Þjóðviljinn - 25.11.1984, Side 7

Þjóðviljinn - 25.11.1984, Side 7
BOKMENNTIR hugsun, borgaralegum viðhorf- um, þ.á m. þjóðrembu og stétta- samvinnu (og hér er ég auðvitað að tala um greinaskrif, ekki um skáldskap). Þetta kalla ég myrkv- un upplýstra anda. Lái mér hver sem vill, en þetta geta menn sannreynt í greinasafni Kristins E. Andréssonar: Um íslenskar bókmenntir, með því að bera saman greinar hans um Einar Ben., 1934-5, annarsvegar (I. bindi, bls. 95-111 ogsíðan 45-58), en hinsvegar „Gefið lífsanda loft“ 1938 (I. bindi bls. 156-167) og greinar hans frá árunum 1952- 63 (II. bindi, bls. 35, 54, 88, 102, 111-112, 121), svo dæmi séu tekin. En hvílíkur undramáttur fylgdi þá orðum Stalíns þessa - mætti nú spyrja - að þau skyldu snúa heilum flokkum og félögum af- bragðs andans manna, norður í íshafi? Svar: Það tók nú í fyrsta lagi alllangan tíma, og gerðist mishratt eftir mönnum. Svo er á það að líta, hvað fólst í stefnu- breytingunni. Kommúnistum er sagt, að það sé ekki ástæða til þess að þeir útiloki sig frá mann- legu samfélagi utan flokksins og séu með sérskoðanir á mörgum hlutum. Oftast þýddi breytingin afturhvarf til hugarheims æsku- áranna, jafnan leiddi hún til þess að fara auðveldustu leið - og svo bar þetta áþreifanlegan árangur, í t.d. Máli og menningu. Kostn- aðurinn við þetta var kannski ekki eins augljós. Fyrst flokkur- inn gaf mönnum ekki lengur sér- staka ástæðu til að standa gegn ríkjandi menningu - heldur þvert á móti - þá var von að menn að- löguðust henni æ meir. Og skáldin sérstaklega, því þau höfðu nú sjaldnast getað brotist undan ríkjandi hugmyndaheimi í skáldverkum, þar er það miklu síður hægt en í ritgerðum. t>að er einkum í ljóðagerð sem nokkurr- ar aðlögunar gætir skjótt hjá sumum, t.d. Jóhannesi úr Kötlum: Hrímhvíta móðir. Það er því eins og hvert annað rugl að segja að ég geri því skóna að dagskipanir Stalíns holdgist sem skáldverk á íslandi. Og ég nenni ekki að eltast við fleira af því tagi, það er þreytandi þegar verið er að kenna mér það sem ég sagði sjálfur, t.d. að stofnþing Rithöfundasambands Sovétríkj- anna hafi verið haldið 1934, en stefnan sem það samþykkti undir nafninu sósíalrealismi hafi verið mótuð löngu fyrr. Ágætt var að minna á M. Andersen-Nexö (þótt allir sem við þessi efni fást þekki til sagna hans, þ.á m. hvenær þær birtust). Meiri fengur er í ábend- ingu Árna um „að þýskir kratar unnu að því að koma sér upp verkalýðsbókmenntum á öldinni sem leið.“ Ég get bætt því við, að flokksþing þeirra 1896 tók bók- menntir til umræðu, og þar var óskað eftir „sósíalískri raunsæis- stefnu“. Sósíalrealisminn var ekki bókmenntanýjung, það átti einfaldlega að fylgja útbreidd- ustu bókmenntahefð þessa tíma, en með sósíalískri framtíðarsýn, o.s.frv. Þetta hefur svo verið boðað síðan, og ég held, að yfir- leitt hafi sósíalrealismanum verið ætlað að keppa við borgaralegar afþreyingarbækur eingöngu. 1943 Víkjum loks að öðru. Hvort sem menn álíta réttmætt eður ei, að Sósíalistaflokkurinn skyldi hverfa að baráttu á þjóðernis- legum grundvelli gegn herstöðv- um, veru íslands í NATO og loks gegn starfsemi alþjóðlegra auðhringa hérlendis - þá er ekki hægt að rugla slíkri stéttasam- vinnustefnu saman við stéttar- baráttuna sem áður var háð, það er ekki hægt að segja að þetta sé allt sama pólitíkin. Ég talaði um bókmenntir sem draga fram stétta- andstæður, „sósíalísk skáld- verK, þ.e. þjóðtélagsádeilu frá sósíalísku sjónarmiði og/eða bar- áttubókmenntir.“ Spyrja mætti, hvort slík efnisatriði segi mikið um bókmenntir, hvort þetta sé marktækur mælikvarði. Eg svara því afdráttarlaust neitandi, og ég hefi reynt að rökstyðja að þessi pólitíska flokkun segi næsta lítið um áhrif skáldverks á lesendur- í byltingarátt eður ei (Tímarit Máls og menningar 1983, 1. hefti). En þetta er sá mælikvarði sem bókmenntahreyfing Rauðra penna viðhafði. Meðfylgjandi tafla ætti því að segja nokkuð til um áhrif hennar á bókmennta- sköpun á íslandi. Þó verður að nefna, að gagnrýnendur hennar fundu það að Sölku Völku, t.d., og að ýmsum bestu róttæku skáldverkum þessa tíma, að þar vantaði fyrirmyndarstéttarbar- áttu verkalýðsins. Því virðist hæpið að þakka hreyfingunni þessi verk, enda auðsénar aðrar rætur, í mannlífinu innanlands, eins og Árni nefnir réttilega, og í skáldskap erlendis. Of langt mál yrði að fara út í það að þessu sinni, og margt annað verður hér útundan. En ég er ævinlega til skrafs reiðubúinn, og vilji ein- hver glugga í doktorsrit mitt þá er það bæði á Landsbókasafni og Háskólabókasafni (enn sem komið er þó aðeins á heldur stirð- busalegri frönsku, því miður). Ámi Bergmann segir að það sé „áreiðanlega rangt“ hjá mér, að 1943 hætti menn að skrifa sósíal- ísk skáldverk. Hugsast gæti það. Ég dró þessa ályktun af því sem ég hafði lesið af skáldverkum frá öm Ólafsson 2. fjórðungi 20. aldar, auðvitað ifer því fjarri að ég hafi komist yfir allt. Mér sýnast verða hvörf um þetta leyti, að þá hverfi flestir rót- tækir höfundar frá þessu. Þar undanskil ég einkum Jóhannes úr Kötlum, Halldór Stefánsson og Halldór Laxness. En nú gefst gott færi á að prófa þessa kenningu. Einmitt meðal lesenda Þjóðviljans munu vera margir sem hafa lesið bók- menntaverk sem hér koma til álita og ég þekki ekki. Ég legg því þessa flokkun mína fyrir þá. í miðdálkinum eru talin verk með sósíalíska afstöðu. Smásagnasöfn (S) eða kvæða (K) eru því aðeins talin, að þessarar afstöðu gæti í a.m.k. tíunda hluta verkanna (SK: skáldsögur, L: leikrit). í vinstra dálki eru skáldverk sömu höfunda áður en þessi afstaða setur mark sitt á verk þeirra, en til hægri verk þeirra sem birtast eftir að hennar hættir að gæta. Nú skora ég á lesendur að koma á framfæri hvers kyns við- aukum, leiðréttingum og mót- bárum sem þeir kynnu að hafa við þessa töflu, í stuttu máli sagt, reyna allt hvað þeir geta til að hrekja þessa flokkun. Hvort sem þeir kjósa að biðja Þjóðviljann fyrir grein, eða hafa samband við mig beint, þá þægi ég þetta allt þakksamlega. Örn Ólafsson Ránargötu 35 A, 101 Reykjavík, s. 21604. Takið eftír-tökum efttr! Eftirtökur og stækkanir afgömlum myndum Svipmyndir Hverfisgötu 18 (gegnt Þjóðleikhúsinu) s. 22690. KÆRIRÐU ÞIG UM LÁGA RAFMAGNSREIKNINGA? OSRAM Ijós og lampar eyða broti af því rafmagni sem venjuleg Ijós eyða og lýsa þó margfalt meira. OSRAM flúorsent Ijós eyða 11 wöttum þegar þau bera 75 watta birtu. Svo endast þau miklu lengur. OSRAM CIRCOLUX —' stílhreint, fallegt Ijós sem fæst í ýmsum útfærslum, hentar stundum í eldhús, stundum í stofu eða hvar annars staðar sem er- allt eftir þínum smekk. Raftækjaverslunin H.G. Guðjónsson Stigahlíö 45—47 — Suöurveri — Sími 37637 OSRAM LJÓSLIFANDI ORKUSPARNAÐUR rÁ OCTAVO 10 12

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.