Þjóðviljinn - 25.11.1984, Page 13

Þjóðviljinn - 25.11.1984, Page 13
Eftir nær átta mánaöa verk- fall um 120.000 breskra nám- averkamanna virðist sem deilan um framtíð bresku kol- anámanna sé eins langt frá því að leysast og hún hefur nokkurntímann verið. Síðustu dagana hafa um 6000 náma- verkamenn snúið afturtil vinnunnar að sögn, og hafa þeir meðal annars látið freistast af tilboði námafé- lagsins um 68.000 krónajóla- bónus, sem yrði greiddur sér- hverjum þeim námaverka- manni sem mætti til vinnu fyrir mánudaginn 19. nóvember. Hin erfiða staða námaverka- mannanna hefur einnig orðið til þess að skapa ágreining innan bresku verkalýðshreyf- ingarinnar, þar sem forysta Alþýðusambandsins og Verkamannaflokksins hefur fordæmtofbeldi námaverka- manna jafnt sem lögreglu og gagnrýnt ósveigjanlega stefnu Arthurs Scargill og stuðningsmanna hans. Þá hafa fregnir af því að Arthur Scargill hafi leitað fjárstuðnings fyrir námamenn bæði í Líbýu og Sovétríkjunum einnig orðið til þess að gera hann og málstað námaverkamanna tortryggilegan í augum almennings. Eitt helsta deilumálið varðandi framkvæmd verkfallsins hefur þó staðið um það, hvort hafa ætti allsherjaratkvæðagreiðslu meðal námamanna um framhald verk- fallsins. Forsaga málsins er sú, að hinn 1. nóvember s.l. gengu í gildi lög í Bretlandi, sem ríkis- stjórn Margarethar Thatcher átti frumkvæðið að. Samkvæmt lög- um þessum er verkalýðsfélögum skylt að láta fara fram atkvæða- greiðslu á meðal félaga sinna áður en boðað er til verkfalls. Lög þessi eru ekki afturvirk, og giltu því ekki þegar til ver- kfallsins var boðað fyrir um 8 mánuðum síðan, en engu að síður hefur Hæstiréttur Bretlands ný- verið fellt dóm í máli sem 2 náma- verkamenn höfðuðu gegn stétt- arfélagi sínu, þar sem úrskurður- inn var sá að verkfallið væri ólög- legt, þar sem stéttarfélagið hefði Bretland Námuverkamenn í mótbyr ekki farið að eigin lögum með því að boða til verkfalls án undan- genginnar atkvæðagreiðslu. Þá má kalla nokkuð seint í rassinn gripið að dæma verkfall sem stað- ið hefur í meira en hálft ár ólög- legt, enda hafa leiðtogar náma- verkamanna valið að hundsa dóminn með þeim afleiðingum að felldir hafa verið stöðugt hærri sektardómar yfir samtökunum með hótunum um eignaupptöku og fangelsun forsvarsmanna þeirra. Athyglisvert er að ríkisstjórn Margaretar Thatcher virðist ekki kjósa að nýta sér þennan dómsúr- skurð með því að ganga á milli bols og höfuðs á samtökum námamanna í skjóli hans. Sam- kvæmt úrskurðinum virðist sem henni væri í lófa lagið að gera Arthur Scargill og félaga hans fjárhagslega ábyrga fyrir því tjóni sem vinnudeilan er talin hafa valdið. Slík aðför að samtökun- um yrði hins vegar seint liðin af Alþýðusambandinu og Verka- mannaflokknum og gæti komið sér illa áróðurslega fyrir stjórn- ina. Hún virðist nú stefna að því að draga Alþýðusambandið æ meira inn í deiluna og gera verka- lýðshreyfinguna í heild ábyrga fyrir þeirri „lausn“ sem eftir ýms- um sólarmerkjum að dæma kann að verða námaverkamönnum dýrkeypt. Bæði Verkamannaflokkurinn og Alþýðusambandið lýstu í síð- asta mánuði yfir fullum og skil- yrðislausum stuðningi við mál- stað námaverkamanna. En þrátt fyrir þessa yfirlýsingu er ljóst að um innri ágreining er að ræða og hvorki Neil Kinnock formaður Verkamannaflokksins né Norm- an Willis formaður Alþýðusam- bandsins vilja láta beisla sig fyrir vagni Arthurs Scargills án þess að fá að ráða nokkru um stefnu hans. Eitt af deiluefnunum er einmitt atkvæðagreiðslan, en Roy Hattersley varaformaður Verkamannaflokksins hefur ný- verið hvatt samtök námaverka- manna til að efna til slíkra kosn- inga um áframhald verkfallsins. Annað deilumál sem veldur klofningi er viðleitni innan stjórnar Alþýðusambandsins til að fá aðild að samningum um lausn deilunnar. Scargill hefur alfarið hafnað íhlutun Alþýðu- sambandsins í lausn deilunnar þótt hann hafi krafist skilyrðis- lauss stuðnings þess við stefnu sína. Um leið og hann hefur kraf- ist skilyrðislauss stuðnings Al- þýðusambandsins og Verka- mannaflokksins hefur hann öðr- um þræði sakað þessi öfl um klofningsstarfsemi innan verka- lýðshreyfingarinnar. Eitt af því sem vakið hefur reiði Scargills og stuðningsmanna hans eru opinberar fordæmingar þeirra Kinnocks og Willis á því ofbeldi sem einkennt hefur deil- una og er þá talið koma úr her- búðum lögreglu jafnt og verka- manna. Endanlega snýst ágrein- ingurinn kannski um þá málam- iðluh sem forysta Verkamannafl- okksins og Alþýðusambandsins sér óhjákvæmilega í lausn deilunnar. Arthur Scargill og fé- lagar hans virðast hins vegar hafa litlu að tapa og líta á sérhverja málamiðlun sem ósigur eftir átta mánaða baráttu. Spurningin er hins vegar hversu lengi algjör sigur námumanna í þessari deilu mundi duga þar sem námurnar sem slagurinn stendur um eru af mörgum taldar það óhagkvæmar til rekstrar að áframhaldandi vinnsla þar yrði aldrei nema tíma- bundin. Synir þeirra námuverka- manna, sem nú standa í eldlín- unni í baráttunni fyrir réttinum til vinnu, eiga trúlega eftir að leita sér lífsbjargar á öðrum vettvangi. ERT ÞU ÚTI- VERA Við bjóðum öllu útivistarfólki: Stil-Longs ullarnærföt. Vinnufatnað — samfestinga, einnig loðfóðraða. Hlífðar og kuldafatnað. Skó og hlýja sokka. Áttavita, penna-neyðarmerkja- byssur, álpoka og fjölmargt fleira.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.