Þjóðviljinn - 25.11.1984, Side 8
Níu ára krakkarnir í bekk Sigrúnar
velja sér viðfangsefni fyrir morgun-
daginn í kaffifímanum. Kennaranem-
inn sem situr til hægri sagði að þá
óaði við að leggja út í kennslustarfið
við þær aðstæður sem nú ríktu.
Ljósm. Svala.
Er kennarastéttin ofdekruð
og hortug, eða er hún og
skólastarfið afskipt og van-
metið í okkar þjóðfélagi? I
kjölfar verkfalls opinberra
starfsmanna og hins dæma-
lausa atvinnurógs fjármála-
ráðherragegn kennarastétt-
inni á Alþingi hafa að undan-
förnu verið að birtast í fjölmiðl-
um rætin skrif um meint hóglífi
og getuleysi þeirrarstarfs-
stéttar í okkar þjóðfélagi, sem
hefur valið sér það hlutskipti
að koma yngstu kynslóðinni til
manns í rótlausum heimi.
Þjóðviljinn brá sér upp í Fella-
skóla í vikunni til þess að fylgj-
ast með starfsdegi kennara,
vinnu hans, viðhorfum og
starfsaðstöðu.
Sigrún Björnsdóttir er einstæð
þriggja barna móðir með 19 ára
starfsreynslu sem kennari. Hún
kennir 6 og 9 ára börnum í for-
skóla og 3. bekk grunnskóla og
hefur umsjón með báðum bekkj-
unum. Auk þess kennir hún 2
tíma á viku dönsku í 6. bekk.
Kennslutíminn er 37 kennslu-
stundir á viku, sem er 6 1/2
kennslustund umfram kennslu-
skyldu. „Þessi yfirvinna er mér
nauðsynleg til þess að geta séð
fjölskyldunni farborða“, segir
Sigrún, en hún á 2 syni, 15 og 19
ára, í fjölbrautaskóla og einn
tveggja ára sem er í leikskóla á
morgnana og í pössun hjá ömmu
sinni um eftirmiðdaginn. Auk
kennslustundanna sækir Sigrún
kennarafundi 2-3 sinnum í viku,
sem eru haldnir í hádeginu.
Síðastliðinn fimmtudag var
Sigrún mætt í skólann um klukk-
an 9, þótt kennsla hæfist ekki fyrr
en klukkustund síðar. Hún sagði
að morgunstundirnar fyrir
kennslu yngstu barnanna
reyndust oft besti tíminn til
undirbúnings fyrir kennsluna.
Kennslutími 6 ára barnanna er
frá 9.50 til 12.40 með einum 10
mínútna frímínútum. Á
fimmtudögum hefur Sigrún að-
eins 10 mínútna hlé í hádeginu
áður en kennsla 9 ára bekkjarins
hefst kl. 12.50 til 15.05, en þá
lýkur skóladeginum. Þá hefnr
Sigrún verið á hlaupum á milli
forvitinna og spyrjandi andlita í
sjö samfelldar kennslustundir
með þrem 10 mínútna vinnuhlé-
um.
Opinn skóli
Við höfum tekið upp svokallað
opið skólakerfi í yngstu bekkjar-
deildunum hér í Fellaskóla, sagði
Sigrún. Það felst meðal annars í
því að nemendur geta sjálfir valið
á milli ákveðinna verkefna sem
þeir vinna að í hvert skiptið.
Opna kerfið byggir á einstakl-
ingsbundinni kennslu, þar sem
reynt er að veita hverjum nem-
anda viðfangsefni við hans hæfi.
Þetta krefst bæði skipulagsvinnu
og undirbúnings við gerð náms-
gagna og er meira krefjandi að
mörgu leyti fyrir kennarann en
gamla kerfið þar sem öll börnin
hafa sömu bókina og gera það
sama í einu. Valkerfið gildir að
fullu í forskólanum og að hluta til
í 3. bekk. Börnin í forskólanum
virðast áhugasöm um námið, sem
mikið er byggt upp á leikjum, og
þau geta valið um 14 mismunandi
verkefni þegar þau koma saman í
svokölluðum heimakrók.
Kennslustofunni er síðan skipt í
afmörkuð vinnusvæði eftir þeim
verkefnum sem unnin eru á
hverjum stað. Kennarinn heldur
síðan bókhald yfir val nemend-
anna á starfssviðum til þess að
tryggja að ekkert verkefni verði
algjörlega útundan. Sigrún sagði
að kennsla 6 ára barna fæiist
Dagur í lífi
kennara
ppeldisstar
en ekki geymsla
Fylgst með vinnudegi hjá Sigrúnu Björnsdóttur
kennara í Fellaskóla
mikið í því að kenna þeim að
vinna saman, sýna hverju öðru
tillitsemi, kenna þeim að halda
sér að því verkefni s«m unnið er
að á hverjum tíma og kenna þeim
að tjá sig. Þetta er ekki síður upp-
eldisstarf en fræðsla, segir Sig-
rún.
Að leita
heimilda
Þegar við komum í tíma í
samfélagsfræði í 3. bekk eru 9 ára
börnin í valtíma. Það eru krakkar
úr 4 bekkjardeildum sem koma
saman í samfélagstímann, og Sig-
rún hefur fengið 2 kennaranema
úr Kennaraháskólanum sér til að-
stoðar. Verkefnið er að leita sér
heimilda úr ólíkum bókum sem
hafaaðgeyma fróðleik er tengist
sjávarsíðunni, umhverfi hennar
og náttúru. Verkefnið er unnið út
frá kennslubók í samfélagsfræði,
sem nefnist Við sjávarsíðuna.
Börnin þurfa að fletta upp í
bókum til að leita svara við
ákveðnum spurningum sem eru
fjölritaðar á blað. f stað utan-
bókarlærdóms er lögð áhersla á
að kenna börnunum að leita sér
upplýsinga.
Heimavinna
f skorpum
Sigrún sagði að vinna utan
kennslutíma í skólanum væri mis-
mikil og kæmi í skorpum. Sigrún
er umsjónarkennari með tveim
bekkjum og ber þannig ábyrgð á
Fjöldauppsagnir kennara eru neyðarúrræði, en úr því sem komið er getur
ekkert dugað nema samstaðan, segir Sigrún Björnsdóttir kennari í Fellaskóla
með 19 ára starfsreynslu Ljósm. Svala.
þeim nemendum, hefur samband
við foreldra, sér um viðveruskrá
og einkunnagjöf. Vinnuaðstaða
kennara í skólanum er lítil miðað
við fjölda, en í Fellaskóla vinna
73 kennarar og rúmlega 1100
nemendur. Undirbúningsvinna
fyrir verkefnagerð fer því mikið
fram heima, og sagðist Sigrún
helst nota stundirnar eftir að
yngsti strákurinn væri sofnaður á
kvöldin, því hún gæti ekki unnið
og sinnt honum um leið. Sigrún
sagði að undirbúningsvinna hafi
verið gífurleg fyrst eftir að þau
byrjuðu með opna kerfið, en
forsenda þess að slíkt starf geti
blessast er mikil og náin sam-
vinna kennara í sama árgangi.
Vanbúinn
skóli
Sigrún sagði að skólayfirvöld
sinntu ekki nægilega þeim nem-
endum sem ættu við félagsleg
vandamál, hegðunarvandamál
eða námsvandamál að stríða.
Kerfið væri ekki nógu sveigjan-
legt fyrir þessa nemendur til þess
að skólinn gæti komið til móts við
þarfir þeirra og ekki væri veitt
nægilegt fjármagn til sérstakrar
stuðningskennslu fyrir einstaka
nemendur. „Þetta er átakanlegt
þegar fyrirsjáanlegt er að þessir
nemendur munu ekki standast
þær kröfur sem til þeirra eru sett-
ar þegar fram í sækir,“ sagði Sig-
rún. Þá sagði hún að skólinn væri
of stór og of þröngt setinn. Fella-
skóli var byggður sem 800 nem-
endaskóli. íupphafi voruþarum
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 25. nóvember 1984