk-
ir mér „nokkuð óeðlilegt við það
að (...) menn (...) leituðu að rök-
um síns eigin þjóðernis“. Ég veg-
sama einmitt þá Halldór Lax-
ness, og sérstaklega Kristin E.
Andrésson fyrir afrek á þessu
sviði: marxíska greiningu á
menningu þjóðar sinnar í gegn-
um úttekt á vinsælum bók-
menntaverkum (sjá lok viðtals-
ins). Mér sýnist hreyfingin þarna
vera á undan samtíma sínum,
svonalagað varð a.m.k. ekki
verulega þekkt erlendis fyrr en
eftir seinni heimsstyrjöld. Ég
áfellist hreyfinguna fyrir að
hverfa frá þessu, að hversdags-
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 25. nóvember 1984