Þjóðviljinn - 25.11.1984, Side 19

Þjóðviljinn - 25.11.1984, Side 19
SKÁK Scevar skákmeístari T.R. 1984 Nú er lokið einvígi þeirra Sæv- ars Bjarnasonar og Benedikts Jónassonar um titilinn „Skák- meistari Taflfélags Reykjavíkur 1984“. Fóru leikar á þann veg að Sævar stóð upp sem sigurvegari. Til þess að úrslit næðust þurfti þó fimm skákir því eftir hinar fjórar hefðbundu hafði hvorugum tek- ist að vinna skák. Það var greini- legt á þeirri fimmtu að báðum leiddist þófið og tefldu báðir stíft til vinnings. Eins og lesendur hafa sennilega gert sér grein fyrir sigraði Sævar í þessari baráttu- skák með fyrrgreindum afleiðingum. Sævar Bjamason er vel að þessum sigri kominn og nú fyrr á árinu varð hann Skákmeistari Reykjavíkur. Hann, eins og reyndar Benni einnig, er einn af þeim fáu mjög sterku skák- mönnum landsins sem eru tíðir gestir á innlendum vettvangi. Þar á ég við það vandamál sem kemur upp þegar menn hafa náð ákveðnum styrkleika þá virðast þeir hætta að mestu þátttöku í hinum hefðbundnu mótum inn- anlands nema há verðlaun séu í boði. Þetta er orðið mikið vanda- mál og er kominn tími fyrir móts- haldara að hugsa sinn gang þó ekki sjái ég neina eina lausn í sjónmáli. Það má kannski reyna að bjóða nokkrum erlendum skákmönnum, það mundi eflaust trekkja að. Þessir menn þyrftu ekki að vera í neinum heimsklassa því nóg er af stiga- háum skákmönnum sem þyrstir í skákmót. Eins og áður sagði er ég ekki að koma með lausn á vanda heldur reyna að efla umræðu um þessa hluti. Við skulum skoða þá skák er réði úrslitum í einvíginu: Hvítt: Benedikt Jónasson Svart: Sævar Bjarnason Spánski leikurinn. 1. e4 e5 Sævar er þekktur fyrir góðan ár- angur með frönsku vömina en hana hefur hann teflt svo til allt sitt líf. Er nema von að maðurinn vilji breyta til? 2. Rf3 Rcó 3. Bb5 aó 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. Hel b5 7. Bb3 0-0 8. c3d6 Allt kallast þetta þekkt teóría. Nú gat svartur boðið upp á hina tvíeggjuðu Marshall árás með 8. - d5 en Sævar kýs heldur lokaðar stöður. 9. h3 Bb7 10. d4 He8 11. Rbd2 Bf8 12. Bc2 exd4 Hvasst framhald, svartur gat val- ið t.d. 12. - g6 13. d5 Rb8 14. b3! og með c4 tryggir hvítur sér yfir- burði í rými. 13. exd4 Rb4 14. Bbl c5 15. d5 a5! Smellinn leikur eins og brátt sést, a6 fyrir riddarann skal það vera! 16. Rfl g6 17. Rg3 Bg7 18. a3 Kannski vanhugsaður leikur, riddarinn rekinn á leið í ferðalag sem hann ætlaði sér hvort eð er. Ég mæli með 18. a4. 18. - Ra6 19. Bg5 Db6 20. Dd2 Hac8 21. Bc2 Rd7 22. Habl c4 Sævar hefur nú lokið undirbún- ingi sínum og brátt koma riddar- arnir í spilið. Benni reynir nú sóknaraðgerðir á kóngsvæng en svarstaðan er þar föst fyrir. 23. Bh6 Bh8 24. Df4 Re5 25. Rg5 Rc5 26. De3 Nú kemur fát á hvítan og leikir hans bera nú merki ráðleysis. Stöðuyfirburðir svarts em nú orðnir greinilegir og hvítur verð- ur að leita á taktísk mið. Ekki dugði þó strax 26. Rh5 vegna Dd8 og ekki heldur 26. Rf5 g6. 26. - Dc7 27. Dd2 Red3 28. Bxd3 Rxd3 29. He3 Be5! LÁRUS JÓHANNESSON Sterkur leikur, hótar m.a. að taka á b2 og leika c3. Hvítur er þvingaður til að leggja á stöðuna. 30. Rf3 Bf6 31. e5 Hvað annað? 31. - dxe5 32. Re4 Bg7 33. Bxg7 Kxg7 34. Rh4 De7 Ennþá þvingar Sævar andstæðing sinn út í ævintýri sem ekki stand- ast. Þetta kallast á fræðimáli, ef mig misminnir ekki, próvókatív taflmennska. 35. Rf5 gxf5 36. Hg3+ Kh8 37. d6 Dh4! Þennan leik sá Benedikt ekki og má segja að hann geri út um tafl- ið. Enn eru að vísu gildrur hér og þar en Sævar slær ekki feilnótu í framhaldinu. 38. Rg5 Hf8 39. Dxa5 Dd4 40. Dxb5 Bc6 41. Da6 Bd7 42. Db7 Dxd6 43. Hbl f6 44. Rxh7 Hf7 Biðleikur Sævars, staðan er gjörunninn leikurinn hélt þó áfram um stund en að lokum gafst Benedikt upp. &otf hcmttor etf Aðalstræti 4 — Bankastræti TRYGGING GEGN YERDBÓLGU Á sex mánaða fresti er óhreyfð innstæða borin saman við ávöxtun verðtryggðra reikninga með 6.5% vöxtum og hagstæðari kjörin látin gilda. S/ík trygging er sérstaklega mikilvæg í ótryggu ástandi þjóðmála. Sparisjóðurinn í Keflavík, — Sparisjóður Kópavogs, — Sparisjóður Mýrasýslu, — Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, — Sparisjóður vélstjóra.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.